Fyrsta umferðin í Pepsi Max-deildnni hefst um helgina. Umferðin hefst í kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti ÍA.
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins og yfirmaður íþróttamála hjá ViaPlay, spáir í fyrstu umferðina.
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins og yfirmaður íþróttamála hjá ViaPlay, spáir í fyrstu umferðina.
Valur 3 - 1 ÍA (20:00 í kvöld)
Kiddi Freyr og Sigurður Egill Lárusson stjórna ferðinni í þessum fyrsta leik. Þeir skora og Patrick Pedersen líka.
HK 2 - 0 KA (17:00 á laugardag)
Martin Rauschenberg kemur með mark úr föstu leikatriði og Birnir Snær Ingason skorar hitt markið. Rauschenberg sýnir af hverju gárangurarnir í Kórnum telja hann besta miðvörðinn í deildinni.
Fylkir 1 - 3 FH (19:15 á laugardag)
Matti Vill stimplar sig inn með tveimur mörkum.
Stjarnan 4 - 1 Leiknir R. (19:15 á laugardag)
Hilmar Árni Halldórsson skorar þrennu en af virðingu við efra Breiðholt fagnar hann ekki mörkunum.
Víkingur 1 - 1 Keflavík (19:15 á sunnudag)
Þetta er jafnteflisleikur, Suðurnesjamenn mæta ekki í fyrsta leik í Íslandsmót til að tapa.
Breiðablik 3 - 1 KR (19:15 á sunnudag)
Íslandsmeistarakandídatarnir byrja mótið með látum. Gísli Eyjólfsson skorar tvö mörk fyrir Blika og verður besti maður vallarins.
Athugasemdir