Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
   mið 10. ágúst 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Bikarinn
Bjarni Jó: Eyjamenn vilja vera bestir
Bikarúrslitaleikur Vals og ÍBV á laugardag
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV, þekkir bikarúrslitaleiki vel og segir að það sé stemning í Vestmannaeyjum fyrir stórleikina.

„Maður finnur fyrir mikilli stemningu og hefur verið síðan við tryggðum okkur sæti í úrslitum. Eyjamenn vilja alltaf ná langt og vera bestir. Það er flott hugarfar," segir Bjarni en ÍBV hefur í gegnum árin farið í marga eftirminnilega bikarúrslitaleiki.

„Saga félagsins er flott í þessum efnum. Vonandi náum við að skrifa nýja sögu á laugardaginn. Það er frábært fyrir mína leikmenn að vera komnir í Laugardalinn. Vonandi verða menn duglegir og kjarkaðir."

Avni og Sindri æfa í dag
Hvernig metur Bjarni möguleika ÍBV í leiknum?

„Ég met þá 50/50. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni en Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar og þeir hafa kannski örlítið fram yfir okkur. Það mun bara peppa okkur upp. Valsmenn eru fljótir að snúa vörn í sókn. Þeir eru með klóka spilara og nokkuð fljóta framlínu."

Guðmundur Steinn Hafsteinsson er ekki með á laugardag vegna ökklameiðsla. Avni Pepa fyrirliði og Sindri Snær Magnússon miðjumaður hafa verið að glíma við meiðsli.

„Þeir verða báðir með á æfingu í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég á von á því að þeir verði báðir með á laugardaginn." segir Bjarni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner