Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
banner
   fös 12. ágúst 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Tvö hörkulið sem mætast
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun klukkan 16 verður bikarúrslitaleikur karla þar sem Valur og ÍBV eigast við á Laugardalsvelli. Jóhann Ingi Hafþórsson ræddi við Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals, í aðdraganda leiksins.

„Bikarúrslitaleikur er stærsti leikur á landinu. Það er feykilega gaman að taka þátt í honum," segir Ólafur.

Valur er ríkjandi bikarmeistari. Hjálpar það að hafa reynsluna úr úrslitaleiknum í fyrra?

„Það hjálpar alltaf eitthvað en þó ekki að það skipti sköpum varðandi úrslit leiksins. Auðvitað er ágætt að hafa prófað þetta áður."

„Við höfum nálgast bikarkeppnina á góðan hátt, Það er bara eitt tækifæri í bikar og við höfum hamrað á því. Það hefur kveikt eitthvað í mönnum."

„Þessi lið eru svipuð að getu. Þetta eru tvö hörkulið og verður jafn og skemmtilegur leikur. Við verðum að vera andlega tilbúnir. Það er enginn meiddur hjá okkur, ekkert sem mun stoppa okkur á laugardaginn."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Hitað upp fyrir bikarúrslitin í beinni á X-inu milli 12 og 14 á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner