Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Valur
3
1
ÍA
Patrick Pedersen '12 1-0
Aron Kristófer Lárusson '65
Lasse Petry '69 2-0
2-1 Steinar Þorsteinsson '74
Einar Karl Ingvarsson '93 3-1
18.08.2020  -  19:15
Origo völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Lúxu veður, 17 gráður, sól og léttur andvari
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson - Valur
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Patrick Pedersen ('88)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('84)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason ('76)
18. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
- Meðalaldur 34 ár

Varamenn:
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('84)
5. Birkir Heimisson ('88)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('76)
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALUR MUN MÆTA HK Í 8-LIÐA ÚRSLITUM!
93. mín MARK!
Einar Karl Ingvarsson (Valur)
ÞÁ ER ÞETTA STAÐFEST KOMIÐ!

Skagamenn lögðu ALLT í sóknina og fengu mark í andlitið. Sigurður Egill fékk dauðafæri, Árni náði að loka en boltinn datt á Einar sem kláraði snilldarlega!
92. mín
Árni Snær kominn vel fram og ÍA missir boltann en Valsmenn fara illa að ráði sínu og nýta þetta ekki!
91. mín
TRYGGVI HRAFN MEÐ ROSALEGT SKOT! Hannes ver með naumindum!
91. mín
Uppbótartíminn: 3 mínútur.
90. mín
ÍA á hornspyrnu. Rasmus skallar frá.
88. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
88. mín
Jæja lokamínúturnar framundan. Nær ÍA að troða leiknum í framlengingu?
84. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Boltinn dansar um teig Valsmanna eftir hornspyrnu. Skagamenn hungraðir í að finna jöfnunarmarkið. Valur framkvæmir skiptingu.
81. mín
Árni Snær markvörður er kominn að miðjuhringnum á meðan ÍA sækir og reynir að þefa upp færi.
79. mín
Valgeir Lunddal með skottilraun fyrir Val en hittir ekki á rammann.
78. mín
Skagamenn eru í sóknarhug núna, tíu gegn ellefu.
76. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
Fyrsta skipting Valsmanna.
74. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
ÞAÐ ER ENN VON FYRIR SKAGAMENN!

Gummi Tyrfings með stungusendingu á Tryggva Hrafn sem er í hörkufæri, Hannes ver en Steinar Þorsteins nær frákastinu og skorar!

Varamennirnir bjuggu þetta til!
72. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Benjamín Mehic (ÍA)
Í sínum fyrsta leik fyrir ÍA. Kom frá Selfossi í gær.
69. mín MARK!
Lasse Petry (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
VALUR GERIR ÚT UM ÞETTA (er það ekki?)

Aron Bjarnason með fyrirgjöf frá hægri. Lasse hefur betur í baráttu við Benjamín Mehic og skallar boltann inn.
67. mín
Patrick Pederson með skot. Nokkuð langt framhjá.
65. mín Rautt spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
Aron Kristófer Lárusson fær að líta rauða spjaldið fyrir að segja eitthvað við aðstoðardómarann. Hrikalega heimskulegt hjá Aroni. Kjánalegt hjá honum.
65. mín
Áður en þrefalda skiptingin kom áðan fékk Eiður Aron ljómandi fínt skallafæri en náði ekki að hitta markið.
64. mín
Það verður fróðlegt mjög að sjá hvernig þríeykið kemur inn hjá Skagamönnum. Valur er alveg langt frá því að vera í sínum besta gír, þeir rauðu slakað vel á.
62. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Marteinn Theodórsson (ÍA)
62. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
62. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Út:Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
61. mín
Tryggvi Hrafn, Stefán Teitur og Steinar Þorsteins allir að koma inná hjá ÍA! Alvöru þreföld skipting á leiðinni frá Jóa Kalla!
59. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
57. mín
Þessa stundina fer leikurinn nær einvörðungu fram í og við vítateig Valsmanna, mikil barátta í gangi og Skagamenn að rembast við að ná að skapa opin færi. Líf í þeim gulu.
55. mín
Valsmenn eiga stórleik í Pepsi Max-deildinni næsta laugardag, gegn Íslandsmeisturum KR á Meistaravöllum. KR-ingar eru nú að keppa gegn Celtic í Evrópukeppninni og staðan 5-0 þegar lítið er eftir. Sjá nánar hérna.
54. mín
Gæðin í leiknum hafa ekki verið mikil. Mörg mistök hjá mönnum og yfir höfuð frekar lítið að frétta.
53. mín
Jón Gísli nær í hornspyrnu fyrir Skagamenn, barátta inní teignum eftir spyrnuna en boltinn endar í markspyrnu.
48. mín
Patrick Pedersen með skot en enn og aftur nær Óttar Bjarni að komast fyrir.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR ER HAFINN
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn ógnuðu ágætlega í lok fyrri hálfleiksins en staðan er annars 1-0 eftir fyrri 45 mínúturnar.

Valur byrjaði leikinn miklu miklu betur og maður bjóst við því að liðið myndi hreinlega gera út um leikinn fyrir hálfleik.

En Skagamenn náðu að losa sig við sviðsskrekkinn og hafa náð eitthvað að ógna.
41. mín
ÍA fær hornspyrnu frá hægri en Eiður Aron er öflugur og skallar boltann frá.
38. mín
ÓTTAR BJARNI kemur hér í veg fyrir að Valsmenn komist tveimur mörkum yfir. Kristinn Freyr kemur sér í hörkufæri í teignum en Óttar kastar sér fyrir skotið og kemur í veg fyrir mark.
36. mín
VÁ ÞETTA VAR FÆRI!!! Gísli Laxdal með sendingu inn í teiginn og þar er Marteinn Theodórsson einn og óvaldaður en hittir ekki boltann! ÍA fékk lúxus færi til að jafna.
35. mín
Jói Kalli sendir alla varamenn sína í að hita upp.
34. mín
Marteinn Theodórsson með skottilraun en beint á Hannes. Jói Kalli kallar eftir víti í aðdragandanum en þetta var ekki baun í bala.
32. mín
Brynjar Snær Pálsson Skagamaður með skemmtilega tilrif og sendir á Sigurð Hrannar Þorsteinsson sem er í góðu færi en setur boltann framhjá!

Besta færi Skagamanna til þessa. Þeir eru vaxandi í leiknum gestirnir!
29. mín
Sólin lækkar á lofti og það afhjúpar að gluggaþvotti er ábótavant á fréttamannastúkunni.

Í þessum skrifuðu orðum býður Birkir Már uppá að klobba Aron Kristófer á skemmtilegan hátt! Klobbarnir alltaf hressandi.
26. mín
Af leikmönnum ÍA er langmesta lífið í Gísla Laxdal. Hann á skottilraun framhjá markinu.
25. mín
Gísli Laxdal leikmaður ÍA með skot úr aukaspyrnu af nokkru færi, boltinn í Valsmann og hornspyrna. Fyrsta horn ÍA.

Ágætis spyrna en Hannes nær að slá boltann í burtu.
23. mín
Þetta unga byrjunarlið ÍA er ekki mikið að ná að komast áleiðis gegn Valsmönnum. Heimamenn með öll tök á þessu.
20. mín
Lasse Petry leikmaður Vals fær höfuðhögg en jafnar sig á þessu og heldur leik áfram.
17. mín
Skagamenn ná aðeins að minna á sig en Hannes hirðir þessa bolta sem þeir ná að koma inn í teiginn.
12. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MARK SEM LÁ Í LOFTINU!

Patrick Pedersen með skalla, Árni Snær var í boltanum en náði ekki að koma í veg fyrir að knötturinn færi í netið.

Valgeir Lunddal átti sendingu á Sigurð Egil sem átti konfektfyrirgjöf á hausinn á Pedersen.
11. mín
Kristinn Freyr átti fyrirgjöf úr aukaspyrnunni en ÍA náði að koma boltanum í burtu á endanum. Leikurinn fer nánast algjörlega fram á vallarhelmingi ÍA.
10. mín
Aron Kristófer Lárusson sparkar Aron Bjarnason niður rétt fyrir utan vítateigshornið. Valsmenn fá aukaspyrnu á þrusufínum stað. Kristinn Freyr og Sigurður Egill standa við boltann.
9. mín
Valur í hættulegri sókn, Aron Bjarnason með fyrirgjöf en Sindri Snær kemst fyrir og heimamenn fá hornspyrnu.
7. mín
Hér fyrir framan fréttamannastúkuna er hólfið þar sem þeir tíu áhorfendur sem Skagamenn áttu rétt á eru staðsettir. Sólin skín og menn eins og Geir Þorsteinsson, Viktor Jónsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru allir vopnaðir sólgleraugum.
5. mín
Jón Gísli átti skot af mjög löngu færi en afskaplega auðvelt fyrir Hannes í markinu.

Hinumegin er Valur í sókninni og eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni skýtur Sigurður Egill yfir frá fjærstönginni.
2. mín
"Leikstíllinn sem við erum að spila krefst mikillar orku og inn koma sprækir strákar sem eiga skilið að sýna það í dag hversu öflugir þeir eru" sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik. Margar breytingar sem hann gerir á byrjunarliðinu.

Nánast varalið hjá ÍA í kvöld, ef svo má segja.
1. mín
Leikur hafinn
Jæja. Þetta er byrjað. Skagamenn hefja leik og sækja í átt að Keiluhöllinni gömlu góðu í fyrri hálfleiknum.
Fyrir leik
UNGIR SKAGAMENN:
Meðalaldur byrjunarliðs Vals er 28,7 ár en hjá ÍA er meðalaldurinn 22,2 ár. Mjög ungt lið hjá Skagamönnum í dag enda ákveður Jói Kalli að geyma stjörnurnar á bekknum í bikarnum.
Fyrir leik
Veðrið hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið svona sérdeilis prýðilegt í dag! Allar aðstæður eru frábærar á Origo vellinum í dag... fyrir utan áhorfendaleysið. Það er enn áhorfendabann í gangi, það verða aðeins um 20 áhorfendur á leiknum eins og verið hefur.
Fyrir leik
STEFÁN TEITUR OG TRYGGVI HRAFN Á BEKKNUM
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er með Tryggva Hrafn Haraldsson og Stefán Teit Þórðarson meðal varamanna. Sagan segir að frágengið sé að Tryggvi Hrafn verði leikmaður Vals á næsta tímabili en samningur hans er að renna út.

Þá er Guðmundur Tyrfingsson einnig á bekknum en þessi ungi drengur, sem er fæddur 2003, er efnilegur sóknarleikmaður sem ÍA fékk frá Selfossi í gær.
Fyrir leik
PEDERSEN BYRJAR
Heimir Guðjónsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn KA í Pepsi Max-deildinni á laugardaginn. Markahrókurinn Patrick Pedersen og bakvörðurinn Valgeir Lunddal koma inn í liðið. Valgeir snýr til baka eftir leikbann.

Á bekkinn fara Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði og Kaj Leo í Bartalsstovu. Haukur væntanlega hvíldur en það er Rasmus Christiansen er með bandið.
Fyrir leik
LÖGREGLUVARÐSTJÓRINN DÆMIR
Það er reynsla í tríóinu. Pétur Guðmundsson er með flautuna í kvöld. Kjötiðnaðarmaðurinn frá Hvolsvelli, Jóhann Gunnar Guðmundsson, er aðstoðardómari 1 og þá er Eysteinn Hrafnkelsson með flaggið hinumegin. Varadómari er svo Gunnar Oddur Hafliðason.
Fyrir leik
SÍÐAST FÉKK VALUR SKELL
Þessi tvö lið mættust á þessum velli í Pepsi Max-deildinni þann 3. júlí. Þar urðu áhugaverð úrslit, 1-4 enduðu leikar.

Steinar Þorsteinsson, Bjarki Steinn Bjarkason, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Viktor Jónsson skoruðu mörk ÍA en Patrick Pedersen skoraði fyrir Valsmenn.

Valsmenn hafa svo sannarlega ekki gleymt þeim leik! Þess má geta að Valur er í efsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með 22 stig en ÍA er í sjöunda sæti með 13 stig.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld!

Velkomin með okkur á Origo völlinn á Hlíðarenda þar sem Valur og ÍA mætast í síðasta leik 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Leikurinn átti upphaflega að vera í síðasta mánuði en var frestað vegna Covid-19 ástandsins.

Að sjálfsögðu verður leikið til þrautar. Sigurliðið mun fá heimaleik gegn HK í 8-liða úrslitum.

8-liða úrslit:
Breiðablik - KR
FH - Stjarnan
ÍBV - Fram
Valur eða ÍA - HK
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f) ('62)
4. Aron Kristófer Lárusson
4. Hlynur Sævar Jónsson
7. Sindri Snær Magnússon
15. Marteinn Theodórsson ('62)
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('62)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
28. Benjamín Mehic ('72)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
10. Steinar Þorsteinsson ('62)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('62)
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('62)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('72)
22. Árni Salvar Heimisson
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('59)

Rauð spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('65)