Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   þri 11. júní 2019 10:21
Arnar Daði Arnarsson
Uppselt á leikinn í kvöld - Sólin skín í Laugardalnum
Icelandair
Uppselt er á Laugardalsvöllinn í kvöld.
Uppselt er á Laugardalsvöllinn í kvöld.
Mynd: Eyþór Árnason
Uppselt er á leik Íslands og Tyrklands sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 í undankeppni Evrópumótsins. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Á föstudaginn voru rúmlega 1300 miðar eftir á leikinn en greinilegt að sigur Íslands á Albaníu hafi haft áhrif á miðasöluna og snemma í gær voru örfáir miðar eftir.

Klara segir að lokað sé fyrir miðasölu á leikinn en nú sé sú vinna farin af stað að athuga hvort einhverjir lausir miðar séu eftir. Ólíklegt þyki að svo sé og því sé ósennilegt að miðasalan opni aftur. Ef svo er, þá muni KSÍ tilkynna það á sínum samskiptamiðlum.

Búist er við 200 Tyrkjum á leiknum í kvöld en veðurspáin er frábær og má búast við mikilli stemningu á vellinum.
Athugasemdir
banner