Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. október 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Eskisehir í Tyrklandi
Staðan? - Markatala gæti ráðið úrslitum í riðli Íslands
Icelandair
Ísland á risaleik fyrir höndum í kvöld.
Ísland á risaleik fyrir höndum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr fyrri leik Íslands og Tyrklands. Ísland vann þar 2-0.
Úr fyrri leik Íslands og Tyrklands. Ísland vann þar 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
I-riðillinn í undankeppni HM, riðill Íslands, er sá mest spennandi af öllum riðlum í keppninni. Fjögur lið eiga möguleika á tveimur efstu sætunum þegar tvær umferðir eru eftir.

Ef lið enda jöfn að stigum ræður markatala úrslitum í riðlinum. Ef markatalan er jöfn endar liðið með fleiri mörk skoruð ofar. Ef markatalan er alveg eins þá ráða innbyrðis viðureignir.

Staðan í riðlinum
1. Króatía 16 stig (+9)
2. Ísland 16 stig (+4)
3. Tyrkland 14 stig (+4)
4. Úkraína 14 stig (+4)
5. Finnland 7 stig (-4)
6. Kosóvó 1 stig (-17)

Efsta sætið í riðlinum skilar sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. 2. sætið fer líklega í umspil í nóvember en 2. sætið gefur sæti í umspili í 8 af 9 riðlum í keppninni. Þar strokast út árangur gegn neðsta liðinu í riðlinum. Eins og staðan er núna dugir árangurinn í 2. sæti í riðli Íslands til að ná í umspil.

Fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum tryggir Íslandi að minnsta kosti 2. sætið í riðlinum. Ísland heimsækir Tyrkland í kvöld áður en liðið mætir Kosóvó á Laugardalsvelli á mánudaginn.

Eins og sjá má á töflu Péturs Sæmundsen hér að neðan þá getur ýmislegt gerst í næstsíðustu umferðinni. Með sigri á Tyrkjum er Ísland í toppmálum fyrir lokaumferðina, jafntefli þýðir að sigur gegn Kosóvó ætti að duga í umspil en tap þýðir að vonirnar eru litlar fyrir lokaleikinn.
Leikirnir sem eru eftir

Í kvöld
Tyrkland - Ísland
Króatía - Finnland
Kosóvó - Úkraína

Mánudagur 9. október
Finnland - Tyrkland
Úkraína - Króatía
Ísland - Kosóvó
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner