Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 03. október 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Kári Árna: Mistök að fara héðan á sínum tíma
Kári í landsleik árið 2017.
Kári í landsleik árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það kom upp staða hjá Malmö sem var svolítið sérkennileg og flókin'
'Það kom upp staða hjá Malmö sem var svolítið sérkennileg og flókin'
Mynd: Getty Images
'Ég vil fá frammistöðu frá mínu liði'
'Ég vil fá frammistöðu frá mínu liði'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Heimir vildi helst að ég færi í öflugri deild.'
'Heimir vildi helst að ég færi í öflugri deild.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Matt Derbyshire var langmarakhæsti leikmaður Omonoia tímabilið 2016/17. Hann og Kári eru góðir vinir.
Framherjinn Matt Derbyshire var langmarakhæsti leikmaður Omonoia tímabilið 2016/17. Hann og Kári eru góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, er á kunnugum slóðum þessa dagana. Víkingur spilar í dag á móti Omonoia Nicosia á Kýpur en Kári lék með liðinu á sínum tíma.

Kári kom til félagsins í janúar 2017 og var fram á sumarið. Hann kom frá Malmö og fór til Aberdeen. Kári spilaði átta leiki með Omonoia. Liðið hefur unnið deildina 21 sinni en tímabilið 2016/17 endaði liðið í 5. sæti. Kári ræddi við Fótbolta.net í gær.

„Þetta er gríðarlega stórt augnablik fyrir félagið í heild og markmið sem við ætluðum okkur í svolítinn tíma. Það hafðist loksins. Það er mikill spenningur og ánægja með þetta. En engu að síður er enginn að fagna einu eða neinu, við ætlum okkur að reyna gera eitthvað í þessari keppni," sagði Kári. Víkingur er að fara spila sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í dag.

„Það er gaman að vera kominn aftur hingað. Það voru ákveðin mistök að fara héðan á sínum tíma. Ég hefði getað verið hérna lengur. Lífsstíllinn er náttúrulega æðislegur, gott veður og góður matur. Liðið var kannski ekki jafn gott og það er í dag en það er hellingur af sama starfsfólki og gaman að hitta þetta fólk. Það eru einhverjir áfram í kringum liðið, en það er kominn nýr eigendur og nýir stjórnendur."

„Við vorum í efri hlutanum en vorum ekki að gera tilkall. Ég missti mikið af tímabilinu vegna rifbeinsbroti, þannig þetta var ekkert frábær tími. Það kannski litaði kannski hugann minn. Ég sá alltaf eftir því að hafa bara ekki verið hérna og jafnvel tekið nokkur ár hér."

„Það kom upp staða hjá Malmö sem var svolítið sérkennileg og flókin. Af hverju það gerðist hef ég oft spurt mig að, en þýðir ekkert að dvelja á því. Mjög góður vinur minn, Matt Derbyshire, var að spila hérna. Ég spurði hann hvernig þetta væri og hann mælti með þessu liði. Ég var í sambandi við umboðsmann og þeir voru bara klárir í þetta."


Heimir vildi hafa sinn mann í betri deild
Kári segir í dag að hann hefði viljað vera áfram, en af hverju fór hann á sínum tíma?

„Ég vil ekki kenna einum eða neinum um, þetta var ákvörðun sem ég tók bara sjálfur, en þetta var í kringum HM ævintýrið. Heimir (Hallgrímsson landsliðsþjálfari) horfði á einhverja leiki og fannst þetta pínu göngubolti, sem þetta er stundum. En þessi lið kveikja á sér á síðasta þriðjungi. Það er mikill hiti, 30 gráður, og þú getur ekki verið í hárri ákefð í alveg 90 mínútur. Heimir vildi helst að ég færi í öflugri deild. Í framhaldinu hringdi Aberdeen í mig og vildi fá mig aftur. Það voru mistök, því ég var orðinn of gamall fyrir þann bolta, var þarna 35 ára að koma aftur í breska boltann. Maður er fljótur að gleyma í þessu 'game-i' og átti ekki að taka það skref, það er ekki hollt fyrir neinn sem er 35 ára."

Í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings sagði Kári að það hefðu verið smá fjárhagsvandræði þegar hann kom til Omonoia og launin ekki alltaf greidd á réttum tíma. Það hafi þó ekki skipt máli. Hann sagði í Draumaliðinu að valið hefði staðið á milli Omonoia og félags í Ísrael á sínum tíma. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að einnig hefði verið áhugi frá Englandi.

Ekkert óyfirstíganlegt
Spilað verður á GSP leikvanginum í dag. „Þetta er geggjaður völlur, vel mætt, mikil stemning og áhorfendur eru mjög heitir."

Hvaða væntingar gerir Kári fyrir leikinn í dag?

„Ég vil fá frammistöðu frá mínu liði, en svo það sé sagt án þess að ég sé með fyrirfram afsakanir, þá er þetta gríðarlega sterkt lið með sterka leikmenn. En við erum mjög vel skipulagðir. Þetta er pínu eins og íslenska landsliðið, það er allt hægt, þetta er ekkert óyfirstíganlegt. Það er erfitt á að gera kröfu á sigur á móti liði sem er með 15 milljóna evru 'budget'. Þetta eru hörkuleikmenn, en við ætlum svo sannarlega að stríða þeim og taka stig eða þrjú."

Þekkir vel til hótelsins
Víkingar eru á hóteli sem Kári bjó á á sínum tíma. „Ég bjó hérna í mánuð eða svo. Maður er kominn heim aftur," grínaðist Kári. „Þetta er fínt, huggulegt og frábær matur. Ferðalagið var langt en menn litu vel út á æfingu áðan þannig ég hef litlar áhyggjur af því."

„Ég er búinn að vera safna punktum hérna lengi,"
sagði Kári að lokum þegar fréttamaður spurði hann hvort hann væri með einhvern tryggðarbónus á hótelinu.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:45 og verður í textalýsingu hér á Fótbolti.net.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner