Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Besta-deild kvenna
Breiðablik
LL 7
1
Fram
Besta-deild kvenna
Víkingur R.
LL 0
1
Þróttur R.
Stjarnan
2
3
ÍBV
0-1 Omar Sowe '20
0-2 Bjarki Björn Gunnarsson '32
Sindri Þór Ingimarsson '36 1-2
1-3 Oliver Heiðarsson '77
Sindri Þór Ingimarsson '95 2-3
28.04.2025  -  17:45
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað, 4 m/s og 9 gráður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 624
Maður leiksins: Bjarki Björn Gunnarsson - ÍBV
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
11. Adolf Daði Birgisson ('58)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('75)
22. Emil Atlason (f)
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('78)
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('58)
29. Alex Þór Hauksson ('58)
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
10. Samúel Kári Friðjónsson ('58)
17. Andri Adolphsson ('58)
19. Daníel Finns Matthíasson ('75)
23. Benedikt V. Warén ('58)
37. Haukur Örn Brink
39. Elvar Máni Guðmundsson
49. Aron Freyr Heimisson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('78)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Guðmundur Kristjánsson
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Eyjamenn þrusuflottir! Þriðji sigur liðsins í röð og þeir geta svo sannarlega líka gert það á gervigrasi! Skýrsla og viðtöl
98. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu! Það er enn von.
95. mín MARK!
Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Mark! Væntanleg bara sárabótamark.

Skoraði af stuttu færi frá fjærstönginni.
92. mín
Oliver Heiðarsson með skot sem Árni ver. Ekki mikill kraftur í þessu.
91. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV) Út:Omar Sowe (ÍBV)
91. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur
88. mín
Maður leiksins: Bjarki Björn Auðvelt val. Sá er búinn að vera skemmtilegur í þessum leik og á köflum leikið sér að Garðbæingum.
87. mín
Bjargað á línu! Omar Sowe með skot sem Örvar Logi bjargar á marklínu.
87. mín Gult spjald: Marcel Zapytowski (ÍBV)
Tafir Tekur langan tíma í markspyrnu. Var búinn að fá aðvörun.
86. mín
DRENGUR!!! Samúel Kári í dauðafæri! Skylduskorunarfæri en setur boltann framhjá! Þarna átti Stjarnan að minnka muninn.
85. mín
Fækkar snarlega í stúkunni Stuðningsfólk Stjörnunnar kastrar inn hvíta handklæðinu og fer að rölta að körfuboltasalnum.
84. mín
Marcel Zapytowski stendur upp og heldur leik áfram Stuðningsmenn beggja liða klappa því þetta leit ekki vel út.
83. mín
Stjarnan reynir að kveikja vonarneista Benedikt Waren með skot sem Marcel ver með miklum tilþrifum en lendir illa á stönginni og liggur eftir í gervigrasinu.
78. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan) Út:Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Sóknarmaður inn - Varnarmaður út
77. mín MARK!
Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Stoðsending: Omar Sowe
ÍBV virðist vera að klára þetta! Skellur fyrir Stjörnuna sem var farin að gera sig líklega.

Omar með skiptingu yfir á Oliver sem sótti að marki, Sindri Þór bakkaði og bakkaði en Oliver sá glufu og átti flott skot í hornið frá vítateigslínunni.
77. mín
Sólin skín Sviptingar í veðrinu að íslenskum sið. Sýnist sólin ætla að vera með okkur lokakafla leiksins.
75. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Breiðhyltingurinn skokkar inn. Nær hann að hjálpa Stjörnunni að fá eitthvað út úr þessum leik?
74. mín
Áhorfendavaktin: 624
73. mín
Guðmundur Baldvin með skot úr teignum en framhjá.
69. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
66. mín
Hættuleg sókn stjörnunnar en Benedikt Waren tók ranga ákvörðun og Milan Tomic rennir sér í boltann. Sókn sem Stjarnan hefði átt að nýta mun betur.
65. mín
Bjarki Björn verið þrusuflottur Ekki nóg með að hann skoraði þetta glæsimark fyrir ÍBV heldur hefur hann hvað eftir annað verið að leika sér að Stjörnumönnum.
63. mín
Inn:Milan Tomic (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
63. mín
Stjarnan bankar fastar Benedikt Waren á fjærstönginni en skallar rétt framhjá!
62. mín
Svo nálægt því að jafna!!! Orrahríð að marki ÍBV! Fyrst Samúel Kári með tilraun og svo var Emil Atla í hörkufæri en Marcel varði í bæði skiptin. "Þarna er hann að bæta upp fyrir mistökin áðan," segir Eyjamaðurinn Smári Jökull sem situr við hlið mér í fréttamannastúkunni.
60. mín
Stórhætta við mark Stjörnunnar Omar Sowe að skapa vandræði fyrir Garðbæinga.
60. mín
Fróðlegt að sjá hvort þessi þrefalda skipting breyti einhverju hjá heimamönnum.
58. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan)
58. mín
Inn:Benedikt V. Warén (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
58. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
57. mín
Sigurður Arnar með tilraun en beint á Árna. - Stjarnan að gera þrefalda skiptingu klára.
57. mín
Leikurinn verið stopp í smá tíma, Sindri fékk höfuðhögg og verið að hlúa að honum.
55. mín
Þetta var skot hjá ÍBV! Þéttingsfast skot frá Oliver af löngu færi!!! Árni ver þetta naumlega rétt yfir markið.
52. mín
Adolf Daði tekur Oliver niður við hliðarlínuna. Stálheppinn að fá ekki gult spjald.
47. mín
Boltinn endar í marki ÍBV eftir hornspyrnu en réttilega búið að dæma sóknarbrot.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn í gang Eyjamenn búnir að taka upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Engar skiptingar í hálfleik.
45. mín
Löng vakt hjá Silfurskeiðinni Dúllubarinn að slá í gegn eins og alltaf. Það er löng vakt hjá Silfurskeiðinni enda verður körfuboltaleikurinn beint í kjölfarið á þessum leik.
45. mín
Hálfleikstölfræði af Stöð 2 Sport Með boltann: 61% - 39%
Skot: 6-8
Á mark: 1-4
Horn: 2-4
Sendingar: 249-154
45. mín Gult spjald: Þorlákur Már Árnason (ÍBV)
Láki allt annað en sáttur við dómarana og heldur fyrirlestur fyrir þá áður en menn halda í klefana. Gunnari dómara fannst ekki gaman að þessum fyrirlestri og spjaldaði þjálfara Eyjamanna.

Spurning hvort Láki sé svona ósáttur við að Kjartan Már hafi ekki fengið spjald áðan? Veit ekki alveg... Kjartan braut af sér og Gunnar flautaði bara til hálfleiks.
45. mín
Hálfleikur
Það hefur verið líf og fjör í Garðabænum!
44. mín
Bjarki Björn pakkar Örvari Loga saman, sólaði hann illilega, gaf á Vicente Valor sem kom boltanum út á Alex Frey en skot hans yfir markið.
41. mín
Naumlega framhjá! Stjarnan færist nær og nær jöfnunarmarki! Emil Atlason núna með skot rétt framhjá. Stjarnan heldur betur að herja á Eyjamenn núna.
39. mín
Örvar Eggerts skallar rétt yfir! Stórhættuleg fyrirgjöf og Örvar nálægt því að jafna. Þetta er leikur!
38. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
36. mín MARK!
Sindri Þór Ingimarsson (Stjarnan)
HRÆÐILEG MARKMANNSMISTÖK!!! Taibi mistök!

Stjarnan fékk aukaspyrnu á hættulegum stað, Guðmundur Baldvin renndi út á Sindra sem átti skot beint á Marcel Zapytowski sem hefði átt að handsama boltann örugglega en missir hann á ótrúlegan hátt milli fóta sér.

Þetta er fyrsta mark Sindra Þórs í efstu deild en leikurinn í kvöld er hans sjötugasti meðal þeirra bestu.
32. mín MARK!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Arnór Ingi Kristinsson
ÞVÍLÍKT SKOT! ÞVÍLÍKT MARK! ÞETTA ER BARA VERÐSKULDAÐ! Bjarki Björn kann alveg að skora flott mörk!

Hann tekur skotið við vítateigslínuna í slá og inn! Ég skal segja ykkur það!
32. mín
Fyrirgjöf eða skot? Örvar Eggertsson af kantinu með skottilraun hreinlega, sem endar ofan á þaknetinu! Þetta var alls ekki galið!
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Mikið líf í Eyjamönnum! Eyjamenn hafa verið að hóta öðru marki síðustu mínútur! Vicente Valor með skot sem fór af varnarmanni og í hornspyrnu. Eftir hana kölluðu Eyjamenn eftir vítaspyrnu og svo endaði þetta með skoti sem Alex Freyr átti en framhjá fór boltinn.
27. mín
Sjóðheitur Sowe Já varðanadi markið áðan þá sést varla endursýningu hvort Sowe hafi átt skotið eða boltinn farið af Kjartani og inn. Ef þetta skráist á Sowe er þetta allavega hans fjórða mark í þremur leikjum.
25. mín
Soweee með lúmskt skot Kraftlítið hinsvegar og Árni Snær nær að verja.
20. mín MARK!
Omar Sowe (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Boltinn leeeeeeeekur inn Skrítið mark!

Oliver Heiðarsson með sendingu á Omar Sowe inni í teignum. Omar er umkringdur af varnarmönnum en skyndilega lekur boltinn framhjá Árna Snæ í markinu eftir klafs.

Held að þetta mark skráist á Sowe, þó mögulega hafi hann farið af varnarmanni.
20. mín
Frægir í stúkunni Daníel Geir Moritz fyrrum eigandi ÍBV, Haukur Gunnarsson stjörnuljósmyndari, Smalinn Baldur Sigurðsson, Páll Magnússon (hægt að setja allskonar titla), Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Arnþór Ingi Kristinsson fyrrum fótboltamaður og núverandi trúbador og Sigrún María vallarþula eru meðal þeirra sem eru mættir.
19. mín
Emil Atla með skot! Edeland kemst fyrir. Allt í einu var ýtt á einhvern takka eftir rólega byrjun og skyndilega erum við textalýsendur komnir í yfirvinnu.
18. mín
Stórhættuleg sókn Stjörnunnar Adolf með fyrirgjöf frá vinstri og Emil Atlason er nálægt því að komast í boltann en Marcel nær til hans.
17. mín
Menn eru byrjaður að skjóta! Oliver Heiðarsson með fyrstu tilraun leiksins, svo kom Kjartan Már Kjartansson með skot hinumegin rétt framhjá. Beint á eftir kemst Omar Sowe í færu og á skot sem Árni Snær ver í horn. Ekkert kemur út úr hornspyrnunni.

Það er allavega loksins að færast fjör í leikana!
11. mín
Tíðindalitlar fyrstu mínúturnar. Höfum samt fengið nokkrar tæklingar á blautu gervigrasinu.
6. mín
Byrjað að rigna Stjarnan byrjar af talsvert meira krafti (hafa fengið tvær hornspyrnur) og þá eru veðurguðirnir búnir að skrúfa aðeins frá rigningunni. Það er bara príma fótboltaveður.
2. mín
Svona eru liðin Árni
Baldur Logi - Siggi - Sindri - ÖrvarLogi
Alex - Kjartan Már - Guðmundur Baldvin
Örvar Eggerts - Emil - Adolf

Marcel
Arnór - Sigurður - Edeland - Felix
Valor - Bjarki - Alex
Oliver - Sowe - Arnar Breki
1. mín
Stjarnan fær hornspyrnu Kjartan Már tekur spyrnuna en heimamenn ná ekki að skapa neitt.
1. mín
Leikur hafinn
Emil Atlason er búinn að sparka stemningunni í gang! Vonandi fáum við líf og fjör.
Fyrir leik
Tengingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í byrjunarliði ÍBV má finna uppalinn Stjörnumann. Það er Arnór Ingi Kristinsson sem kom til ÍBV frá Leikni fyrir tímabilið.

Þá eru bræður á skýrslu í sitthvoru liðinu. Guðmundur Baldvin Nökkvason byrjar hjá Stjörnunni og á bekknum hjá ÍBV er bróðir hans Nökkvi Már Nökkvason.

Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV þekkir auðvitað vel til hér í Garðabænum eftir að hann stýrði kvennaliði Stjörnunnar. Svo er Andri Rúnar Bjarnason, sem byrjar á bekk Stjörnunnar, fyrrum leikmaður ÍBV.
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar: Smári Jökull á Vísi (reyndar hlutdrægur sem Eyjamaður): 2-2 jafntefli.

Young Glacier á Mbl: 3-1 Stjarnan.

Þorsteinn plötusnúður: 3-2 Stjarnan.

Ég: 2-0 Stjarnan.
Fyrir leik
Jökull ekkert að trixa í dag Stjörnumenn voru sólgnir í að reyna að trixa á síðasta tímabili og Jökull var duglegur við að breyta auglýstu byrjunarliði fyrir leik. Miðað við upphitun þá ætlar hann að halda sig við það byrjunarlið sem fyrst var auglýst.
Fyrir leik
We Are the Champions Lið og dómarar eru að hita upp á vellinum. Meistari Páló, einn þekktasti stuðningsmaður Stjörnunnar, er að sjálfsögðu fyrstur til að taka sér sæti. Hann mætti reyndar fyrst í fréttamannaboxið og bað plötusnúð vallarins um óskalag. Vill 'We Are the Champions' í tilefni þess að hans menn í Liverpool innsigluðu Englandsmeistaratitil sinn í gær.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá Láka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Milan Tomic hefur verið að glíma við meiðsli hjá Eyjamönnum og byrjar meðl varamanna í dag. Breki Baxter má ekki spila gegn Stjörnunni. Inn fyrir þá koma Arnar Breki Gunnarsson og Vicente Valor.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin - Fjórir inn og fjóri út hjá Jökli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísbetarson setur Samúel Kára Friðjónsson, Benedikt Waren, Daníel Finns Matthíasson og Andra Rúnar Bjarnason á bekkinn frá síðasta leik, tapinu gegn Breiðabliki.

Inn koma Adolf Daði Birgisson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Sigurður Gunnar Jónsson og Alex Þór Hauksson.
Fyrir leik
Svekkjandi tap gegn Breiðabliki Stjarnan hafði byrjað tímabilið á tveimur sigurleikjum; gegn FH og ÍA, en tapaði í þriðju umferð gegn Breiðabliki þar sem Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Kópavogsliðinu sigurinn í uppbótartíma.

Fyrir leik
Eyjamenn mæta með kassann úti ÍBV hefur fagnað tveimur sigrum á Þórsvelli í Eyjum í síðustu tveimur leikjum, frækinn bikarsigur gegn Víkingi og svo í deildinni gegn Fram. Liðið er með fjögur stig í Bestu deildinni og óhætt að segja að það hafi verið að slípast býsna vel saman. En það er nánast önnur íþrótt að spila á Samsung-vellinum og á Þórsvellinum og fróðlegt að sjá hvað Þorlákur Árnason og hans lærisveinar sýna okkur í dag.

ÍBV vann 3-1 sigur gegn Fram í síðasta leik.

Fyrir leik
Breki Baxter spilar ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn tvítugi Þorlákur Breki Baxter verður ekki með ÍBV í kvöld þar sem hann er hjá Eyjamönnum á láni frá Stjörnunni. Ég býst við að Vicente Valor, sem gekk aftur í raðir ÍBV frá KR nýlega, komi inn í liðið en bíðum og sjáum. Byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Magnús Þórir spáir öruggum sigri Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Þórir Matthíasson, sá mikli fagmaður og lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar. Hann spáir öruggum sigri Stjörnunnar.

Stjarnan 4-1 ÍBV
Stjörnumenn koma slegnir inn í þennan leik eftir erfiða síðustu viku, framlenging á móti Njarðvík í bikarnum sem endaði með sigri, þreyttir, og svo þungt tap á móti Breiðabliki þar sem Stjörnuliðið gerði allt það sem gat til að tefja stigið í hús en einsog Kiddi Kjærnested vinur minn sagði svo skemmtilega í útsendingunni þá kom Höggi þungu höggi á Stjörnumenn á lokasekúndum og tap niðurstaðan.

Eyjamenn fullir sjálfstrausts eftir tvo sigra á Þórsvelli á móti Víkingum í bikarnum og svo Fram í deildinni byrja þennan leik af krafti og komast yfir eftir 10 mínútna leik 1-0. Bjarki Björn með markið, stöngin inn og Árni Snær Ólafsson fer í sína frægu stöðu og stendur grafkyrr á milli stangana. Ekkert meira skorað í fyrri hálfleik og Jöllarinn(ekki Jölli í SuitUp) tekur þrumu ræðu á sína menn í hálfleik og gerir þrefalda skiptingu. Adolf Daði, 22 mínútna maðurinn hingað til á tímabilinu, verður dreginn úr frystikistunni og hann þakkar traustið og setur 2 mörk. Stjörnumenn ganga frá Eyjamönnum á iðagrænu plastinu í síðari hálfleik 4-1 lokatölur, Emil Atlason og Jón Hrafn með hin mörk Stjörnunnar. Þorlákur Árnason tekur trylling á hliðarlínunni í seinni hálfleik og fær að líta rauða spjaldið.
Fyrir leik
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnar á ekki marga leiki að baki í deild þeirra bestu í karlaflokki en stóð sig ágætlega í Lengjudeildinni í fyrra. Birkir Sigurðarson og Antoníus Bjarki Halldórsson verða með flöggin í kvöld og Twana Khalid Ahmed á skiltinu. Eftirlitsmaður leiksins er Oddur Helgi Guðmundsson.
Fyrir leik
Sjáðu mörk gærdagsins Það voru þrír leikir í gær. KR bauð upp á veislu og pakkaði saman ÍA, KA vann gríðarlega mikilvægan sigur á FH í spennandi leik og aftur reyndist Höskuldur Gunnlaugsson hetja Breiðabiks.

   28.04.2025 11:35
Sjáðu mörkin: Markahlaðborð KR og sveiflur fyrir norðan
Fyrir leik
Samsung heilsar!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fjórðu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með þremur leikjum. Hér í Garðabænum tekur Stjarnan á móti ÍBV. Leikurinn er á óvenjulegum leiktíma, hefst 17:45, en ástæðan fyrir því að flautað er svona snemma af stað er körfuboltaleikur Stjörnunnar og Grindavíkur sem fram fer seinna í kvöld.

mánudagur 28. apríl
17:45 Stjarnan-ÍBV (Samsungvöllurinn)
19:15 Valur-Víkingur R. (Valsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Lambhagavöllurinn)
Byrjunarlið:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
8. Bjarki Björn Gunnarsson ('91)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('69)
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
30. Vicente Valor ('63)
67. Omar Sowe ('91)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Alexander Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason ('91)
6. Milan Tomic ('63)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('91)
11. Víðir Þorvarðarson ('69)
21. Birgir Ómar Hlynsson
28. Heiðmar Þór Magnússon
44. Jovan Mitrovic
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Jón Ingason
Elías J Friðriksson
Arnar Gauti Grettisson
Elías Árni Jónsson
Kristian Barbuscak

Gul spjöld:
Þorlákur Már Árnason ('45)
Marcel Zapytowski ('87)

Rauð spjöld: