Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   þri 11. júní 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Uppþvottaburstar verða teknir af áhorfendum
Icelandair
Burstanum beint að Emre.
Burstanum beint að Emre.
Mynd: Getty Images
Ef áhorfendur á Laugardalsvelli taka með sér uppþvottabursta á leikinn í kvöld hyggst KSÍ taka þá af þeim.

Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, sagði þetta í hádegisfréttum á RÚV.

„Tyrkirnir taka þessu sem kynþáttaníð. Íslendingar hafa aldrei verið uppvísir að kynþáttaníð á okkar heimavelli og vonandi breytist það ekki," segir Víðir við RÚV.

„Ef brotið telst alvarlegt gæti þetta endað í háum sektum eða að leikið verði fyrir luktum dyrum, eftir því hvernig UEFA metur það. Það er hart tekið á því sem flokkast undir kynþáttaníð."

Fjölmargir stuðningsmenn Tyrklands reiddust þegar maður beindi uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins við komuna til Íslands. Síðar hefur komið í ljós að umræddur maður er belgískur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands, í morgun.

„Ég lagði áherslu á að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi komið okkur á óvart. Við tökum athugasemdir alvarlega og skoðum þær vel. Íslendingar eru gestrisnir og við leggjum áherslu á að halda samskiptum þjóðanna vel," sagði Guðlaugur Þór við RÚV.
Engin breyting á öryggismálum fyrir leikinn á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner