Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Stjarnan
1
0
Selfoss
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir '22 1-0
15.05.2018  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Nánast logn, sólin lætur sjá sig öðru hverju, fínasta knattspyrnuveður
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Áhorfendur: Um 170
Maður leiksins: Lára Kristín Pedersen
Byrjunarlið:
25. Birna Kristjánsdóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
4. Brittany Lea Basinger
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir ('90)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Megan Lea Dunnigan
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('76)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('76)
20. Lára Mist Baldursdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('65)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Ana Victoria Cate
Andrés Ellert Ólafsson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Sandra Maria Sævarsdóttir
Tinna Jökulsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Gunnar flautar þetta af hér í Garðabænum. Eitt mark skilur liðin að hér. Skýrslan og viðtöl á leiðinni.
91. mín
STÓRHÆTTA Á TEIG STJÖRNUNNAR! Hornspyrna og Caitlyn markmaður fer inn á teiginn, boltinn dansar rétt fyrir framan mark Stjörnunnar án þess þói að nein komi við hann.
90. mín
Inn:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan)
Jana Sól fædd 2003 fær hér nokkrar mínútur
87. mín
Hörkubarátta þessa stundina. Birna Jóhanns sem kom inná missir boltann inni í vítateig hægra megin við markið en vinnur hann aftur með hörku tæklingu og rennir boltanum út á Katrínu sem setur boltann vel yfir.
85. mín
Gumma sækir inn völlinn frá vinstri kantinum og tekur skotið fyrir utan vítateig en auðvelt fyrir Caitlyn að eiga við það.
81. mín
Ágætis bolti hjá Magdalenu fyrir og Kolbrún lærar boltann í horn.
79. mín
Lára með enn einn frábæra boltann inn fyrir vinstra megin á Gummu sem rennur boltanum fyrir þar sem Harpa er í ákjósanlegri stöðu ein gegn markmanni en boltinn er skoppandi og Hörpu tekst bara að reka lærið í boltann og uppsker horn í kjölfarið.
76. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Og Stjarnan gera hér sína aðra breytingu.
75. mín
Lítið markvert gerst hér síðustu mínútur fyrir utan allar þessar skiptingar.
71. mín
Inn:Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Selfoss) Út:Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (Selfoss)
Brynhildur Brá í sínum fyrsta leik fyrir Selfoss.
70. mín
Kolbrún Tinna hleypir Evu Lind inn völlinn af vinstri kantinum og Eva á táarskot sem endar í höndum Birnu.
68. mín
Katrín ekki lengi að láta til sín taka, vinnur aukaspyrnu og Þórdís tekur aukaspyrnuna en boltinn endar í fanginu hjá Caitlyn.
65. mín
Inn:Erna Guðjónsdóttir (Selfoss) Út:Alexis Kiehl (Selfoss)
Tvær skiptingar hjá Selfyssingum og ein hjá Stjörnunni.
65. mín
Inn:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Fyrsti leikur Hrafnhildar.
65. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) Út:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan)
61. mín
María núna með skot beint á Caitlyn í markinu sem missir boltann frá sér en nær honum aftur, aðeins að lifna yfir. Stjörnunni núna.
60. mín
Fyrsta skot Stjörnunnar í seinni hálfleik, María leggur boltann út á Láru sem á slakt skot framhjá af 20 metrum.
57. mín
Selfoss liggja hér á Stjörnustúlkum, vinna boltann trekk í trekk á miðsvæðinu.
56. mín
Birna komin aðeins hægra megin við markið og á skelfilega hreinsun beint á vítateigshornið vinstra megin þar sem Eva Lind er og hún skýtur yfir.
54. mín
Skyndisókn hjá Selfoss og Magdalena reynir skot af 25 metrum sem fer rétt framhjá, Birna tók sénsinn og leyfði honum að fara.
53. mín
DAUÐAFÆRI! Hornspyrna hjá Selfoss sem Magdalena tekur þar sem Karitas skallar boltann beint fyrir fætur Sunnevu sem er nánast inni í markinu en Birna gerir vel í að gera sig stóra og ver þetta. Selfoss MUN hættulegri hérna í byrjun síðari hálfleiks.
50. mín
Selfoss með ágætis sókn sem endar með skoti frá Magdalenu sem fer himinhátt yfir.
46. mín
Harpa tekur hér miðjuna og leikurinn er hafinn að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Stjörnustúlkur hér fyrstar út á völlinn, þær hafa verið töluvert meira ógnandi fram á við í leiknum og vilja líklega bæta við fleiri mörkum hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þjóðhátíðarlag FM95Blö glymur hér í stúkunni við góðar undirtektir viðstaddra.
45. mín
Hálfleikur
Úr því horni kemur svo annað horn sem ekkert verður úr og eftir það flautar Jóhann Gunnar til hálfleiks
44. mín
Enn og aftur sama uppskrift: Lára með háan bolta upp í horn á Guðmundu og horn í kjölfarið.
41. mín
Harpa með góða sendingu innfyrir á Guðmundu sem er aðeins hægra megin við markið og setur boltann aftur hægra megin í hliðarnetið líkt og áðan.
40. mín
Anna María með aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju, boltinn flýgur inná teiginn og þar stekkur Magdalena kvenna hæst og skallar boltinn framhjá markinu.
39. mín
Harpa fær boltann á vítateigslínunni og snýr miðverði Selfoss af sér en Bergrós kemst svo fyrir skotið og Stjarnan fær horn.

Guðmunda tekur hornið og boltinn lendir á þaknetinu.
36. mín
Boltinn berst á Alexis Kiehl sem er í vænlegri stöðu á vítateigslínunni fyrir framan markið en skóflar boltanum yfir.
35. mín
Lára Kristín aftur með góða skiptingu yfir á Guðmundu á hægri kantinum en Anna María gerir vel í varnarleiknum og vinnur boltann af Gummu.
32. mín
Þórdís Hrönn komin með tvo klobba hér í dag.
29. mín
Lára Kristín lyftir boltanum skemmtilega frá vinstri yfir á hægri kantinn þar sem Guðmunda er í ágætis stöðu en missir boltann klaufalega útaf.
24. mín
Magdalena með horn og boltinn fer yfir allan pakkann og endar hjá Evu Lind sem tekur hann niður en á ekki gott skot.
22. mín MARK!
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa með fyrirgjöf af hægri kantinum og Þórdís stangar boltann laglega í fjærhornið
19. mín
Lára á góða sendingu upp í horn á Hörpu sem fer framhjá einum varnarmanni og rennir boltanum svo fyrir en Caitlyn Clem markvörður Selfoss er fyrst á boltann
15. mín
Selfoss sækir, Bergrós með fyrirgjöf sem er hreinsuð frá og boltinn berst út á Sophie Maierhofer sem á gott skot sem endar rétt framhjá.
14. mín
Guðmunda röltir framhjá varnarmann Selfoss og á skot í hliðarnetið frá vítateigshorninu hægra megin.
10. mín
María Eva liggur hér eftir og Tinna Jökulsdóttir sjúkraþjálfari hlúir að henni og hún getur haldið leik áfram
7. mín
Viktoría vinnur boltann framarlega og gefur hann á Guðmundu sem á skot sem Selfoss kemst fyrir
4. mín
Liðin stilla sér svona upp í dag

Stjarnan
Birna
Anna María - Kolbrún Tinna - Dunnigan - Basinger
María Eva - Viktoría Valdís - Lára Kristín
Guðmunda Brynja - Harpa - Þórdís Hrönn

Selfoss
Clem
Bergrós - Brynja - Allyson Haran - Anna María
Eva Lind - Karitas - Sophie Maierhofer - Sunneva Hrönn
Magdalena Anna
Alexis Kiehl
1. mín
Leikur hafinn
Selfoss byrjar með boltann og leikur í átt að Hafnarfirði
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn og takast í hendur.
Fyrir leik
Viktoría Valdís hitar hér upp og kemur inn í byrjunarliðið fyrir Öddu!
Fyrir leik
Stjarnan hitar upp undir handleiðslu Önu Victoriu Cate sem er ekki að spila. Adda Baldurs liggur allt í einu niðri og haltrar svo að bekknum. Ólíklegt að hún spili þennan leik.
Fyrir leik
Glugginn lokar í kvöld og Selfoss hefur nýlega bætt við sig tveimur leikmönnum, Hrafnhildi Hauksdóttur að láni frá Val og Brynhildi Brá Gunnlaugsdóttur.
Hrafnhildur lék 58 leiki og skoraði í þeim eitt mark með Selfossi í Pepsi-deildinni 2013-2016 áður en hún skipti yfir í Val fyrir sumarið 2017, einnig á hún 4 A landsleiki og kemur því til með að styrkja vörn Selfyssinga til muna.
Brynhildur spilaði einn leik með ríkjandi Íslandsmeisturum Þór/KA í fyrra og hefur einnig spilað fyrir Hött á sínum stutta ferli.
Líklegt þykir að Hrafnhildur detti beint inn í byrjunarliðið en gaman verður að sjá hvort Brynhildur komi við sögu.
Fyrir leik
Stjarnan fékk skell í 1. umferð gegn Breiðablik 6-2 hér á Samsung-vellinum en svöruðu fyrir það með sterkum 1-3 útisigri gegn Valskonum.
Selfoss koma inn í þennan leik stigalausar og með markatöluna 0-9 eftir töp gegn áðurnefndum Valskonum og KR.
Fyrir leik
Fjórir leikir verða leiknir í kvöld í 3. umferð Pepsi-deild kvenna og fara þeir allir fram 19:15
Einum leik er lokið í umferðinni og var það viðureign Þór/KA gegn ÍBV þar sem Þór/KA sigraði 2-1 í Eyjum.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Stjörnunnar og Selfoss á Samsung-vellinum í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Alexis Kiehl ('65)
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir ('65)
14. Karitas Tómasdóttir
16. Allyson Paige Haran
17. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('71)
18. Magdalena Anna Reimus
19. Eva Lind Elíasdóttir
27. Sophie Maierhofer

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('65)
8. Íris Sverrisdóttir
9. Halla Helgadóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('71)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: