fim 04. júlí 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Lárus Guðmunds spáir í 12. umferðina í Pepsi Max
Lárus Guðmundsson.
Lárus Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vinnur grannaslaginn samkvæmt spá Lárusar.
Breiðablik vinnur grannaslaginn samkvæmt spá Lárusar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í elleftu umferðina í Pepsi Max-deild karla.

Lárus Guðmundsson, þjálfari KFG, spáir í tólftu umferðina en hún hefst í kvöld með leik Vals og KA á Origo-vellinum.



Valur 3 - 1 KA (18:00 í kvöld)
Patrick Pedersen færir Valsliðinu nýjan kraft og nýtt líf, framundan sól og sumarylur á Hlíðarenda. Leikurinn fer 3-1 fyrir Val, köflóttir KA menn verða engin fyrirstaða, þurfa að bæta stöðugleikann. Ekki nóg að eiga góða spilkafla í hluta leiksins.

Stjarnan 2 - 0 Grindavík (19:15 á morgun)
Stjarnan fer með 2-0 sigur af hólmi. Eru erfiðir heim að sækja og með vel skipulagt lið og Hilmar Árni er með mark nánast í hverjum leik þessa dagana. Grindvíkingum dugar ekki sterkur varnarleikur, því sóknarleikurinn hjá þeim er alveg bitlaus.

ÍA 1 - 0 Fylkir (14:00 á laugardag)
Erfiður leikur að spá í, finnst líklegt að leikurinn fari 1-0 ÍA hefur misst sjálfstraustið í undanförnum leikjum, en heimavöllurinn og stuðningmenn ÍA munu gera gæfumuninn í þessum leik. Hjá Fylki er vandamálið breiddin. Kolbeinn farinn og meiðsli á lykilmönnum.

ÍBV 0 - 3 KR (16:00 á laugardag)
Þrátt fyrir að KR hafi í gegnum tíðina verið í smá basli í Eyjum, þá eru þeir ekki að fara að klúðra neinu í Eyjum að þessu sinni. Einfaldlega himinn og haf í getu mun á þessum liðum og KR með einn besta þjálfarann í deildinni.

Breiðablik 2 - 1 HK (19:15 á sunnudag)
Breiðablik einfaldlega með betra lið og á heimavelli. Með leikmenn sem geta gert út um leiki með einstaklingsframtaki. Verð þó að segja að Brynjar Björn er að gera góða hluta með HK liðið og þeir munu gera Blikum lífið leitt í þessum leik.

FH 2 - 2 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Gríðarleg pressa kominn á Óla Kristjáns og leikmannahópinn. Óli virðist enn vera að leita að rétta byrjunarliðinu og samt vel liðið á mót, pressan virðist vera farinn að bitna á leikgleðinni. Víkingar eru hins vegar með vaxandi sjálfstraust og munu reynast erfiður andstæðingur fyrir FH í þessum leik. Gætu jafnvel stolið sigri!

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner