Laugardalsvöllur
Bikarúrslitaleikur karla
Aðstæður: 11 gráður og skýjað
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 3511
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Óli Jó kann svo sannarlega á bikarúrslitaleiki. Valsliðið miklu miklu betra liðið í dag. Eyjamenn sköpuðu sér sáralítið og voru að auki óöruggir varnarlega.
Viðtöl, einkunnir og fleira gómsætt á leiðinni. Njótið.
Til hamingju Valsmenn. Miklu betra liðið í dag. Eyjamenn sköpuðu varla neitt. Easy.
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 13, 2016
Uppbótartíminn: 2 mínútur.
Hvar er Uxinn??!?! #fotboltinet
— AndriHrafn (@AndriHSig) August 13, 2016
3511 áhorfendur á úrslitum bikarsins og það í ágúst sem á að vera svo gott. Algjört djók, færa þennan leik aftur eftir að deild lýkur!
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) August 13, 2016
Liðið sem tapaði 10:1 fyrir Bröndby er að vinna bikarkeppnina á Íslandi. Ætli þeir fái ekki rematch að ári? #fotboltinet
— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 13, 2016
Big Game Avni Pepa. Þetta er undanúrslit 2015 og undanúrslit og úrslit 2016. Hvað er í gangi? pic.twitter.com/Z9bOcljbah
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 13, 2016
Ef að Valur klárar þennan leik þá er það í 3 skipti á síðustu 4 árum sem að Kristinn Ingi Halldórsson verður bikarmeistari #fotboltinet
— Stefán Birgir (@sbirgir5) August 13, 2016
Ef ég spilaði fyrir ÍBV er þetta svona leikur sem myndi viljandi fá rautt til að þurfa ekki að horfa á blóðbaðið. #Hauslausir #Fotboltinet
— Snorri Valsson (@snorval) August 13, 2016
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
Andri Adolphsson með háklassa sendingu á Kristin Inga sem renndi boltanum fyrir markið á Sigurð Egil sem slúttaði vel með skoti í fyrsta.
Siggi Lár what a touch!!! Get in
— Sindri Björnsson (@Sindri95) August 13, 2016
Stoðsending: Kristian Gaarde
Valsmenn hafa brotið ísinn! Gaarde með sendingu á Sigurð Egil sem tók frábærlega á móti boltanum, lék illa á Jonathan Barden og slapp einn í gegn.
Hann fór framhjá Derby áður en hann setti boltann í markið.
Valur hóf leik. ÍBV sækir í átt að Laugardalslauginni.
Magnús Már Einarsson, Fótbolta.net: Ég spái náttúrulega sigri Vals. 2-0.
Tómas Þór Þórðarson, 365: 1-0 ÍBV. Það er Eyjaveður og það hjálpar þeim.
Ingvi Þór Sæmundsson, 365: Vító. ÍBV vinnur. Derby hetjan.
Hjörvar Ólafsson, Mbl: 2-1 sigur ÍBV.
Bikarúrslitaleikur framundan #fotboltinet pic.twitter.com/k2CNd8131E
— Fótboltinet (@Fotboltinet) August 13, 2016
Ég veit að vinur minn, Guðjón Pétur er ekki parsáttur við að vera á bekknum í Laugardalnum. Furious #fotboltinet
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) August 13, 2016
Ekkert kemur á óvart í byrjunarliði Vals. Hjá ÍBV er miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon meiddur og spilar ekki. Avni Pepa fyrirliði er hinsvegar klár í slaginn.
Bjarni heldur áfram að sýna hinum unga Felix Erni Friðrikssyni traustið og Jón Ingason er meðal varamanna.
Eyjamenn unnu frækinn sigur á FH í undanúrslitum en áður höfðu þeir slegið m.a. út Breiðablik og ÍA. Valsmenn unnu í undanúrslitum sigur á Selfossi sem tryggði þeim sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins en bikarinn er á Hlíðarenda og þar vilja Valsmenn halda honum.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómari 1: Gylfi Már Sigurðsson
Aðstoðardómari 2: Birkir Sigurðarson
Sprotadómari 1: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Sprotadómari 2: Gunnar Jarl Jónsson
Varadómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir. Ég met sigurlíkurnar 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu.
Bikarúrslitaleikur er stærsti leikur á landinu. Það er feykilega gaman að taka þátt í honum. Við höfum nálgast bikarkeppnina á góðan hátt, Það er bara eitt tækifæri í bikar og við höfum hamrað á því. Það hefur kveikt eitthvað í mönnum. Þessi lið eru svipuð að getu. Þetta eru tvö hörkulið og verður jafn og skemmtilegur leikur. Við verðum að vera andlega tilbúnir. Það er enginn meiddur hjá okkur, ekkert sem mun stoppa okkur á laugardaginn.
Valur: Kristinn Freyr Sigurðsson. Þessi hæfileikaríki leikmaður er potturinn og pannan í spilamennsku Valsliðsins. Er fastagestur í úrvalsliðum Pepsi-deildarinnar.
ÍBV: Pablo Punyed. Algjör lykilmaður hjá Eyjamönnum. Þeir fengu Pablo fyrir tímabilið og hann var valinn maður leiksins þegar ÍBV vann Víking Ólafsvík í síðasta leik sínum.
Valur hefur 10 sinnum orðið bikarmeistari eftir 13 úrslitaleik. ÍBV hefur 4 sinnum orðið bikarmeistari eftir 10 úrslitaleiki.