Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
0
2
PSG
0-1 Lea Khelifi '17
0-2 Grace Geyoro '89
06.10.2021  -  19:00
Kópavogsvöllur
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Ekki nema 7 gráður en ekki mikill vindur
Dómari: Iuliana Demetrescu (Rúmenía)
Áhorfendur: 1412
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('71)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('88)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('88)

Varamenn:
11. Alexandra Soree ('88)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('88)
22. Emilía Halldórsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('71)
29. Viktoría París Sabido

Liðsstjórn:
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta búið hér á Kópavogsvelli í kvöld með 0-2 sigri PSG. Blikarnir geta samt verið stoltar af sinni frammistöðu en þær gáfu gestunum ekkert eftir og stóðu sig virkilega vel. Vil þakka stuðningsmönnum fyrir frábæra mætingu og stemningu hér í kvöld.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl sem koma inn seinna í kvöld.
91. mín
Inn:Aminata Diallo (PSG) Út:Grace Geyoro (PSG)
89. mín MARK!
Grace Geyoro (PSG)
Jæja með þessu marki tryggja þær sér sigurinn.

Fær boltann upp hægri kantinn og keyrir inn á teig og skýtur úr nokkuð þröngu færi en skotið var fast og hnitmiðað undir Telmu og endar í netinu. Það var aðeins búið að liggja á Blikum síðustu mínútur.
89. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu. Blikar hreinsa og boltinn berst á Geyoro sem skýtur hátt yfir
88. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
88. mín
Inn:Alexandra Soree (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Jordyn Huitema (PSG) Út:Marie-Antoinette Katoto (PSG)
80. mín
DAUÐAFÆRI SEM PSG FÆR EN BLIKAR BJARGA!
Diani kemst ein í gegn og Telma kemur út á móti. Diani kemst framhjá og skýtur á markið en Hafrún bjargar frábærlega.
Dabritz kemst svo í boltann og tekur skot en Telma ver og kemur sér svo aftur í markið. Þetta var rosaleg sókn.
74. mín
Telma ver frábærlega eftir gott skot frá Geyoro. Gestirnir fá hér hornspyrnu. Blikar hreinsa
71. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik)
Og hér kemur fyrsta skipting leiksins hjá Blikum. Birta kemur inn fyrir Karen Maríu sem átti flottan leik.
70. mín
Inn:Sara Däbritz (PSG) Út:Lea Khelifi (PSG)
Fyrsta skipting leiksins. Markaskorarinn fer af velli.
67. mín
Við vorum að fá áhorfendatölur - alls eru 1412 manns mættir á Kópavogsvöll hér í kvöld. Geggjuð mæting, ég er hrikalega ánægð með þetta!

Áhorfendamet á kvennaleik í Kópavogi!
64. mín
Aftur eru gestirnir í fínu færi. Nú kemur bolti inn á teig frá hægri og Marie-Antoinette stekkur hæst í teignum en skallar boltann yfir markið
56. mín
Hættulegt færi hjá PSG. Það kemur bolti inn í teig frá vinstri á Marie-Antoinette en Kristín Dís gerir vel og er alveg við hana og skýtur Marie-Antoinette rétt framhjá
54. mín
Flott sókn hjá Blikum sem hefst með bolta út á vinstri á Tiffany, hún sendir fyrir og Karen skallar að marki en vörnin hreinsar út á Ástu sem stendur við vítateigslínuna og tekur skot en það fer yfir markið.
50. mín
Góð sókn hjá PSG. Karchaoui kemur með góðan bolta fyrir beint á Diani sem nær góðu kontroli á boltann en skýtur rétt framhjá.
47. mín
Blikar fá aftur hornspyrnu sem gestirnir hreinsa í annað horn. Seinna hornið hreinsar PSG strax og fara af stað í sókn.
46. mín
Blikar sækja hornspyrnu hér strax á fyrstu mínútu seinni.
ÞAÐ ER STÓRHÆTTA EFTIR HORNSPYRNUNA. Nokkrir Blikar reyna skot inni í teig sem fara í varnarmenn PSG og þetta endar þegar Kristín Dís fær góðan bolta á fjær og engu munar að hún nái að skalla knöttinn í netið en hann fór rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað! Nú byrja Blikar með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Koma svo Breiðablik!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Kópavogsvelli og PSG leiðir 0-1.
Þetta hefur verið nokkuð jafn leikur hér og Blikarnir hafa hingað til alveg staðið í PSG. Vonandi heldur það bara áfram!
41. mín
Þá fara gestirnir í sókn, Marie-Antoinette kom boltanum hægra meginn í teiginn þar sem Diani var mætt og tók hún skot sem Telma varði frábærlega með fætinum.
40. mín
Fín tilraun hjá Blikum. Karen María fékk boltann á hægri kanti og keyrði inn að teig og reyndi skot sem Barbora átti ekki í miklum vandræðum með.
38. mín
Það er hérna fugl sem flaug yfir völlinn og ákvað að taka sér smá pásu hér á miðjum velli við mikla lukku stuðningsmanna. Í því reyna Blikar stungusendingu inn fyrir vörn PSG en enginn nema fuglinn var nálægt því að ná boltanum en hann flaug í sendingarleiðina.
36. mín
Kadidiatou Diani reyndi hér skot rétt við vítateigslínuna en boltinn fór rétt framhjá. Ágætis tilraun.
30. mín
Blikar fengu aukaspyrnu vel fyrir utan teig sem Agla tók en skot hennar fór framhjá.
26. mín
BLIKAR Í DAUÐAFÆRI!!
Agla kemst ein í gegn eftir að hafa komist inn í sendingu en missir boltann aðeins of langt frá sér og Barbora kom út á móti og ver í horn.

Hornspyrnan var góð og Karítas var grimmust í teignum og náði skallanum sem fór því miður framhjá markinu. Frábær sókn hjá Blikum
25. mín
Það hefur verið nokkuð rólegt yfir eftir markið hjá Khelifi
17. mín MARK!
Lea Khelifi (PSG)
Frábær bolti frá Karchaoui á vinstri kanti inn í teig beint á Leu Khelifi sem klárar örugglega með vinstri af stuttu færi.

PSG hafði ekki beint verið að ógna en það eru alvöru gæði í þessu liði og þær nýta færin sín. Svekkjandi fyrir Blika.
13. mín
Stórsókn hjá PSG, Marie-Anotinette Katoto og Kadidiatou Diani sýndu hve flinkar þær eru og spiluðu sín á milli inni í teig Blika. Sóknin endaði svo á skoti frá Marie-Antoinette sem Telma varði.
12. mín Gult spjald: Elisa De Almeida (PSG)
Fyrir brot á Öglu Maríu á miðjum velli
9. mín
Blikar fá aukaspyrnu á vítateigslínunni! Hélt í smá stund að þetta brot hefði verið inni í teig.

Agla tekur. Boltinn lyftist ekki frá jörðinni en fer út í hægra hornið þar sem Barbora Votíková handsamar knöttinn.
8. mín
Blikar komast fram á við og Tiffany ákveður að skjót bara á miðjum velli en skotið er hátt yfir. Smá bjartsýni
5. mín
Þetta fer nokkuð rólega af stað. Blikar náðu rétt í þessu fínu spili og komu boltanum inn í teig en Tiffany náði ekki til boltans.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað kæru lesendur. PSG byrjar með boltann og þær sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Nú ganga liðin út á völlinn og við hlustum á Meistaradeildar-lagið. Þetta er að hefjast!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl í upphitun.

Ég vona að sem flestir ætli að mæta á völlinn og styðja Blika í dag, það er ekki á hverjum degi sem íslenskt lið spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Ég er allavega löngu mætt og bíð spennt.
Fyrir leik
Það styttist í þessa veislu. Byrjunarliðin eru komin inn og þið getið séð þau hér til hliðar.

Breiðablik gerir eina breytingu frá síðasta leik, Selma Sól fer á bekkinn en Karen María kemur beint inn í byrjunarliðið, en hún gekk til liðs við Blika í síðustu viku.
Fyrir leik
Hér má sjá Hildi Antons í baráttunni um boltann í síðasta leik Blika við PSG.

Fyrir leik
Breiðablik mætti PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019. PSG vann fyrri leikinn 0-4 og seinni leikinn 3-1. Berglind Björg skoraði þar mark Blika.
Fyrir leik
Síðasti leikur sem Breiðablik spilaði var föstudaginn 1. október þar sem liðið mætti Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Breiðablik vann leikinn 4-0 og koma þær því inn í leikinn gegn PSG með bikarmeistaratitil á bakinu.

Fyrir leik
Leið Blika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var svona:

Breiðablik vann KÍ Klakksvík í fyrsta leik 7-0
Næst var Gintra frá Litháen sem þær sigruðu 8-1
Og í úrslitaleiknum um sæti í riðlakeppninni spilaði Breiðablik á móti Osijek. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Blikar sigruðu seinni leikinn 3-0.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá stórleiknum sem er að hefjast klukkan 19 á Kópavogsvelli.
Þar tekur Breiðablik á móti stórliði PSG en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Byrjunarlið:
30. Barbora Votíková (m)
4. Paulina Dudek
5. Elisa De Almeida
7. Sakina Karchaoui
8. Grace Geyoro ('91)
9. Marie-Antoinette Katoto ('86)
11. Kadidiatou Diani
14. Kheira Hamraoui
15. Amanda Ilestedt
21. Sandy Baltimore
27. Lea Khelifi ('70)

Varamenn:
1. Stephanie Labbe (m)
40. Charlotte Voll (m)
13. Sara Däbritz ('70)
17. Celin Bizet Ildhusöy
18. Laurina Fazer
19. Estelle Cascarino
20. Aminata Diallo ('91)
23. Jordyn Huitema ('86)
28. Jade Le Guilly

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elisa De Almeida ('12)

Rauð spjöld: