Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
2
HK
0-1 Atli Arnarson '42
0-2 Atli Arnarson '60
Þórir Guðjónsson '89 1-2
07.07.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Allt upp á 10
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 2.483
Maður leiksins: Atli Arnarson - HK
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic ('80)
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
18. Davíð Ingvarsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('61)
45. Guðjón Pétur Lýðsson
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('62)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson ('61)
11. Aron Bjarnason ('62)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson ('80)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('18)
Elfar Freyr Helgason ('20)
Viktor Örn Margeirsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍK SPENNA Í ÞESSUM LEIK!!!

Rosalega dýrmæt þrjú stig til HK! Blikar tapa aftur og fjarlægjast efsta sætið.
93. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
93. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
93. mín
SKALLI RÉTT FRAMHJÁ!!! VIKTOR!!! ÚFF
93. mín
HENDI???? Blikar vilja víti og svo fær Gísli Eyjólfs hörkufæri en skýtur framhjá!
92. mín
FIMBULFAMB Í TEIGNUM! Mikkelsen með skot í varnarmann.
91. mín
Inn:Emil Atlason (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
89. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
ÞÓRIR SKALLAR BOLTANN INN!!!!

Aron Bjarnason með fyrirgjöfina og Þórir skallar inn af stuttu færi!!!

FÁUM VIÐ AFTUR DRAMATÍK?
87. mín
Leifur Andri þarf aðhlynningu eftir árekstur.
85. mín
Blikar einoka boltann og reyna að skapa eitthvað fram á við en ná ekki að sigrast á baráttuglöðum HK-ingum og öflugum Arnari Frey í markinu.
82. mín
Elfar Freyr í miklu veseni í vörn Blika! Bjarni Gunnarsson nær þó ekki að refsa.
81. mín
Þórir skallar framhjá eftir horn.
80. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir leynir ekki pirringi sínum þegar hann er hér tekinn af velli. Sóknarmaður inn fyrir miðvörð.
79. mín
DAUÐAFÆÆÆÆRI!!!! Mikkelsen með skalla sem Arnar Freyr nær að verja með tilþrifum!
77. mín
Arnþór Ari Atlason með skot af löngu færi, laust og vel framhjá.
76. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
74. mín
Er þetta einn af þessum dögum??? Breiðablik sækir og sækir en gengur bölvanlega að koma tuðrunni inn.
72. mín
2.483 áhorfendur í kvöld.
71. mín
Mikkelsen með skalla, laflaus og auðveldur viðureignar fyrir Arnar.
67. mín
Stefnir allt í að KR verði með sjö stiga forystu í deildinni eftir þessa umferð.
62. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
62. mín
HK komst í 2-0 þegar liðin mættust í Kórnum, þá jafnaði Breiðablik með tveimur mörkum í lokin...
61. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
60. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
ATLI SKORAR AFTUR!!!!

Birkir Valur með skot sem Gunnleifur ver. Boltinn berst á Atla sem er spyrnumaður góður og skorar af öryggi!

Þeir refsa HK-ingar!
60. mín
Gísli Eyjólfs er að koma inn. Ég bjóst við því að hann yrði í byrjunarliðinu en nú er hann að koma inn.
58. mín
Fín sókn hjá HK! Boltinn endar í hornspyrnu.
57. mín
Guðjón Lýðsson með skot fyrir utan teig. Framhjá.
56. mín
Þung sókn Blika þessar mínútur. Mikkelsen fellur í teignum en þetta var ekkert. Arnar markvörður hraunar yfir hann. Vill meina að þetta hafi verið dýfa.
54. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK HK!!! Mikkelsen með skalla í SLÁ!!!
53. mín
Mikkelsen með skot naumlega framhjá fjærstönginni! Laust skot en Arnar markvörður var ekki alveg viss um þennan!
48. mín
Mikkelsen skallar yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Óbreytt lið.
45. mín
Hálfleikur
Stórmerkilegur fyrri hálfleikur. Blikar verið talsvert betri en baráttuglaðir HK-ingar leiða hér.
44. mín
Thomas Mikkelsen skallar framhjá.
42. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
Stoðsending: Björn Berg Bryde
ÞVERT GEGN GANGI LEIKSINS!!! Langur bolti frá BBB.

Frábærlega gert hjá Atla!!! Erfiður skalli í teignum en nær að koma boltanum í netið. Gunnleifur hikaði. Gott hlaup af miðjunni og góður skalli.
40. mín
Viktor Örn Margeirsson með skot eftir hornspyrnu!

Arnar Freyr nær að verja á línunni en Ásgeir Börkur fer í hann og það þarf aðhlynningu. Arnar getur haldið leik áfram.
38. mín
Brynjólfur Darri þurfti aðhlynningu en getur haldið leik áfram.
36. mín
Thomas Mikkelsen í skallafæri. Framhjá.
35. mín
Bjarni Gunnarsson kemur boltanum í netið eftir stungusendingu frá Atla Arnarsyni en réttilega flaggaður.
31. mín
Tvö gul á lið! Svona eiga grannaslagir að vera.
30. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)
Ekki fallegt brot.

Arnþór Ari alltof seinn í Kolbein og fær réttilega að líta gula spjaldið.

25. mín
Gæðamunurinn er áberandi hér á Kópavogsvelli. Blikarnir eru mun betri, en staðan er samt enn markalaus.
23. mín
Brynjólfur Darri með geggjaða sendingu á Mikkelsen sem náði skot en Arnar Freyr varði af öryggi.
22. mín
Blikar með flotta sókn, Höskuldur sýndi lipur tilþrif og Blikar fengu hornspyrnu sem ekkert varð úr.
20. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Fór aftan í gamla liðsfélaga sinn.
18. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir brýtur á Valgeiri við hliðarlínuna og það færist smá hiti í leikinn. Röggsamur dómari leiksins fljótur að stilla til friðar.

Ásgeir Marteinsson býr sig undir að taka spyrnuna og gefa boltann fyrir. Spyrnan mjög slök og þetta tækifæri HK varð að engu.
14. mín
Atli braut á Brynjólfi Darra á mjög svipuðum stað og Blikar fengu aukaspyrnu áðan. Nýta þeir þessa spyrnu betur?

Höskuldur með skot, yfir markið.
11. mín
Mikkelsen með skot yfir markið. Blikar hættulegri hér í byrjun.
9. mín
Guðjón Lýðsson með skot úr aukaspyrnunni en í varnarvegg HK-inga.
8. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (HK)
Thomas Mikkelsen fór illa með Björn Berg Bryde, náði að snúa á hann. BBB braut af sér rétt fyrir utan vítateiginn, til vinstri.
5. mín
Elfar Freyr mættur til að taka þátt í sókninni og á skot úr erfiðri stöðu. Framjá. Þokkaleg harka í byrjun en Guðmundur Ársæll dómari er þekktur fyrir að leyfa mikið og það gæti lyft skemmtanagildinu enn frekar upp.
4. mín
Höskuldur er hægri vængbakvörður eins og Blika-graffíkin gaf upp. Verður áhugavert að sjá hvernig hann stendur sig í þeirri stöðu.
3. mín
Breiðablik fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Góð spyrna frá Gauja Lýðs en HK nær að bægja hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
HK-ingar sem að hófu leik.
Fyrir leik
Jæja þá eru liðin mætt! Mætingin þrusugóð eins og við mátti búast.
Fyrir leik
Jæja fáum fréttamannastúkuna til að spá!

Runólfur Trausti, Vísi: 2-0 fyrir Blix.

Jóhann Leeds, Mbl.is: 3-0 fyrir Blix.

Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: 0-2 útisigur HK.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson tók ansi takmarkaða upphitun úti á vellinum. Greinilegt að hann er alls ekki 100%.
Fyrir leik
Lárus Guðmundsson spáir 2-1 fyrir Breiðabliki:
Breiðablik einfaldlega með betra lið og á heimavelli. Með leikmenn sem geta gert út um leiki með einstaklingsframtaki. Verð þó að segja að Brynjar Björn er að gera góða hluta með HK liðið og þeir munu gera Blikum lífið leitt í þessum leik.
Fyrir leik
HK-ingar eru með sama byrjunarlið og tapaði á dramatískan hátt gegn Val.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson fór meiddur af velli í tapinu gegn KR í síðustu umferð en er þó í byrjunarliði Blika í dag. Hann var tæpur fyrir leikinn og Ólafur Íshólm Ólafsson var kallaður úr láni hjá Fram. Ólafur Íshólm er á bekknum í kvöld.

Miðað við uppstillinguna sem Blikar hafa gefið út þá verður Höskuldur vængbakvörður í leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Gunnleifur Gunnleifsson er í byrjunarliði Blika en Gísli Eyjólfsson byrjar á bekknum. Athygli vekur að Aron Bjarnason er skráður á bekkinn hjá Breiðabliki!
Fyrir leik
Blikar eru að frumsýna nýja vallarklukku í þessum leik. Nú þegar rúmur klukkutími er í leik er kvennaliðið að ljúka æfingu á þessu fantaflotta gervigrasi sem prýðir Kópavogsvöll.
Fyrir leik
Breiðablik hefur misst einn sinn besta leikmann. Ágúst Gylfason sagði í viðtali fyrir leikinn að Aron Bjarnason sé farinn til Ungverjalands þar sem hann gengur í raðir Újpest. Líklega verður gengið frá því í vikunni.

Arnar Sveinn Geirsson, bakvörður Breiðabliks, verður ekki með í Kópavogsslagnum í kvöld vegna leikbanns.
Fyrir leik
Nokkir núverandi leikmanna Blika hafa leikið með báðum liðum. Fyrrum HK-ingar Gunnleifur Gunnleifsson og Damir Muminovic spila nú með Breiðabliki eins og alkunna er. Einnig lék Viktor Örn Margeirsson með HK sem lánsmaður árið 2014.

Með HK leikur nú fyrrum leikmaður Breiðabliks Arnþór Ari Atlason og Aron Kári Aðalsteinsson er þar lánsmaður frá Breiðabliki. (blikar.is)
Fyrir leik
Fyrir leik
Í byrjun maí mættust liðin í Kórnum í æsilegum 2-2 jafnteflisleik. Ásgeir Marteinsson og Björn Berg Bryde komu HK í 2-0 áður en Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og Viktor Örn Margeirsson jafnaði djúpt í uppbótartíma.

Fyrir rúmum mánuði, nánar tiltekið 30. maí, mættust liðin á Kópavogsvelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar fóru þannig að Blikar unnu nokkuð sannfærandi 3-1 sigur.
Fyrir leik
Blikar eru í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar og ekkert annað í boði hjá þeim en að taka öll stigin til að halda í við topplið KR. Eftir sigur gegn ÍBV í gær eru KR-ingar með sjö stiga forystu.

HK þarf líka á öllum þremur stigunum að halda! Það í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. HK-ingar eru með 8 stig og eru þremur stigum frá öruggu sæti.

Dómari í kvöld er áhrifavaldurinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson en Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs eru aðstoðardómarar. Fjórði dómari er Einar Ingi Jóhannsson.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið!

Velkomin með okkur í Kópavoginn! Það er ofboðslega fínt veður og ég trúi ekki öðru en að það verði geggjuð mæting á þennan Kópavogsslag Breiðabliks og HK!
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('91)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('76)
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
8. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
9. Brynjar Jónasson
16. Emil Atlason ('91)
17. Kári Pétursson
19. Arian Ari Morina
21. Andri Jónasson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('8)
Arnþór Ari Atlason ('30)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('93)

Rauð spjöld: