Bikarúrslitaleikur Vals og ÍBV á laugardag
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.
„Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar," segir Bjarni en ÍBV hefur í gegnum árin farið í marga eftirminnilega bikarúrslitaleiki.
„Saga félagsins er flott í þessum efnum. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir."
Avni og Sindri æfa í dag
Hvernig metur Bjarni möguleika ÍBV í leiknum?
„Ég met þá 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu."
Guðmundur Steinn Hafsteinsson er ekki með á laugardag vegna ökklameiðsla. Avni Pepa fyrirliði og Sindri Snær Magnússon miðjumaður hafa verið að glíma við meiðsli.
„Þeir verða báðir með á æfingu í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég á von á því að þeir verði báðir með á laugardaginn." segir Bjarni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir