Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
3
Valur
0-1 Patrick Pedersen '34 , víti
0-2 Patrick Pedersen '45
Thomas Mikkelsen '70 1-2
1-3 Dion Acoff '82
20.08.2018  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skúrir, völlurinn rennandi blautur og góður
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('61)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson ('79)
11. Aron Bjarnason ('46)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason ('79)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('46)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('61)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Gísli Eyjólfsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar skutu rétt framhjá í lokin.

Risastór sigur hjá Valsmönnum!
Elvar Geir Magnússon
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma. Að minnsta kosti. Blikar sækja og reyna að klóra í bakkann.
Elvar Geir Magnússon
88. mín Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Hiti í kolunum í lokin.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
87. mín
Breiðablik með skot úr aukaspyrnu sem Anton Ari nær að verja.
Elvar Geir Magnússon
85. mín
Stinni með fasta fyrirgjöf niðri þvert fyrir markið en Damir kemur honum í horn áður en Siggi gat komið boltanum í markið.
82. mín MARK!
Dion Acoff (Valur)
Valsmenn eru komnir með tveggja marka forrystu á nýjan leik og nú er það Dion sem skorar, Birkir Már með fyrirgjöf sem datt svo einhvern veginn fyrir Dion eftir skallabaráttu í teignum og hann lagði hann í nærhornið framhjá Gulla.
81. mín
Siggi Lár með fyrirgjöf á fjær þar sem Birkir Már mætir en hann skýtur framhjá.
79. mín
Inn:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Marki undir og þá tekur Gústi besta sóknarmann liðsins útaf fyrir hafsent og fer í þriggja manna vörn, verður fróðlegt að sjá hvort það virki.
78. mín
Viktor Örn flikkar hann hér innfyrir á Gísla en Anton Ari er á undan í boltann.
75. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Var pirraður og togaði og ýtti í Sigga.
72. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Tveggja marka maðurinn Pedersen kemur hér útaf og Siggi Lár kemur inná í hans stað.
70. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Danskir dagar í Kópavogi í kvöld! Dýrkeypt mistök hjá Antoni Ara hér, Andri Yeoman með fyrirgjöf beint í hendurnar á Antoni sem missir boltann úr höndunum á sér og Mikkelsen skallar boltann í slánna og inn! Ótrulega klaufalegt hjá Antoni sem verður að taka þetta mark alfarið á sig.
67. mín
Blikar sækja og sækja, boltinn hrekkur hér út til Gísla sem er í góðu skotfæri en þótt skot hans sé fast er það beint á Anton Ara.
66. mín
Jonathan Hendrickx prjónar sig einhvern veginn inn í teig hérna á hörkunni einni saman en nær ekki að koma skoti á markið.
61. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Bikarhetjan Brynjólfur Darri er mættur inná hér, verður hann hetja annan leikinn í röð?
61. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Andri fer útaf enda kominn með spjald og fínt að eiga Stinna inni til að spretta síðasta hálftímann.
60. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Brýtur á Kolbeini hér rétt fyrir utan teiginn og Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
58. mín
Blikarnir koma boltanum ekki inn, nú endaði sókn þeirra á að Mikkelsen komst í skotið sem fór framhjá Antoni en Eiður bjargaði á marklínunni! Blikar sækja stíft hér síðustu mínútur.
55. mín
Hvernig fór þessi ekki inn!? Blikarnir í stórsókn, Gísli með sendingu yfir á Kolbein sem er í hörkufæri, kemur boltanum fyrir á Mikkelsen sem er í dauðafæri en einhvern veginn tekst honum að skora ekki inn í markteignum!
53. mín
Gísli dansar með boltann á hægri kantinum og Bjarni brýtur á honum rétt fyrir utan teig, var hársbreidd frá því að vera vítaspyrna.
51. mín
Dion Acoff fer hér í skotið fyrir utan, neglir honum langt yfir samt!
46. mín
Leikur hafinn
Nú er að sjá hvort Blikarnir hafi kraftinn í að snúa þessum leik sér í hag.
46. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Kolbeinn kemur inn í hálfleik fyrir Aron.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Þóroddur flautar til hálfleiks eftir að Blikar taka miðjuna, þetta mark gæti reynst vendipunktur leiksins.
45. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
Á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks þá skora Valur bara aftur og aftur er það Daninn! Dion Acoff sem er búinn að vera með áætlunarferðir upp vænginn í dag stingur Blikana af og kemur með fasta fyrirgjöf niðri inn á teiginn þar sem Pedersen mætir og neglir honum inn!
42. mín
Enn og aftur fær Dion hornspyrnu eftir góðan sprett upp kantinn.
41. mín
Þarna voru Blikarnir nálægt því, Hendrickx með geggjaða fyrirgjöf frá hægri en hvorki Mikkelsen né Gísli ná til hans, voru bara sekúndubroti frá því.
40. mín
Valsmenn fá hornspyrnu, þeir eiga þennan leik þessa stundina og forrystan er sanngjörn.
36. mín
Langur bolti inná teig þar sem Mikkelsen fer í baráttuna við Anton, Anton nær að kýla boltann í innkast og svo lenda þeir saman. Blikar vildu víti en Anton náði til boltans svo það hefði verið kolrangur dómur.
Elvar Geir Magnússon
34. mín Mark úr víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Valsmenn eru komnir yfir í toppslagnum hér á Kópavogs-vellinum og hver annar en Patrick Pedersen. Patrick sendir Gulla í vitlaust horn og skorar af öryggi úr vítaspyrnunni.
33. mín
Vítaspyrna! Valsmenn fá víti hér þegar Damir sparkar Birki Má niður í teignum, hárréttur dómur hjá Þóroddi.
31. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr hendir sér hér með báða fætur í boltann en fær gult spjald réttilega, fór alltof geyst í þessa tæklingu.
28. mín
Galopið hjá Val núna en sendingin hjá Hendrickx í gegn á Aron kom of seint og var hann rangstæður. Skemmtilegt að Blika stúkan fagnaði eins og væri mark þótt Aron væri rangstæður og skot hans fór líka í hliðarnetið.
24. mín
Mikkelsen fer niður í skallabaráttu við Hedlund og vill aukaspyrnu en Þóroddur hlær bara að þessu.
23. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll getur ekki haldið leik áfram og nú kemur Óli Kalli inná í hans stað. Bjarni Ólafur fær fyrirliðabandið.
21. mín
Dion fær hornspyrnu eftir fína takta á vinstri kantinum.
20. mín
Haukur er komnn inná aftur en hann er bersýnilega ekki í lagi, Óli Kalli er að fara koma inná fyrir hann.
18. mín
Haukur Páll er eitthvað tæpur hérna, sýndist hann halda um öxlina áðan og nú fær hann aðhlynningu.
14. mín
Aron með gott hlaup og leggur hann svo út á Arnþór sem kemst í skotið en fyrirliðinn, Haukur Páll hendir sér fyrir skotið og boltinn fer í hornspyrnu. Brotið er síðan á Antoni í hornspyrnunni
13. mín
Arnþór vinnur boltann hér af Eiði, kemur boltanum á Aron sem reynir að sóla sig í gegn en missir boltann. Þá fara Valsmenn upp hinu megin, Dion á spretti upp hægri kantinn en skýtur svo framhjá.
10. mín
Kristinn Freyr nær boltanum af Viktori hérna við Blikateiginn en Þóroddur dæmir hann brotlegan, ýtti aðeins við Viktori.
7. mín
Aron Bjarna með flottan sprett hérna vinstra megin og lyftir honum inn í teig, það er aðeins of mikil þyngd í þessum bolta og Mikkelsen nær ekki til hans.
1. mín
Valsmenn spila í dag í hvítu varabúningum sínum sem lýta mjög vel út!
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn byrja þennan stórleik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn. Þóroddur var valinn besti dómari umferða 1-11 í deildinni. Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson eru aðstoðardómarar og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er með skiltið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar er Hólmbert Aron Friðjónsson: "Stál í stál, held að það verði ekki mörg mörk skoruð og tippa ég á 1-1."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Breiðablik gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Víkingi Ólafsvík í Mjólkurbikarnum þar sem þeir unnu í vítaspyrnukeppni og eru komnir í úrslitaleikinn. Oliver Sigurjónsson er kominn aftur eftir meiðsli og byrjar inná í stað Willums Þórs Willumssonar sem er ekki í leikmannahópnum í dag eftir að hafa farið meiddur útaf í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík.

Valur datt út á svekkjandi hátt gegn Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar á útivallarmörkum á fimmtudaginn. Þeir gera enga breytingu á sínu byrjunarliði í kvöld. Andri Adolphsson heldur Sigurði Agli Lárussyni áfram á bekknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Nokkrir fróðlegir molar sem koma fram á blikar.is:
-Fyrsti mótsleikur liðana var í bikarkeppni KSÍ þann 13.ágúst 1965
-Liðin hafa mæst 89 sinnum þar sem Valur hafa unnið 38 sinnum, Blikar 32 sinnum og 19 jafntefli.
-Blikar hafa unnið 6 leiki, Valur 3 og 3 jafntefli á Kópavogsvelli síðan Blikar fóru upp síðast árið 2005
Fyrir leik
Breiðablik er með mjög góða upphitun á síðu sinni, blikar.is þar sem er fullt af fróðleiksmolum um leiki þessa liða í gegnum tíðina. Frábært framtak hjá þeim og gaman að sjá þessi vinnubrögð hjá markaðsdeild Blika.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni á Origo-vellinum komust Blikar yfir en Ólafur Karl Finsen skoraði sigurmark Vals í blálokin og Valur vann 2-1 sigur í háspennuleik.
Fyrir leik
Þetta er sannkallaður toppslagur þar sem Breiðablik eru efstir með 34 stig og Valur í 3.sæti með 32 stig en eiga þó leik til góða. Stjarnan missteig sig í gær þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Grindavík svo þetta er dauðafæri til að styrkja stöðuna á toppnum fyrif liðið sem vinnur í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Vals í Pepsí-deild karla.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('23)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('72)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson ('61)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('61)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
13. Arnar Sveinn Geirsson
71. Ólafur Karl Finsen ('23)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('31)
Andri Adolphsson ('60)
Kristinn Ingi Halldórsson ('88)

Rauð spjöld: