PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   mið 10. ágúst 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Bikarinn
Bjarni Jó: Eyjamenn vilja vera bestir
Bikarúrslitaleikur Vals og ÍBV á laugardag
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.

„Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar," segir Bjarni en ÍBV hefur í gegnum árin farið í marga eftirminnilega bikarúrslitaleiki.

„Saga félagsins er flott í þessum efnum. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir."

Avni og Sindri æfa í dag
Hvernig metur Bjarni möguleika ÍBV í leiknum?

„Ég met þá 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu."

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er ekki með á laugardag vegna ökklameiðsla. Avni Pepa fyrirliði og Sindri Snær Magnússon miðjumaður hafa verið að glíma við meiðsli.

„Þeir verða báðir með á æfingu í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég á von á því að þeir verði báðir með á laugardaginn." segir Bjarni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner