Rikki G var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í pepsi-deildinni.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í þrettándu umferðina sem hefst í dag.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í þrettándu umferðina sem hefst í dag.
ÍBV - Stjarnan 2 (17:00 í dag) Er þetta ekki gamla og góða klisjan með lið sem mætast í deild og bikar með stuttu millibili? ÍBV vann bikarinn, Stjarnan tekur þetta og heldur pressu á Val.
Breiðablik - Fjölnir 2 (19:15 á morgun) Tveir út, einn inn hjá Blikum. Sú breyting er meiri en Blikar vilja vera af láta sjálfir og þeir tapa sannfærandi gegn Fjölni. Fjölnismenn líka fúlir eftir tap gegn KR, verða grimmir þó þetta sé í Kópavogi.
KR - Víkingur Ó 1 (19:15 á morgun) Úff, sem uppalinn Valsari er erfitt að spá KR sigri en ég held þeir vinni samt. Enginn glans en þrjú stig vestur yfir læk.
Grindavík - Víkingur R X (19:15 á morgun) Er blaðran sprungin í Grindavík? Er Logi sprunginn í Fossvoginum? Ég ætla ekki að svara því. Segi pass. Jafntefli. Höfum það 2-2 svo fólk fái eitthvað fyrir aurinn.
Valur - ÍA 1 (20:00 á morgun) Þrjú stig á Hlíðarenda. PP mættur og farinn að skora og ef Valur ætlar sér titilinn eru þetta stig sem mega ekki tapast.
KA - FH 2 (16:00 á laugardaginn) Jahá, þú segir nokkuð. KA aðeins að festast í miðjupakkanum sem er að harðna. FH-ingar eru hins vegar að finna taktinn og þeir taka sigur fyrir norðan. Gleðin sem var í vor á Akureyri er aðeins að breytast í harðan raunveruleika.
Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir