
KA
2
0
Fylkir

Hallgrímur Mar Steingrímsson
'88
1-0
Nökkvi Þeyr Þórisson
'91
2-0
11.09.2021 - 14:00
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og blankalogn - blautur völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Hallgrímur Mar (KA)
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og blankalogn - blautur völlur
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Hallgrímur Mar (KA)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Dusan Brkovic
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson

11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
('71)

14. Andri Fannar Stefánsson
20. Mikkel Qvist
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson
('93)

29. Jakob Snær Árnason
('63)

30. Sveinn Margeir Hauksson
('63)

77. Bjarni Aðalsteinsson
Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
('93)

9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('71)


21. Nökkvi Þeyr Þórisson
('63)


23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
('63)

32. Þorvaldur Daði Jónsson
Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('73)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erfið fæðing hjá KA mönnum sem að komu loks inn marki á 88. mínútu. Það var kunnuglegt andlit sem að dró þá yfir línuna. Hallgrímur Mar sýndi að hann getur unnið leiki uppá sitt einsdæmi og það var síðan Dalvíkingurinn Nökkvi sem að kláraði dæmið fyrir heimamenn.
Fylkismenn börðust af öllu hjarta og hefðu átt að fá víti í fyrri hálfleik. Þeir hugsa Helga Mikael sennilega þegjandi þörfina. Botnbaráttan er enn í fullum gangi og Fylkismenn þurfa nauðsynlega á stigum að halda í framhaldinu.
Fylkismenn börðust af öllu hjarta og hefðu átt að fá víti í fyrri hálfleik. Þeir hugsa Helga Mikael sennilega þegjandi þörfina. Botnbaráttan er enn í fullum gangi og Fylkismenn þurfa nauðsynlega á stigum að halda í framhaldinu.
91. mín
MARK!

Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
NÖKKVI KLÁRAR ÞETTA!!!
KA menn vinna boltann við miðhringinn og Elfar Árni leggur boltann í kjölfarið á Nökkva, vinstra megin við vítateig Fylkis. Nökkvi klippir inn völlinn og þrumar hnitmiðuðu skoti í bláhornið. Frábærlega gert! 2-0!
KA menn vinna boltann við miðhringinn og Elfar Árni leggur boltann í kjölfarið á Nökkva, vinstra megin við vítateig Fylkis. Nökkvi klippir inn völlinn og þrumar hnitmiðuðu skoti í bláhornið. Frábærlega gert! 2-0!
88. mín
MARK!

Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
ÞAR KOM ÞAÐ!!!
Steinþór Freyr leggur boltann á Hallgrím sem að keyrir á vörn Fylkis. Hann hótar skoti nokkrum sinnum inni í teig áður en hann finnur akkúrat rétta augnablikið til að skjóta þéttingsföstu og lágu skoti framhjá Aroni. 1-0!
Steinþór Freyr leggur boltann á Hallgrím sem að keyrir á vörn Fylkis. Hann hótar skoti nokkrum sinnum inni í teig áður en hann finnur akkúrat rétta augnablikið til að skjóta þéttingsföstu og lágu skoti framhjá Aroni. 1-0!
81. mín
Qvist er stutt frá því að komast í boltann en Fylkismenn hreinsa burt. KA heldur boltanum.
79. mín
Fylkismenn hafa hent sér fyrir svona 10 skot á síðustu 5 mínútum leiksins. Þeir ætla sér að taka eitthvað úr þessu.
75. mín
Orri Sveinn liggur eftir og Helgi Mikael flautar aukaspyrnu þegar að KA liggja á Fylki, við lítinn fögnuð áhorfenda.
73. mín
Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)

Ásgeir og Elfar fá gul spjöld eftir þessa uppákomu.
72. mín
Elfar Árni gerir, að mér fannst, heiðarlega tilraun til þess að vinna háan bolta gegn Aroni en markmaðurinn hirðir boltann. Í kjölfarið eiga sér stað einhver samskipti þar sem að báðir liggja eftir. Ég skil ekkert hvað er í gangi.
61. mín
Aron ver vel frá Hallgrími! Hallgrímur kemst í gott skotfæri á hægri löppina þegar hann klippir inn af vinstri kantinum, en Aron er vandanum vaxinn í markinu og ver í horn.
60. mín
Orri gerir vel á vinstri kantinum og fer á milli Gundelach og Brkovic. Hann á fast skot sem að endar í hliðarnetinu.
59. mín

Inn:Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fylkir)
Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Fyrrum leikmaður KA, Torfi Tímóteus, mætir til leiks.
55. mín
ARNÓR GAUTI ÞRUMAR Í STÖNG!
Orri Hrafn á flottan sprett í átt að marki KA. Hann á herfilegt skot sem að endar hjá Guðmundi Steini. Guðmundur leggur hann út í teiginn á Arnór sem að nær bylmingsskoti í nærstöngina og Steinþór Már alveg stjarfur á línunni.
Fylkismenn óheppnir!
Orri Hrafn á flottan sprett í átt að marki KA. Hann á herfilegt skot sem að endar hjá Guðmundi Steini. Guðmundur leggur hann út í teiginn á Arnór sem að nær bylmingsskoti í nærstöngina og Steinþór Már alveg stjarfur á línunni.
Fylkismenn óheppnir!
48. mín
Dusan telur að á sér sé brotið en Helgi Mikael heldur nú síður. Fylkismenn bruna upp og Orri Hrafn reynir að leggja hann til Arnórs Gauta en Sveinn Margeir gerir virkilega vel í að koma til baka og þruma boltanum í burtu.
45. mín
Hálfleikur
Aron Snær slær hornspyrnu Hallgríms út í teig og boltinn er hreinsaður burt. 0-0 í hálfleik og allt opið í seinni hálfleik.
KA menn fengið talsvert betri færi en gestirnir, en Fylkismenn hefðu mjög líklega átt að fá vítaspyrnu þegar að Gundelach tók Orra Hrafn niður í teig KA.
KA menn fengið talsvert betri færi en gestirnir, en Fylkismenn hefðu mjög líklega átt að fá vítaspyrnu þegar að Gundelach tók Orra Hrafn niður í teig KA.
45. mín
+1
Jakob nælir í horn eftir að fast skot hans er blokkað aftur fyrir. Það síðasta sem gerist fyrir hálfleiksflaut, býst ég við.
Jakob nælir í horn eftir að fast skot hans er blokkað aftur fyrir. Það síðasta sem gerist fyrir hálfleiksflaut, býst ég við.
45. mín
Stutt í hálfleiksflautið og enn markalaust. Fátt sem bendir til að það breytist. Eftir fjörugar fyrstu 30 mínútur er leikurinn orðinn meira miðjumoð og barátta.
42. mín
Guðmundur Steinn kemst í þröngt færi en Mikkel Qvist mætir og blokkar skotið í horn.
37. mín
Sveinn Margeir klobbar Daða Ólafs sem að tekur hann niður rétt fyrir utan teiginn hægra megin.
32. mín
Þrátt fyrir að KA menn hafi fengið fleiri færi, þá finnst manni Fylkisliðið samt líklegt til að skora. Qvist hefur oft leikið betur og gestirnir hafa náð að pressa KA liðið ágætlega.
28. mín
Flott varsla Arons!
Góð sókn KA endar með því að Sveinn Margeir finnur Þorra úti vinstra megin sem að á fasta og lága viðstöðulausa sendingu inn í teig. Þar tekur Ásgeir eina snertingu, snýr á punktinum og nær föstu skoti í fjærhornið. Aron sýnir flott viðbrögð og slær boltann til hliðar.
Góð sókn KA endar með því að Sveinn Margeir finnur Þorra úti vinstra megin sem að á fasta og lága viðstöðulausa sendingu inn í teig. Þar tekur Ásgeir eina snertingu, snýr á punktinum og nær föstu skoti í fjærhornið. Aron sýnir flott viðbrögð og slær boltann til hliðar.
26. mín
Daði Ólafsson nær ágætis fyrirgjöf á fjær og Qvist missir af boltanum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson nær ekki góðri tengingu með höfðinu og boltinn fer framhjá marki KA.
18. mín
HALLGRÍMUR Í DAUÐAFÆRI!
Jakob Snær gerir frábærlega í að brjóta miðjupressu Fylkis og er skyndilega í stórhættulegri stöðu beint fyrir framan mark gestanna. Hann rennir honum til hliðar á Hallgrím sem að er aleinn gegn Aroni, en skot hans er of nálægt markmanninum og Aron ver vel.
Þetta var risatækifæri.
Jakob Snær gerir frábærlega í að brjóta miðjupressu Fylkis og er skyndilega í stórhættulegri stöðu beint fyrir framan mark gestanna. Hann rennir honum til hliðar á Hallgrím sem að er aleinn gegn Aroni, en skot hans er of nálægt markmanninum og Aron ver vel.
Þetta var risatækifæri.
17. mín
Aron ver frá Qvist!
Hallgrímur smellir boltanum beint á hausinn á Mikkel Qvist en Daninn stýrir honum á mitt markið af mjög stuttu færi.
Hallgrímur smellir boltanum beint á hausinn á Mikkel Qvist en Daninn stýrir honum á mitt markið af mjög stuttu færi.
16. mín
Gundelach nælir í aukaspyrnu úti hægra megin, rétt fyrir utan teig Fylkis. Hallgrímur er yfir boltanum.
12. mín
Nú halda KA menn boltanum og freista þess að opna Fylkisvörnina. Gestirnir eru þó líklegir þegar þeir vinna boltann ofarlega. Stefnir í hörkuleik.
9. mín
Fylkismenn vilja vítaspyrnu!
Orri Hrafn er einn á einn gegn Dusan og leikur inn í teig. Serbinn virðist ná að setja hann úr jafnvægi með því að fara öxl í öxl við hann, en Mark Gundelach hleypur aftan á Orra og Fylkismaðurinn fellur í teignum.
Þetta virtist bara vera klárt brot á Gundelach.
Orri Hrafn er einn á einn gegn Dusan og leikur inn í teig. Serbinn virðist ná að setja hann úr jafnvægi með því að fara öxl í öxl við hann, en Mark Gundelach hleypur aftan á Orra og Fylkismaðurinn fellur í teignum.
Þetta virtist bara vera klárt brot á Gundelach.
8. mín
Leikurinn hefur farið ágætlega af stað og KA menn halda betur í boltann þessa stundina, en Fylkismenn hafa þó ógnað með hröðum skyndisóknum.
5. mín
Hallgrímur Mar skallar í stöng!
Hárnákvæm fyrirgjöf Gundelach ratar beint á kollinn á Hallgrími sem að nær föstum skalla á nærstöngina en tréverkið bjargar Fylkismönnum!
Hárnákvæm fyrirgjöf Gundelach ratar beint á kollinn á Hallgrími sem að nær föstum skalla á nærstöngina en tréverkið bjargar Fylkismönnum!
Fyrir leik
Korter í leik
Völlurinn blautur og blankalogn. Verður fróðlegt að sjá hvernig Greifavöllurinn kemur undan þessari baráttu.
Rúnar Páll gerir talsvert fleiri breytingar en kollegi hans KA-megin. Skiljanlegt að hrista upp í hlutunum eftir hryllinginn gegn Blikum fyrir landsleikjahlé.
Völlurinn blautur og blankalogn. Verður fróðlegt að sjá hvernig Greifavöllurinn kemur undan þessari baráttu.
Rúnar Páll gerir talsvert fleiri breytingar en kollegi hans KA-megin. Skiljanlegt að hrista upp í hlutunum eftir hryllinginn gegn Blikum fyrir landsleikjahlé.
Fyrir leik
Rúnar Páll tekinn við
Eftir að hafa yfirgefið Stjörnuna í maí, þar sem að hann hafði þjálfað við góðan orðstír síðan 2013, að þá var það tilkynnt 1. september að Rúnar Páll Sigmundsson væri nýr þjálfari Fylkis. Markmiðið býsna einfalt: halda Fylki í deild þeirra bestu.
,,Þetta verður krefjandi og bráðskemmtilegt verkefni. Ég hef mikla trú á þessu, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér. Við þurfum að eiga frábæran mánuð,'' sagði Rúnar Páll.
Samningur Rúnars er út tímabilið, en hefur hann áhuga á því að starfa lengur en það hjá Fylki?
,,Við tökum stöðuna eftir tímabil. Við byrjum á þessu verkefni, sem er verðugt. Svo sjáum við bara til hvernig þróast.''
Rúnar Páll færð verðugt verkefni í hendurnar. Tekst honum að halda Fylki í efstu deild?
Eftir að hafa yfirgefið Stjörnuna í maí, þar sem að hann hafði þjálfað við góðan orðstír síðan 2013, að þá var það tilkynnt 1. september að Rúnar Páll Sigmundsson væri nýr þjálfari Fylkis. Markmiðið býsna einfalt: halda Fylki í deild þeirra bestu.
,,Þetta verður krefjandi og bráðskemmtilegt verkefni. Ég hef mikla trú á þessu, annars hefði ég ekki tekið þetta að mér. Við þurfum að eiga frábæran mánuð,'' sagði Rúnar Páll.
Samningur Rúnars er út tímabilið, en hefur hann áhuga á því að starfa lengur en það hjá Fylki?
,,Við tökum stöðuna eftir tímabil. Við byrjum á þessu verkefni, sem er verðugt. Svo sjáum við bara til hvernig þróast.''

Rúnar Páll færð verðugt verkefni í hendurnar. Tekst honum að halda Fylki í efstu deild?
Fyrir leik
Gengi liðanna
Eftir erfiða tapleiki gegn sterku Blikaliði tvisvar í röð þá komst KA aftur á sigurbraut með öruggum 3-0 sigri á ÍA sem, rétt eins og Fylkir, berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mörk KA í leiknum gerðu Bjarni Aðalsteinsson, Jakob Snær Árnason og Hallgrímur Mar Steingrímsson
Fylkismenn gátu í raun ekki farið inn í landsleikjapásuna á verri nótum en þeir biðu afhroð gegn Breiðabliki þann 29. ágúst þegar grænklæddir skoruðu sjö mörk gegn þeim. 0-7 tap og í kjölfarið var þjálfari Fylkis, og gamli KA maðurinn, Atli Sveinn Þórarinsson látinn taka pokann sinn. Liðið fengið á sig 13 mörk í síðustu fjórum leikjum og einungis skorað eitt.
Atli hefur kvatt Árbæinn.
Eftir erfiða tapleiki gegn sterku Blikaliði tvisvar í röð þá komst KA aftur á sigurbraut með öruggum 3-0 sigri á ÍA sem, rétt eins og Fylkir, berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mörk KA í leiknum gerðu Bjarni Aðalsteinsson, Jakob Snær Árnason og Hallgrímur Mar Steingrímsson
Fylkismenn gátu í raun ekki farið inn í landsleikjapásuna á verri nótum en þeir biðu afhroð gegn Breiðabliki þann 29. ágúst þegar grænklæddir skoruðu sjö mörk gegn þeim. 0-7 tap og í kjölfarið var þjálfari Fylkis, og gamli KA maðurinn, Atli Sveinn Þórarinsson látinn taka pokann sinn. Liðið fengið á sig 13 mörk í síðustu fjórum leikjum og einungis skorað eitt.

Atli hefur kvatt Árbæinn.
Fyrir leik
KA í hefndarhug
Fylkismenn unnu fyrri leik liðanna í Árbænum þar sem að nafnið Orri réði ríkjum.
Orri Sveinn Stefánsson kom heimamönnum í 1-0 á 31. mínútu og nafni hans, Orri Hrafn Kjartansson, tvöfaldaði forystu Fylkis á 59. mínútu leiksins.
Fimm mínútum seinna tókst Hallgrími Mar Steingrímssyni að minnka muninn og Sebastian Brebels var hársbreidd frá því að bjarga stigi fyrir KA, en skot hans hafnaði í stönginni á síðustu andartökum leiksins og Fylkismenn fögnuðu sjaldgæfum sigri í sumar.
Orrahríð tryggði sigur í fyrri leik liðanna. Hér er Orri Hrafn Kjartansson á boltanum.
Fylkismenn unnu fyrri leik liðanna í Árbænum þar sem að nafnið Orri réði ríkjum.
Orri Sveinn Stefánsson kom heimamönnum í 1-0 á 31. mínútu og nafni hans, Orri Hrafn Kjartansson, tvöfaldaði forystu Fylkis á 59. mínútu leiksins.
Fimm mínútum seinna tókst Hallgrími Mar Steingrímssyni að minnka muninn og Sebastian Brebels var hársbreidd frá því að bjarga stigi fyrir KA, en skot hans hafnaði í stönginni á síðustu andartökum leiksins og Fylkismenn fögnuðu sjaldgæfum sigri í sumar.

Orrahríð tryggði sigur í fyrri leik liðanna. Hér er Orri Hrafn Kjartansson á boltanum.
Fyrir leik
Dómarinn
Helgi Mikael Jónsson dæmir leik dagsins. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Fjórði dómari er Birgir Þór Þrastarson.
Helgi Mikael dæmir í dag.
Helgi Mikael Jónsson dæmir leik dagsins. Honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Egill Guðvarður Guðlaugsson. Fjórði dómari er Birgir Þór Þrastarson.

Helgi Mikael dæmir í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Fylkis í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn er liður í 20. umferð deildarinnar og er hann gífurlega mikilvægur báðum liðum.
KA er í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili en Árbæingar berjast fyrir lífi sínu á botninum. Allt verður lagt í sölurnar og má búast við hörkuleik.
Bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda. Hér eltir Hallgrímur Mar Steingrímsson kantmanninn Valdimar Þór Ingimundarson, sem nú spilar með Stromsgödset í Noregi, í leik liðanna í fyrra.
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Fylkis í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn er liður í 20. umferð deildarinnar og er hann gífurlega mikilvægur báðum liðum.
KA er í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili en Árbæingar berjast fyrir lífi sínu á botninum. Allt verður lagt í sölurnar og má búast við hörkuleik.

Bæði lið þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda. Hér eltir Hallgrímur Mar Steingrímsson kantmanninn Valdimar Þór Ingimundarson, sem nú spilar með Stromsgödset í Noregi, í leik liðanna í fyrra.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
('59)

2. Ásgeir Eyþórsson (f)

4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
('80)

21. Malthe Rasmussen
28. Helgi Valur Daníelsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
('67)

72. Orri Hrafn Kjartansson
Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
('59)

17. Birkir Eyþórsson
('80)

20. Hallur Húni Þorsteinsson
22. Ómar Björn Stefánsson
('67)

25. Ragnar Sigurðsson
77. Óskar Borgþórsson
Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson
Arnar Þór Valsson
Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('73)
Rauð spjöld: