Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mið 30. apríl 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers
Powerade
Hugo Ekitike er á óskalista Liverpool.
Hugo Ekitike er á óskalista Liverpool.
Mynd: EPA
Chelsea vill Rogers.
Chelsea vill Rogers.
Mynd: EPA
Rashford dreymir um að spila fyrir Barcelona.
Rashford dreymir um að spila fyrir Barcelona.
Mynd: EPA
Liverpool vill þrjá leikmenn, þar af tvo frá Bournemouth. Það er nóg af áhugaverðum molum í slúðurpakkanum á þessum síðasta degi aprílmánaðar.

Liverpool vill fá varnarmennina Dean Huijsen (20) og Milos Kerkez (21) frá Bournemouth. Þá vill félagið einnig framherjann Hugo Ekitike (22) frá Eintracht Frankfurt til að styrkja hópinn fyrir titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)

Ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali (24) ætlar að vera áfram hjá Newcastle United til langs tíma. Félög í heimalandinu hafa sýnt honum áhuga. (Telegraph)

Chelsea hefur áhuga á að fá framherjann Morgan Rogers (22) frá Aston Villa í sumar þar sem þeir vilja að enski landsliðsmaðurinn styrki sóknarleik sinn. (Independent)

Real Madrid ætlar að fá inn varnarmann í sumar og er með franska miðvörðinn William Saliba (24) hjá Arsenal efstan á blaði. (Marca)

Manchester City ætlar ekki að láta enska miðjumanninn Jack Grealish (29) fara frá félaginu á láni í sumar. (Talksport)

Man City og Liverpool hafa áhuga á að fá ítalska hægri bakvörðinn Andrea Cambiaso (25) sem virðist vera á förum frá Juventus í sumar. (Calciomercato)

Marcus Rashford gæti snúið aftur til Manchester United (27) snemma eftir lánsdvöl sína hjá Aston Villa eftir að enski framherjinn meiddist á læri sem gæti hugsanlega bundið enda á tímabilið. (Sun)

Rashford er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að yfirgefa United og knýja fram draumaskipti sín til Barcelona. (Mirror)

En það eru hugsanlegar flækjur þar sem Barca er ekki tilbúið að jafna 40 milljóna punda kaupverðið sem samið var um við Villa fyrir Rashford. (Independent)

Manchester United og Tottenham hafa bæði áhuga á að fá franska sóknarmiðjumanninn Rayan Cherki (21) frá Lyon. (Caught Offside)

Aston Villa er reiðubúið að greiða 21 milljóna punda riftunarákvæði fyrir spænska markvörðinn Joan Garcia (23) hjá Espanyol. (Cadena SER)

Fulham er sagt hafa áhuga á enska hægri bakverðinum Ben Johnson (25) þar sem Ipswich er að falla úr ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports)

Brasilía er í langt komið í viðræðum við Carlo Ancelotti, stjóra Real Madrid, um að hann taki við sem nýr þjálfari liðsins. Verið er að setja saman teymi í kringum hann. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner