Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 01. september 2021 12:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Páll ráðinn þjálfari Fylkis (Staðfest)
Rúnar Páll
Rúnar Páll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis, hann semur við Fylki út þetta tímabil.

Þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Ingi Stígsson voru reknir eftir 0-7 tap á heimavelli gegn Breiðabliki á sunnudag.

Fylkir er í fallsæti og fær Rúnar Páll það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli.

Rúnar Páll var síðast þjálfari Stjörnunnar en hætti óvænt sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik í deildinni.

Fylkir á eftir að spila við KA, ÍA og Val og er einu stigi á eftir HK sem er í sætinu fyrir ofan, því tíunda.
Athugasemdir