
KR
4
2
Víkingur Ó.

Tobias Thomsen
'21
, víti
1-0

Aron Bjarki Jósepsson
'39
2-0
2-1
Kwame Quee
'60
2-2
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
'74
André Bjerregaard
'81
3-2
Óskar Örn Hauksson
'85
4-2
31.07.2017 - 19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Fallegt sumarkvöld
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1002
Maður leiksins: André Bjerregaard - KR
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Fallegt sumarkvöld
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1002
Maður leiksins: André Bjerregaard - KR
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
('90)

11. Kennie Chopart (f)
('54)

11. Tobias Thomsen
('87)


15. André Bjerregaard

18. Aron Bjarki Jósepsson

22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
13. Sindri Snær Jensson (m)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
('54)

9. Garðar Jóhannsson
18. Óliver Dagur Thorlacius
('90)

20. Robert Sandnes
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Guðmundur Andri Tryggvason
('87)

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Andri Helgason
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hörkuskemmtilegur leikur. Í raun magnað hversu spennandi hann varð. Sigurinn algjörlega sanngjarn.
Þriðji sigurleikur KR í röð í deildinni. Liðið heldur sér í Evrópubaráttunni.
Ólsarar áttu sveiflukenndan leik en þeir eru aðeins stigi frá fallsvæðinu.
Þriðji sigurleikur KR í röð í deildinni. Liðið heldur sér í Evrópubaráttunni.
Ólsarar áttu sveiflukenndan leik en þeir eru aðeins stigi frá fallsvæðinu.
87. mín

Inn:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
Út:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Víkingur Ó.)
Það sást í gær að Óskar Örn ætlaði að gera þetta. En þegar menn gera þetta svona vel er mjög erfitt að verjast því. #flottmark
— Flameboypro (@Flameboypro) July 31, 2017
85. mín
MARK!

Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Morten Beck
Stoðsending: Morten Beck
GLÆSILEGA GERT!!!
Morten Beck vann boltann og sendi á Óskar Örn sem sýndi gríðarlegt öryggi þegar hann kláraði færið listilega vel.
GAME OVER! KR að sýna karakter eftir áfallið áðan.
Morten Beck vann boltann og sendi á Óskar Örn sem sýndi gríðarlegt öryggi þegar hann kláraði færið listilega vel.
GAME OVER! KR að sýna karakter eftir áfallið áðan.
81. mín
MARK!

André Bjerregaard (KR)
Stoðsending: Tobias Thomsen
Stoðsending: Tobias Thomsen
ROSALEGT MARK!!! Bjerregaard með þrumufleyg við vítateigsendann og boltinn syngur í netinu.
Tobias Thomsen lagði boltann út á Bjerregaard!
KR-ingar aftur komnir yfir!
Tobias Thomsen lagði boltann út á Bjerregaard!
KR-ingar aftur komnir yfir!
78. mín
Það sauð allt upp úr í stúkunni í kjölfarið á jöfnunarmarki Ólsara! Viðar stuðningsmaður Víkings Ó. fór yfir grindverkið til að fagna markinu og öryggisvörður henti honum af svæðinu!
Svo hafa verið hávaðarifrildi í stúkunni milli stuðningsmanna og öryggisvarða! Einhverjar sögusagnir um að stuðningsmaður Víkinga hafi tekið stuðningsmann KR hálstaki. Veit ekki hvort það sé satt.
Svo hafa verið hávaðarifrildi í stúkunni milli stuðningsmanna og öryggisvarða! Einhverjar sögusagnir um að stuðningsmaður Víkinga hafi tekið stuðningsmann KR hálstaki. Veit ekki hvort það sé satt.
Stuðningsmanni VíkÓ hent af vellinum. Fór inn á völlinn þegar hann fagnaði jöfnunarmarkinu #fotboltinet pic.twitter.com/vaSRJ078eP
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 31, 2017
74. mín
MARK!

Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! ÞETTA ER ÓTRÚLEGT MIÐAÐ VIÐ YFIRBURÐI KR Í FYRRI HÁLFLEIKNUM!
Rosalegt mark! Guðmundur Steinn fór framhjá Gunnari og smellti boltanum í stöng og inn! Vondur varnarleikur.
Rosalegt mark! Guðmundur Steinn fór framhjá Gunnari og smellti boltanum í stöng og inn! Vondur varnarleikur.
72. mín
Það er líf í Ólsurum núna og skyndilega er allt í járnum!!!
Kwame Quee komst í flott færi en skaut yfir.
Kwame Quee komst í flott færi en skaut yfir.
70. mín
Ólsarar fá þrjár hornspyrnur í röð. Það er bara pressa! Ótrúlegur fótboltaleikur.
66. mín
Skúli Jón Friðgeirsson í dauðafæri en reyndi að skalla boltann fyrir. Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var í góðu færi.
Svo í þessum skrifuðu orðum er mikill darraðadans í vítateig Ólsara en þeir ná á endanum að bægja hættunni frá.
Svo í þessum skrifuðu orðum er mikill darraðadans í vítateig Ólsara en þeir ná á endanum að bægja hættunni frá.
63. mín
Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)

Ekkert gefið eftir. Brot í miðjuhringnum.
62. mín
Guðmundur Steinn Hafsteinsson lætur finna fyrir sér en búi að flagga hann rangstæðan. Þetta mark hefur gefið gestunum byr undir báða vængi...
60. mín
MARK!

Kwame Quee (Víkingur Ó.)
VIÐ ERUM ÓVÆNT MEÐ LEIK!!!
Kwame Quee breytir leiknum algjörlega með þessu marki. Hann kláraði færið vel með skoti í fjærhornið.
Magnað að við séum með spennu! Fyrsta alvöru færi Ólsara í þessum leik og það skilar marki.
Kwame Quee breytir leiknum algjörlega með þessu marki. Hann kláraði færið vel með skoti í fjærhornið.
Magnað að við séum með spennu! Fyrsta alvöru færi Ólsara í þessum leik og það skilar marki.
60. mín
KR heldur áfram að vera líklegra liðið. Tobias með skot í varnarmann og framhjá. Átt flottan leik Tobias.
56. mín
Bjerregaard heldur áfram að ógna. Erfiður viðureignar þessi kraftmikli leikmaður. Skaut framhjá og vildi meina að brotið hefði verið á sér í skotinu. Guðmundur Ársæll ekki sammála.
51. mín
Misskilningur í öftustu línu. Misheppnuð sending og Beitir Ólafsson var kominn fyrir utan teiginn og braut á Guðmundi Steini. Ólsarar eiga aukaspyrnu á STÓRhættulegum stað.
49. mín
Ólsarar ekki að að tengja fleiri en tvær sendingar á milli. Ekki vænlegt til árangurs.
45. mín
Zoran Miljkovic að sjálfsögðu á vellinum. Með í för er Mihjalo Bibercic sem raðaði inn mörkunum fyrir KR á sínum tíma. Siggi Helga mættur í fréttamannastúkuna að heilsa upp á menn. Siggi elgtanaður enda eyddi hann helginni í að dæma fjölda leikja á Rey Cup í Laugardalnum. Vantar ekki ástríðuna.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. GEGGJUÐ frammistaða hjá KR í þessum fyrri hálfleik og forystan gæti vel verið meiri. Ólsarar hafa ekki átt séns hingað til.
KR-ingar vilja væntanlega finna þriðja markið snemma í seinni hálfleik til að gera endanlega út um þetta. Ekkert sem bendir til þess að við fáum einhverja spennu í kvöld.
Hálfleikinn er hægt að nýta til að horfa á viðtal sem ég tók við Indriða Sigurðsson fyrir leikinn.
KR-ingar vilja væntanlega finna þriðja markið snemma í seinni hálfleik til að gera endanlega út um þetta. Ekkert sem bendir til þess að við fáum einhverja spennu í kvöld.
Hálfleikinn er hægt að nýta til að horfa á viðtal sem ég tók við Indriða Sigurðsson fyrir leikinn.
Indriði: Maður er ekkert unglamb lengur https://t.co/mrq9MfwVdT #fotbolti
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) July 31, 2017
44. mín

Inn:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
Út:Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Luba fer meiddur af velli.
39. mín
MARK!

Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
Stoðsending: Finnur Orri Margeirsson
KR KEMST Í 2-0!
Aron Bjarki skorar með skalla eftir frábæra sendingu Finns Orra Margeirssonar inn í teiginn.
Markið kom í kjölfarið á hornspyrnu sem ég held reyndar að KR hafi ranglega fengið. En það er ekki spurt að því.
Aron Bjarki skorar með skalla eftir frábæra sendingu Finns Orra Margeirssonar inn í teiginn.
Markið kom í kjölfarið á hornspyrnu sem ég held reyndar að KR hafi ranglega fengið. En það er ekki spurt að því.
38. mín
KR-ingar hafa róast aðeins eftir að þeir náðu að komast yfir. Eru samt sem áður með alla stjórn á þessum leik.
Pálmi Rafn nálægt því að skora en á síðustu stundu náði Ólafsvík að bjarga í horn.
Pálmi Rafn nálægt því að skora en á síðustu stundu náði Ólafsvík að bjarga í horn.
36. mín
Óskar Örn reynir að pirra Kwame Quee... KR-ingar meðvitaðir um að Kwame er í þannig gír að hann er líklegur til að láta senda sig í sturtu í þessum leik.
33. mín
Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)

Loksins fékk hann spjaldið. Kwame búinn að vera síbrotamaður hér í byrjun leiks.
30. mín
Kwame Quee stálheppinn að vera ekki kominn með gult spjald. Hefur tvívegis fengið tiltal. Stuðningsmenn KR baula á Guðmund Ársæl dómara.
27. mín
Stuðningsmenn Víkings gefast ekki upp þrátt fyrir brasið á þeirra mönnum inni á vellinum. Þeir halda áfram að hvetja sitt lið.
25. mín
Er afskaplega hrifinn af Bjerregaard þessar fyrstu mínútur. Hann er að koma af fítonskrafti inn í þetta KR-lið! Ólsarar ráða ekkert við hann.
21. mín
Mark úr víti!

Tobias Thomsen (KR)
KR KEMST YFIR! ROSALEGA VERÐSKULDAÐ!
Tobias smurði boltanum uppi vinstra megin. Þeir verja hann ekki þarna. Rosalegt öryggi.
Tobias smurði boltanum uppi vinstra megin. Þeir verja hann ekki þarna. Rosalegt öryggi.
18. mín
Bjerregaard komst framhjá sirka fimm leikmönnum Ólafsvíkurliðsins og vann horn! Óskar Örn Hauksson tekur hornið...
Ólsarar skalla frá og KR-ingar halda í enn eina sóknina. Liðið er að spila frábærlega en markið hefur ekki fundist ennþá.
Ólsarar skalla frá og KR-ingar halda í enn eina sóknina. Liðið er að spila frábærlega en markið hefur ekki fundist ennþá.
17. mín
Hætta við mark KR eftir að Beitir missti boltann en hann slapp með skrekkinn.
Stuðningsmenn KR farnir að syngja. Það er stuð í stúkunni eins og á vellinum.
Stuðningsmenn KR farnir að syngja. Það er stuð í stúkunni eins og á vellinum.
Það er svo mikið í gangi hér á KR-velli að blaðamenn þurfa ný lyklaboorð í hálfleik #KRVÍKÓL @Fotboltinet
— Páll Sævar Guðjónsso (@PallSaevar) July 31, 2017
15. mín
Chopart skýtur yfir. KR-ingar eiga ekki í neinum vandræðum með að galopna vörn gestanna. Eru í miklum ham.
12. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST! Chopart í hörkufæri en skotið slappt og Cristian ver, svo fékk Morten Beck þröngt færi og aftur varði Cristian.
Hvernig getur KR ekki verið búið að skora???
Hvernig getur KR ekki verið búið að skora???
11. mín
SKOTHRÍÐ FRÁ KR!!! Cristian er í yfirvinnu í upphafi. Algjör einstefna. Spánverjinn í rammanum verið magnaður í byrjun leiks.
STÖNGIN. Kennie Chopart með skot í stöngina. Þetta er með hreinum ólíkindum.
STÖNGIN. Kennie Chopart með skot í stöngina. Þetta er með hreinum ólíkindum.
10. mín
VÁÁÁ!!!! KR-ingar nálægt því að ná forystunni!
Bjerregaard fór illa með Egea og kom boltanum á Tobias Thomsen sem var í dauðafæri en Cristian Martínez varði, svo náði Bjerregaard frákastinu og skallaði á markið en aftur varði Cristian!
KR að byrja þennan leik af miklum krafti og óheppið að vera ekki yfir!
Bjerregaard fór illa með Egea og kom boltanum á Tobias Thomsen sem var í dauðafæri en Cristian Martínez varði, svo náði Bjerregaard frákastinu og skallaði á markið en aftur varði Cristian!
KR að byrja þennan leik af miklum krafti og óheppið að vera ekki yfir!
6. mín
KR-ingar hafa ógnað talsvert hér í upphafi og fengið hörkufæri! Tobias Thomsen átti skot í teignum sem Cristian náði að verja.
Ólsarar hafa verið að skalla boltann frá ótt og títt.
Ólsarar hafa verið að skalla boltann frá ótt og títt.
3. mín
Byrjunarlið Ólsara:
Cristian
Alfreð - Luba - Egea - Nacho - Gabrielius
Turudija - Gunnlaugur - Eivinas - Kwame
Guðmundur Steinn
Cristian
Alfreð - Luba - Egea - Nacho - Gabrielius
Turudija - Gunnlaugur - Eivinas - Kwame
Guðmundur Steinn
2. mín
Byrjunarlið KR:
Beitir
Morten Beck - Aron Bjarki - Gunnar Þór - Arnór
Óskar - Finnur - Pálmi - Chopart
Tobias - Bjerregaard
Beitir
Morten Beck - Aron Bjarki - Gunnar Þór - Arnór
Óskar - Finnur - Pálmi - Chopart
Tobias - Bjerregaard
Fyrir leik
Fyrirliðarnir heilsast. Pálmi Rafn Pálmason er tekinn við fyrirliðahlutverkinu eftir að Indriði neyddist til að leggja skóna á hilluna. Guðmundur Steinn Hafsteinsson er með bandið hjá Ólsurum.
Fyrir leik
Carnival de Paris er inngöngulag KR-inga í dag. Ég fagna því. Hér í Vesturbænunum er óeining um hvaða inngöngulag eigi að nota en karnivalstemningin fær mitt atkvæði.
Fyrir leik
Bóasinn, stuðningsmaður KR, sveiflar hér KR-fánanum grimmt og galið. Sló fánanum í höfuð eins vallargests sem var ekki sáttur. Allir skildu þó sem vinir að lokum. Verið er að spila KR-lagið með Bubba Morthens.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn:
KR vann Fjölni 2-0 í síðasta leik og Willum Þór Þórsson heldur sig við sama byrjunarlið og í þeim leik.
Ejub Purisevic teflir fram bræðrunum frá Litháen sem komu á dögunum í byrjunarliðinu. Eivinas Zagurskas og Gabrielius Zagurskas.
Eivinas er 27 ára miðjumaður. Hann lék síðast í norsku C-deildinni með Egersunds en þjálfari þar er Ólafur Örn Bjarnason.
Gabrielius er 25 ára vinstri bakvörður en hann hefur aðallega leikið í Litháen eftir að hafa áður verið í unglingaliði Köge í Danmörku.
KR vann Fjölni 2-0 í síðasta leik og Willum Þór Þórsson heldur sig við sama byrjunarlið og í þeim leik.
Ejub Purisevic teflir fram bræðrunum frá Litháen sem komu á dögunum í byrjunarliðinu. Eivinas Zagurskas og Gabrielius Zagurskas.
Eivinas er 27 ára miðjumaður. Hann lék síðast í norsku C-deildinni með Egersunds en þjálfari þar er Ólafur Örn Bjarnason.
Gabrielius er 25 ára vinstri bakvörður en hann hefur aðallega leikið í Litháen eftir að hafa áður verið í unglingaliði Köge í Danmörku.
Fyrir leik
Fallegt veður í henni Reykjavík.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) July 31, 2017
Fyrir leik
Einar Örn Jónsson spáir sigri KR:
Úff, sem uppalinn Valsari er erfitt að spá KR sigri en ég held þeir vinni samt. Enginn glans en þrjú stig vestur yfir læk.
Úff, sem uppalinn Valsari er erfitt að spá KR sigri en ég held þeir vinni samt. Enginn glans en þrjú stig vestur yfir læk.
Fyrir leik
Á föstudaginn var tilkynnt að varnarmaðurinn Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, væri búinn að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Indriði verður þjálfarateymi KR innan handar út tímabilið. Ég mun taka viðtal við Indriða á eftir og það mun birtast hér á síðunni í kvöld.
Fyrir leik
KR er í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar eftir tvo sigurleiki í röð. Liðið vonast til þess að krækja sér í Evrópusæti líkt og í fyrra.
Víkingur Ólafsvík hefur náð að vinna þrjá af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni en liðið tapaði 1-2 gegn toppliði Vals í síðustu umferð. Ólsarar eru einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Víkingur Ólafsvík hefur náð að vinna þrjá af fimm síðustu leikjum sínum í deildinni en liðið tapaði 1-2 gegn toppliði Vals í síðustu umferð. Ólsarar eru einu stigi fyrir ofan fallsæti.
Fyrir leik
Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson er mættur með flautuna hingað í Vesturbæinn. Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason verða með fána og Egill Arnar Sigurþórsson með skilti.
Fyrir leik
Mun Víkingur Ólafsvík loks ná að leggja KR? Liðin hafa mæst fimm sinnum á Íslandsmótinu. KR hefur unnið fjóra leiki og einn hefur endað með jafntefli.
KR vann 2-1 sigur þegar liðin léku í Ólafsvík í maí. Dramatíkin var þar allsráðandi þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
KR vann 2-1 sigur þegar liðin léku í Ólafsvík í maí. Dramatíkin var þar allsráðandi þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Okkur reiknast til að @KRreykjavik sé eina liðið í Pepsídeild sem við höfum aldrei unnið. Aldrei! Komið að því? #leikdagur #vikingurol pic.twitter.com/fptqGnOLAs
— Víkingur Ólafsvík (@Vikingurol) July 31, 2017
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea
2. Ignacio Heras Anglada
5. Eivinas Zagurskas

7. Tomasz Luba
('44)

8. Gabrielius Zagurskas
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson


10. Kwame Quee


23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
('87)

24. Kenan Turudija
('87)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
4. Egill Jónsson
('44)

6. Óttar Ásbjörnsson
6. Pape Mamadou Faye
('87)

22. Vignir Snær Stefánsson
('87)

32. Eric Kwakwa
Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Þorsteinn Már Ragnarsson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Einar Magnús Gunnlaugsson
Gul spjöld:
Kwame Quee ('33)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('63)
Eivinas Zagurskas ('79)
Rauð spjöld: