PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Omonoia
4
0
Víkingur R.
Senou Coulibaly '51 1-0
Andronikos Kakoulli '81 2-0
Alioum Saidou '86 3-0
Andronikos Kakoulli '90 4-0
03.10.2024  -  16:45
GSP Nicosia
Sambandsdeild Evrópu
Aðstæður: 23 gráður á Kýpur
Dómari: Sander van der Eijk (Holland)
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson
Byrjunarlið:
40. Fabiano (m)
2. Alpha Diounkou
5. Senou Coulibaly
11. Ewandro ('46)
14. Mariusz Stepinski ('68)
20. Mateo Maric
21. Veljko Simic ('84)
24. Amine Khammas
30. Nikolaos Panagiotou
75. Loizos Loizou ('84)
80. Novica Erakovic ('67)

Varamenn:
23. Francis Uzoho (m)
98. Charalambos Kyriakidis (m)
3. Fotios Kitsos
4. Filip Helander
9. Andronikos Kakoulli ('68)
10. Omer Atzili ('84)
17. Ioannis Masouras
22. Ádám Lang
31. Ioannis Kousoulos ('67)
76. Charalampos Charalampous ('46)
85. Angelos Neophytou
99. Alioum Saidou ('84)

Liðsstjórn:
Valdas Dambrauskas (Þ)

Gul spjöld:
Veljko Simic ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eftir frábæran fyrri hálfleik þá steinlágu Víkingar í þeim seinni.
Skýrsla og viðtal við Arnar væntanlegt seinna í kvöld.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
90. mín MARK!
Andronikos Kakoulli (Omonoia)
Komið gott Valdimar með skelfilega sendingu til baka sem Kakoulli kemst inn í, sólar Ingvar og skorar í autt markið.
86. mín MARK!
Alioum Saidou (Omonoia)
Saidou að klára þetta endanlega Spænir upp hálfan völlinn og setur hann framhjá Ingvari. Ingvar á þó að verja þetta að mínu mati.
Saidou nýkominn inn á og skorar.
84. mín
Inn: Alioum Saidou (Omonoia) Út: Loizos Loizou (Omonoia)
84. mín
Inn:Omer Atzili (Omonoia) Út: Veljko Simic (Omonoia)
83. mín
Helgi Guðjóns með skot framhjá marki Omonoia.
83. mín
Kakoulli nálægt því að bæta öðru marki við, skot hans rétt framhjá marki Víkinga.
81. mín MARK!
Andronikos Kakoulli (Omonoia)
Úff Ingvar slær skot út í teiginn á Kakoulli sem stýrir boltanum í opið markið.
Ansi erfitt fyrir Víkinga að snúa leiknum við úr þessu.
78. mín
Daði Berg gerir frábærlega og kemur sér í skotið sem fer framhjá marki Omonoia.

Hefur hæfileika sem eru ekki keyptir í Prís.
77. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
71. mín
Viktor Örlygur með skot framhjá marki heimamanna.
68. mín
Inn: Andronikos Kakoulli (Omonoia) Út: Mariusz Stepinski (Omonoia)
67. mín
Inn: Ioannis Kousoulos (Omonoia) Út: Novica Erakovic (Omonoia)
63. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
63. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
59. mín
Þetta var tæpt Gísli Gotti með slaka sendingu til baka sem sóknarmaður Omonoia kemst inn í og tekur skotið en Ingvar fljótur að loka á hann. Þetta var ansi klaufalegt hjá Gísla.
57. mín
Oliver Ekroth liggur niðri, virðist vera sárþjáður. Oliver getur þó haldið leik áfram. Í annað sinn sem Oliver hefur þarfnast aðhlynningar í leiknum.
55. mín
Omonoia taka hornspyrnu sem Ekroth skallar frá.
51. mín MARK!
Senou Coulibaly (Omonoia)
Stoðsending: Charalampos Charalampous
Omonoia komnir yfir Omonoia fær horn Coulibaly stekkur manna hæst í teignum og stangar boltann í netið.
50. mín
Danijel Djuric með skot fyrir utan teig sem Fabiano ver örugglega.
47. mín Gult spjald: Veljko Simic (Omonoia)
Simic fer í bókina góðu eftir brot á Djuric.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
46. mín
Inn: Charalampos Charalampous (Omonoia) Út: Ewandro (Omonoia)
Heimamenn gera breytingu í hálfleik.
45. mín
45. mín
Tarik í lagi Tarik Ibrahimagic var borinn af velli í fyrri hálfleik. Tarik er þó í góðu lagi núna eftir höfuðhöggið samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
45. mín
Hálfleikstölfræði Omonia - Víkingur R.

59% - Með bolta - 41%
3 - Skot - 4
0 - Skot á mark - 3
2 - Hornspyrnur - 3
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik +9

Sander van der Eijk flautar til hálfleiks. Víkingar frábærir framan af fyrri hálfleik en leikur liðsins dalaði aðeins eftir meiðsli Tarik.
45. mín
+6

Oliver Ekroth liggur nú niðri, yrði áfall fyrir Víkinga að missa hann líka. Ekroth stendur upp og haltrar mikið en heldur leik áfram.
45. mín
+5

Simic með fyrirgjöf sem Ingvar kýlir frá.
45. mín
+4
Loizou með skot úr teignum sem fer í Davíð Örn.
45. mín
Sjö mínútum bætt við Mikil töf var á leiknum vegna meiðsla Arons Elís og Tarik Ibrahimagic.
42. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð ekki lengi að næla sér í spjald. Spjaldaður fyrir peysutog.
39. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Davíð fer í hægri bakvörð og Karl Friðleifur færir sig yfir í vinstri bakvörð.
38. mín
Búið að sækja börurnar og er ljóst að Tarik heldur ekki leik áfram. Davíð Örn gerir sig tilbúinn. Batakveðjur á Tarik.
35. mín
Tarik Ibrahimagic liggur niðri eftir samstuð og þarfnast aðhlynningar.
Sýnist Ekroth hafa sparkað í andlitið á Tarik.
32. mín
Omonoia fær sína fyrstu hornspyrnu. Aron Elís skallar boltann frá.
30. mín
28. mín
Stepinski í ágætis færi en Karl Friðleifur kemst fyrir skotið. Boltinn berst á Loizou sem tekur skot langt framhjá marki Víkinga.
Fyrstu marktilraunir Omonoia.
27. mín
Víkingar að byrja þennan leik frábærlega, mun hættulegra liðið.
25. mín
Valdimar í ágætis færi Frábær sending frá Tarik á Valdimar í gegn en Valdimar með laust skot sem Fabiano ver.
23. mín
ÞVÍLÍK VARSLA! Danijel Djuric með frábæran skalla úr teignum en Fabiano ver frábærlega!
Þarna munaði litlu.
19. mín
Gísli Gotti með skot í varnarmann og aftur fá Víkingar horn.
Omonoia skalla hornspyrnuna frá.
19. mín
Fyrsta færið! Karl Friðleifur tekur hornið á Niko Hansen á skalla á nærstöng en Fabiano ver.
18. mín
Aukaspyrna Víkinga skölluð aftur fyrir endalínu og í horn.
18. mín
Aron liggur enn niðri við lítinn fögnuð stuðningsmanna Omonoia.

Aron stendur upp og getur haldið leik áfram.
15. mín
Aron Elís liggur niðri og þarfnast aðhlynningar. Fékk högg í andlitið, vonandi ekkert alvarlegt.
15. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
10. mín
Stuðningsmenn Víkings mættir á völlinn
4. mín
Omonoia ógna aftur fyrir vörn Víkinga en aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu réttilega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingur byrjar með boltan.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5, þar sem okkar allra besti Gummi Ben lýsir leiknum. Stuðst er við sjónvarpsútsendinguna í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Fyrirliðinn inn í liðið Ein breyting er á liðinu frá sigurleiknum gegn Val á sunnudag. Fyrirliðinn Nikolaj Hansen kemur inn í liðið fyrir Helga Guðjónsson sem tekur sér sæti á bekknum.

Fyrir leik
Nýjar Evróputreyjur Víkinga Í tilefni dagsins hafa Víkingar svipt hulunni af nýjum keppnisbúningum sem liðið mun klæðast í viðureignum sínum í Sambandsdeildinni þetta árið.

Fyrir leik
Kári Árnason lék með Omonoia Kári Árnason yfirmaður knattspyrnuamála Víkings lék með Omonoia um hríð.

Kári gekk til liðs við Omonoia árið 2017 í janúarglugganum. Hann lék þó aðeins átta leiki með liðinu.

Kári hélt svo til Aberdeen í sumarglugganum 2017 eftir dvöl sína í Kýpur.

   03.10.2024 11:40
Kári Árna: Mistök að fara héðan á sínum tíma


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrirkomulagið og dómarar Fyrirkomulagið í Sambandsdeildinni er líkt og í hinum Evrópudeildinni, 36 liða deild. Öll liðin í Sambandsdeildinni spila sex leiki, en ekki er spilað heima og að heiman gegn sama liðinu.

Omonoia var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum og Víkingur í þeim sjötta. Hvert lið mætir einu liði úr hverjum styrkleikaflokki.

Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit og liðin í 9.-24. sæti fara í umspilið um hin átta sætin. 12 neðstu liðin í deildinni falla úr leik.

Hollenskt teymi
Sander van der Eijk dæmir leikinn á fimmtudaginn, Sander og dómarateymið í heild sinni er frá Hollandi. Van der Eijk dæmir í hollensku Eredivisie.

Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Langt ferðalag Víkinga Víkingar komu til Kýpur á þriðjudagskvöld. Ekki var flogið beint til Kýpur en ferðalag Víkinga tók 17 klukkustundir.

Liðið og starfsteymið flugu frá Keflavík til Manchester og biðu þar í nokkra klukkutíma. Frá Manchester flugu þeir til Larnaca á Kýpur. Í kjölfarið tók við rútuferð til Nicosia sem er í tæplega klukkutíma fjarlægð frá Larnaca.

Víkingar voru komnir til Nicosia um klukkan 1 að nóttu á staðartíma en þriggja tíma mismunur er á Íslandi og Kýpur.

Fyrir leik
Gömul hetja mætt til Omonoia Stevan Jovetic gekk til lið við Omonoia nú á dögunum en hann mun ekki leika gegn Víkingum.
Jovetic gerði garðinn frægan með Manchester City en hann lék einnig með Inter Milan og Sevilla.

„Það er leikmenn frá löndum sem menn kannski þekkja ekki mikið til. Í þessum löndum geta dúkkað upp helvíti góðir leikmenn, félagið er með mikið fjármagn og voru sem dæmi að taka inn Stevan Jovetic sem er fyrrum leikmaður Manchester City. Hann er ekki á íslenskum launum, ég get lofað þér því. Sem betur fer er hann ekki að spila á morgun," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Fótbolta.net.





Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Andstæðingarnir Omonoia eru eins og áður hefur komið fram frá Kýpur. Eru þeir eitt sigursælasta lið Kýpurs.

Omonoia hefur unnið deildina í Kýpur 21 sinni og hafa alls spilað 173 Evrópuleiki.

Omonoia var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum og Víkingur í þeim sjötta.

Heimavöllur liðsins, GSP völlurinn tekur tæplega 23 þúsund manns.

Á síðasta tímabili enduðu Omonoia í þriðja sæti deildarinnar á Kýpur. Omonoia eru nú í öðru sæti deildarinnar eftir fimm umferðir.

Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Omonoia fyrir leikinn gegn Víkingum. Fundurinn fer fram á ensku.

Fyrir leik
Leikdagur! Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá fyrsta leik Víkings R. í Sambandsdeild Evrópu.

Andstæðingar Víkings eru Omonoia frá Kýpur. Leikið verður á GSP vellinum sem er staðsettur í Nikósíu, höfuðborg Kýpur.

Mynd: EPA
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('63)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic ('39)
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('63)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('77)
23. Nikolaj Hansen (f) ('77)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('77)
8. Viktor Örlygur Andrason ('63)
9. Helgi Guðjónsson ('63)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
24. Davíð Örn Atlason ('39)
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson ('77)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('42)

Rauð spjöld: