Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fim 05. október 2017 09:54
Elvar Geir Magnússon
Eskisehir í Tyrklandi
Það verða brjáluð læti á glænýjum velli
Icelandair
Glænýr og flottur leikvangur.
Glænýr og flottur leikvangur.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið flaug frá Antalya til Eskisehir í gær og í morgun æfði liðið á keppnisvellinum.

Tyrkir eru ekki með fastan þjóðarleikvang en vilja helst leika heimaleiki sína fyrir utan Istanbúl þar sem í minni borgum myndast oft betri stemning og vellirnir verða því öflugri gryfja.

Eskisehir leikvangurinn var opnaður fyrir ári síðan og tekur tæplega 35 þúsund áhorfendur. Hann er heimavöllur Eskisehirspor sem er í tyrknesku B-deildinni.

„Það verður 100% hávaði. Það er mjög gott að við spiluðum í Tyrklandi fyrir tveimur árum og það er gott að búa að þeirri reynslu. Það var ærandi hávaði í þeim leik og ég býst við svipuðu andrúmslofti núna. Það er klárlega að fara að vera fullur völlur og allt stjörnuvitlaust," sagði Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður Íslands,í viðtali um síðustu helgi.

Leikvangurinn er allur hinn glæsilegasti en hér má sjá myndir sem teknar voru á æfingu Íslands í morgun.

Æft á keppnisvellinum

A post shared by Fótbolti.net (@fotboltinet) on


Athugasemdir
banner
banner
banner