Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forgangskaup hjá Liverpool - Þetta er verðmiðinn á Rashford
Powerade
Joao Pedro.
Joao Pedro.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alphonso Davies.
Alphonso Davies.
Mynd: EPA
Það er nóg um slúður á þessum ágæta fimmtudegi en hér er allt það helsta.

Liverpool hefur sett það í forgang að kaupa brasilíska framherjann Joao Pedro (23) frá Brighton næsta sumar. (Universo Online)

Manchester United vill fá 40 milljónir punda fyrir Marcus Rashford (27) en félagið samþykkir að það er ólíklegt að það komi tilboð í janúar. (Mail)

Real Madrid er að missa vonina varðandi möguleg skipti Alphonso Davies (24) frá Bayern München. (Goal)

Crystal Palace hefur áhuga á kólumbíska kantmanninum Jhon Arias (27) fyrir janúargluggann en hann er á mála hjá Fluminense í Brasilíu. (Football Insider)

Man Utd hefur bætt Dusan Vlahovic (24), sóknarmanni Juventus, á óskalista sinn. (Football Insider)

Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast með Reinildo (30), vinstri bakverði Atletico Madrid sem verður samningslaus næsta sumar. (Football Transfers)

Crystal Palace, Fulham og Everton hafa áhuga á Ernest Nuamah (21), framherja Lyon í Frakklandi. (Foot Mercato)

Wolves vonast til að framlengja samning bakvarðarins Nelson Semedo (31). (Express & Star)

Juventus er að skoða það að fá Cesare Casadei (21), miðjumann Chelsea, á láni. Hann er líka orðaður við Monza sem er einnig í ítölsku úrvalsdeildinni. (Calciomercato)

Manchester United er ekki að flýta sér að fá inn mann í stað Dan Ashworth, sem var rekinn úr starfi yfirmanns fótboltamála um síðustu helgi. Félagið telur sig vera með öfluga menn á bak við tjöldin sem geta fyllt í hans skarð. (Teamtalk)

Eftir að Ashworth fór, þá mun Jason Wilcox, sem hefur starfað sem tæknilegur stjórnandi hjá félaginu, sjá um leikmannamálin í janúar. (Mail)

West Ham er að íhuga að sækja sóknarmann á láni í janúar eftir að Michail Antonio (34) slasaðist alvarlega í bílslysi. (GiveMeSport)

Sandro Tonali (24), miðjumaður Newcastle, er opinn fyrir því að fara aftur í ítölsku úrvalsdeildina en ef hann færi í janúar þá væri það líklega bara á láni út af launum hans. (Gazzetta dello Sport)

Man Utd er í viðræðum um kaup á Diego Leon (17), vinstri bakverði Cerro Porteno í Paragvæ. (Talksport)

Leeds er síðasta félagið í Championship-deildinni sem hefur verið orðað við sóknarmanninn Louie Barry (21) sem hefur verið að gera góða hluti á láni hjá Stockport County í C-deildinni. Þar hefur hann verið á láni frá Aston Villa. (Teamtalk)

Tottenham er komið langt í viðræðum um kaup á framherjanum Mason Melia (17) frá St Patrick's Athletic á Írlandi. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner