Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
LASK
1
1
Víkingur R.
0-1 Ari Sigurpálsson '23 , víti
Marin Ljubicic '26 1-1
Karl Friðleifur Gunnarsson '90
19.12.2024  -  20:00
Raiffeisen Arena
Sambandsdeildin
Aðstæður: 4 gráður og skýjað. Völlurinn frábær.
Dómari: Mohammed Al-emara (Finnland)
Maður leiksins: Oliver Ekroth - Víkingur
Byrjunarlið:
36. Lukas Jungwirth (m)
2. George Bello
6. Melayro Bogarde ('60)
9. Marin Ljubicic
10. Robert Zulj (f) ('77)
11. Maximilian Entrup
18. Branko Jovicic
26. Hrvoje Smolcic
29. Florian Flecker
30. Sascha Horvath
46. Armin Midzic

Varamenn:
1. Tobias Lawal (m)
28. Jörg Siebenhandl (m)
3. Tomas Galvez
22. Filip Stojkovic ('60)
44. Adil Taoui ('77)

Liðsstjórn:
Markus Schopp (Þ)

Gul spjöld:
Melayro Bogarde ('32)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar komnir í umspilið (Staðfest) Átta stig og frábær árangur Víkings í Sambandsdeildinni! Þeir fara í umspilið í febrúar.

Víkingur endar í 19. sæti.... dregið á morgun. Mögulegir mótherjar Víkings í umspilinu: Olimpija Lubljana eða Sverrir Ingi og félagar í Panathinaikos.
95. mín
Gísli Gotti!!! Skaut framhjá. Búinn að vera virkilega flottur í kvöld hann Gísli.
94. mín
Víkingur getur mætt Sverri Þetta var að breytast aftur! Mögulegir mótherjar Víkings í umspilinu: Olimpija Lubljana eða Sverrir Ingi og félagar í Panathinaikos. Dregið á morgun.
91. mín
Víkingur er í 20. sæti. Mögulegir mótherjar Víkings í umspilinu: Olimpija Lubljana eða Real Betis.

Fimm mínútum bætt við.
90. mín Rautt spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Annað gula Karl Friðleifur verður í banni rétt eins og Nikolaj Hansen í umspilinu. Tók þarna Florian Flecker niður og fær réttilega annað gula spjald sitt. Þetta var algjör óþarfi.

Mynd: Getty Images
89. mín
Víkingur örfáum mínútum frá því að tryggja sér í útsláttarkeppnina!
88. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
87. mín
Helgi Guðjóns tekinn föstum tökum í baráttunni um boltann og fær meðal annars hendina á andstæðingi í andlitið. Helgi gefur dómaranum merki um að skoða í VAR en Finnanum lætur sér fátt um finnast.
83. mín
Karl Friðleifur brotlegur og LASK fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Flecker býr sig undir að taka hana. Kemur boltanum fyrir en boltinn er skallaður frá.

Annars er rosalega lítið að gerast í þessum leik... held að allir hlutlausir séu búnir að skipta um stöð.
77. mín
Inn: Adil Taoui (LASK) Út: Robert Zulj (f) (LASK)
76. mín
Þreyta, gæðaleysi og feilsendingar að einkenna leikinn þessa stundina. Mikil veisla semsagt.
74. mín
Víkingur er í 20. sæti núna Mótherji liðsins verður Olimpija Lubljana eða Panathinaikos, með Sverri Inga, eins og staðan er núna.
73. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Ég veðja á sigurmark frá Helga í kvöld!
73. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
72. mín
Kristinn Kjærnested sem lýsir leiknum á Viaplay að tala um augljós þreytumerki á leikmönnum. Völlurinn þungur í allri þessari rigningu. Í þessum skrifuðu orðum þarf Davíð Atla aðhlynningu.
71. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Peysutog er spjald Það segir í laginu.
70. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Fyrirliðinn á leið í bann Eini Víkingurinn sem var á hættusvæði fyrir leikinn. Brýtur klaufalega af sér. Hann verður í banni í fyrri leiknum í umspilinu í febrúar.
68. mín
Robert Zulj fyrirliði LASK með skot á markið úr aukaspyrnu en máttlítið, Ingvar mættur í hornið og ver þetta. Víkingur fer svo upp hinumegin og Ari Sigurpáls vinnur horn.
67. mín
Leikurinn stopp því leikmaður LASK þurfti aðhlynningu, þá er bara um að gera að nota tækifærið og segja frá því að Víkingur er enn í 19. sæti.
65. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Groddaraleg tækling í bleytunni.
64. mín
Sascha Horvath með skot fyrir utan teig. Boltinn vel framhjá. Það heldur áfram að rigna og rigna í Linz.
61. mín
Ekroth brotlegur. Er á gulu og þarf að fara varlega. LASK fær aukaspyrnu við vítateigsendann vinstra megin en gera sér ekki mat úr henni.
60. mín
Inn: Filip Stojkovic (LASK) Út: Melayro Bogarde (LASK)
58. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
57. mín
LASK kemur boltanum í netið en flaggið á loft! Rangstaða dæmd! Robert Zulj aðeins fyrir innan þegar sendingin kom. Markus Schopp stjóri LASK sprakk af pirringi á hliðarlínunni þegar rangstaðan var dæmd.
52. mín
Jafnræði með liðunum þessar fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Ari Sigurpáls reynir fyrirgjöf frá vinstri en hún er slök og beint á George Bello.
50. mín
Löng sending hjá LASK en Ingvar er vel á verði, kemur langt út úr markinu og skellir sér í tæklingu á rennblautu grasinu. Það verða einhverjar tæklingarnar hérna í seinni hálfleik!
48. mín
Davíð Atla í baráttunni
Mynd: Getty Images

46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Það hellirignir! Alvöru rigning í Linz þegar seinni hálfleikurinn er flautaður á.
45. mín
Batakveðjur á Jón Guðna
Mynd: Getty Images

Enn ein meiðslin á hans ferli.
45. mín
Eins og staðan er núna myndi Víkingur mæta Gent eða Olimpija Ljubljana í umspilinu samkvæmt Sverri Erni greinanda síðunnar. Víkingur væri líka áfram þrátt fyrir að vera undir. Þetta lítur allt saman vel út.
45. mín
Markið hans Ara Ari Sigurpálsson er með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Evrópuleikjum Víkings á árinu.

45. mín
Hálfleikstölfræðin Með boltann: 48% - 52%
Marktilraunir: 8-4
Hornspyrnur: 2-3
Kláraðar sendingar: 168-134
Nákvæmni sendinga: 87% - 75%
45. mín
Hálfleikur
+7 Jafntefli í hálfleik og Víkingur er sem stendur í 19. sæti.
45. mín
Leikurinn kominn aftur í gang Víkingur í sókn og Ari Sigurpálsson nær skoti sem Jungwirth átti í vandræðum með! Valdimar nálægt því að ná frákastinu en það tekst ekki!
45. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
Jón Guðni þarf að fara af velli vegna meiðsla - Börurnar kallaður inn á völlinn Herra Víkingur kemur inn.
45. mín
Jón Guðni Fjóluson sest á grasið og heldur um nárann. Sjúkraþjálfari kemur inná völlinn. Uppbótartíminn kominn í gang.
43. mín
Ljubicic fær gott færi í teignum en Ingvar gerir vel og lokar á skotið.
42. mín
Skot beint í Víkingsvegginn. Í kjölfarið vinnur LASK hornspyrnu.
41. mín
LASK fær aukaspyrnu í D-boganum! Nikolaj Hansen talinn hafa brotið á Zulj fyrirliða í baráttunni um boltann og LASK fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
40. mín
Önnur hornspyrna hjá Víkingi. Jón Guðni í baráttunni í markteignum en keyrir í markvörð LASK og er dæmdur brotlegur.
38. mín
NIKOLAJ HANSEN SKALLAR Í ÞVERSLÁNA! Valdimar skallar boltann til Danans og hann rís upp og á skalla í þverslána! Víkingar nálægt því að ná forystunni aftur!
37. mín
Víkingur fékk hornspyrnu sem Karl Friðleifur tók. Boltinn var skallaður út úr teignum af hemamönnum og Víkingar skiluðu honum svo alla leið til baka á Ingvar.
36. mín
Nú er Víkingur í 19. sæti Menn að stökkva upp og niður töfluna. Sæti 9-24 fara í umspilið.
35. mín
Myndir af marki Ara Sigurpáls
Mynd: Getty Images

Mynd: Getty Images

34. mín
Entrup í dauðafæri! Reynir að koma boltanum milli fóta Ingvars en Njarðvíkingurinn lokar klofinu og ver. Það er gír í heimamönnum núna og þeir eiga aðeins of auðvelt með að ógna.
32. mín Gult spjald: Melayro Bogarde (LASK)
Of seinn í boltann og endar með því að sparka í Karl Friðleif. Ekki hægt að mótmæla þessu spjaldi.
31. mín
Ari Sigurpáls að leika sinn síðasta leik fyrir Víking? „Það eru 3-4 sem gera klárlega tilkall til þess. Þessi Sambandsdeildargluggi hefur verið frábær fyrir þessa stráka til að sýna sig og sanna á stærra svæði. Ég á von á því að einhverjir verði seldir fljótlega, jafnvel í janúarglugganum," sagði Arnar Gunnlaugsson við Fótbolta.net fyrir leikinn.

26. mín MARK!
Marin Ljubicic (LASK)
Stoðsending: Maximilian Entrup
Flott sókn hjá LASK, Entrup nær að koma sér framhjá Ingvari og kemur boltanum fyrir markið þar sem Ljubicic á bara eftir að koma boltanum í netið.

Staðan jöfn!
25. mín
Víkingur er sem stendur í 15. sæti Eru í sérdeilis prýðilegum málum!
23. mín Mark úr víti!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
TEKUR PÍLUKASTFAGNIÐ! Örugg vítaspyrna hjá Ara, sendi Jungwirth í rangt horn og Víkingar eru komnir yfir í þessum leik!

Partíið heldur áfram!
22. mín
VÍTI!!! VÍKINGUR FÆR VÍTI!!! Eftir innkast frá Davíð fer boltinn í hendina á Malayro Bogarde í teignum og Finninn bendir á punktinn!!!

VAR skoðun lokið. Hendi, víti. Dómurinn stendur.
21. mín
Erlingur vann boltann af varnarmanni LASK á góðum stað, boltinn datt á Gísla Gottskálk sem átti fasta sendingu sem Erlingur gat ekki tekið á móti. Nú eiga Víkingar innkast, Davíð Atla grípur í handklæðið og ætlar að kasta langt...
16. mín
Víkingur í 20. sæti sem stendur Allir leikirnir eru í fullum gangi, síðasta umferðin leikin á sama tíma. Víkingur er eins og staðan er núna í 20. sæti, liðin í sætum 9-24 fara í umspilið en efstu 8 liðin beint í 16-liða úrslit. Þau lið sem enda í 25. sæti og neðar falla úr leik.

Ef Víkingur forðast tap er liðið 100% öruggt með að komast áfram. Ef Víkingur tapar er samt góður möguleiki á að komast áfram.
12. mín
Erlingur Agnarsson fer niður í teignum en finnski dómarinn dæmir ekkert. Endursýningar sýna að Al-emara dómari hafði rétt fyrir sér þarna. Erlingur missti jafnvægið en það var ekkert brot í þessu.
11. mín
Fyrirgjöf frá hægri en Ingvar markvörður vandanum vaxinn og handsamar boltann af öryggi. Þó það sé langt frá því fullur völlur þá er fín stemning meðal heitustu stuðningsmanna LASK sem eru staddir fyrir aftan mark Víkings. Syngja, tralla og veifa fánum.
9. mín
Byrjunarliðsmynd af Víkingi
Mynd: Getty Images

7. mín
LASK skýtur yfir markið Framherjinn Zulj tekur aukaspyrnuna, skýtur rétt yfir markið.
6. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Svíinn strax kominn í bókina svörtu Hljóp utan í Robert Zulj þegar boltinn var í talsverðri fjarlægð. Finnski dómarinn tekur gula spjaldið úr vasanum og LASK á aukaspyrnu á ágætis stað.
5. mín
Víkingur spilaði eftir hornspyrnuna og átti svo ágætis kafla þar sem menn léku boltanum sín á milli fyrir utan vítateiginn. Valdimar reyndi að brjóta sér leið í gegn en var stöðvaður.
4. mín
Víkingur vinnur hornspyrnu Valdimar Þór Ingimundarson með fyrirgjöf sem fer af George Bello og afturfyrir. Víkingur fær fyrsta horn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Góða skemmtun! Víkingar hófu leik,

Spennandi kvöld! Eins og ég segi þá fylgjumst við auðvitað vel með gangi mála í deildinni í heild og hvernig útlitið er hjá Víkingi hverju sinni.
Fyrir leik
Þetta er að hefjast! Halda Víkingar áfram að skrifa söguna? Liðin ganga til vallar og Evrópu/Sambandsdeildarstefið ómar. Það er frekar kuldalegt um að litast þegar sýndar eru myndir frá stúkunni en fólk lætur fara vel um sig. Einhverjir í púbb og jafnvel í sígó líka. Leikurinn er sýndur beint á Viaplay. Það er stuðst við þá útsendingu í þessari lýsingu.
Tarik Ibrahimagic með sitt fólk í stúkunni
Fyrir leik
Dressið á Arnari í kvöld
Mynd: Getty Images

Fylgist með upphitun einbeittur og alvarlegur á svip. Það er fjögurra stiga hiti og skýjað í Linz í kvöld.
Fyrir leik
Þetta segir þjálfari LASK fyrir leikinn:
Mynd: Getty Images

„Þetta er síðasti leikur okkar á árinu. Við viljum kveðja fyrir framan okkar stuðningsmenn með góðri frammistöðu og góðum úrslitum. Við erum ákveðnir í að sýna aðra hlið en við gerðum í Flórens. Það eru allir ákveðnir í því. Það þarf að sýna ástríðufulla frammistöðu í gegnum allar 90 mínúturnar,“ segir Markus Schopp.
Fyrir leik
Ekkert grín að þeir eru laskaðir... Miðað við upplýsingar um byrjunarlið og varamannabekk LASK á samfélagsmiðlum félagsins eru þeir með fimm varamenn í kvöld, þar af eru tveir varamarkverðir! Vegna bilunar í kerfi UEFA er ekki hægt að fá staðfestar skýrslur á heimasíðu sambandsins.
Fyrir leik
Hvað ætli Karl Friðleifur sé að hlusta á?
Mynd: Getty Images

"Lil baby kominn ofarlega á listann eftir seinustu plötu en Drake og Travis Scott eru uppáhalds." sagði Karl Friðleifur í Hinni hliðinni árið 2020 þegar hann var spurður út í uppáhalds tónlistarfólk. Við giskum á að hann sé hér að hlusta á Lil Baby á leið í klefann góða.
Fyrir leik
Innlit inn í klefa Víkings
Mynd: Getty Images

Allt til fyrirmyndar í Linz. Við munum auðvitað fylgjast vel með gangi mála í deildinni í lýsingu kvöldsins og í hvaða sæti Víkingur er hverju sinni.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá Arnari Tvær breytingar frá leiknum gegn Djurgarden í síðustu viku. Inn koma Nikolaj Hansen og Ari Sigurpálsson. Danijel Djuric sest á bekkinn og Aron Þrándar er meiddur
Lið Víkings
Fyrir leik
Töf á byrjunarliðum... UEFA hefur af einhverjum orsökum ekki tilkynnt byrjunarliðin enn. Þau eru venjulega komin á þessum tíma. Mögulega einhverjir tæknilegir örðugleikar í gangi?
Fyrir leik
Svona spá lesendur Fótbolta.net: 31% Sigur LASK
26% Jafntefli
42% Sigur Víkings

Samkvæmt skoðanakönnun á forsíðu
Fyrir leik
Um 50 stuðningsmenn Víkings á leiknum
Mynd: Getty Images

Raiffeisen Arena er glænýr, tekinn í notkun á síðasta ári. Tekur rúmlega 19 þúsund áhorfendur. Það verða þó víst aðeins um 6 þúsund á leik kvöldsins, þar af 50 stuðningsmenn Víkings. Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings segir að leikvangurinn sé án vafa sá glæsilegasti sem félagið hefur leikið á.
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings: „Þegar dregið var þá held ég að allir í herberginu hefði tekið þessu; að vera með örlögin í okkar eigin höndum þegar kæmi að lokaleiknum. Núna erum við í þessari stöðu og við þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að klára verkefnið, það er ekkert flóknara en það. Sama hvernig við förum að því, þá verðum við að klára það."

   18.12.2024 14:48
Arnar Gunnlaugs: Fótboltinn er bara fljótur að bíta þig í rassgatið


Arnar segir að staðan sé góð á hópnum fyrir leikinn og menn í góðu formi. Það hafi hjálpað að fá leiki í Bose-mótinu á milli leikja í Sambandsdeildinni.

„Staðan er ekki ósvipuð því sem hún hefur verið seinni hlutann af sumrinu og núna í vetur. Aron Elís, Pablo og Gunnar Vatnhamar eru frá. Það er ekki gott að svona þrír sterkir póstar eru ekki með en eins og við höfum sagt áður þá er hópurinn sterkur," segir Arnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
LASKaðir LASK á ekki möguleika á að komast áfram. Liðið hefur tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli.

Sjálfstraustið í hópnum er ekki mikið en liðið hefur alls ekki staðið undir væntingum, hvorki í deildinni heima (þar sem liðið er í sjöunda sæti) né í Sambandsdeildinni. 7-0 skellur gegn Fiorentina á síðasta leikdegi Sambandsdeildarinnar var ekki til að hjálpa sjálfstraustinu.

Stjórabreytingar urðu hjá LASK í september eftir slæma byrjun liðsins og Markus Schopp tók við en hefur ekki náð að bæta gengið.

Hvað segja veðbankarnir?
En þrátt fyrir slæmt gengi er LASK mun sigurstranglegra fyrir leikinn í kvöld. Ef horft er á stuðla Lengjunnar er 1,65 á LASK; 3,46 á jafntefli og 3,94 á sigur Víkings. Þegar fréttamaður renndi yfir erlenda veðbanka sást stuðull hæst upp á 4,70 á Víking.

Leikmannahópur LASK er mun betri en úrslit liðsins hafa sýnt og spurning hvort leikmenn nái að spýta í lófana og sýna almennilega frammistöðu í síðasta leik sínum á árinu.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi um LASK í viðtali við Guðmund Aðalstein Ásgeirsson sem birtist í gær.

„Þetta er klárlega sterkt lið og það er engin tilviljun að þeir hafi verið í efsta styrkleikaflokki. Þeir eiga ekki lengur möguleika en það er erfitt að fabúlera um það hvort það hjálpi okkur eða ekki. En við eigum ekkert að vera að hugsa um það, við þurfum bara að klára þetta verkefni," sagði Arnar meðal annars.
Fyrir leik
Finnskur dómari sem á áhugaverða sögu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Finnski dómarinn Mohammad Al-Emara dæmir leik LASK og Víkings í Sambandsdeildinni í kvöld. Hann er 32 ára og hefur verið að dæma í Sambandsdeildinni og Evrópukeppni unglingaliða á tímabilinu.

Hann fæddist í flóttamannabúðum en foreldrar hans eru frá Írak og neyddust til að flýja landið. Al-Emara fæddist í flóttamannabúðum í Sádi-Arabíu árið 1992 en tveimur árum seinna fluttist fjölskyldan til Finnlands.

Í nóvember kom hann til Íslands og dæmdi U17 landsleik Íslands og Spánar sem endaði með 2-2 jafntefli.
Fyrir leik
Sambandsdeildin heilsar frá Austurríki! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik LASK og Víkings í Sambandsdeildinni. Flautað verður til leiks klukkan 20:00 og leikurinn sýndur beint á Viaplay og Vodafone Sport.

Víkingar mæta LASK í Austurríki á Raiffeisen Arena í Linzk í síðasta leik sínum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en með stigi eru Víkingar öruggir með sæti í umspilinu eftir áramót.

Tap gæti einnig komið Víkingum áfram — ef önnur úrslit falla með liðinu.

Mynd: Víkingur
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('45)
7. Erlingur Agnarsson ('73)
8. Viktor Örlygur Andrason ('58)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('73)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('58)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
9. Helgi Guðjónsson ('73)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
19. Danijel Dejan Djuric ('58)
20. Tarik Ibrahimagic ('58)
27. Matthías Vilhjálmsson ('73)
30. Daði Berg Jónsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('6)
Tarik Ibrahimagic ('65)
Nikolaj Hansen (f) ('70)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
Matthías Vilhjálmsson ('88)

Rauð spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('90)