Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
1
Tyrkland
Ragnar Sigurðsson '21 1-0
Ragnar Sigurðsson '32 2-0
2-1 Dorukhan Toköz '40
11.06.2019  -  18:45
Laugardalsvöllur
A-landslið karla - Undankeppni EM 2020
Aðstæður: Bongó - allt upp á tíu
Dómari: Szymon Marc­iniak (Pólland)
Áhorfendur: Uppselt! 9680 manns.
Maður leiksins: Ragnar Sigurðsson
Byrjunarlið:
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('80)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
22. Jón Daði Böðvarsson ('64)

Varamenn:
5. Sverrir Ingi Ingason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('64)
21. Arnór Ingvi Traustason ('80)
23. Hörður Björgvin Magnússon ('69)

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Emil Hallfreðsson ('18)
Birkir Bjarnason ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BÍÍÍP!

Ísland SIGRAR Tyrkland á Laugardalsvelli, 2-1! Ragnar Sigurðsson með bæði mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik.

Frábær frammistaða frá öllum leikmönnum liðsins og besti leikur liðsins undir stjórn Erik Hamren! Fylgist með á Fótbolti.net í allt kvöld, við munum færa frekari fréttir og viðtöl!

Takk fyrir mig í kvöld og njótið kvöldsins! (til hamingju Gunni)
90. mín
Birkir Bjarnason að sleppa einn í gegn en er dæmdur brotlegur!

Þetta skil ég ekki!
90. mín
Íslendingar leita að leiðinni upp að hornfána. Erfitt að finna þá leið.
90. mín
Zeki Celik liggur hér í grasinu eftir samstuð. Fær aðhlynningu. Við kvörtum ekki.
90. mín
Tyrkjar ná ekki að nýta hornspyrnuna og Ísland á markspyrnu.

Fimm mínútur í uppbótartíma.
90. mín
GEGGJUÐ VARSLA FRÁ HANNESI!

Hakan Calhanoglu með skalla að marki og Hannes Þór þarf að hafa sig allan við, ver boltann í horn.
89. mín
Emil Hallfreðsson liggur í grasinu og fær aðlhynningu.

Allt gert til þess að sækja nokkrar sekúndur.
88. mín
Þessar lokamínútur ætla að reyna á taugarnar!

Gestirnir halda boltanum og reyna að finna opnanir á vörn íslenska liðsins.
87. mín

86. mín
RAGGI!

Þarna hefði Raggi getað fullkomnað þrennuna! Gylfi Þór með frábæran bolta úr aukaspyrnuna á fjærstöngina þar sem Raggi er aleinn en nær ekki að beina boltanum á markið.
86. mín
Inn:Guven Yalcin (Tyrkland) Út:Dorukhan Toköz (Tyrkland)
Síðasta skipting Tyrkja.
86. mín
Gylfi Þór klókur. Fer upp að hornfána með boltann en fær varnarmann Tyrkja í bakið og fellur við.

Aukaspyrna sem að Ísland fær við hornfánann.
84. mín
Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Tyrklands.

Gylfi Þór spyrnir, boltinn beint á kollinn á Kára sem að skallar yfir markið. Fínasta tilraun.
84. mín

82. mín
Burak Yilmaz á gulu spjaldi en er trylltur yfir öllu saman hérna! Ekki ánægður með lífið þessa stundina.
80. mín
Ragnar Sigurðsson stöðvar hér för Burak Yilmaz. Hreinsar boltann í horn.

Íslenska liðið verst hornspyrnunni.
80. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jóhann Berg hefur skilað sínu í dag. Arnór kemur inn.

Síðasta skipting Íslands.
79. mín
Merih Demiral er hér í DAUÐAFÆRI eftir aukaspyrnu Tyrklands. Boltinn berst á hann á fjærstönginni en varnarmaðurinn nær ekki að stýra boltanum á markið!

Íslendingar stálheppnir!
77. mín
Erik Hamrén er farinn að æsa sig á hliðarlínunni.

Fjórði dómarinn ræðir hér við hann og þeir skiljast að báðir með bros á vör. Falleg stund.
75. mín
Tyrkirnir eru að flýta sér ansi mikið. Gæti komið í bakið á þeim en gæti hinsvegar líka skilað marki fyrir þá.
73. mín
Boltinn berst út á Amdulkadir Ömur sem að reynir fyrirgjöfina en hún fer framhjá öllum pakkanum og aftur fyrir endamörk.
73. mín
Burak Yilmaz með skot fyrir utan teig sem að fer í Hjört og þaðan aftur fyrir. Tyrkir fá hornspyrnu.
72. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Afskaplega heimskulegt brot hjá Birki úti á miðjum velli. Ekki nokkur hætta.
71. mín
Aron Einar kemur hér til bjargar á ögurstundu!

Tyrkir búnir að opna varnarleik Íslands upp á gátt en þegar Yilmaz var að komast í frábært færi náði Aron til boltans og negldi honum fram.
69. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Ari er bara búinn. Leggst hér í grasið og fær skiptingu.

Hörður Björgvin kemur beint inn í vinsti bakvörðinn.
67. mín
Burak Yilmaz og Ari Freyr eiga hér í orðaskiptum.

Marc­iniak grípur inn í og stöðvar þetta í fæðingu.
66. mín

65. mín
Kolli ekki lengi að koma sér í færi.

Skallar hér fyrirgjöf Gylfa Þórs rétt yfir markið. Uppsker lófaklapp frá stuðningsmönnum Íslands.
64. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði verið einn allra besti maður vallarins í dag. Gjörsamlega frábær.

Kolbeinn fær hér hálftíma til þess að setja mark sitt á leikinn.
63. mín
Inn:Abdulkadir Ömur (Tyrkland) Út:Irfan Kahveci (Tyrkland)
Önnur breyting Tyrkja.
62. mín
Yusuf Yazici tekur spyrnuna en hver annar en Ragnar Sigurðsson skallar boltann burt.
61. mín
Fyrsta hornspyrna Tyrkja í síðari hálfleik kemur hér.
59. mín
Klaufagangur í vörn Tyrkja.

Gylfi Þór stelur boltanum, keyrir fram og tekur skotið. Er ekki í góðu jafnvægi þegar skotið ríður af, nær ekki krafti í það og boltinn fer framhjá.
57. mín
Vond spyrna frá Gylfa sem er ósáttur með sjálfan sig. Getur miklu betur en þetta.
56. mín Gult spjald: Zeki Celik (Tyrkland)
Brýtur á Jóni Daða á STÓRHÆTTULEGUM stað!

Þetta er færi fyrir einn mann númer tíu.
55. mín Gult spjald: Kaan Ayhan (Tyrkland)
Kaan Ayhan tekur Birki niður þegar hann er kominn á ferðina.

Er hinsvegar ekki sáttur við þetta spjald og rýkur í burtu.
55. mín

54. mín
Langt innkast frá Aroni og Kári stekkur upp í flikkið en þá brýtur Hjörtur af sér og Tyrkir fá aukaspyrnu.
53. mín Gult spjald: Burak Yilmaz (c) (Tyrkland)
Hakan Calhanoglu reynir bara skotið úr aukaspyrnunni en það fer framhjá.

Tyrkir eru hinsvegar brjálaðir og vilja hornspyrnu en fá ekki. Burak Yilmaz fær gult fyrir mótmæli.
51. mín
Emil brýtur klaufalega af sér á miðjum vallarhelmingi Íslands.

Tyrkir stilla upp og ætla að negla þessu inn á teiginn.
49. mín
Yazici búinn að vera í sirka þrjár mínútur inni á vellinum þegar að hann fer í jörðina. Stendur síðan upp.

Fær baul frá íslenskum stuðningsmönnum.
48. mín
GYLFI ÞÓR!

Gylfi fær allan tímann í heiminum fyrir utan vítateig Tyrkja, nær að athafna sig áður en að hann lætur skotið ríða af. RÉTT framhjá!
46. mín
Inn:Yusuf Yazici (Tyrkland) Út:Kenan Karaman (Tyrkland)
Gestirnir ekkert að bíða.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er kominn af stað.

Nú eru það Íslendingar sem að hefja leik með boltann. Tyrkland gerir breytingu.
45. mín
Hálfleikur
Ísland leiðir þegar Szymon Marc­iniak flautar hér til hálfleiks, 2-1.

Tvö skallamörk frá Ragnari Sigurðssyni í röð áður en að Toköz minnkaði muninn, einnig með skallamarki. Heilt yfir flottur fyrri hálfleikur að baki en algjör óþarfi að fá á sig mark úr föstu leikatriði.

Sjáumst í síðari hálfleik!
45. mín
Ein mínúta í uppbót.
45. mín
Jóhann Berg Guðmundsson setur hér boltann í netið úr glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Marciniak er hinsvegar búinn að flauta brot á Gylfa og því stendur markið ekki. Svekkjandi!
44. mín
Jón Daði hefur fengið að finna fyrir því hérna í fyrri hálfleiknum.

Nú er brotið á honum úti á miðjum velli. Jóhann Berg spyrnir boltanum inn í teig en Tyrkir verjast þessu.
42. mín

40. mín MARK!
Dorukhan Toköz (Tyrkland)
Tyrkir minnka hér muninn með skallamarki úr hornspyrnu.

Dorukhan Toköz hoppar hæst í teignum og stangar boltann í netið. Var einn á auðum sjó þarna, slappur varnarleikur.
40. mín
Tyrkir ná hérna sinni bestu sókn í leiknum. Þrjár fyrirgjafir í sömu sókninni en turnarnir tveir, Kári og Raggi ekki í vandræðum með þetta.

Tyrkir fá loks hornspyrnu þó.
39. mín
Leikurinn aðeins róast eftir annað mark Íslands.

Tyrkir halda boltanum á meðan Íslendingar eru mjög svo þéttir í varnarleiknum, gengur ekkert að finna opnanir.
37. mín

36. mín
Gylfi Þór sér hér að Mert Gunok er ansi framarlega í marki Tyrklands.

Reynir því skot frá miðju en Gunok er ekki í neinum vandræðum með þennan bolta, gripinn.
36. mín

34. mín
Gylfi brýtur hér klaufalega af sér á miðjum vallarhelmingi Íslands.

Tyrkir ætla að negla þessu inn á teiginn.
32. mín MARK!
Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Bjarnason
RAAAAAAAAAAAGGI!!

Ragnar Sigurðsson er að tvöfalda forystu íslenska liðsins með sínu öðru marki í leiknum. ÖÐRU SKALLAMARKI Í LEIKNUM!

Gylfi Þór með hornspyrnuna frá vinstri, boltinn berst á Birki Bjarnason sem að nær að stýra honum í átt að Ragga sem að lúrir á fjærstönginni. Eftirleikurinn fyrir Ragga auðveldur sem að skallar boltann í netið af stuttu færi!

Ragnar Sigurðsson, dömur mínar og herrar.
31. mín
Gunok kýlir spyrnuna aftur fyrir.

Önnur hornspyrna hinum megin frá.
30. mín
GUNOK!

Mert Gunok þarf að hafa sig hér allan við þegar varnarmaður Tyrklands var nálægt því að setja boltann í eigið net. Frábærlega gert hjá Gunok, Ísland fær hornspyrnu.
29. mín
Gylfi með frábæran sprett í átt að marki Tyrklands. Nær að lokum skoti úr þröngu færi en aftur nær Gunok að loka markinu vel.

Íslenska liðið miklu, miklu betra þessar mínúturnar.
27. mín
Íslenska liðið er að gera sig líklegt til þess að bæta við marki!

Jón Daði upp að endamörkum með fyrirgjöfina inn í teig, Birkir reynir hælspyrnu en Gunok vel staðsettur og kemst fyrir boltann.
26. mín

25. mín
Gylfi tekur hornspyrnuna sem að ratar á Kára en Kári skallar hátt yfir markið.
24. mín
Íslenska liðið heimtar vítaspyrnu!

Birkir Bjarnason fellur í teignum um leið og hann reynir skotið úr dauðafæri! Pólverjinn ekki á sama máli en Ísland fær hornspyrnu.
23. mín Gult spjald: Dorukhan Toköz (Tyrkland)
Toköz fer hér í svörtu bókina.

Brýtur á Jóni Daða sem er kominn á sprettinn upp völlinn. Hárrétt.
21. mín MARK!
Ragnar Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
MAAAAAAAAAARK!

Ísland er komið yfir með glæsilegu marki!

Jóhann Berg Guðmundsson tekur aukaspyrnu sem að dettur fyrir Ragnar Sigurðsson á fjærstönginni og Raggi skallar boltann í markið. Í jörðina og þaðan inn! BÚMMM! Þvílík spyrna, þvílíkt mark!
20. mín
Hasin Ali Kaldirim brýtur hér á Gylfa Þór Sigurðssyni rétt fyrir utan vítateig Tyrklands.

Flott færi fyrir vinstri fótar mann. Jóhann Berg og Gylfi Þór stilla sér upp við boltann.
18. mín Gult spjald: Emil Hallfreðsson (Ísland)
Emil Hallfreðsson fær fyrsta gula spjald leiksins fyrir brot á Irfan Kahveci úti á miðjum velli.

Íslendingar ekki sáttir en líklega réttur dómur, alltof seinn í tæklinguna.
16. mín
Jói tekur hornspyrnuna sem að er ansi innarlega. Gunok kemur út og grípur boltann, missir hann síðan og aukaspyrna dæmd.
15. mín
Aron Einar kemst hér upp að endamörkum og á fyrirgjöfina inn í teig en varnarmaður Tyrklands hreinsar í horn.

Fyrsta hornspyrna leiksins.
14. mín
Merih Demiral rífur Gylfa Þór hér niður í jörðina.

Aukaspyrna í flottu fyrirgjafarfæri. Gylfi tekur þetta sjálfur.
13. mín
Fyrsta Víkingaklapp dagsins kemur hér.
12. mín
Tyrkir fá aukaspyrnu á flottum stað sem að Hakan Calhanoglu tekur. Spyrnan slök og Ari Freyr kemur boltanum burt.

Íslenska liðið kemst þá í álitlega skyndisókn en fyrirgjöfin frá Jóhanni Berg ætlaða Emil var aðeins of föst. Þarna mátti ekki miklu muna!
10. mín
Hjörtur Hermannsson með fína hugsun. Ætlar að setja boltann hátt á Jón Daða yfir varnarlínu Tyrkja en Jón dæmdur rangstæður.

Tæpt en sennilega hárrétt.
8. mín
Gestirnir frá Tyrklandi mun meira með boltann þessar fyrstu mínútur. Ekkert að skapa þó.
7. mín
Tyrkir að leika sér að eldinum í öftustu varnarlínu.

Flott pressa frá Jóni Daða og Gylfa en Tyrkir ná fyrir rest að leysa úr þessu.
5. mín
Tyrkir fá fyrstu aukaspyrnu leiksins. Fá hana á eigin sóknarhelming.
4. mín
Frábær sókn íslenska liðsins!

Gylfi Þór með fyrirgjöfina inn á teig og Birkir Bjarnason nær að stýra boltanum í átt að markinu en Mert Gunok grípur boltann. Flott tilraun.
2. mín
Íslenska liðið nær ekki að klukka boltann fyrstu mínútuna.

Tyrkir láta boltann ganga í öftustu varnarlínu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Það eru Tyrkir sem að hefja leik með boltann og sækja í átt að Laugardalslaug. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn, Szymon Marc­iniak, dómari leiksins fremstur í flokki.

Íslenska liðið að sjálfsögðu í sínum fallegu bláu búningum í kvöld á meðan Tyrkir eru í sínum varabúningum, hvítir að lit. Nú hlýðum við á þjóðsöngva.
Fyrir leik
Íslendingar að mæta ansi seint á völlinn í kvöld. Stúkan kannski 50% full þegar tæpar tíu mínútur eru í flaut.

Vonum að allir komist inn áður en að veislan hefst.
Fyrir leik

Fyrir leik
Páll Sævar "Röddin" Guðjónsson fer hér yfir byrjunarliðin fyrir þá stuðningsmenn sem að mættir eru.

Bæði lið hafa lokið sinni upphitun og halda því til búningsherbergja áður en að fjörið hefst eftir korter.
Fyrir leik

Fyrir leik
Bæði lið eru hér mætt út til upphitunar og fólk er farið að týnast á völlinn í þessu frábæra veðri.

Laugardalsvöllurinn skartar sínu fegursta í kvöld, svo mikið er víst. Veðrið er upp á tíu og þetta er bara ekkert að fara að klikka.
Fyrir leik

Fyrir leik
Byrjunarlið Tyrklands er einnig dottið í hús.

Það eru tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Heimsmeisturum Frakklands um síðustu helgi. Stærstu fréttirnar eru þær að Cengiz Ünder, leikmaður Roma, er ekki með. Hann skoraði seinna markið gegn Frökkum.

Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Ekki amalegt að geta sett þannig leikmann inn í byrjunarliðið. Ozan Tufan kemur einnig inn á miðjuna hjá Tyrklandi.
Fyrir leik

Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað!

Erik Hamrén gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 sigrinum gegn Albaníu. Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson koma inn í byrjunarliðið í stað Rúnars Más og Viðars Arnar.

Birkir Bjarnason fer af miðsvæðinu út á kant og Emil Hallfreðsson verður á miðjunni með Aroni Einari.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Í morgun staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net að uppselt væri á leikinn.

Á föstudaginn voru rúmlega 1300 miðar eftir á leikinn en greinilegt að sigur Íslands á Albaníu hafi haft áhrif á miðasöluna og snemma í gær voru örfáir miðar eftir.
Fyrir leik
Eins og alþjóð veit hefur umfjöllunin fyrir þennan leik snúist um eitthvað allt, allt annað en sjálfan fótboltaleikinn.

Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í ,,burstamálið". Tyrkirnir eru flestir vonandi komnir niður á jörðina en um helgina var mönnum heitt í hamsi. Það verða þó engir uppþvottaburstar á vellinum í kvöld.
Fyrir leik

Fyrir leik
Endilega verið dugleg við það að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter og það munu að sjálfsögðu einhver vel valin tíst rata beint í þessa textalýsingu!
Fyrir leik
Það er Pólverjinn Szymon Marc­iniak sem að mun sjá til þess að allt fari vel fram inni á vellinum í kvöld

Hann er Íslendingum kunnugur en hann dæmdi viður­eign Íslend­inga og Aust­ur­rík­is­manna á EM í Frakkland þegar liðið tryggði sér farseðil í 16-liða úrslitunum. Einnig dæmdi hann leik Íslands og Argentínu á HM síðasta sumar en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Jóhann Berg og Birkir Bjarnason eru tæpir fyrir leikinn en þeir æfðu ekki með hópnum í gær heldur skokkuðu með Frikka sjúkraþjálfara.

Fótbolti.net spáir því að Arnór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson komi inn í liðið í stað Jóhanns og Birkis. Hér má sjá líklegt byrjunarlið.
Fyrir leik
Íslandi hefur gengið vel í síðustu leikjum sínum á móti Tyrklandi, Alls hafa Ísland og Tyrkland mæst 11 sinnum. Ísland hefur gert sér lítið fyrir og unnið sjö af þessum leikjum, Tyrkland unnið tvo leiki og tveir hafa endað með jafntefli.

Í undankeppninni fyrir EM 2016 vann Ísland 3-0 á heimavelli en tapaði 1-0 á útivelli þegar okkar strákar voru nú þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á mótið.

Í síðustu undankeppni gerði Ísland sér lítið fyrir og vann báða leikina gegn Tyrklandi. Hér heima 2-0 og úti 3-0. Ísland komst á HM, Tyrkland ekki.
Fyrir leik
Eins og kunnugt er sigraði íslenska liðið það albanska hér á Laugardalsvellli á laugardag en það var Jóhann Berg Guðmundsson sem að skoraði eina mark leiksins.

Ísland situr í þriðja sætinu í riðlinum með sex stig. Ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld hjá íslenska liðinu.
Fyrir leik
Liðin eru saman í H-riðlinum og sitja Tyrkir í toppsætinu með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Liðið skellti Heimsmeisturum Frakklands á laugardaginn, nokkuð óvænt. Fyrir þann leik hafði liðið unnið Moldavíu og Albaníu. Sigri Tyrkland hér í kvöld er liðið komið í ansi vænlega stöðu í riðlinum á meðan Íslendingar væru hreint ekki í góðum málum.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru Íslendingar og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvelli en klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni fyrir EM allstaðar 2020.

Verið með frá byrjun!
Byrjunarlið:
2. Zeki Celik
3. Merih Demiral
3. Hasan Ali Kaldirim
9. Kenan Karaman ('46)
10. Hakan Calhanoglu
14. Dorukhan Toköz ('86)
17. Burak Yilmaz (c)
21. Irfan Kahveci ('63)
22. Kaan Ayhan

Varamenn:
1. Sinan Bolat (m)
23. Ugurcan Cakir (m)
4. Caglar Söyuncu
5. Emre Belözoglu
7. Abdulkadir Ömur ('63)
8. Oguzhan Özyakup
11. Yusuf Yazici ('46)
13. Cengiz Umut Meras
15. Guven Yalcin ('86)
18. Nazim Sangaré
20. Deniz Turuc

Liðsstjórn:
Senol Günes (Þ)

Gul spjöld:
Dorukhan Toköz ('23)
Burak Yilmaz (c) ('53)
Kaan Ayhan ('55)
Zeki Celik ('56)

Rauð spjöld: