Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
KA
2
1
Keflavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson '24 1-0
1-1 Joey Gibbs '45 , víti
Hallgrímur Mar Steingrímsson '80 2-1
03.08.2021  -  18:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 13° hiti, sunnanátt og skýjað. Frábært fótboltaveður!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Hallgrímur Mar (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Sebastiaan Brebels ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('83)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('64)
20. Mikkel Qvist
26. Jonathan Hendrickx
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('68)

Varamenn:
5. Ívar Örn Árnason
14. Andri Fannar Stefánsson
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('64)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('83)
29. Jakob Snær Árnason ('83)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('68)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Ívar Arnbro Þórhallsson

Gul spjöld:
Þorri Mar Þórisson ('43)
Sveinn Margeir Hauksson ('52)
Bjarni Aðalsteinsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn klára þennan hörkuleik og fara þar með upp í 26 stig! Stórskemmtilegur leikur á Greifavellinum þar sem að sigurinn gat fallið hvoru megin sem er.
92. mín
Frábær björgun hjá Davíð Snæ! Jakob Snær hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark fyrir KA og þar með gera út um leikinn!
91. mín
Það er gríðarlegt stress í KA liðinu þegar að Keflavík lúðra boltanum fyrir markið. Gestirnir fá hornspyrnu.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Jakob nálægt því að leggja upp fyrir Hallgrím sem var einn á fjærstönginni en Magnús kemur boltanum í innkast.
88. mín
Frans nær skoti inni í teig KA en svona 6 KA menn stukku fyrir skotið og blokkuðu það! Keflavík fær þó annað horn. Dagur Ingi tekur.
88. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Þetta verða stressandi lokamínútur fyrir heimamenn.
87. mín
Nokkuð er af Keflvíkingum í stúkunni. Fögnum því!
86. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Keflvíkingum einnig.
86. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Keflvíkingum einnig.
83. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
83. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Sebastiaan Brebels (KA)
Tvöföld skipting og vel er klappað fyrir nýliðanum frá Þór!
80. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Bjarni Aðalsteinsson
HVAÐ ER AÐ ÞESSUM GÆJA!?

Bjarni Aðalsteinsson leggur boltann á Hallgrím, sem er í þröngu færi innan teigs hjá Keflvíkingum en hann skiptir bara yfir á vinstri löppina og á fast, lágt skot í fjærhornið. 2-1!
78. mín
Allt í járnum hér. KA menn verið mun meira með boltann síðustu mínútur en þriðja mark þessa leiks hefur enn ekki litið dagsins ljós.
76. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
Fyrsta skipting Keflvíkinga.
75. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Gult fyrir dýfu innan teigs!
71. mín
Nökkvi í ágætis færi! Bjarni með flotta sendingu aftur fyrir vörn Keflvíkinga en Nökkvi hittir boltann ekki alveg nægilega vel og boltinn siglir rétt framhjá markinu.
70. mín
Belgarnir Brebels og Hendrickx eiga gott þríhyrningsspil fyrir framan teig Keflavíkur en vinstri fótar skot Hendrickx er þónokkuð framhjá markinu.
68. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
68. mín
Spyrnan fer í vegginn.
67. mín
Elfar Árni vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir KA. Nú gæti ég trúað því að Hallgrímur Mar hlaði í skot.
64. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Ásgeir ekki alveg fundið sig í dag og Nökkvi kemur inn í hans stað.
61. mín
Sindri Þór vinnur hornspyrnu fyrir Keflvíkinga. Þessi leikur er í miklu jafnvægi og baráttan er til fyrirmyndar.
60. mín
Nú liggur Elfar Árni eftir og virtist halda um hnéð á sér. En hann heldur áfram, sem betur fer!
59. mín
Frans Elvarsson með frábærlega tímasetta tæklingu innan teigs þegar Brebels virtist vera að sleppa í gegn.
59. mín Gult spjald: Kian Williams (Keflavík)
Spjaldaði Nacho upprunalega en Kian fær gult fyrir að hanga í Hallgrími.
56. mín
Hallgrímur Mar fær aukaspyrnu á ágætis stað fyrir utan teig Keflavíkur. Færið er þó sennilega full utarlega fyrir Húsvíkinginn til að skora úr. Útilokum ekkert þó.
53. mín
Joey Gibbs fær fínt færi uppúr aukaspyrnunni! Á skot í varnarmúr KA inni í teig þeirra og fær boltann aftur en neglir honum hátt yfir.
52. mín Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Brýtur á Ástbirni.
49. mín
Elfar Árni fellur við úti á kanti og missir boltann en stendur fljótt upp og vinnur hann aftur af harðfylgi. Hann leikur inn í teig og setur hann á Ásgeir, en skot hans er langt framhjá!

30 sekúndum síðar kemst Sveinn Margeir í ágætt færi en á skot í varnarmann og aftur fyrir. Úr horninu á Dusan laust skot sem Sindri grípur.

Nóg að gerast!
47. mín
Sebastiaan Brebels í ruglinu, missir boltann og Kian fær boltann frá Sindra Þór en skot hans er hárfínt framhjá. Þarna voru KA menn heppnir!
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn!

KA menn hefja síðari hálfleikinn með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks.

Jafnt er þegar leikmenn ganga til búningsherbergja. Eftir að Hallgrímur Mar hafði komið heimamönnum yfir þá fengu Keflvíkingar vítaspyrnu rétt fyrir hálfleiksflautið.

Við fáum vonandi hörku baráttu hér í síðari hálfleik!
45. mín Mark úr víti!
Joey Gibbs (Keflavík)
KEFLVÍKINGAR JAFNA!!!

Joey Gibbs setur Steinþór í vitlaust horn og kemur Keflavík aftur inn í leikinn! 1-1!
43. mín Gult spjald: Þorri Mar Þórisson (KA)
KEFLAVÍK FÆR VÍTASPYRNU!

Joey Gibbs lúðrar boltanum í hendina á Þorra og Helgi Mikael bendir á punktinn. Gult er harkalegt!
40. mín
Brebels á fína fyrirgjöf á Ásgeir en skalli fyrirliðans fer yfir markið. Góður kafli hjá KA.
38. mín
Þarna ver Sindri vel! Glæsileg sókn KA þar sem að Þorri leggur boltann út í teiginn á Hallgrím sem á fast vinstri fótar skot. Sindri kýlir boltann í horn.
36. mín
Stórundarlegir markmannstilburðir hjá Sindra! Hallgrímur á hornspyrnu og Sindri ákveður að taka einhverskonar handbolta X í markinu og slær boltann aftur fyrir. Þetta var langt því frá sannfærandi.
35. mín
KA menn fá hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Hallgrími Mar. Magnús Þór rann en náði að pota boltanum aftur fyrir.
33. mín
Keflvíkingar hafa verið meira á boltanum síðustu mínútur en hafa lítið skapað sér.
28. mín
Magnús Þór Magnússon liggur eftir í teig KA en er staðinn á fætur og virðist ætla að halda áfram.
27. mín
Qvist skallar frá en Keflvíkingar halda boltanum.
26. mín
Davíð Snær vinnur aukaspyrnu á hægri kantinum, rétt fyrir utan vítateig KA. Kian ætlar að taka spyrnuna.
24. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
KA MENN ERU KOMNIR YFIR!!!

Elfar Árni vinnur boltann fyrir framan vítateig Keflavíkur og leggur hann til hliðar á Hallgrím, sem klippir inn á hægri og gerir engin mistök þegar hann leggur boltann í fjærhornið framhjá Sindra. 1-0!
19. mín
Davíð Snær á ágætis skot fyrir utan teig KA en boltinn fer framhjá.
17. mín
Sindri Þór fellur innan teigs í baráttu við Þorra. Keflvíkingar heimta víti en mér sýndist Sindri bara renna á blautum Greifavellinum.
16. mín
Sveinn Margeir reynir skot á lofti rétt fyrir utan teig, en hittir boltann illa og hann fer víðsfjarri markinu.
12. mín
KA menn fá fyrstu aukaspyrnu leiksins á 12. mínútu. Helgi Mikael vill hafa flot í þessu.
11. mín
Ásgeir skallar framhjá fyrir opnu marki! Hendrickx á háan bolta inn í teig og Elfar Árni virðist stökkva inn í Sindra Kristinn í markinu en ekkert er dæmt. Eftir mikinn darraðadans skýst boltinn eiginlega í hausinn á Ásgeiri, sem tekst ekki að stýra boltanum í markið.
5. mín
Marley Blair með skot rétt framhjá! Klippti inn á hægri fótinn nokkrum sinnum en KA menn náðu ekki að loka á skotið á vítateigslínunni þar sem boltinn lak framhjá fjærstönginni. Steinþór var alveg frosinn.
4. mín
KA menn eiga ágætis sókn sem að endar með því að Hallgrímur Mar á aðeins of lausa sendingu á Þorra sem nær ekki góðu skoti inni í teig eftir fínt utan á hlaup vinstra megin.
1. mín
Leikur hafinn
Keflvíkingar koma þessu af stað!
Fyrir leik
Eins og fram hefur komið er Jakob Snær Árnason mættur í KA frá nágrönnunum í Þór. Hann sagði í viðtali við akureyri.net að upp hefði komið trúnaðabrestur milli hans og þjálfara Þórs, Orra Hjaltalín.

,,Þetta er í raun og veru svolítið viðkvæmt. Það kom upp trúnaðarbrestur á milli mín og þjálfarans og á endanum varð það að samkomulagi að ég myndi yfirgefa félagið, sagði Jakob Snær við Akureyri.net í gærkvöldi. Þegar mér bauðst svo að fara í KA ákvað ég að horfa bara á minn feril; ég er metnaðarfullur, leit á þetta sem rétta skrefið fyrir mig og er mjög spenntur. Ég hef aldrei spilað í efstu deild en tel mig geta bætt KA-liðið og gefið því styrk til að ná sínum markmiðum,'' sagði Jakob.

Viðtalið má lesa hér í heild sinni


Trúnaðarbrestur kom upp á milli Jakobs og Orra.
Fyrir leik
Liðsmenn Dr. Football greindu frá því að Jonathan Hendrickx væri mögulega á förum frá KA og nefndu þar að Belginn væri með heimþrá. Hendrickx hefur spilað 8 deildarleiki í sumar og skorað í þeim eitt mark.


Stutt gaman á Akureyri?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

KA menn gera tvær breytingar á sínu liði, en þeir Daníel Hafsteinsson og Ívar Örn Árnason víkja fyrir Sebastiaan Brebels og Dusan Brkovic.

Jonathan Hendrickx, sem hefur verið talsvert í umræðunni, er í byrjunarliði KA. Jakob Snær tók skrefið úr Þór í KA fyrir nokkrum dögum. Hann er á bekknum í dag.

Keflavíkurliðið er óbreytt frá sigurleiknum gegn Breiðabliki.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson. Skal reyna að vera hlutlaus í umsögn minni um dómgæslu leiksins, en það gæti reynst erfitt í ljósi þess að hann gaf mér glórulaust gult spjald fyrir leikaraskap innan teigs árið 2014!

Illa gróa gömul sár.


Helgi Mikael sér um flautukonsertinn í dag.
Fyrir leik
Ástralinn Joey Gibbs hefur komið sterkur inn í Pepsi Max-deildina eftir að hafa gjörsamlega hakkað Lengjudeildina í spað í fyrra, þar sem að hann skoraði 21 mark í 19 leikjum fyrir Keflavík. Gibbs hefur komið boltanum 8 sinnum í netið í 13 leikjum og gerði hann fyrra mark Keflvíkinga í 2-0 sigrinum á Blikum.

30 mörk í 35 leikjum á Íslandi er ekki alslæmur árangur! Gestirnir munu treysta á áframhaldandi gott gengi Gibbs fyrir framan markið.


Gibbs er potturinn og pannan í sóknarleik Keflavíkur.

Fyrir leik
KA menn bættu við sig tveimur leikmönnum í lok júlí.
Þann 29. júlí staðfestu þeir að Jakob Snær Árnason hefði tekið stökkið yfir ána frá Þór. Jakob hefur skorað 3 mörk í 13 leikjum í deild og bikar á tímabilinu.

Svo tilkynntu KA í gær að Daninn Mark Gundelach væri genginn til liðs við KA og mun spila með liðinu út leiktíðina. Gundelach er hægri bakvörður og á meðal annars leiki að baki með Nordsjælland í Meistaradeild Evrópu, auk þess að hafa spilað fyrir öll yngri landslið Danmerkur.


Mark Gundelach. (Mynd: KA)
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var óspennandi en þar höfðu KA menn 1-4 sigur á HS Orku Vellinum. Mörk KA gerðu Ásgeir Sigurgeirsson (2), Hallgrímur Mar Steingrímsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Mark Keflavíkur skoraði Ástbjörn Þórðarson.

Keflvíkingar koma þó inn í þennan leik með kassann úti eftir frækinn 2-0 sigur á Breiðabliki, en KA menn gerðu góða ferð í Breiðholtið og unnu mikinn vinnusigur á Leikni R.


Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild síðan 2019 í fyrri leik liðanna.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn er liður í 14. umferð deildarinnar og sitja heimamenn í KA í 5. sæti með 23 stig en gestirnir úr Keflavík eru í 8. sæti með 16 stig.

Keflvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti í útileikjum sumarsins en uppskeran er 4 stig úr 6 leikjum. Eini útisigur liðsins kom gegn Stjörnunni.
En að sama skapi hafa gulklæddir KA menn ekki safnað mörgum stigum í pokann á heimavelli, en Dalvíkurvöllur reyndist ekki þeirra happasvæði. Sigur vannst þó í fyrsta leik sumarsins á Greifavellinum, 2-0 gegn HK.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams ('76)
16. Sindri Þór Guðmundsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('86)
86. Marley Blair ('86)

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson ('76)
10. Dagur Ingi Valsson ('86)
11. Helgi Þór Jónsson ('86)
20. Christian Volesky
98. Oliver Kelaart

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Helgi Bergmann Hermannsson

Gul spjöld:
Kian Williams ('59)

Rauð spjöld: