Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 10. ágúst 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Bikarinn
Bjarni Jó: Eyjamenn vilja vera bestir
Bikarúrslitaleikur Vals og ÍBV á laugardag
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.

„Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar," segir Bjarni en ÍBV hefur í gegnum árin farið í marga eftirminnilega bikarúrslitaleiki.

„Saga félagsins er flott í þessum efnum. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir."

Avni og Sindri æfa í dag
Hvernig metur Bjarni möguleika ÍBV í leiknum?

„Ég met þá 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu."

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er ekki með á laugardag vegna ökklameiðsla. Avni Pepa fyrirliði og Sindri Snær Magnússon miðjumaður hafa verið að glíma við meiðsli.

„Þeir verða báðir með á æfingu í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég á von á því að þeir verði báðir með á laugardaginn." segir Bjarni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner