Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK í Inkasso-deildinni, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Pepsi-deildar karla, 16. umferðina.
Hólmbert Aron Friðjónsson, sem farið hefur á kostum með Álasundi í norsku B-deildinni, spáir í 17. umferðina sem hefst í dag. Hólmbert, sem er á sínu fyrsta tímabili hjá Álasundi, er markahæstur í B-deildinni, kominn með 14 mörk.
ÍBV 2 - 0 Keflavík (klukkan 16:00 í dag)
ÍBV setur saman tvo sigurleiki í röð, tapa ekki heima fyrir Keflavík.
KA 1 - 1 KR (klukkan 16:00 á morgun)
Þetta verður 1-1 jafntefli. KA-menn eru erfiðir fyrir norðan en ná ekki að klára þennan leik.
Fylkir 1 - 2 FH (klukkan 18:00 á morgun)
Gengur brösulega hjá báðum liðum en FH ætti að vera sterkari og spái ég þeim 1-2 sigri. Lennon með bæði.
Grindavík 0 - 2 Stjarnan (klukkan 18:00 á morgun)
Það stoppar ekkert mína menn á leið að titlinum. Hilmar skorar 1 og kemst nær markametinu. Eyjólfur Héðins með dúndru líka.
Fjölnir 1 - 0 Víkingur R. (klukkan 18:00 á mánudag)
Fjölnir vinnur þennan leik. Þetta er leikurinn sem Valmir Berisha skorar í og kemur sér í gang fyrir restina af tímabilinu!
Breiðablik 1 - 1 Valur (klukkan 18:00 á mánudag)
Stál í stál, held að það verði ekki mörg mörk skoruð og tippa ég á 1-1.
Fyrri spámenn
Elías Már Ómarsson 5 réttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir 4 réttir
Tryggvi Guðmundsson 4 réttir
Halldór Jón Sigurðsson (Donni) 3 réttir
Henry Birgir Gunnarsson 3 réttir
Haukur Harðarson 3 réttir
Pétur Pétursson 3 réttir
Þórir Hákonarson 3 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson 2 réttir
Gunnar Jarl Jónsson 2 réttir
Hallbera Guðný Gísladóttir 2 réttir
Albert Guðmundsson 1 réttur
Hörður Björgvin Magnússon 1 réttur
Orri Sigurður Ómarsson 1 réttur
Viðar Örn Kjartansson 0 réttir
Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Markaðurinn lokar 15
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir