Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 29. júlí 2021 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jakob Snær úr Þór í KA (Staðfest)
Lengjudeildin
Jakob Snær Árnason.
Jakob Snær Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er búið að bæta við sig leikmanni á þessum gluggadegi. Jakob Snær Árnason er búinn að skipta frá nágrönnunum í Þór.

Jakob lék sinn fyrsta leik fyrir Þór árið 2015 og hefur verið lykilmaður síðustu þrjú tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í deildinni á þessari leiktíð og skoraði annað mark liðsins í 2-1 sigri á Grindavík í Mjólkurbikarnum.

Hann hefur fengið staðfest félagaskipti í KA á vefsíðu KSÍ og gæti því spilað með liðinu gegn Keflavík 3. ágúst næstkomandi.

KA situr í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar á meðan Þór er í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar.

Fótbolti.net er með beina lýsingu frá gluggadeginum en hægt er að nálgast hana hérna.
Athugasemdir
banner
banner