Laugardalsvöllur
A-landslið karla - Undankeppni EM 2020
Aðstæður: Bongó - allt upp á tíu
Dómari: Szymon Marciniak (Pólland)
Áhorfendur: Uppselt! 9680 manns.
Maður leiksins: Ragnar Sigurðsson
Ísland SIGRAR Tyrkland á Laugardalsvelli, 2-1! Ragnar Sigurðsson með bæði mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleik.
Frábær frammistaða frá öllum leikmönnum liðsins og besti leikur liðsins undir stjórn Erik Hamren! Fylgist með á Fótbolti.net í allt kvöld, við munum færa frekari fréttir og viðtöl!
Takk fyrir mig í kvöld og njótið kvöldsins! (til hamingju Gunni)
Þetta skil ég ekki!
Fimm mínútur í uppbótartíma.
Hakan Calhanoglu með skalla að marki og Hannes Þór þarf að hafa sig allan við, ver boltann í horn.
Allt gert til þess að sækja nokkrar sekúndur.
Gestirnir halda boltanum og reyna að finna opnanir á vörn íslenska liðsins.
80 mÃÂnútur á klukkunni. Hvað ætlar þessi dómari eiginlega að bæta miklu við??? Halló! #tollskoðunarlengd #fotboltinet #ISLTUR
— SteingrÃÂmur Sævarr Ólafsson (@frettir) June 11, 2019
Þarna hefði Raggi getað fullkomnað þrennuna! Gylfi Þór með frábæran bolta úr aukaspyrnuna á fjærstöngina þar sem Raggi er aleinn en nær ekki að beina boltanum á markið.
Aukaspyrna sem að Ísland fær við hornfánann.
Gylfi Þór spyrnir, boltinn beint á kollinn á Kára sem að skallar yfir markið. Fínasta tilraun.
Augljós staðreynd dagsins #fotboltinet pic.twitter.com/fDuEBYMX6V
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) June 11, 2019
Íslenska liðið verst hornspyrnunni.
Síðasta skipting Íslands.
Íslendingar stálheppnir!
Fjórði dómarinn ræðir hér við hann og þeir skiljast að báðir með bros á vör. Falleg stund.
Tyrkir búnir að opna varnarleik Íslands upp á gátt en þegar Yilmaz var að komast í frábært færi náði Aron til boltans og negldi honum fram.
Hörður Björgvin kemur beint inn í vinsti bakvörðinn.
Marciniak grípur inn í og stöðvar þetta í fæðingu.
Öll stúkan stendur upp fyrir mögnuðum 63 mÃnútum Jóns Daða. Kolbeinn inn á . Toppum kvöldið með marki frá honum.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 11, 2019
Skallar hér fyrirgjöf Gylfa Þórs rétt yfir markið. Uppsker lófaklapp frá stuðningsmönnum Íslands.
Kolbeinn fær hér hálftíma til þess að setja mark sitt á leikinn.
Gylfi Þór stelur boltanum, keyrir fram og tekur skotið. Er ekki í góðu jafnvægi þegar skotið ríður af, nær ekki krafti í það og boltinn fer framhjá.
Þetta er færi fyrir einn mann númer tíu.
Er hinsvegar ekki sáttur við þetta spjald og rýkur í burtu.
Getur KSà ekki bara keypt Jón Daða? Þetta er klúbburinn hans. #fotboltinet
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 11, 2019
Tyrkir eru hinsvegar brjálaðir og vilja hornspyrnu en fá ekki. Burak Yilmaz fær gult fyrir mótmæli.
Tyrkir stilla upp og ætla að negla þessu inn á teiginn.
Fær baul frá íslenskum stuðningsmönnum.
Gylfi fær allan tímann í heiminum fyrir utan vítateig Tyrkja, nær að athafna sig áður en að hann lætur skotið ríða af. RÉTT framhjá!
Nú eru það Íslendingar sem að hefja leik með boltann. Tyrkland gerir breytingu.
Tvö skallamörk frá Ragnari Sigurðssyni í röð áður en að Toköz minnkaði muninn, einnig með skallamarki. Heilt yfir flottur fyrri hálfleikur að baki en algjör óþarfi að fá á sig mark úr föstu leikatriði.
Sjáumst í síðari hálfleik!
Marciniak er hinsvegar búinn að flauta brot á Gylfa og því stendur markið ekki. Svekkjandi!
Nú er brotið á honum úti á miðjum velli. Jóhann Berg spyrnir boltanum inn í teig en Tyrkir verjast þessu.
Nei, ekki mark á okkur úr föstu leikatriði. Fullkomni fyrri hálfleikurinn farinn.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 11, 2019
Dorukhan Toköz hoppar hæst í teignum og stangar boltann í netið. Var einn á auðum sjó þarna, slappur varnarleikur.
Tyrkir fá loks hornspyrnu þó.
Tyrkir halda boltanum á meðan Íslendingar eru mjög svo þéttir í varnarleiknum, gengur ekkert að finna opnanir.
Name me a better international team at home than Iceland ... I’ll wait
 Gaz Martin (@G9bov) June 11, 2019
Reynir því skot frá miðju en Gunok er ekki í neinum vandræðum með þennan bolta, gripinn.
Það má segja að við séum að “bursta†Tyrkina @footballiceland #Fotboltinet
— Gunnar Máni Arnarson (@gunnarmani) June 11, 2019
Tyrkir ætla að negla þessu inn á teiginn.
Stoðsending: Birkir Bjarnason
Ragnar Sigurðsson er að tvöfalda forystu íslenska liðsins með sínu öðru marki í leiknum. ÖÐRU SKALLAMARKI Í LEIKNUM!
Gylfi Þór með hornspyrnuna frá vinstri, boltinn berst á Birki Bjarnason sem að nær að stýra honum í átt að Ragga sem að lúrir á fjærstönginni. Eftirleikurinn fyrir Ragga auðveldur sem að skallar boltann í netið af stuttu færi!
Ragnar Sigurðsson, dömur mínar og herrar.
Mert Gunok þarf að hafa sig hér allan við þegar varnarmaður Tyrklands var nálægt því að setja boltann í eigið net. Frábærlega gert hjá Gunok, Ísland fær hornspyrnu.
Íslenska liðið miklu, miklu betra þessar mínúturnar.
Jón Daði upp að endamörkum með fyrirgjöfina inn í teig, Birkir reynir hælspyrnu en Gunok vel staðsettur og kemst fyrir boltann.
Fullkominn kross hjá Jóa. Eins og ég sagði við hann á laugardaginn getur hann slakað á eftir kvöldið àkvöld.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 11, 2019
Birkir Bjarnason fellur í teignum um leið og hann reynir skotið úr dauðafæri! Pólverjinn ekki á sama máli en Ísland fær hornspyrnu.
Brýtur á Jóni Daða sem er kominn á sprettinn upp völlinn. Hárrétt.
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Ísland er komið yfir með glæsilegu marki!
Jóhann Berg Guðmundsson tekur aukaspyrnu sem að dettur fyrir Ragnar Sigurðsson á fjærstönginni og Raggi skallar boltann í markið. Í jörðina og þaðan inn! BÚMMM! Þvílík spyrna, þvílíkt mark!
Flott færi fyrir vinstri fótar mann. Jóhann Berg og Gylfi Þór stilla sér upp við boltann.
Íslendingar ekki sáttir en líklega réttur dómur, alltof seinn í tæklinguna.
Fyrsta hornspyrna leiksins.
Aukaspyrna í flottu fyrirgjafarfæri. Gylfi tekur þetta sjálfur.
Íslenska liðið kemst þá í álitlega skyndisókn en fyrirgjöfin frá Jóhanni Berg ætlaða Emil var aðeins of föst. Þarna mátti ekki miklu muna!
Tæpt en sennilega hárrétt.
Flott pressa frá Jóni Daða og Gylfa en Tyrkir ná fyrir rest að leysa úr þessu.
Gylfi Þór með fyrirgjöfina inn á teig og Birkir Bjarnason nær að stýra boltanum í átt að markinu en Mert Gunok grípur boltann. Flott tilraun.
Tyrkir láta boltann ganga í öftustu varnarlínu.
Það eru Tyrkir sem að hefja leik með boltann og sækja í átt að Laugardalslaug. Góða skemmtun!
Íslenska liðið að sjálfsögðu í sínum fallegu bláu búningum í kvöld á meðan Tyrkir eru í sínum varabúningum, hvítir að lit. Nú hlýðum við á þjóðsöngva.
Vonum að allir komist inn áður en að veislan hefst.
Emil Hallfreðs klár à að sópa upp miðjuna eins og olÃu fans gera við Dop og Puglia olÃurnar hennar Ãsu konu hans à Krónunni #FotboltiNet
— Maggi Peran (@maggiperan) June 11, 2019
Bæði lið hafa lokið sinni upphitun og halda því til búningsherbergja áður en að fjörið hefst eftir korter.
#ISLTUR football is friendship not hate pic.twitter.com/kflpxzOKyL
— srkn (@murat96632473) June 11, 2019
Laugardalsvöllurinn skartar sínu fegursta í kvöld, svo mikið er víst. Veðrið er upp á tíu og þetta er bara ekkert að fara að klikka.
Tyrkir hafa ekki unnið leik à Laugardalsvelli hingað til og hef enga trù að það eigi eftir að breytast à þessum fallega þriðjudegi #fotboltinet #ÀframÌsland #FyrirÌsland hlakka til að mæta à völlinn
— Ãrni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) June 11, 2019
Það eru tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Heimsmeisturum Frakklands um síðustu helgi. Stærstu fréttirnar eru þær að Cengiz Ünder, leikmaður Roma, er ekki með. Hann skoraði seinna markið gegn Frökkum.
Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Ekki amalegt að geta sett þannig leikmann inn í byrjunarliðið. Ozan Tufan kemur einnig inn á miðjuna hjá Tyrklandi.
Jón Daði skoraði sÃÂðast mark àseptember - höfum það bara sem enn meiri ástæðu til að skora àkvöld. #fotboltinet
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) June 11, 2019
Erik Hamrén gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 sigrinum gegn Albaníu. Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson koma inn í byrjunarliðið í stað Rúnars Más og Viðars Arnar.
Birkir Bjarnason fer af miðsvæðinu út á kant og Emil Hallfreðsson verður á miðjunni með Aroni Einari.
Byrjunarlið ÃÂslands gegn Tyrklandi!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2019
This is how we start against Turkey today!#fyririsland pic.twitter.com/BihwiXfSS3
ÃSL-TYR 2-0 Gylfi og Kolli, takk. #EURO2020
— gulligull1 (@GGunnleifsson) June 11, 2019
Á föstudaginn voru rúmlega 1300 miðar eftir á leikinn en greinilegt að sigur Íslands á Albaníu hafi haft áhrif á miðasöluna og snemma í gær voru örfáir miðar eftir.
Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í ,,burstamálið". Tyrkirnir eru flestir vonandi komnir niður á jörðina en um helgina var mönnum heitt í hamsi. Það verða þó engir uppþvottaburstar á vellinum í kvöld.
Er Arnór Sigurðsson eitthvað meiddurtæpur ?? Finnst eins og hann sé ekki nálægt þvà að fá sénsinn à starting 11 og fékk rétt 10 min gegn AlbanÃu. Leikmaður með X-factor. Vona að hann starti ! #fotboltinet
— robert (@robocop83) June 11, 2019
Hann er Íslendingum kunnugur en hann dæmdi viðureign Íslendinga og Austurríkismanna á EM í Frakkland þegar liðið tryggði sér farseðil í 16-liða úrslitunum. Einnig dæmdi hann leik Íslands og Argentínu á HM síðasta sumar en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
Fótbolti.net spáir því að Arnór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson komi inn í liðið í stað Jóhanns og Birkis. Hér má sjá líklegt byrjunarlið.
Í undankeppninni fyrir EM 2016 vann Ísland 3-0 á heimavelli en tapaði 1-0 á útivelli þegar okkar strákar voru nú þegar búnir að tryggja sér farseðilinn á mótið.
Í síðustu undankeppni gerði Ísland sér lítið fyrir og vann báða leikina gegn Tyrklandi. Hér heima 2-0 og úti 3-0. Ísland komst á HM, Tyrkland ekki.
Ísland situr í þriðja sætinu í riðlinum með sex stig. Ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld hjá íslenska liðinu.
Liðið skellti Heimsmeisturum Frakklands á laugardaginn, nokkuð óvænt. Fyrir þann leik hafði liðið unnið Moldavíu og Albaníu. Sigri Tyrkland hér í kvöld er liðið komið í ansi vænlega stöðu í riðlinum á meðan Íslendingar væru hreint ekki í góðum málum.