Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Keflavík
1
3
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '55
0-2 Thomas Mikkelsen '61
Hólmar Örn Rúnarsson '82 , víti 1-2
1-3 Thomas Mikkelsen '92 , víti
30.07.2018  -  19:15
Nettóvöllurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá andvari
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 640
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Hólmar Örn Rúnarsson
Marc McAusland
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('72)
2. Ísak Óli Ólafsson
9. Adam Árni Róbertsson ('46)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Leonard Sigurðsson ('70)
23. Dagur Dan Þórhallsson
25. Frans Elvarsson (f)
99. Lasse Rise

Varamenn:
12. Jonathan Faerber (m)
5. Ivan Aleksic ('72)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('70)
15. Atli Geir Gunnarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason
45. Tómas Óskarsson ('46)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Sigurbergur Elísson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Gunnar Oddsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Flottur sigur hjá Blikum og þeir eru með í þessari toppbaráttu - það er klárt mál. Lánlausir Keflvíkingar eru enn án sigurs.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
92. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
Thomas skorar og innsiglar sigurinn!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
91. mín
VÍTI! Blikar fá víti, Sindri Kristinn braut á Davíð og Ívar Orri bendir á punktinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
87. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Kolbeinn meiddur af velli. Elfar Freyr inn í hans stað.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín Mark úr víti!
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Fyrsta mark keflvíkinga síðan 4.Júní
82. mín
Keflavík að fá víti
79. mín
Tómas Óskarsson með máttlaust skot að marki Blika en beint á Gunnlaug
77. mín
Dagur Dan með skot utan teigs en framhjá markinu.
77. mín
Lasse Rise með skot úr þröngu færi en Gunnlaugur vandanum vaxinn
72. mín
Inn:Ivan Aleksic (Keflavík) Út:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík) Út:Leonard Sigurðsson (Keflavík)
69. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
61. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Skoraði af stuttu færi.
60. mín
Thomas í dauðafæri eftir stórkostlega fyrirgjöf Gísla Eyjólfssonar en Sindri varði viðstöðulaust skot Thomasar vel
59. mín
Blikar hættulegir en Keflvíkingar bjarga í horn eftir aðra hraða og vel útfærða sókn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
55. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli skorar eftir snarpa sókn. Heimamenn höfðu verið að þjarma að Blikum en góð skyndisókn og Keflvíkingum refsað
46. mín
Thomas Mikkelsen að minna á sig hér strax í upphafi hálfleiksins en skot hans yfir markið
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Tómas Óskarsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
45. mín
Gísli Eyjólfsson í dauðafæri en skot hans úr miðjum vítateignum framhjá markinu. Besta færi leiksins í lokasnertingu fyrri hálfleiks. Komum með þann seinni, ja eftir ca 15mín.
40. mín
Keflvíkingar að koma sér í færi en Blikar bjarga í horn
36. mín
Skipulagið enn að halda hjá Keflavík. Blikar eiga hornspyrnu
26. mín
Einfalt þríhyrningsspil hjá Blikum upp hálfann völlinn en Keflvíkingar náðu að komast fyrir skotið og bjarga í horn. Úr henni varð svo ekkert.
23. mín
Andri Yeoman með skot utan teigs en beint á Sindra.
22. mín
Blikar að reyna að hnoða sér inn að marki en árangurslaust. Það vantar meira bit á síðasta þriðjungnum.
20. mín
Hér eru Blikar meira með boltann en eru ekki að finna glufur á Keflavíkurvörninni.
12. mín
Blikar með aukaspyrnu rétt utan teigs skot Olivers Sigurjónssonar í varnarmann og rétt framhjá.
11. mín
Gísli Eyjólfsson með hörkuskot að marki heimamanna úr miðjum teignum en Sindri varði vel. Blikarnir fengu frákastið en slakt skot lullaði yfir endalínuna.
8. mín
Keflvíkingar eru ekki að sýna neina uppgjöf hér í upphafi leiks. Þeir eru óhræddir að koma upp völlinn og ætla greinilega að selja sig dýrt.
2. mín
Keflvíkingar í færi og áttu hugsanlega að fá vítaspyrnu hér strax í upphafi. Vel á gráu svæði.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Við munum flytja fréttir af öllu því markverða sem gerist og koma með umfjöllun og viðtöl strax að leik loknum.
Fyrir leik
Breiðablik vann FH 4-1 í síðustu umferð. Ágúst Gylfason gerir eina breytingu á sínu liði. Arnþór Ari Atlason er ekki með og kemur Aron Bjarnason inn í hans stað.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lasse Rise kemur inn í byrjunarlið Keflavíkur þrátt fyrir að félagið sé tilbúið að losa sig við hann, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Sindri Þór Guðmundsson kemur líka inn í byrjunarlið Keflavíkur ásamt Lasse.

Keflavík var að fá Ivan Aleksic á láni frá KR og Ágúst Leó Björnsson á láni frá ÍBV í gær. Ivan er á bekknum en Ágúst er ekki í hóp.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það var jafnræði með liðunum þegar þau mættust á Kópavogsvelli þann 12. maí, í 3. umferð deildarinnar. Breiðablik var í raun heppið að fá öll stigin þrjú en liðið vann 1-0 sigur þar sem Gísli Eyjólfsson skoraði eina mark leiksins.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og er hægt að hlusta á viðtalið við hann með því að smella hérna eða finna "Fótbolti.net" í helstu Podcast veitum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er langt síðan Breiðablik tapaði leik og liðið hefur stimplað sig í titilbaráttu. Það er þremur stigum á eftir Stjörnunni og Val.

Koma danska sóknarmannsins Thomas Mikkelsen hefur breytt miklu fyrir Blika en hann hefur verið heitur og skorað tvö mörk í tveimur leikjum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Keflavík hefur verið mikið í umræðunni en liðið er á botni Pepsi-deildarinnar með aðeins þrjú stig. Martraðartímabil hjá Suðurnesjamönnum sem enn hafa ekki unnið leik og ljóst að fall beint aftur í Inkasso-deildina verður niðurstaðan að lokum.

Það hafa verið hræringar hjá liðinu í glugganum. Jeppe Hansen fór í ÍA og þá er félagið að reyna að losa Lasse Rise.

Í gær komu þó tveir nýir leikmenn til Keflavíkur á láni; Ágúst Leó Björnsson og Króatinn Ivan Aleksic. Nánar um það hérna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá viðureign Keflavíkur og Breiðabliks í 14. umferð Pepsi-deildarinnar. Ívar Orri Kristjánsson flautar til leiks klukkan 19:15.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('70)
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('69)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason ('87)
20. Kolbeinn Þórðarson ('70) ('87)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('69)
36. Aron Kári Aðalsteinsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: