Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 10. ágúst 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Bikarinn
Bjarni Jó: Eyjamenn vilja vera bestir
Bikarúrslitaleikur Vals og ÍBV á laugardag
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.

„Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar," segir Bjarni en ÍBV hefur í gegnum árin farið í marga eftirminnilega bikarúrslitaleiki.

„Saga félagsins er flott í þessum efnum. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir."

Avni og Sindri æfa í dag
Hvernig metur Bjarni möguleika ÍBV í leiknum?

„Ég met þá 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu."

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er ekki með á laugardag vegna ökklameiðsla. Avni Pepa fyrirliði og Sindri Snær Magnússon miðjumaður hafa verið að glíma við meiðsli.

„Þeir verða báðir með á æfingu í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég á von á því að þeir verði báðir með á laugardaginn." segir Bjarni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner