Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Í BEINNI
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Víkingur R.
LL 1
2
Djurgården
Víkingur R.
1
2
Djurgården
0-1 Keita Kosugi '62
0-2 Gustav Wikheim '65
Ari Sigurpálsson '72 1-2
Miro Tenho '75
12.12.2024  -  13:00
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA - deildarkeppni
Aðstæður: Rigning, smá gola og 5 gráður
Dómari: Luka Bilbija (Bosnía)
Maður leiksins: Aron Elís Þrándarson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
7. Erlingur Agnarsson ('89)
8. Viktor Örlygur Andrason ('89)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric ('66)
21. Aron Elís Þrándarson ('83)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('66)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
9. Helgi Guðjónsson ('89)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('66)
20. Tarik Ibrahimagic ('89)
23. Nikolaj Hansen (f) ('66)
27. Matthías Vilhjálmsson ('83)
30. Daði Berg Jónsson
31. Jóhann Kanfory Tjörvason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('34)
Aron Elís Þrándarson ('57)
Nikolaj Hansen (f) ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Svekkjandi tap niðurstaðan Bosníumaðurinn flautar til leiksloka, svekkjandi tap niðurstaðan. Víkingar góðir í dag fyrir utan hræðilega byrjun á seinni hálfleiknum. Meðbyrinn var með Víkingum þegar þeir voru manni fleiri en þeir náðu ekki að nýta sér það.
94. mín
Víkingar fá aukaspyrnu við endalínu, boltinn berst á Nikolaj Hansen sem stangar boltann rétt yfir mark gestanna.
92. mín
Víkingar einoka boltann en eiga erfitt með að skapa almennileg færi.
90. mín
5 mínútum bætt við Nægur tími til endurkomu.
89. mín
Víkingar banka fastar og fastar...
89. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
89. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
88. mín
Inn:August Priske (Djurgården) Út:Tobias Gulliksen (Djurgården)
88. mín
Inn:Haris Radetinac (Djurgården) Út:Deniz Hümmet (Djurgården)
88. mín
Viktor Örlygur með skelfilegan skalla til baka, Hümmet kemst í boltann en Ingvar ver að lokum.
86. mín
Víkingar þjarma að Djurgården en eiga erfitt með að finna glufur í þéttri varnarlínu gestanna.
85. mín
Gestirnir með skot í stöng Gulliksen með laust en hnitmiðað skot sem endar í stönginni.
83. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís virðist hafa tognað, mikið högg fyrir Víkinga.
82. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
80. mín
Víkingar fá hornspyrnu, gestirnir skalla frá.
79. mín
Inn:Rasmus Schüller (Djurgården) Út:Tokmac Nguen (Djurgården)
Gestirnir taka eðlilega sinn tíma í þessar skiptingar.
79. mín
Inn:Peter Therkildsen (Djurgården) Út:Gustav Wikheim (Djurgården)
78. mín
Ágætis varamenn Víkinga Ari Sigurpáls skorar mark Víkinga og Nikolaj Hansen sækir rautt á leikmann Djurgården.
75. mín Rautt spjald: Miro Tenho (Djurgården)
Tvö gul á tveimur mínútum! Tenho þrumar Nikolaj Hansen niður og fær sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. Ná Víkingar að snúa þessu við?
74. mín Gult spjald: Miro Tenho (Djurgården)
Brýtur á Aroni í aðdraganda marksins, dómarinn gerir vel og leyfir leiknum að halda áfram.
72. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
ARI KEMUR VÍKINGUM AFTUR INN Í LEIKINN! Víkingar keyra hratt upp völlinn, færa boltann vel frá hægri yfir á vinstri vænginn, Valdimar gerir frábærlega og kemur boltanum á Ara sem leggur boltann huggulega í netið.

66. mín
Inn:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
65. mín MARK!
Gustav Wikheim (Djurgården)
Stoðsending: Deniz Hümmet
Gestirnir tvöfalda forystu sína Hümmet þræðir Wikheim í gegn sem lyftir boltanum snyrtilega yfir Ingvar og í netið.
Sæmilega kjaftshöggið sem Víkingar fá hérna.
63. mín
Víkingar undirbúa tvöfalda skiptingu, Ari Sigurpáls og Nikolaj Hansen gera sig tilbúna.
62. mín MARK!
Keita Kosugi (Djurgården)
Stoðsending: Tokmac Nguen
Þvílíkt mark Kosugi fær boltann við vítateigslínuna og hamrar honum viðstöðulaust í samskeytin.
Markið búið að liggja í loftinu í dágóðan tíma.
60. mín
Hümmet aftur nálægt því að sleppa einn í gegn en Ingvar snöggur til og sópar boltanum frá. Leikurinn búinn að opnast til muna.
57. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís fer í svörtu bókina við litla hrifningu stuðningsmanna Víkings.
54. mín
SAMSKEYTIN! Hümmet með þrumuskot utarlega úr teig Víkinga sem hafnar í utanverðum samskeytunum. Gestirnir mun hættulegri það sem af er af seinni hálfleik.
53. mín
Hümmet fær sendingu í gegn en Ingvar er á tánum og sópar boltanum frá.
50. mín
SLÁIN! Wikheim með skot úr teig Víkinga sem hafnar í þverslánni, gestirnir að færa sig upp á skaftið.
49. mín
Djurgården í góðu færi Hümmet í afbragðsstöðu í teig Víkinga en setur boltann rétt framhjá, stórhættulegt færi.
48. mín
Úrhellisrigning og byrjað að færast í vindinn, Víkingar leika nú á móti vindinum.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Víkingur byrjar með boltann.

Hvorugt liðið gerir breytingar.
45. mín
Hálfleikstölfræði Víkingur R. - Djurgården

57% - Með bolta - 43%
0.83 - XG - 0.17
7 - Skot - 5
0 - Skot á mark - 2
3 - Horn - 1
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik +2

Bosníumaðurinn flautar til hálfleiks, Víkingar búnir að vera virkilega flottir. Halda betur í boltann og eru búnir að eiga hættulegri færi, þó svo að lítið hafi verið um færi.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

45. mín Gult spjald: Daniel Stensson (Djurgården)
+1

Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Viktor Örlygur tekur en spyrnan fer yfir allan pakkann og endar í markspyrnu.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
42. mín
Víkingar í góðu færi! Gísli Gotti á frábæra sendingu á Erling sem tekur fast skot úr þröngri stöðu sem fer í hliðarnetið að utanverðu.
Eflaust besta færi leiksins.
41. mín
Nguen á skot rétt framhjá marki Víkinga eftir góða skyndisókn gestanna.
36. mín
Wikheim kemst einn í gegn en dæmd hendi. Ingvar á þó stórbrotna vörslu í kjölfarið.
35. mín
Hafliði Breiðfjörð er á vaktinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
34. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Valdimar brýtur á Stensson og uppsker gult spjald.
30. mín
Tobias Gulliksen, leikmaður Djurgården liggur niðri og þarfnast aðhlynningar, virðist sárþjáður eftir baráttu við Gísla Gotta.
27. mín Gult spjald: Keita Kosugi (Djurgården)
Víkingar fá aukaspyrnu á vítateigshorni Djurgården, Djuric lyftir boltanum á kollinn á Aroni Elís sem skallar boltann yfir mark gestanna.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
25. mín
Davíð Örn lúðrar boltanum fram frá miðjum vallarhelming Víkings og kemur markverði Djurgården á óvart sem þarf að hafa sig nokkuð til svo hann handsami boltann, óvænt tilraun.
17. mín
Skemmtikrafturinn Djuric Laus bolti í teig gestanna, Danijel Djuric gerir sér lítið fyrir og tekur hjólhestaspyrnu en hann hittir boltann ekki, vel framhjá en skemmtileg tilraun engu að síður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín
Nguen sleppur í gegn, augljóslega rangstæður, dómarinn frestar því að lyfta flagginu en samt sem áður ver Ingvar og flaggið fer upp.
14. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Víkingar koma boltanum frá.
12. mín
Víkingar að fá sína þriðju hornspyrnu, Karl Friðleifur nær kraftlitlum skalla sem fer framhjá marki Djurgården.
11. mín
Áhugaverð tilraun Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Djurgården. Danijel Djuric lætur vaða en tilraun hans fer hátt yfir mark gestanna.
9. mín
Aftur fá Víkingar hornspyrnu en nú er dæmt á Oliver Ekroth eftir að spyrnan er tekin. Víkingar verða að nýta föstu leikatriðin betur.
7. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Viktor Örlygur tekur slaka spyrnu sem fer fyrir aftan mark gestanna.
5. mín
Gestirnir fá fyrstu hornspyrnu leiksins, boltinn berst til Nguen sem á tilraun rétt framhjá marki Víkinga.
3. mín
Víkingar stilla upp í 3-4-3, líkt og gegn Noah.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.

Víkingar leika í sínu rauðsvörtu Evróputreyjum, Djurgården eru alhvítir.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, stuðningsmenn Djurgården strax byrjaðir að syngja og tralla.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Stutt viðtal við Arnar fyrir leik
Fyrir leik
Tuttugu mínútur í leik og stuðningsmenn beggja liða tínast inn á völlinn. Stuðningsmenn Djurgården tóku daginn snemma og hituðu upp á Brewdog og English Pub, búast má við mikilli stemningu. Alls 26 lögregluþjónar eru á leiknum.

Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Ein breyting frá síðasta Evrópuleik Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Noah í Armeníu í síðasta leik þeirra í Sambandsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir eina breytingu frá þeim leik.

Inn í liðið kemur Erlingur Agnarsson á kostnað Ara Sigurpálssonar.
Ari Sigurpálsson hefur verið orðaður við Djurgården en byrjar þó á bekknum í dag. Erlingur varð faðir á dögunum og var því utan hóps í síðasta Evrópuleik.

Fyrir leik
Myndavélarnar á Víkingum Gengi Víkinga í Sambandsdeildinni hefur vakið athygli, UEFA gerir nú sjónvarpsþátt um liðið.

„Ég fékk tölvupóst frá UEFA þar sem þeir vildu gera bakvið tjöldin þátt um Víking og þátttökuna í Evrópukeppninni," sagði Hörður Ágústsson markaðs- og viðburðastjóri Víkings í samtali við Fótbolti.net.

Það sem vekur mesta athygli er að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, verður með hljóðnema á hliðarlínunni í dag. Einnig verða myndavélar í klefa Víkings fyrir leik dagsins.

Upptökuteymið fylgir Víkingum eftir út leikdaginn og mæta svo aftur á skrifstofuna til þeirra í Víkinni á föstudeginum. Þátturinn er svo svo tengdur við tónlistarmanninn Víking Heiðar sem spilar tónlist og talar um fótbolta í stuttu innslagi í þættinum.



Mynd: Víkingur
Fyrir leik
Dómarinn kannast við sig á Kópavogsvelli Aðaldómari leiksins verður Luka Bilbija en hann dæmdi á Kópavogsvelli fyrir rúmu ári síðan, þá leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv.

„Margar furðulegar ákvarðanir og leyfði þessu að fara í einhvern sirkus eftir fyrra markið. Var ekki með sérstaklega góð tök á þessum leik," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, um frammistöðu Bilbija. Guðmundur var ekki sérstaklega hrifinn og gaf honum 3 í einkunn. Maccabi vann leikinn 2-1.




Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Sterk tenging milli liðanna Það er mikil tenging milli Víkings og Djurgården því þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason voru fengnir til Svíþjóðar frá Víkingi árið 2004. Þá var Sigurður Jónsson þjálfari Víkings en hann var svo ráðinn þjálfari Djurgården haustið 2006.

Sölvi, sem er aðstoðarþjálfari Víkings, var í fjögur ár hjá Djurgården á meðan Kári, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var í tvö ár.

Sölvi varð bikarmeistari með liðinu 2004 og félagarnir unnu tvennuna með sænska liðinu árið 2005.



Mynd: Guðmundur Svansson
Fyrir leik
Bæði lið með 7 stig Djurgården eru í 12. sæti Sambandsdeildarinnar með sjö stig, líkt og Víkingar en eru með betri markatölu.

Liðið gerði jafntefli við LASK í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar, lið sem Víkingur mætir í síðustu umferð. Í þriðju umferð unnu þeir sterkan 2-1 sigur á Sverri Inga og félögum í Panathinaikos. Þeir fylgdu þeim sigri eftir með 0-1 útisigri á TNS.

Djurgården enduðu í fjórða sæti í Allsvenskan, deildarkeppninni í Svíþjóð.

„Mér finnst þeir mjög sterkt lið, þetta er ekkert ótrúlegt lið á neinu sviði en þeir gera alla hlutina mjög vel. Þeir eru traustir, með skandinavískt hugarfar. Spila 4-4-2 eins og Svíarnir eru frægir fyrir og hafa náð í mjög góð úrslit hingað til í Evrópukeppninni," sagði Arnar Gunnlaugsson, á blaðamannafundi fyrir leikinn.


Mynd: EPA
Fyrir leik
Ari Sigurpálsson orðaður við Djurgården Ari Sigurpálsson leikmaður Víkings er undir smásjá andstæðinga Víkinga hér í dag, Djurgården. Talið er að Djurgården gæti gert tilboð í Ara í vetur.

Ari skoraði átta mörk og lagði upp tíu í Bestu deildinni í sumar. Hann er búinn að skora eitt mark í þremur leikjum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrir leik
Gunnar Vatnhamar ekki með Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings staðfesti á blaðamannafundi í gær að Gunnar Vatnhamar sé ekki leikfær. Gunnar glímir en við meiðsli sem hann hlaut í leik með færeyska landsliðinu fyrir um 4 vikum.

Pablo Punyed verður sömuleiðis ekki með Víkingum en hann sleit krossband fyrr í sumar. Víkingar endurheimta þó tvo lykilleikmenn, þá Matthías Vilhjálmsson og Valdimar Þór Ingimundarson sem eru báðir að koma til baka eftir meiðsli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Von á 400 Svíum á Kópavogsvelli Von er á rúmlega 400 stuðningsmönnum Djurgården á Kópavogsvelli í dag. Öll eldri stúka Kópavogsvallar verður undirlögð stuðningsmönnum sænska liðsins auk þess að um 50 þeirra munu sitja í F hólfi Kópavogsvallar.

Stuðningsmenn Djurgården eru blóðheitir, í viðureign Djurgården og AIK í sumar, köstuðu stuðningsmenn fyrrnefnda liðsins um 80 blysum á völlinn en uppátæki stuðningsmanna Djurgården olli miklum skemmdum. Málið vakti svo mikla athygli að það var tekið fyrir á sænska þinginu.

Í síðasta Evrópuleik Djurgården mættu tvö þúsund stuðningsmenn þeirra til Shrewsbury til að styðja lið sitt til dáða gegn TNS.

Fyrir leik
88% líkur að Víkingur fari í umspilið Frábært gengi Víkinga í Sambandsdeildinni skilar þeim í 14. sæti nú þegar tveir leikir eru til stefnu. Football Rankings hefur reiknað út að það eru 88% líkur á því að Víkingur fari í umspil Sambandsdeildarinnar.

Liðin sem enda í átta efstu sætunum fara beint í 16-liða úrslitin en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um að komast í 16-liða úrslit.

Sigur eða jafntefli gegn Djurgården í dag ætti að tryggja Víkingum umspilssæti.

,,Við elskum tölfræði í Víkinni. Gulrótin er það stór núna að við erum farnir að leyfa okkar að dreyma þó án þess að missa okkur. Með því að vinna á morgun þá erum við að fara upp í flugvél til Austurríkis og erum að fara að spila um að komast í topp átta. Þetta er ekkert flóknara en það. Við stefnum samt fyrst á að reyna að verja stigið okkar til að gulltryggja okkur úr og fara úr 88% í 100% og eiga þægilega ferð til Austurríkis,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, á blaðamannafundi Víkings í gærdag.


Fyrir leik
Leikdagur! Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Víkingur tekur á móti Djurgården í síðasta heimaleik sínum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar þetta árið.

Leikurinn hefst klukkan 13:00, leikið er svona snemma þar sem flóðljósin á Kópavogsvelli standast ekki UEFA kröfur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
35. Jacob Rinne (m)
3. Marcus Danielson
5. Miro Tenho
11. Deniz Hümmet ('88)
13. Daniel Stensson
14. Besard Sabovic
16. Tobias Gulliksen ('88)
18. Adam Ståhl
20. Tokmac Nguen ('79)
23. Gustav Wikheim ('79)
27. Keita Kosugi

Varamenn:
40. Max Croon (m)
45. Oscar Jansson (m)
6. Rasmus Schüller ('79)
9. Haris Radetinac ('88)
15. Oskar Fallenius
17. Peter Therkildsen ('79)
19. Viktor Bergh
22. Patric Åslund
26. August Priske ('88)
29. Santeri Haarala

Liðsstjórn:
Roberth Björknesjö (Þ)

Gul spjöld:
Keita Kosugi ('27)
Daniel Stensson ('45)
Miro Tenho ('74)

Rauð spjöld:
Miro Tenho ('75)