Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
1
Víkingur R.
Kolbeinn Þórðarson '11 1-0
1-1 Nikolaj Hansen '12
Kolbeinn Þórðarson '43 2-1
Höskuldur Gunnlaugsson '67 3-1
10.05.2019  -  20:00
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól á köflum og smá vindur, teppið rennislétt, vökvað og iðagrænt.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1057
Maður leiksins: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('68)
7. Jonathan Hendrickx
9. Thomas Mikkelsen ('83)
18. Arnar Sveinn Geirsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('73)
21. Viktor Örn Margeirsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
11. Aron Bjarnason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('68)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('83)
77. Kwame Quee

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Kolbeinn Þórðarson ('24)
Arnar Sveinn Geirsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur flautar til leiksloka!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni...
93. mín
Davíð Atla með fyrirgjöf sem Örvar skallar í átt að markinu en laflaust af löngu færi.
91. mín
Blikar fá horn.

Guðjón og Willum fara að reyna að halda boltanum en Víkingar vinna hann, boltinn berst þó út á Hendrickx sem reynir skot en Doddi ver.
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Leikurinn dottið svolítið niður, mikið um stöðubaráttu og innköst...
85. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
83. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Gústi Gylfa refsar bara fyrir svona mistök!
82. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hvernig Thomas Mikkelsen skoraði ekki þarna er hreinlega rannsóknarefni.

Andri Yeoman datt í gegn á virkilega furðulegan hátt, Doddi mætir Andra sem leggur boltann á Thomas með galopið mark fyrir framan sig en hann setur boltann yfir!
80. mín
1057 áhorfendur á Wurth vellinum í dag.
79. mín
Nú fá Blikar aukaspyrnu á nákvæmlega sama stað og áðan, en taka stutt meðan ég er að skrifa þetta...

Bjóst við öðrum draumabolta frá Gauja.
78. mín
Andri Yeoman með flotta fyrirgjöf frá hægri og Viktor Karl potar tánni í boltann sem fer í slánna og yfir!
77. mín
Viktor Karl með frábæran snúning á miðjum vellinum og keyrir á vörnina, finnur Thomas í lappir vinstra megin og hann setur boltann á hægri löppina og smellir honum svona 3cm frá stönginni!
76. mín
Víkingar setja pressu á Blikana og reyna að koma inn marki, Nikolaj nær að snúa við vítateiginn en fær svo hreinsunina í smettið.

Hann er staðinn upp og leikurinn heldur áfram.
74. mín
Uppúr hornspyrnunni fær Elli Helga dauðafæri á fjær en setur boltann hátt upp í loftið og ofan á þakið á Árbæjarþreki.

Þarna hefði Elli getað gengið endanlega frá leiknum.
73. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Kolbeinn búinn að skila fínu dagsverki.
72. mín
GUÐJÓN PÉTUR MEÐ HÖRKUSKOT! - Boltinn dettur útúr teignum og Gauji bombar í fyrsta og Doddi með svakalega vörslu!

Blikar fá horn.
71. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Rick Ten Voorde (Víkingur R.)
Tvöföld breyting hjá Arnari Gunnlaugs!
71. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
68. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
67. mín
Víkingar svara með geggjuðu færi!

Fyrirgjöf frá hægri beint á kollinn á Atla sem skallar rétt framhjá. Hefði átt að hitta markið þarna.
67. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
MAAAAARK!!!

Gauji pinnar boltann á kollinn á Högga sem stýrir boltanum í gagnstætt horn og Doddi á ekki séns! - Hrikalega vel gert hjá Blikum.
66. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Víkinga, Guðjón tekur.
64. mín
Hendrickx með ágætis skottilraun eftir að hafa keyrt inn á völlinn með boltann en Doddi ver.
60. mín
Höskuldur með fínt langskot en hittir ekki rammann.
57. mín
Alexander rennir frábærum bolta í hlaupið hjá Thomasi en skotið beint á Dodda! - Þetta var flott færi.
56. mín
Spyrnan slök og Víkingar koma boltanum út, önnur fyrirgjöf frá Blikum en boltinn endar í fanginu á Dodda.
55. mín
Ágúst tekur hornspyrnu fyrir Víkinga sem Blikar skalla frá, Momo skallar aftur inn í pakkann en boltinn berst á Gulla.

Gulli er fljótur að koma boltanum í leik og skyndilega er Kolbeinn kominn í góða stöðu í teig Víkinga en skotið í varnarmann og afturfyrir.
51. mín
Sölvi Geir full rólegur á boltanum í vörninni og Kolbeinn næstum búinn að hirða hann af honum en boltinn berst á Halla.

Sölvi mjög heppinn!
49. mín
Rikki T með geggjaðan snúning á miðjum vellinum og fíflar Damir, keyrir af stað og leggur boltann svo á Ágúst sem hamrar boltanum rétt yfir og stúkan tók andköf! - Þetta hefði verið fallegt mark.
46. mín
Þetta er komið af stað aftur, í þetta sinn byrja Víkingar með boltann og sækja á móti vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur bætir ekki sekúndu við þetta.
43. mín MARK!
Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
MAAARK!

Blikar keyra hérna upp hægra megin, flottur sprettur hjá Högga sem sendir boltann fyrir á Kolbein sem nær góðu skoti niðri í vinstra hornið! - Doddi í boltanum en inn lekur hann.
42. mín Gult spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Atli Hrafn með skemmtilega hreyfingu á milli Arnars og Alexanders og Arnar sparkar viljandi aftan í hælinn á honum til að stoppa hann, verðskuldað gult.
39. mín
Blikar skalla frá, boltinn berst á Luigi sem fær pressuna á móti sér og ég sá hvað honum langaði að skjóta, en spilar boltanum til baka.
38. mín
Luigi með takta hérna, sparkar boltanum hægra megin við Arnar Svein og hleypur vinstra megin, stúkan tekur við sér!

Víkingar eiga núna innkast uppi vinstra megin og Davíð Atla skokkar að taka.
36. mín
Blikar vinnan boltann núna ofarlega á vellinum eftir góða pressu og Kolbeinn reynir skot sem reyndar fór örugglega í Árbæjarskóla.

Flott pressa hjá báðum liðum og nóg af marktækifærum hérna.
34. mín
Blikar reyna að spila út úr markspyrnu en Víkingar eru aggressívir, endar með glórulausri sendingu frá Arnari Svein beint á Atla Hrafn en Elli Helga bjargar í horn.

Hornið tekið stutt á Luigi sem reynir fyrirgjöf en Gulli grípur.
31. mín
Tilraunin slök og Doddi ekki í neinu veseni með að grípa þetta.
30. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Alexander Helgi stillir sér upp, hefði haldið að þetta væri skotfæri fyrir Gauja.
29. mín
Elfar brýtur hér á Ágústi á miðjum vellinum, Elli Helga er ekki þekktur fyrir að hleypa bæði bolta og manni framhjá sér.

Ágúst búinn að vera virkilega sprækur hingað til!
26. mín
Hendrickx með fyrirgjöf og Doddi misreiknar hana eitthvað í sólinni en Halldór bjargar í horn.

Gauji með flottan bolta fyrir og Damir var aleinn og tekur svona negluskalla, yfir.
24. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Blikar áttu hornspyrnu og reyndu eitthvað af æfingasvæðinu sem gekk ekki betur en svo að Hendrickx tapaði boltanum, Ágúst keyrði af stað og Kolbeinn varð að stoppa hann, klárt gult.
21. mín
Víkingar taka núna eitt langt innkast frá vinstri beint úr smiðju Davíðs Atla, Blikar skalla boltann útúr teignum en þar bíður Momo sem reynir skotið í fyrsta á lofti, ekki langt framhjá! - Ágætis tilraun...
20. mín
Blikar svolítið búnir að vera að prófa boltann síðustu mínútur og hleypa Víkingum ekki langt upp völlinn.
14. mín
Guðjón Pétur reynir fyrirgjöf sem mér sýnist fara í höndina á Rikka T innan teigs og Gauji heimtar víti en Þorvaldur er ekki sammála og sveiflar höndum!
12. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Rick Ten Voorde
VÍKINGAR SVARA STRAX!!!

Nikolaj fær boltann inn á teiginn frá Rikka T sýndist mér og fær undarlega mikinn tíma á boltann, þakkar pent fyrir sig og smellir honum í fjær!

Svona á að svara...
11. mín MARK!
Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
MAAARK!

Kolbeinn Þórðarson fær boltann á miðjum vellinum, keyrir á Víkingsvörnina og hamrar boltanum niðri í vinstra hornið af löngu færi og Doddi kemur engum vörnum við.

Virkilega vel gert hjá drengnum.
9. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fá Blikar, þeir taka hana stutt og svo tekur Hendrickx slakt skot af löngu færi, beint á Dodda.
7. mín
Blikar með virkilega skemmtilega og flotta pressu en Víkingar spila sig hrikalega vel í gegnum hana! - Endar þó með að Logi nær ekki sendingunni sem hefði splúndrað Blikum endanlega og Blikar fá innkast við miðju.
5. mín
Blikar með flott færi!

Arnar Sveinn fær boltann úti hægra megin og bombaði boltanum lágt inn á teiginn og Thomas nær skotinu en það fer yfir! - Hefði getað skorað þarna...
4. mín
Virkilega vel gert hjá Ágústi! - Vann boltann á miðjunni og keyrði á Blikavörnina sem var ofarlega, potaði boltanum á Nikolaj en það er brotið á Ágústi og þeir fá aukaspyrnu.

Ágúst tekur spyrnuna sjálfur og hamrar á nær en Gulli ekki í miklu veseni.
3. mín
Fyrsta færið er Blika!

Halli með vonda sendingu úr vörninni inn á miðjuna sem Höggi vinnur, Blikar spila skemmtilega upp vinstra megin og fyrirgjöfin kemur svo á Höskuld sem tekur lélegt touch og boltinn afturfyrir.

Höggi hefði getað skotið í fyrsta.
1. mín
Víkingar byrja með látum og setja mikla pressu á Blika, endar með að Gulli setur boltann í innkast.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Grafarvogi.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á Wurth völlinn á eftir Þorvaldi Árnasyni og félögum, þetta fer að fara af stað!

Fólk er að týnast í stúkuna.
Jæja, Hilmar Jökull ekki lengi að jarða mig...


Fyrir leik
Að sama skapi ætla ég að giska á Víkingana svona:

Doddi
Davíð, Halldór, Sölvi, Luigi.
Ágúst, Júlli, Momo, Atli.
Nikolaj, Rikki T.
Fyrir leik
Ég ætla að tippa á að Blikar stilli liðinu upp svona:

Gulli
Viktor, Damir, Elfar, Hendrickx.
Kolbeinn, Alexander.
Arnar, Guðjón, Höskuldur.
Thomas.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Þau má einnig sjá hér.

Blikar gera tvær breytingar frá leiknum gegn HK og Víkingur gerir eina breytingu frá leiknum gegn FH.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita!

Metallica ómar í græjunum og skýin eru að loka á sólina, það kólnar hrikalega hratt þegar sólin fer!
Fyrir leik
Það er sól og blíða hérna, ég hvet fólk endilega til að fjölmenna á völlinn!

Í síðustu umferð voru flestir áhorfendur hérna á þessum velli á leik Fylkis og ÍA, ég vona að það verði önnur geggjuð mæting í kvöld enda skín sólin í stúkuna og tvö skemmtileg fótboltalið að mætast.
Fyrir leik
Ég ætla að tippa á að við fáum skemmtilegan leik hér í Lautinni í kvöld, en Blikarnir eru með ansi skemmtilegt lið og gerðu vel í að sækja Arnar Svein, Gauja Lýðs og Höskuld korter í mót.

Víkingar eru með unga og spræka stráka í bland við reynslubolta eins og Sölva Geir sem gerir skemmtilega blöndu og gott jafnvægi af leikmönnum sem stjórna umferðinni og svo gröðum strákum sem eru komnir til að sanna sig. Þeir munu eflaust pressa hátt og reyna að koma Blikum í vandræði og ég sé fram á nokkur mörk í þessum leik.
Fyrir leik
Þetta er þriðja umferð Pepsi Max-deildarinnar og hefur deildin komið heldur betur á óvart hingað til.

Blikum var spáð mjög góðu gengi og byrjuðu á að vinna Grindvíkinga áður en að þeir fóru svo í hinn hluta Kópavogs og rændu stigi gegn HK um hábjartan dag!

Víkingum var aftur á móti spáð miklu veseni en þeir hafa bókstaflega verið rændir fjórum stigum gegn Val og FH sem verður að teljast ansi pirrandi fyrir Víkinga en það ert bjart í Víkinni ef þessi spilamennska þeirra er það sem koma skal, sigrarnir hljóta að fara að falla með þeim!
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í Lautina! - tímabundinn ''heimavöll'' Blika.
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
3. Logi Tómasson ('85)
5. Mohamed Dide Fofana
10. Rick Ten Voorde ('71)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('71)

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Dofri Snorrason ('85)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('71)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson ('71)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: