Koma á láni út tímabilið
Keflavík sem er aðeins með þrjú stig og án sigurs í Pepsi-deild karla eftir 13 leiki samdi í kvöld við tvo leikmenn sem koma á lánssamningi út þessa leiktíð.
Ágúst Leó Björnsson, 21 árs sóknarmaður, kemur á láni frá ÍBV.
Ágúst Leó gekk í raðir ÍBV í nóvember síðastliðnum, hann kom frá Stjörnunni. Hann var á láni hjá Aftureldingu í fyrra og skoraði þar 13 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni.
Í sumar hefur Ágúst komið við sögu í átta leikjum í Pepsi-deildinni og er hann kominn með eitt mark.
Hann klárar tímabilið í Keflavík sem er búið að lána Jeppe Hansen og er að reyna að losa sig við Lasse Risse samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Jónas Guðni: Hagræðing fyrir félagið að lána Jeppe
Króatinn úr KR einnig kominn á láni
KR samdi við króatíska vinstri bakvörðinn Ivan Aleksic í síðustu viku og gerði hann samning til 2019. Ivan hefur æft með KR síðustu vikur en Rúnar Kristinsson sagði frá því í samtali við Fótbolta.net að stefnt væri að því að lána leikmanninn út þessa leiktíð.
„Hann hefur æft með okkur undanfarnar þrjár vikur og hefur staðið sig vel. Hann er góður í fótbolta en hann er ekki í leikformi. Við vonumst til að við getum notað hann í framtíðinni," sagði Rúnar en Ivan er 25 ára og hefur allan sinn feril leikið í Króatíu.
Keflavík tekur hann út tímabilið og fróðlegt verður að fylgjast með honum þar.
Keflavík mætir Breiðablik á morgun og eru Ágúst Leó og Ivan Aleksic báðir löglegir með Keflvíkingum í þann leik.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir