Á morgun klukkan 16 verður bikarúrslitaleikur karla þar sem Valur og ÍBV eigast við á Laugardalsvelli. Jóhann Ingi Hafþórsson ræddi við Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals, í aðdraganda leiksins.
„Bikarúrslitaleikur er stærsti leikur á landinu. Það er feykilega gaman að taka þátt í honum," segir Ólafur.
Valur er ríkjandi bikarmeistari. Hjálpar það að hafa reynsluna úr úrslitaleiknum í fyrra?
„Það hjálpar alltaf eitthvað en þó ekki að það skipti sköpum varðandi úrslit leiksins. Auðvitað er ágætt að hafa prófað þetta áður."
„Við höfum nálgast bikarkeppnina á góðan hátt, Það er bara eitt tækifæri í bikar og við höfum hamrað á því. Það hefur kveikt eitthvað í mönnum."
„Þessi lið eru svipuð að getu. Þetta eru tvö hörkulið og verður jafn og skemmtilegur leikur. Við verðum að vera andlega tilbúnir. Það er enginn meiddur hjá okkur, ekkert sem mun stoppa okkur á laugardaginn."
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Sjá einnig:
Hitað upp fyrir bikarúrslitin í beinni á X-inu milli 12 og 14 á morgun
Athugasemdir