Víkingur R.
1
0
Keflavík
Sölvi Ottesen
'19
1-0
02.05.2021 - 19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæg norðanátt, sólin skín og hiti um 7 gráður
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 200 - Í tveimur hólfum
Maður leiksins: Sölvi Geir Ottesen
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæg norðanátt, sólin skín og hiti um 7 gráður
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 200 - Í tveimur hólfum
Maður leiksins: Sölvi Geir Ottesen
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
('56)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('64)
80. Kristall Máni Ingason
('84)
Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
3. Logi Tómasson
('64)
8. Viktor Örlygur Andrason
('84)
9. Helgi Guðjónsson
('56)
11. Adam Ægir Pálsson
19. Axel Freyr Harðarson
27. Tómas Guðmundsson
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson
Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('55)
Sölvi Ottesen ('81)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar hafa sigur í fyrsta leik gegn nýliðum Keflavíkur. Viðtöl og skýrsla von bráðar.
92. mín
Illa farið með gott færi hjá Luigi þegar hann slæsar boltann framhjá úr teignum.
91. mín
Helgi Guðjónsson í frábæru færi hægra megin í teignum. Nær góðu skoti sem Sindri ver glæsilega.
88. mín
Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Kraftur í Sindra. Of mikill að mati Egils.
84. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Kristall átt ágætan dag.
82. mín
Þvílíkur darraðadans í teig Keflavíkur og Erlingur í dauðafæri. Kemur boltanum ekki fyrir sig og gestirnir hreinsa.
78. mín
Sindri stálheppinn. Mættur langt út úr markinu og kiksar boltann. Boltinn útfyrir.
75. mín
Erlingur Agnarsson með frábært skot sem Sindri ver með sannkallaðri sjónvarpsvörslu.
73. mín
Aftur Gibbs!!!!
Við það að sleppa í gegn en skot hans beint á Þórð í tvígang. Gestirnir að færast nær.
Við það að sleppa í gegn en skot hans beint á Þórð í tvígang. Gestirnir að færast nær.
70. mín
Ástbjörn skallar boltann í stöngina úr mjög mjög þröngu færi. Hljómar hættulegt en var það líklega ekki.
68. mín
Joey Gibbs!!!!!
Nær frábæru skoti í teignum sem stefnir í vinkilinn en Þórður nær að blaka boltanum í horn með einhverjum ótrúlegum hætti.
Nær frábæru skoti í teignum sem stefnir í vinkilinn en Þórður nær að blaka boltanum í horn með einhverjum ótrúlegum hætti.
67. mín
Leikurinn verið bragðdaufur hér í síðari hálfleik. Gestirnir sprækari ef eitthvað er.
65. mín
Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
Fer í tilgangslausa tæklingu út við hornfána og uppsker réttilega gult spjald. Pirringslykt af þessu spjaldi.
64. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.)
Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
Luigi mættur til leiks.
62. mín
Sölvi skallar fyrirgjöf Sindra Þórs frá og leggst svo í grasið. Virðist hafa fengið eitthvað tak þar sem enginn var nálægt honum. Heldur um hálsinn.
59. mín
Góð pressa Keflavíku sem skilar þó ekki færi. Sóknin endar með skoti frá Frans hálfa leið heim til Keflavíkur.
56. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Helgi verið heitur í vetur. Nær hann að setja mark sitt á leikinn?
55. mín
Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
50-50 bolti sem Nacho nær í hársbreidd á undan Halldóri. Gult líklega rétt
55. mín
Darraðadans í teig Víkinga en Keflvíkingar ekki nógu grimmir og boltinn afturfyrir í markspyrnu.
49. mín
Niko liggur eftir viðskipti við Rúnar Þór. Rúnar fær tiltal en Niko aðhlynningu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Víkingar hefja leik hér í seinni hálfleik. Spáin hans Hjörvars heldur ennþá en ég vona nú að mörkin verði fleiri og við fáum alvöru leik hér í síðari.
Víkingar hefja leik hér í seinni hálfleik. Spáin hans Hjörvars heldur ennþá en ég vona nú að mörkin verði fleiri og við fáum alvöru leik hér í síðari.
45. mín
Hálfleikur
Egill flautar til hálfleiks hér í Víkinni. Heimamenn verið sterkari aðilinn og leiða verðskulda. Gestirnir átt sínar rispur en sóknarleikurinn verið ósannfærandi og ekki líklegur til árangurs.
44. mín
Ástbjörn nær skoti úr þröngu færi eftir aukaspyrnu. Laust og Þórður handsamar boltann.
43. mín
Tveir leikmenn Víkinga hlaupa saman rétt fyrir utan teig. Egill dæmir fyrst aukaspyrnu en virðist fá skilaboð um hvað sé rétt og satt og dæmir dómarakast.
42. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Adam hefur lokið hér leik. Mun væntanlega fá martraðir um Sölva Geir næstu daga.
39. mín
Adam Árni er búinn að lenda í því nokkrum sinnum að fá Sölva í bakið og virðist finna vel fyrir því. Þarf hér aðhlynningu í þriðja sinn.
35. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf sem Þórður missir af. Gestirnir ná þó ekki að gera sér mat úr því.
34. mín
Niko tekur vel á móti boltanum í D-boganum og nær skotinu í snúningum. Lítill kraftur þó og Sindri ekki í vandræðum.
33. mín
Hornspyna frá vinstri tekinn í teig þar sem Niko mætir á flugi en sneiðir boltann framhjá markinu.
27. mín
Pablo með þrumuskot af vítateig eftir lélega hreinsun úr teig Keflavíkur. Boltinn yfir markið.
24. mín
Og enn Keflavík. Rúnar með fyrirgjöf sem Adam Árni skallar framhjá. Liggur eftir og heldur um höfuð sér. Er með vafning eftir að hafa lent saman við Sölva fyrr í leiknum.
22. mín
Aftur sækja gestirnir. Sindri Þór með gott hlaup og fóna sendingu en Adam Árni hittir hreinlega ekki boltann úr ágætu færi.
19. mín
MARK!
Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Stoðsending: Pablo Punyed
Sama útfærsla og fór illa hinu megin áðan. Hornið tekið stutt inn að vítateig, boltinn lagður til baka á Pablo sem teiknar fyrirgjöfina beint á kollinn á Sölva sem stangar boltann í netið.
Dekkningin klikkaði illilega í teig Keflavíkur þarna en sanngjörn staða miðað við þróun leiksins.
Dekkningin klikkaði illilega í teig Keflavíkur þarna en sanngjörn staða miðað við þróun leiksins.
18. mín
Aftur Kristall Máni með frábært skot sem stefnir í bláhornið en Sindri ver glæsilega.
17. mín
Erlingur Agnarsson skallar boltann hárfínt yfir markið af stuttu færi eftir darraðadans í teignum. Flaggið á loft sömuleiðis.
14. mín
Aðeins of fast eða aðeins of laust hefur verið saga sóknarleik Víkinga fyrsta korterið. En þeir eru að finna svæðin og Keflvíkingar þurfa að vara sig.
11. mín
Kristall með prýðis sprett en óákveðin hvort hann eigi að skjóta eða senda. Gerir eiginlega bæði og hvorugt á sama tíma. Ekki líklegt til að skila niðurstöðu.
10. mín
Pablo reynir að finna Erling í hlaupinu inn á teiginn vinstra meginn eftir snögga sókn. Nokkrum pundum ofaukið í sendingunni sem endar í hrömmum Sindra.
6. mín
Pablo með lélega aukaspyrnu beint í vegginn. Fær boltann aftur og nær fyrirgjöf en hún siglir afturfyrir.
5. mín
Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Slök sending í varnarlínu Keflavíkur. Niko Hansen nær boltanum en Frans tekur hann niður. Klárt gult.
3. mín
Víkingar hefja leikin á því að halda boltanum og þrýsta Keflavíkurliðinu aftar á völlinn. Pressa hátt ef þeir tapa boltanum og vinna boltann fljótt aftur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja leik og leika í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og gengið til búningsherbergja til lokaundirbúning. Förum að hefja þessa veislu.
Fyrir leik
Virðist vera nokkuð eftir bókinni eins og álitsgjafar töldu að liðin myndu stilla upp. Vekur þó athygli að Helgi Guðjónsson sé á bekknum hjá Víkingum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús
Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn frá eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leik þessara liða í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins. Kári Árnason hefur verið að glíma við tognun sömuleiðsis en Víkingar eiga þó von á báðir þessir leikmenn verði klárir fljótlega.
Hjá Keflavík eru miðverðirnir Ísak Óli Ólafsson og Magnús Þór Magnússon frá vegna meiðsla og leikur Ástbjörn Þórðarson því við hlið Nacho Heras í vörn Keflavíkur. Enski vængmaðurinn Marley Blair glímir sömuleiðis við meiðsli. Adam Árni Róbertsson fær því tækifærið í sóknarlínu Keflavíkur með Joey Gibbs.
Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn frá eftir að hafa viðbeinsbrotnað í leik þessara liða í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins. Kári Árnason hefur verið að glíma við tognun sömuleiðsis en Víkingar eiga þó von á báðir þessir leikmenn verði klárir fljótlega.
Hjá Keflavík eru miðverðirnir Ísak Óli Ólafsson og Magnús Þór Magnússon frá vegna meiðsla og leikur Ástbjörn Þórðarson því við hlið Nacho Heras í vörn Keflavíkur. Enski vængmaðurinn Marley Blair glímir sömuleiðis við meiðsli. Adam Árni Róbertsson fær því tækifærið í sóknarlínu Keflavíkur með Joey Gibbs.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason spáir í fyrstu umferð.
Víkingur 1 - 1 Keflavík (19:15 á sunnudag)
Þetta er jafnteflisleikur, Suðurnesjamenn mæta ekki í fyrsta leik í Íslandsmót til að tapa.
Hjörvar spáir jafntefli. Ég spái sigurliði og að mörkin verði fleiri.
Víkingur 1 - 1 Keflavík (19:15 á sunnudag)
Þetta er jafnteflisleikur, Suðurnesjamenn mæta ekki í fyrsta leik í Íslandsmót til að tapa.
Hjörvar spáir jafntefli. Ég spái sigurliði og að mörkin verði fleiri.
Fyrir leik
Viðureignir frá aldamótum
Liðin hafa leikið alls 25 leiki sín á milli í mótum á vegum KSÍ. Þau hafa skipt sigrunum bróðurlega á milli sín eða 9 á hvort lið og 7 sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan.
Markatalan er 36-30 Víkingum í vil og munar þar líklega mestu um 7-1 sigur Fossvogsliðsins sumarið 2015.
Síðasti leikur félagana var í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins fyrir rétt um mánuði síðan. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 en Keflavík hafði sigur í vítaspyrnukeppni.
Liðin hafa leikið alls 25 leiki sín á milli í mótum á vegum KSÍ. Þau hafa skipt sigrunum bróðurlega á milli sín eða 9 á hvort lið og 7 sinnum hefur jafntefli orðið niðurstaðan.
Markatalan er 36-30 Víkingum í vil og munar þar líklega mestu um 7-1 sigur Fossvogsliðsins sumarið 2015.
Síðasti leikur félagana var í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins fyrir rétt um mánuði síðan. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 en Keflavík hafði sigur í vítaspyrnukeppni.
Fyrir leik
Víkingur
Eftir bikarmeistaratitilinn 2019 (eru því enn ríkjandi bikarmeistarar!) voru gríðarlegar væntingar til síðasta tímabils í Fossvoginum. En sumarið endaði í miklum vonbrigðum á stöngin-út tímabili. Leikstíllinn sem hafði gefið bikar á fyrsta tímabili skilaði ekki mörgum stigum og liðið hafnaði í 10. sæti. Víkingar eru ekki eins yfirlýsingaglaðir og fyrir ári síðan en metnaðurinn er mikill. Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í 7. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Komnir
Axel Freyr Harðarson frá Gróttu
Karl Friðleifur Gunnarsson á láni frá Breiðabliki
Logi Tómasson frá FH (Var á láni)
Pablo Punyed frá KR
Farnir
Ágúst Eðvald Hlynsson til Horsens
Davíð Örn Atlason í Breiðablik
Dofri Snorrason í Fjölni
Óttar Magnús Karlsson til Venezia
Gátlistinn
Stór skörð voru hoggin í lið Víkinga við brotthvarf þeirra Óttars Karl, Ágústar Eðvald og Davíðs Arnar eftir síðasta tímabil. Munu þeir sem ætlað er að fylla í þeirra skörð valda verkefninu?
Helgi Guðjónsson
Þeir eru eflasust margir sem bíða eftir því að framherjinn ungi Helgi Guðjónsson springi út í Pepsi Max deildinni með Víkingum. Kom til Víkinga fyrir síðasta tímabil eftir að hafa skorað 15 mörk fyrir Fram í Lengjudeildinni árið á undan. Fann ekki taktinn í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar en fær aukna ábyrgð eftir brotthvarf Óttars. Skoraði mikið á undirbúningstímabilinu og vonast Víkingar að sjálfsögðu eftir því að hann haldi þeim dampi út sumarið.
Kristall Máni Ingason
Arnar Gunnlaugsson gerði tilraun til þess að búa til varnarsinnaðan miðjumann úr honum á síðasta tímabili. Sú staða virtist einfaldlega ekki henta leikmanninum sérstaklega vel sem hefur fengið tækifærið framar á miðjunni á undirbúningstímabilinu. 5 mörk í Lengjubikarnum tala sínu máli og gæti Kristall verið X-faktor í leik Víkinga í sumar.
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl kemur á láni frá Breiðablik og er ætlað að fylla í skarð Davíðs Arnar Atlasonar sem fór til Blika í vetur. Var á láni hjá Gróttu síðastliðið sumar og var að öðrum ólöstuðum einn besti leikmaður liðsins. Skoraði alls 6 mörk fyrir Seltirninga eða alls rúmlega þriðjung marka liðsins. Hefur bætt sig varnarlega að undanförnu og er verulega skeinuhættur fram á við hvort sem er í teignum í föstum leikatriðum eða á sprettinum upp vænginn.
Eftir bikarmeistaratitilinn 2019 (eru því enn ríkjandi bikarmeistarar!) voru gríðarlegar væntingar til síðasta tímabils í Fossvoginum. En sumarið endaði í miklum vonbrigðum á stöngin-út tímabili. Leikstíllinn sem hafði gefið bikar á fyrsta tímabili skilaði ekki mörgum stigum og liðið hafnaði í 10. sæti. Víkingar eru ekki eins yfirlýsingaglaðir og fyrir ári síðan en metnaðurinn er mikill. Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í 7. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Komnir
Axel Freyr Harðarson frá Gróttu
Karl Friðleifur Gunnarsson á láni frá Breiðabliki
Logi Tómasson frá FH (Var á láni)
Pablo Punyed frá KR
Farnir
Ágúst Eðvald Hlynsson til Horsens
Davíð Örn Atlason í Breiðablik
Dofri Snorrason í Fjölni
Óttar Magnús Karlsson til Venezia
Gátlistinn
Stór skörð voru hoggin í lið Víkinga við brotthvarf þeirra Óttars Karl, Ágústar Eðvald og Davíðs Arnar eftir síðasta tímabil. Munu þeir sem ætlað er að fylla í þeirra skörð valda verkefninu?
Helgi Guðjónsson
Þeir eru eflasust margir sem bíða eftir því að framherjinn ungi Helgi Guðjónsson springi út í Pepsi Max deildinni með Víkingum. Kom til Víkinga fyrir síðasta tímabil eftir að hafa skorað 15 mörk fyrir Fram í Lengjudeildinni árið á undan. Fann ekki taktinn í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar en fær aukna ábyrgð eftir brotthvarf Óttars. Skoraði mikið á undirbúningstímabilinu og vonast Víkingar að sjálfsögðu eftir því að hann haldi þeim dampi út sumarið.
Kristall Máni Ingason
Arnar Gunnlaugsson gerði tilraun til þess að búa til varnarsinnaðan miðjumann úr honum á síðasta tímabili. Sú staða virtist einfaldlega ekki henta leikmanninum sérstaklega vel sem hefur fengið tækifærið framar á miðjunni á undirbúningstímabilinu. 5 mörk í Lengjubikarnum tala sínu máli og gæti Kristall verið X-faktor í leik Víkinga í sumar.
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl kemur á láni frá Breiðablik og er ætlað að fylla í skarð Davíðs Arnar Atlasonar sem fór til Blika í vetur. Var á láni hjá Gróttu síðastliðið sumar og var að öðrum ólöstuðum einn besti leikmaður liðsins. Skoraði alls 6 mörk fyrir Seltirninga eða alls rúmlega þriðjung marka liðsins. Hefur bætt sig varnarlega að undanförnu og er verulega skeinuhættur fram á við hvort sem er í teignum í föstum leikatriðum eða á sprettinum upp vænginn.
Fyrir leik
Keflavík
Keflvíkingar eru mættir aftur á meðal þeirra bestu eftir tvö ár í næstefstu deild. Leifrandi sóknarbolti tryggði þeim sigur í Lengjudeildinni í fyrra. Keflavik vann ekki leik og féll með fjögur stig árið 2018 en liðið virðist vera betur undirbúið fyrir þetta tímabil og líklegra til afreka. Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Komnir
Ástbjörn Þórðarson frá KR
Christian Volesky frá Bandaríkjunum
Ísak Óli Ólafsson frá SönderjyskE á láni
Marley Blair frá Englandi
Oliver James Kelaart Torres frá Kormáki/Hvöt
Farnir
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í Hauka
Kasonga Ngandu til Coventry (Var á láni)
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni S.
Tristan Freyr Ingólfsson í Stjörnuna (Var á láni)
Gátlisti fréttaritara
Þeir eru þrír leikmenn Keflavíkur sem ég (og flestir aðrir sem um liðið tala) mæli með að lesendur fylgist vel með í sumar.
Joey Gibbs
Ástralinn fór á kostum í sókndjörfu liði Keflavíkur sem sigraði Lengjudeildina síðasta sumar og skoraði alls 21 mark í þeim 19 leikjum sem lið Keflavíkur lék. Stóra spurningin er hvort honum muni takast að halda góðum takti í markaskorun gegn betri varnarmönnum í betri deild. Hann hefur þó verið nokkuð iðin á undirbúningstímabilinu og skorað t.a.m þrennu gegn Víkingum í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins á dögunum.
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Hæfileikaríkur vinstri bakvörður sem ég er ekki í vafa um að muni stimpla sig inn í sumar sem einn besti bakvörður deildarinnar. Varnarlega er hann solid en það er framar á vellinum þar sem stjarna hans skín hvað skærast. Er með frábæran vinstri fót sem í bland við góða tæknilega getu og hraða mun valda varnarmönnum annara liða í deildinni miklum vandæðum þetta sumarið. Fór á reynslu til Sirius í Svíþjóð og segir sagan að Keflavík hafi hafnað tilboði Svíanna í Rúnar. Við sem fylgjumst með Pepsi Max deildinni ættum að fagna því að fá að sjá hann í deildinni í sumar því miðað við gæði verður hann ekki lengi hér á landi í viðbót.
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð á ekki lang að sækja hæfileikanna enda sonur Jóhanns B. Guðmundssonar. Davíð er þó að skapa sér nafn á eigin forsendum og verður spennandi að fylgjast með þessum 19 ára gamla leikmanni í sumar. Teknískur leikmaður með góðar sendingar sem gæti orðið prímusmótor í spili Keflavíkur í sumar auk þess sem hann skilar alltaf nokkrum mörkum. Hefur bætt sig mjög á undanförunum árum og gæti sprungið út af alvöru í sumar.
Keflvíkingar eru mættir aftur á meðal þeirra bestu eftir tvö ár í næstefstu deild. Leifrandi sóknarbolti tryggði þeim sigur í Lengjudeildinni í fyrra. Keflavik vann ekki leik og féll með fjögur stig árið 2018 en liðið virðist vera betur undirbúið fyrir þetta tímabil og líklegra til afreka. Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Komnir
Ástbjörn Þórðarson frá KR
Christian Volesky frá Bandaríkjunum
Ísak Óli Ólafsson frá SönderjyskE á láni
Marley Blair frá Englandi
Oliver James Kelaart Torres frá Kormáki/Hvöt
Farnir
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í Hauka
Kasonga Ngandu til Coventry (Var á láni)
Kristófer Páll Viðarsson í Reyni S.
Tristan Freyr Ingólfsson í Stjörnuna (Var á láni)
Gátlisti fréttaritara
Þeir eru þrír leikmenn Keflavíkur sem ég (og flestir aðrir sem um liðið tala) mæli með að lesendur fylgist vel með í sumar.
Joey Gibbs
Ástralinn fór á kostum í sókndjörfu liði Keflavíkur sem sigraði Lengjudeildina síðasta sumar og skoraði alls 21 mark í þeim 19 leikjum sem lið Keflavíkur lék. Stóra spurningin er hvort honum muni takast að halda góðum takti í markaskorun gegn betri varnarmönnum í betri deild. Hann hefur þó verið nokkuð iðin á undirbúningstímabilinu og skorað t.a.m þrennu gegn Víkingum í 8.liða úrslitum Lengjubikarsins á dögunum.
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Hæfileikaríkur vinstri bakvörður sem ég er ekki í vafa um að muni stimpla sig inn í sumar sem einn besti bakvörður deildarinnar. Varnarlega er hann solid en það er framar á vellinum þar sem stjarna hans skín hvað skærast. Er með frábæran vinstri fót sem í bland við góða tæknilega getu og hraða mun valda varnarmönnum annara liða í deildinni miklum vandæðum þetta sumarið. Fór á reynslu til Sirius í Svíþjóð og segir sagan að Keflavík hafi hafnað tilboði Svíanna í Rúnar. Við sem fylgjumst með Pepsi Max deildinni ættum að fagna því að fá að sjá hann í deildinni í sumar því miðað við gæði verður hann ekki lengi hér á landi í viðbót.
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð á ekki lang að sækja hæfileikanna enda sonur Jóhanns B. Guðmundssonar. Davíð er þó að skapa sér nafn á eigin forsendum og verður spennandi að fylgjast með þessum 19 ára gamla leikmanni í sumar. Teknískur leikmaður með góðar sendingar sem gæti orðið prímusmótor í spili Keflavíkur í sumar auk þess sem hann skilar alltaf nokkrum mörkum. Hefur bætt sig mjög á undanförunum árum og gæti sprungið út af alvöru í sumar.
Fyrir leik
Hún hefur verið löng biðin eftir því að Pepsi Max rúlli af stað á ný eftir að deildinn endaði á snautlegan hátt á síðasta tímabili.
Liðin hafa þó fengið góðan tíma til undirbúnings þó vissulega hafi orðið hlé á köflum og eru eflaust staðráðin í að bjóða okkur upp á taumlausa gleði á völlum landsins þetta sumarið.
Liðin hafa þó fengið góðan tíma til undirbúnings þó vissulega hafi orðið hlé á köflum og eru eflaust staðráðin í að bjóða okkur upp á taumlausa gleði á völlum landsins þetta sumarið.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
('84)
9. Adam Árni Róbertsson
('42)
10. Kian Williams
('84)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
Varamenn:
10. Dagur Ingi Valsson
('42)
11. Helgi Þór Jónsson
('84)
20. Christian Volesky
28. Ingimundur Aron Guðnason
98. Oliver Kelaart
('84)
Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Björn Bogi Guðnason
Unnar Stefán Sigurðsson
Helgi Bergmann Hermannsson
Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('5)
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('65)
Kian Williams ('79)
Sindri Þór Guðmundsson ('88)
Rauð spjöld: