Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
Valur
2
0
ÍBV
Sigurður Egill Lárusson '8 1-0
Sigurður Egill Lárusson '21 2-0
13.08.2016  -  16:00
Laugardalsvöllur
Bikarúrslitaleikur karla
Aðstæður: 11 gráður og skýjað
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 3511
Maður leiksins: Sigurður Egill Lárusson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Andreas Albech ('92)
3. Kristian Gaarde
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f) ('83)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('76)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Daði Bergsson
9. Rolf Toft ('76)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('83)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson ('92)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andri Adolphsson ('36)
Haukur Páll Sigurðsson ('40)
Sigurður Egill Lárusson ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
TIL HAMINGJU VALUR!!!
Óli Jó kann svo sannarlega á bikarúrslitaleiki. Valsliðið miklu miklu betra liðið í dag. Eyjamenn sköpuðu sér sáralítið og voru að auki óöruggir varnarlega.

Viðtöl, einkunnir og fleira gómsætt á leiðinni. Njótið.
92. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Andreas Albech (Valur)
Andri Fannar fær svona 10 sek eða svo.

90. mín
Uxinn kom sér í færi en það var frekar þröngt. Anton Ari varði.

Uppbótartíminn: 2 mínútur.
85. mín
Sigurður Egill er til í þrennuna! Með skot naumlega yfir.
83. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Uxinn mættur. Sóknarsinnuð skipting í meira lagi. Eitthvað verður að reyna.
83. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
81. mín
Aron Bjarnason með góð tilþrif og býr til lofandi sókn sem Mikkel Maigaard klúðrar svo. Rosalega erfitt hjá Eyjamönnum að tengja sendingar.

76. mín
Inn:Rolf Toft (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Andri var á gulu og búinn að brjóta af sér eftir það. Engar áhættur teknar.
75. mín
Hættuleg sókn Vals... ÍBV bjargar í horn.
73. mín
Valsmenn eru í varnargír. Það hefur gengið býsna vel hjá þeim. Eyjamenn eru lítið að ná að ógna.
71. mín
Hættuleg aukaspyrna ÍBV! Haukur Páll skallar naumlega framhjá eigin marki.
70. mín
Inn:Aron Bjarnason (ÍBV) Út:Sören Andreasen (ÍBV)
Aron varð bikarmeistari með Fram 2013.

62. mín
Áhorfendatölur komnar. 3.511 á vellinum í dag.

61. mín
ÞARNA SKALL HURÐ NÆRRI HÆLUM! Hættuleg sókn Eyjamanna en á síðustu stundu náði Valur að hreinsa frá.
59. mín
Valsmenn eru algjörlega með þennan leik í sínum höndum.
54. mín
Tréverkið. Anton Ari kýlir boltann frá, Mikkel Maigaard með vippuskot í fyrsta og boltinn í samskeytin!
52. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sparkaði Eyjamann niður.
51. mín
Barden í tómu veseni! Missir boltann frá sér og þetta endar með skoti framhjá frá Sigga Lár. Barden langt frá því að vera sannfærandi.
49. mín
Skemmtileg skottilraun! Andri Adolphsson með lúmskt skot naumlega framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

45. mín
Alfreð Elías, aðstoðarþjálfari ÍBV, ósáttur við spilamennsku síns liðs í fyrri hálfleik. Segir í viðtali á Stöð 2 Sport að margt megi betur fara hvað varðar sendingar og annað.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn með verðskuldaða forystu í hálfleik. Eyjamenn hafa sáralítið náð að skapa sér. Það væri forvitnilegt að vera fluga á vegg í búningsklefa ÍBV í hálfleik.
40. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Hiti í mönnum! Haukur braut á Simoni sem brást illa við og ýtti Hauki. Úr verður ráðstefna þar sem Þorvaldur spjaldar Simon og Hauk.
40. mín Gult spjald: Simon Smidt (ÍBV)
39. mín
Leikurinn róast talsvert. Eyjamenn að reyna að skapa sér færi en gengur illa að finna glufur á Valsvörninni.
36. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Togaði í andstæðing og stöðvaði hraða sókn.

32. mín
Jæja þarna kom skot á markið frá ÍBV. Jón Ingason í teignum eftir langt innkast en skotið endar í öruggu fangi Antons Ara Einarssonar.

28. mín
Simon Smidt með skot af löngu færi. Rosa hátt yfir. Fullmikil bjartsýni.
27. mín
Pressan sem Valsmenn hafa verið með er að svínvirka og þeir eru ítrekað að koma Eyjamönnum í allskonar vandræði.
26. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Alltof seinn í tæklingu alveg við hliðarlínuna.
24. mín
Valsmenn halda áfram að sækja. Þeir eru miklu miklu betri þessa stundina.
21. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
MAÐURINN ER Á ELDI!!!

Andri Adolphsson með háklassa sendingu á Kristin Inga sem renndi boltanum fyrir markið á Sigurð Egil sem slúttaði vel með skoti í fyrsta.
17. mín
Darraðadans í vítateig ÍBV. Varnarmaður náði að kasta sér fyrir skot sem Kristinn Ingi átti.
15. mín
Hafsteinn Briem tók við fyrirliðabandinu þegar Avni fór af velli.
14. mín
HÖRKUFÆRI HJÁ ÍBV! Gunnar Heiðar skallar boltann framhjá! Anton Ari misreiknaði þennan bolta og var úr leik í markinu.
12. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Avni Pepa (ÍBV)
Vondar fréttir fyrir Eyjamenn! Fyrirliðinn var greinilega ekki klár í þennan leik og þarf að fara meiddur af velli. Jón Ingason kemur inn og fer í hafsentinn, hann spilaði þar gegn FH í undanúrslitum með góðum árangri.

8. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristian Gaarde
ERTU AÐ GRÍNAST Á ÞESSARI MÓTTÖKU!!!

Valsmenn hafa brotið ísinn! Gaarde með sendingu á Sigurð Egil sem tók frábærlega á móti boltanum, lék illa á Jonathan Barden og slapp einn í gegn.

Hann fór framhjá Derby áður en hann setti boltann í markið.
8. mín
Sigurður Egill með sendingu inn í teig Eyjamanna. Kristinn Freyr teygir sig í knöttinn en nær ekki til hans. Erfiður bolti.
6. mín
Eyjamenn töluvert meira með boltann hér á upphafsmínútum leiksins.
3. mín
ÍBV fær aukaspyrnu. Skotfæri. Boltanum rennt á Mikkel Maigaard en hann skýtur í varnarvegg Valsmanna.
1. mín
Leikur hafinn
LEIKURINN ER HAFINN!
Valur hóf leik. ÍBV sækir í átt að Laugardalslauginni.
Fyrir leik
Heiðursgestur er forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson. Hann er að heilsa upp á liðin, dómarana og lukkukrakkana.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Áður en leikar hefjast þá verður okkar ástkæri Þjóðsöngur spilaður.
Fyrir leik
Jæja fáum spekingana í fréttamannastúkunni til að spá:

Magnús Már Einarsson, Fótbolta.net: Ég spái náttúrulega sigri Vals. 2-0.

Tómas Þór Þórðarson, 365: 1-0 ÍBV. Það er Eyjaveður og það hjálpar þeim.

Ingvi Þór Sæmundsson, 365: Vító. ÍBV vinnur. Derby hetjan.

Hjörvar Ólafsson, Mbl: 2-1 sigur ÍBV.
Fyrir leik
Óli Jó er með 10/11 húfuna sína, sprotadómararnir eru farnir að hita upp, fyrir utan völlinn er verið að gefa pulsur og búið að blása upp hoppukastala. Það er innan við hálftími í þetta!

Fyrir leik
Það er létt rigning í Laugardalnum núna. Það er bara hressandi að fá blautan völl. Vonandi ávísun á skemmtilegri leik!

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Ekkert kemur á óvart í byrjunarliði Vals. Hjá ÍBV er miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon meiddur og spilar ekki. Avni Pepa fyrirliði er hinsvegar klár í slaginn.

Bjarni heldur áfram að sýna hinum unga Felix Erni Friðrikssyni traustið og Jón Ingason er meðal varamanna.
Fyrir leik
Leiðin í Laugardal
Eyjamenn unnu frækinn sigur á FH í undanúrslitum en áður höfðu þeir slegið m.a. út Breiðablik og ÍA. Valsmenn unnu í undanúrslitum sigur á Selfossi sem tryggði þeim sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins en bikarinn er á Hlíðarenda og þar vilja Valsmenn halda honum.
Fyrir leik
Eyjamenn dvöldu í nótt á Hótel Glymi í Hvalfirðinum. Báðir þjálfarar hafa breytt út af hefðbundinni dagskrá í aðdraganda leiksins enda um einn stærsta íþróttaviðburð ársins að ræða hér á landi!
Fyrir leik
Dómararnir búnir að taka göngutúr um völlinn hér í Laugardalnum. Líkt og í undanúrslitum eru sprotadómarar í dag. Þorvaldur Árnason er aðaldómari en hann var valinn besti dómari umferða 1-11 í Pepsi-deildinni.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómari 1: Gylfi Már Sigurðsson
Aðstoðardómari 2: Birkir Sigurðarson
Sprotadómari 1: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Sprotadómari 2: Gunnar Jarl Jónsson
Varadómari: Þóroddur Hjaltalín
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV:
Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir. Ég met sigurlíkurnar 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu.
Fyrir leik
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals:
Bikarúrslitaleikur er stærsti leikur á landinu. Það er feykilega gaman að taka þátt í honum. Við höfum nálgast bikarkeppnina á góðan hátt, Það er bara eitt tækifæri í bikar og við höfum hamrað á því. Það hefur kveikt eitthvað í mönnum. Þessi lið eru svipuð að getu. Þetta eru tvö hörkulið og verður jafn og skemmtilegur leikur. Við verðum að vera andlega tilbúnir. Það er enginn meiddur hjá okkur, ekkert sem mun stoppa okkur á laugardaginn.
Bikarumræðan er á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Lykilmenn:

Valur: Kristinn Freyr Sigurðsson. Þessi hæfileikaríki leikmaður er potturinn og pannan í spilamennsku Valsliðsins. Er fastagestur í úrvalsliðum Pepsi-deildarinnar.

ÍBV: Pablo Punyed. Algjör lykilmaður hjá Eyjamönnum. Þeir fengu Pablo fyrir tímabilið og hann var valinn maður leiksins þegar ÍBV vann Víking Ólafsvík í síðasta leik sínum.
Fyrir leik
Sagan...
Valur hefur 10 sinnum orðið bikarmeistari eftir 13 úrslitaleik. ÍBV hefur 4 sinnum orðið bikarmeistari eftir 10 úrslitaleiki.
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá bikarúrslitaleik Vals og ÍBV í karlaflokki. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en Eyjamenn lyftu síðast bikarnum 1998 eftir sigur gegn Leiftri. Þjálfari Eyjamanna þá var Bjarni Jóhannsson, sami maður og heldur um stjórnartaumana í dag!
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
3. Felix Örn Friðriksson ('83)
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa ('12)
6. Pablo Punyed
9. Mikkel Maigaard
14. Jonathan Patrick Barden
18. Sören Andreasen ('70)
19. Simon Smidt
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
5. Jón Ingason ('12)
7. Aron Bjarnason ('70)
15. Devon Már Griffin
23. Benedikt Októ Bjarnason
27. Elvar Ingi Vignisson ('83)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Felix Örn Friðriksson ('26)
Simon Smidt ('40)

Rauð spjöld: