92. mín
Jájájá! Leik Króata og Finna er lokið! Jafntefli í Króatíu og Íslendingar eru í efsta sæti riðlsins og aðeins leik eftir!
Sá leikur er á mánudaginn á Laugardalsvelli klukkan 18:45!
Arnar Daði Arnarsson
92. mín
Hressandi viðtöl við leikmenn og þjálfara liðsins koma hér inn á síðuna seinna í kvöld. Auk þess sem fun heitar tölur um einkunnir leikmanna koma einnig inn á næstu mínútum.
Arnar Daði Arnarsson
Leik lokið!
ÞAÐ HELD ÉG NÚ! 3-0 sigur Íslands á erfiðum útivelli staðreynd!
Frábær leikur hjá öllu liðinu og sigurinn fleytir okkur í efsta sætið í riðlinum. Enn sem komið er... leikur Finna og Króata er enn í gangi.
Arnar Daði Arnarsson
90. mín
Ekki nema tveimur mínútum bætt við.
Arnar Daði Arnarsson
89. mín
FINNLAND ER BÚIÐ AÐ JAFNA GEGN KRÓATÍU!!!
Eins og staðan er núna, þá þarf Ísland einungis sigur gegn Kosovo á mánudaginn til að tryggja sér á HM!
Arnar Daði Arnarsson
87. mín
Gylfi Þór með skemmtileg tilþrif við hornfánann. Leikur sér með boltann og fær tvo Tyrki í smá dans. Endar síðan á fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Babacan í markinu.
Arnar Daði Arnarsson
86. mín
Athygli vekur að Ari Freyr er á hægri kantinum eftir að hann kom inná fyrir Jóhann Berg.
Arnar Daði Arnarsson
85. mín
Lögreglan á vellinum er farin að umkringja völlinn og stendur nú í röð fyrir framan stúkuna. Hátt í 4000 lögreglumenn eru á vellinum. Ekki nema.
Arnar Daði Arnarsson
84. mín
Ég ætla að fara að koma mér niður til að vera klár í viðtölin eftir þennan magnaða leik! Arnar Daði er staddur heima á Íslandi og klárar lýsinguna. Takk fyrir mig!!!
82. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
81. mín
Hættuleg fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Gylfa. Munaði hrikalega litlu að einhver næði að reka tá í knöttinn og skora fjórða markið en boltinn fór framhjá öllum pakkanum á endanum.
80. mín
Gult spjald: Caner Erkin (Tyrkland)
79. mín
Inn:Yunus Malli (Tyrkland)
Út:Emre Belözoglu (Tyrkland)
79. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Nú á að skella algjörlega í lás.
78. mín
Özyakup með fína skottilraun sem Hannes ver glæsilega í horn.
77. mín
Tyrkir liggja alveg hressilega á okkur núna en eru ekki að ná að skapa sér mörg opin færi. Leikurinn fer algjörlega fram þessar mínútur í og við vítateig Íslands.
72. mín
Tyrkir skalla naumlega yfir eftir hornspyrnu.
65. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Sverrir að fara á miðjuna.
64. mín
Nú eru Tyrkir að ógna duglega. Özyakup var í hættulegri stöðu en Kári náði að loka vel á hann. Svo fengu Tyrkir aukaspyrnu á hættulegum stað en skotið yfir.
62. mín
Nota tækifærið og minni á að við munum fjalla ítarlega um þennan leik í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun laugardag milli 12 og 14. Nýkomnir með stigin þrjú frá Tyrklandi. Arnar Grétarsson verður með mér, Tómasi og Magga.
61. mín
Inn:Emre Mor (Tyrkland)
Út:Arda Turan (Tyrkland)
Það er afskaplega lítið í gangi í leiknum. Og jú! Það eru góðu fréttirnar.
Ekki alveg draumaleikur Turan.
54. mín
Tyrkirnir eru alveg steingeldir. Mótspyrnan fer hrikalega illa í þá. Þetta er ótrúleg stund!!!
52. mín
Ætla að nota þessa færslu í að tilkynna það að ég elska ykkur öll.
50. mín
MARK!Kári Árnason (Ísland)
Stoðsending: Aron Einar Gunnarsson
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!
JÁJÁJÁÁÁÁÁÁ!!!!!!
Hornspyrna. Aron Einar með skalla. Boltinn á Kára sem skorar.
Nú er sko gaman að vera Íslendingur í Eskisehir!
49. mín
Alfreð nálægt því að skora í tvígang!!! En Volkan náði að verja. Tyrkir farnir að leggja allt kapp á sóknina og þá opnast þeir til baka.
46. mín
Inn:Ozan Tufan (Tyrkland)
Út:Nuri Sahin (Tyrkland)
46. mín
Seinni háfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Þegar þessir gæjar fara í íslenska landsliðsbúninginn... þvílíkir menn.
45. mín
Gult spjald: Arda Turan (Tyrkland)
Tyrkir reyna að finna glufur á íslensku vörnina. Án árangurs hingað til.
Arda Turan fær gult fyrir brot á Aroni Einari. Aron liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.
44. mín
Ég er varla í andlegu jafnvægi til að vera með þessa textalýsingu. Vá vá vá.
Það er samt nóg eftir. Gleymum því ekki... úfff.
42. mín
Jói Berg með skot úr þröngu færi. Varið.
41. mín
Gult spjald: Caglar Soyuncu (Tyrkland)
40. mín
Tyrknesku stuðningsmennirnir baula á sína leikmenn! Það er rosalegt dæmi í gangi hérna. ROSALEGT!!!
39. mín
MARK!Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
ÉG Á EKKI OOOOORÐ!!!!!!!! JÓN DAÐI! ÞVÍLÍKUR LEIKMAÐUR.
Tyrkirnir eiga í rosalegu basli með hann. Hann var umkringdur í teignum en náði á einhvern ótrúlegan hátt að renna boltanum á Birki Bjarnason. Svakaleg stunga og Birkir skaut boltanum upp í þaknetið!!! ÖNNUR rosaleg afgreiðsla.
36. mín
Gylfi fær skotséns, boltinn í varnarmann og afturfyrir. Horn. Darraðadans eftir hornið en Volkan nær að handsama knöttinn!
32. mín
MARK!Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Jón Daði Böðvarsson
GEEEEEGGGJAAAAAAÐ!!!!!!!!!
Jói Berg með sitt sjötta landsliðsmark! Frábær undirbúningur. Hannes á Hörð Björgvin sem flikkaði boltanum áfram. Jón Daði Böðvarsson var í teignum vinstra megin og kom með sendingu fyrir. Jói Berg einn og óvaldaður á fjærstönginni. Bang og maaaaark!!! Hann setti boltann nánast upp í skeytin. Svona á að klára þetta!!!
29. mín
Íslenska liðið lét boltann ganga vel á milli sín. Alfreð átti svo skot fyrir utan teig sem fór hátt yfir.
28. mín
Tyrkir komust í vænlega stöðu en Birkir Bjarnason las sendingu og bjargaði málum. Vel gert Birkir!
27. mín
Farið að kólna hér í Eskesehir en áhorfendur sjá til þess að þeim verður ekki kalt. Hoppa, klappa og öskra eins og enginn sé morgundagur. Röddin á mér væri löngu farin.
24. mín
Birkir Bjarna með fyrirgjöf sem fer í Tyrkja. Birkir vill fá dæmda hendi á hann, og hann var fyrir innan teig. Ekkert segir dómarinn.
22. mín
Íslendingar eru kannski í miklum minnihluta á vellinum en Valtýr Björn lætur vel í sér heyra og er duglegur að öskra á dómarann. Alvöru maður.
21. mín
Jói Berg búinn að brjóta af sér eftir að hann fékk gula spjaldið. Hann verður að gæta sín!
19. mín
Oguzhan Özyakup með skot framhjá.
18. mín
Tyrkir mikið að skipta sér af dómaranum. Óþolandi. En áfram gakk. Sautján mínútur búnar og við höfum fengið hættulegri færi. Það er staðreynd!
16. mín
Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jói Berg fær gult fyrir brot á miðjum vellinum. Mér fannst það nú fullstrangt að spjalda fyrir þetta. Tiltal hefði verið nóg. En ég er ekki hlutlaus!
15. mín
Ísland hefur fengið slatta af hornum og nú var að myndast STÓRHÆTTA eftir eitt slíkt! Eftir að boltinn hafði ferðast aðeins um teiginn datt hann á Ragga Sig sem skallaði á markið, skallinn laus og Tyrkir björguðu á línu!
13. mín
Birkir Bjarna kemst inn í teiginn vinstra meginn og á fasta sendingu með jörðinni á Jón Daða sem er aðþrengdur en skýtur í varnarmann og í horn.
Kári Árna skallar framhjá úr horninu. Lítil hætta.
11. mín
Tyrkir í hættulegri sókn sem endar með skoti himinhátt yfir.
7. mín
Hörður Björgvin skallar yfir eftir horn. Ekki mikill kraftur í þessum skalla enda Hörður ekki í góðu jafnvægi þegar hann fékk boltann til sín.
6. mín
VÁÁÁÁ!!!! GYLFI MEÐ SVAKALEGA MARKTILRAUN!
Fyrst átti Jói Berg skot sem fór í varnarmann og barst til Gylfa rétt fyrir utan teiginn. Gylfi lét vaða og náði hörkuskoti sem Volkan í marki Tyrkja rétt náði að slá yfir í hornspyrnu!
4. mín
Tyrkir að sækja. Kári hreinsar boltann frá en áfram halda Tyrkir að setja pressu. Okkar menn verjast fimlega.
2. mín
Birkir Bjarnason með fyrstu marktilraun leiksins! Lét vaða af aaansi góðu færi en hitti boltann bara alls ekki. Langt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjaði með knöttinn. Það er SVAKALEG stemning hér á vellinum.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki! Það voru hreinlega mögnuð stund þegar þjóðsöngur Tyrkja var spilaður. Fólk tók svo sannarlega undir. Það eru fánar um allan völl. Hér í Tyrklandi eru ekki áhorfendur heldur stuðningsmenn... stuðningsmenn sem eru reyndar fljótir að snúast gegn sínu liði í mótlæti.
Þýðing á því sem stendur þá fánanum: 80 milljónir á leið á HM.
Fyrir leik
Heyrum örstutt hvað Eiður Smári hafði að segja um byrjunarlið Íslands...
Tyrkneska þjóðlagatónlistin að tröllríða öllu!
Fyrir leik
Eðal félagsskapur í fréttamannastúkunni. Gummi Hilmars frá Mogganum í næsta sæti. Gummi hefur verið við hlið mér á ófáum landsleikjum erlendis og þeir hafa flestir endað vel. Vonandi bætist þessi á þann góða lista!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn að hita og lætin stigmagnast með hverri mínútu. Ísland er að fara að spila í hvítum treyjum í kvöld. Koma svooo!!!
Fyrir leik
Björn Bergmann er meiddur og er ekki skráður á bekkinn. Kjartan Henry Finnbogason var kallaður inn í hans stað. Hægt er að sjá byrjunarliðin hér til hliðar.
Fyrir leik
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið inn og má sjá hér að neðan. Ísland fer aftur í 4-4-2 þar sem Alfreð og Jón Daði spilar í fremstu víglínu.
Aron Einar Gunnarsson byrjar leikinn og þá er Kári Árnason með Ragga í hjarta varnarinnar og Sverrir Ingi því á bekknum.
Endilega verið með í umræðu um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet á Twitter!
Fyrir leik
Strákarnir okkar mættir út á völl að rölta um og skoða aðstæður. Baulað hressilega á þá. Fólk er veifandi tyrkneskum fánum og mikið stuð.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Tyrkja eru þekktir fyrir það að láta vel í sér heyra og það verða engar áhættur teknar á leiknum. Á vellinum eru starfandi 4.000 lögreglumenn og þá eru líka 550 öryggismyndavélar staðsettar á vellinum.
Fyrir leik
Ísland vann 2-0 sigur gegn Tyrkjum í fyrri umferðinni. Theodór Elmar Bjarnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörkin en nánar má lesa um leikinn með því að
smella hérna.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Pólverjinn Szymon Marciniak. Hann dæmdi sigurleik Íslands gegn Austurríki á EM í fyrra þar sem Arnór Ingvi Traustason skoraði flautumark sem tryggði Íslandi leik gegn Englendingum í Hreiðrinu í Nice.
Fyrir leik
Það eru bara tvær umferðir eftir af riðlinum og Ísland í hörkubaráttu um að komast á HM í Rússlandi. Eftir þennan leik heldur Ísland heim á leið og mætir Kosóvó á mánudaginn. Leikurinn í kvöld er einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Tyrkina.
Magnús Már Einarsson fer betur yfir stöðuna í riðlinum í
samantekt sem má nálgast hér.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá risaleik Tyrklands og Íslands sem fram fer á
glænýjum leikvangi hér í Eskisehir. 35 þúsund manna völlur og það má búast við bilaðri stemningu eins og venjan er þegar Tyrkir spila kappleiki!