Valur
2
0
Þróttur R.
Arna Sif Ásgrímsdóttir
'6
1-0
Mist Edvardsdóttir
'61
2-0
26.04.2022 - 19:15
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir
Origo völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Anna Rakel Pétursdóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
('64)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
('64)
Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('64)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
('64)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
77. Eva Stefánsdóttir
Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Mark Wesley Johnson
Gul spjöld:
Mist Edvardsdóttir ('86)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sannfærandi heimasigri.
Miðverðirnir Arna Sif og Mist sáu um markaskorunina en bæði mörkin komu eftir hornspyrnur.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
Miðverðirnir Arna Sif og Mist sáu um markaskorunina en bæði mörkin komu eftir hornspyrnur.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
92. mín
Anna Rakel birtist upp við vítateig Þróttar og lætur vaða með hægri fæti en setur boltann vel framhjá!
91. mín
DAUÐAFÆRI!
Sólveig finnur Elínu Mettu í teignum en hún neglir yfir úr frábæru færi!
Sólveig finnur Elínu Mettu í teignum en hún neglir yfir úr frábæru færi!
86. mín
Gult spjald: Mist Edvardsdóttir (Valur)
Mist brýtur á Kötlu sem ætlaði að skjóta sér framhjá henni og upp í vinstra hornið. Fær gult að launum og Þróttarar aukaspyrnu.
Andrea Rut tekur setur boltann fyrir úr aukaspyrnunni en Sandra slær hann frá.
Andrea Rut tekur setur boltann fyrir úr aukaspyrnunni en Sandra slær hann frá.
81. mín
Andrea Rut reynir skot að Valsmarkinu eftir aukaspyrnu Þróttar en setur boltann vel yfir.
79. mín
Enn sér Íris Dögg við Elínu Mettu. Kom vel út á móti Elínu sem var komin inná teig.
78. mín
Valskonur sækja sér enn eina hornspyrnuna. Ásdís Karen tekur. Setur boltann inná teig. Þar nær Þórdís Elva þrumuskoti sem virðist vera á leið í markið en fer í varnarmann og aftur fyrir!
Aftur fá heimakonur horn en skapa enga hættu í þetta skiptið.
Aftur fá heimakonur horn en skapa enga hættu í þetta skiptið.
76. mín
Laglegur snúningur hjá Kötlu en henni tekst ekki að þræða Danielle í gegn í kjölfarið. Þar standa öfugir varnarmenn Vals vaktina.
75. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
Út:Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Ísabella kemur inná gegn uppeldisfélaginu. Hún er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Þrótti.
72. mín
Mist er gríðarlega sterk í loftinu! Markið sem hún skoraði gerði hún þó með fætinum.
Mist er gríðarlega sterk í loftinu! Markið sem hún skoraði gerði hún þó með fætinum.
71. mín
Sláin!
Mist skallar í slá eftir hornspyrnu!
Það er ekkert grín að eiga við miðvarðapar Vals í loftinu.
Mist skallar í slá eftir hornspyrnu!
Það er ekkert grín að eiga við miðvarðapar Vals í loftinu.
64. mín
Inn:Gema Ann Joyce Simon (Þróttur R.)
Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Gema fer í vinstri bakvörðinn. María Eva færir sig yfir til hægri.
64. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur)
Út:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Valur)
Flott frumraun hjá Sigríði í efstu deild. Nú er komið að nýliðanum Þórdísi Elvu að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Val. Þórdís Elva lék með Fylki á síðustu leiktíð.
64. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur)
Hraði og kraftur inn fyrir hraða og kraft.
62. mín
Þórdís Hrönn reynir að hamra járnið á meðan það er heitt! Neglir í stöngina á marki gestanna!
Þarna munaði engu!
Þarna munaði engu!
61. mín
MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
2-0!
Aftur er það miðvörður sem skorar!
Mist Edvardsdóttir er að tvöfalda forystuna. Hún kemur boltanum í netið eftir baráttu í markteignum eftir hornspyrnu Ásdísar Karenar.
Aftur er það miðvörður sem skorar!
Mist Edvardsdóttir er að tvöfalda forystuna. Hún kemur boltanum í netið eftir baráttu í markteignum eftir hornspyrnu Ásdísar Karenar.
61. mín
Vá!
Geggjaður snúningur og hörkuskot hjá Elínu Mettu á vítateigslínunni.
Íris Dögg hendir sér á eftir boltanum og nær að verja í horn!
Geggjaður snúningur og hörkuskot hjá Elínu Mettu á vítateigslínunni.
Íris Dögg hendir sér á eftir boltanum og nær að verja í horn!
58. mín
Vel gert hjá Önnu Rakel. Stoppaði Andreu Rut sem hafði komist framhjá þremur Valskonum á miðsvæðinu. Setti boltann svo fast yfir til hægri á Ásdísi Karen sem náði ekki að skila boltanum almennilega frá sér.
56. mín
Þung sókn hjá Val!
Henni lýkur á því að föst fyrirgjöf Ásdísar flýgur afturfyrir. Það munaði litlu að Þórdís Hrönn næði til hennar.
Henni lýkur á því að föst fyrirgjöf Ásdísar flýgur afturfyrir. Það munaði litlu að Þórdís Hrönn næði til hennar.
55. mín
Geggjaður bolti!
Anna Rakel með frábæra sendingu inn á teig, beint á kollinn á Ásdísi Karen en hún skallar beint í fangið á vel staðsettri Írisi.
Anna Rakel með frábæra sendingu inn á teig, beint á kollinn á Ásdísi Karen en hún skallar beint í fangið á vel staðsettri Írisi.
52. mín
Arna Sif brýtur á Daneilla á miðjum vallarhelmingi Vals. Þróttarar fá tækifæri til að búa eitthvað til úr aukaspyrnu.
Andrea tekur stutt á Sæunni sem neglir svo í varnarmúr heimaliðsins.
Andrea tekur stutt á Sæunni sem neglir svo í varnarmúr heimaliðsins.
51. mín
Fyrsta hornspyrna síðari hálfleiksins. Ída sækir hana fyrir Val. Ásdís Karen tekur. Sóley María skallar frá markinu sínu en Lára Kristín nær til boltans utarlega í teignum og neglir yfir.
47. mín
Frábærlega gert hjá Ídu Marín. Tekur boltann laglega með sér og sendir Ásdísi Karen af stað upp hægra megin. Þar ná Þróttarar hinsvegar að verjast.
Verra er fyrir Val að í aðdragandanum var brotið á Elísu Viðarsdóttur sem liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
Verra er fyrir Val að í aðdragandanum var brotið á Elísu Viðarsdóttur sem liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
45. mín
Það var hart tekist á í fyrri hálfleik og mikil barátta framundan í þeim síðari.
Það var hart tekist á í fyrri hálfleik og mikil barátta framundan í þeim síðari.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Freyr dómari flautar til hálfleiks. Íslandsmeistararnir leiða 1-0 á heimavelli.
Arna Sif Ásgrímsdóttir "drottning háloftanna" skoraði markið sem skilur liðin að.
Valskonur hafa verið sterkari en Þróttarar hafa átt nokkrar fínar rispur og geta vel bitið frá sér.
Við tökum okkur korterskaffipásu áður en fjörið hefst á ný.
Arna Sif Ásgrímsdóttir "drottning háloftanna" skoraði markið sem skilur liðin að.
Valskonur hafa verið sterkari en Þróttarar hafa átt nokkrar fínar rispur og geta vel bitið frá sér.
Við tökum okkur korterskaffipásu áður en fjörið hefst á ný.
44. mín
Gult spjald: Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Hægri bakvörðurinn Elísabet Freyja er fyrst í bókina. Braut á Elínu Mettu vinstra megin við teiginn.
Elín Metta tók aukaspyrnuna sjálf og setti hættulegan bolta fyrir en Þróttarar hreinsa.
Elín Metta tók aukaspyrnuna sjálf og setti hættulegan bolta fyrir en Þróttarar hreinsa.
43. mín
Sókn hjá gestunum!
Andrea Rut reyndi að stinga boltanum inn á Danielle en fékk boltann til baka af varnarmanni. Lét vaða sjálf en Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður deildarinnar varði vel.
Andrea Rut reyndi að stinga boltanum inn á Danielle en fékk boltann til baka af varnarmanni. Lét vaða sjálf en Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður deildarinnar varði vel.
42. mín
Flott varnarvinna hjá Jelenu. Náði að stoppa Ídu Marín sem var komin inn á teig með boltann.
41. mín
Þá er komið að Sigríði Theódóru að spreyta sig. Hún reynir viðstöðulaust skot eftir misheppnaða hreinsun Þróttar en hittir boltann illa og ekkert verður úr.
40. mín
Klaufagangur hjá gestunum. Fyrst á Jelena slaka sendingu út úr vörninni og í kjölfarið brýtur Sæunn klaufalega af sér á miðjum vallarhelmingi Þróttar. Ásdís Karen tekur aukaspyrnuna en fer ekki vel með hana og lyftir boltanum beint í fangið á Írisi.
35. mín
Áfram sækja Valskonur og ná að ógna í tvígang með stuttu millibili. Þær sækja svo þriðju hornspyrnuna.
Ásdís Karen tekur og Mist Edvardsdóttir vinnur skallann. Íris Dögg sér hinsvegar við henni. Íris búin að vera vel á tánnum.
Ásdís Karen tekur og Mist Edvardsdóttir vinnur skallann. Íris Dögg sér hinsvegar við henni. Íris búin að vera vel á tánnum.
32. mín
Vel varið!
Hröð og hættuleg sókn hjá Val.
Þórdís Hrönn brunar upp vinstra megin og setur boltann fyrir. Elín Metta rétt missir af sendingunni en boltinn flýgur áfram á fjærsvæðið þar sem Ásdís Karen mætir á harðaspretti og lætur vaða en Íris Dögg ver vel frá henni!
Hröð og hættuleg sókn hjá Val.
Þórdís Hrönn brunar upp vinstra megin og setur boltann fyrir. Elín Metta rétt missir af sendingunni en boltinn flýgur áfram á fjærsvæðið þar sem Ásdís Karen mætir á harðaspretti og lætur vaða en Íris Dögg ver vel frá henni!
30. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Andrea Rut tekur stutt á Kötlu og fær boltann aftur áður en hún hleypur af stað. Valskonur brjóta á henni, í þetta skiptið aðeins fyrir utan D-bogann. Aftur tekur Andrea aukaspyrnuna. Reynir skot í þetta skiptið en setur æfingabolta beint í fangið á Söndru.
29. mín
STÓRHÆTTULEGT!
Elísabet Freyja á slaka sendingu til baka sem Elín Metta kemst inn í og nær að leika inn á teig. Íris Dögg markvörður gerir virkilega vel og nær að trufla Elínu.
Elín heldur hinsvegar í boltann og rennir honum til hliðar á Ídu Marín sem neglir í SAMSKEYTIN!
Elísabet Freyja á slaka sendingu til baka sem Elín Metta kemst inn í og nær að leika inn á teig. Íris Dögg markvörður gerir virkilega vel og nær að trufla Elínu.
Elín heldur hinsvegar í boltann og rennir honum til hliðar á Ídu Marín sem neglir í SAMSKEYTIN!
26. mín
Það var greinilega að klárast æfing fyrir leik í Mosó en nýliðarnir í Aftureldingu fjölmenna í stúkuna. Bæði þjálfarateymi og leikmenn. Það verður gaman að sjá þau mæta til leiks á morgun. Þá fá þau Selfoss í heimsókn.
Og talandi um að fjölmenna í stúkuna. Það er fínasta mæting og fólk lætur vel í sér heyra.
Og talandi um að fjölmenna í stúkuna. Það er fínasta mæting og fólk lætur vel í sér heyra.
24. mín
Og hættuleg sókn hinumegin líka. Katla Tryggvadóttir flögguð rangstæð í vítateig Vals.
23. mín
Fín sókn hjá Val. Ásdís Karen nær ekki að teygja sig nægilega vel í boltann og skallar framhjá eftir fyrirgjöf Þórdísar Hrannar frá vinstri.
20. mín
Þrótturum tekst að lyfta sér ofar og komast inn á vítateig Vals. Þar mæta þeim hinsvegar öflugir reynsluboltar og Elísa kemur boltanum í burtu.
16. mín
Valskonur stjórna leiknum en Þróttarar hafa varist vel og ekki gefið á sér alvöru færi.
Hér eru Valsarar hinsvegar að sækja sér aðra hornspyrnu. Ásdís Karen tekur. Boltinn berst aftur út til hennar eftir baráttu í teignum. Aftur setur hún boltann fyrir en Ída Marín skallar máttlítið framhjá.
Hér eru Valsarar hinsvegar að sækja sér aðra hornspyrnu. Ásdís Karen tekur. Boltinn berst aftur út til hennar eftir baráttu í teignum. Aftur setur hún boltann fyrir en Ída Marín skallar máttlítið framhjá.
14. mín
Opnunarleikur deildarinnar í ár er viðureign ÍBV og Stjörnunnar sem hófst kl.18:00. Þar er staðan orðin 1-1 þegar korter er eftir.
10. mín
Valsarar eru búnar að vera meira með boltann eftir að þær komust yfir. Sterkt fyrir Íslandsmeistarana að brjóta ísinn svona snemma.
6. mín
MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Drottning háloftanna er ekki lengi opna markareikning sinn og Valskvenna!
Arna Sif Ásgrímsdóttir er sterkust í teignum og skallar hornspyrnu Ásdísar Karenar í netið!
Arna Sif Ásgrímsdóttir er sterkust í teignum og skallar hornspyrnu Ásdísar Karenar í netið!
5. mín
Hröð sókn hjá Valskonum sem vinna fyrstu hornspyrnu leiksins. Ásdís Karen tekur hana...
2. mín
Gestirnir eiga fyrsta markskot leiksins. Katla Tryggvadóttir sem kom til Þróttar frá Val í vetur á skot framhjá úr þröngu færi. Sæunn Björnsdóttir hafði fundið Kötlu í teignum með sendingu frá hægri.
1. mín
Uppstilling Þróttar:
Íris
Elísabet - Sóley - Jelena - María Eva
Álfhildur
Andrea - Sæunn
Katla
Freyja - Danielle
Íris
Elísabet - Sóley - Jelena - María Eva
Álfhildur
Andrea - Sæunn
Katla
Freyja - Danielle
1. mín
Uppstilling Vals:
Sandra
Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel
Sigríður - Lára
Ásdís - Ída - Þórdís Hrönn
Elín Metta
Sandra
Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel
Sigríður - Lára
Ásdís - Ída - Þórdís Hrönn
Elín Metta
1. mín
Leikur hafinn
Jess! Let's go!
Heimakonur sparka leiknum í gang. Þær sækja í átt að Öskjuhlíðnni.
Heimakonur sparka leiknum í gang. Þær sækja í átt að Öskjuhlíðnni.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og það eru heiðursgestir leiksins líka. Drottningarnar Dóra María Lárusdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir, fyrrum leikmenn Vals, eru heiðraðar hér fyrir leik. Goðsagnir!
Fyrir leik
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, bað vallarþulinn um að spila "Siggu sína" og hér hljómar því Stjórnin á meðan liðin leggja lokahönd á sinn undirbúning í búningsklefunum. Þvílík veisla og stemmning!
Fyrir leik
Það eru nokkrir leikmenn sem fá eldskírn í efstu deild hér innan skamms. Hjá Val spilar unglingalandsliðskonan Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni.
Hjá Þrótti mun nýliðinn að austan, Freyja Karín Þorvarðardóttir þreyta frumraun sína í efstu deild en hún var valin bæði best og efnilegust í 2. deild eftir síðasta tímabil en þá fór hún á kostum með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Þá er Danielle Julia Marcano mætt upp um deild en hún lék með HK á síðasta tímabili.
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eru reynslumiklir nýliðar hjá Val og þær María Eva, Katla Tryggvadóttir og Sæunn Björns munu spila sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir Þrótt.
Hjá Þrótti mun nýliðinn að austan, Freyja Karín Þorvarðardóttir þreyta frumraun sína í efstu deild en hún var valin bæði best og efnilegust í 2. deild eftir síðasta tímabil en þá fór hún á kostum með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni. Þá er Danielle Julia Marcano mætt upp um deild en hún lék með HK á síðasta tímabili.
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eru reynslumiklir nýliðar hjá Val og þær María Eva, Katla Tryggvadóttir og Sæunn Björns munu spila sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir Þrótt.
Fyrir leik
Það eru toppaðstæður hér á Origo vellinum og byrjunarliðin klár eins og sjá má hér til hliðar. Lykilmenn eru frá vegna meiðsla hjá báðum liðum. Á meiðslalista Vals má nefna þær Fanndísi Friðriksdóttur, Auði Scheving, Bryndísi Örnu Níelsdóttur, Lillý Rut Hlynsdóttur og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur.
Hjá Þrótti eru framherjarnir Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Linda Líf Boama frá og nýji sóknarleikmaðurinn Murphy Agnew ekki komin með leikheimild. Þá er ástralska landsliðskonan Gema Simon á bekknum.
Hjá Þrótti eru framherjarnir Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Linda Líf Boama frá og nýji sóknarleikmaðurinn Murphy Agnew ekki komin með leikheimild. Þá er ástralska landsliðskonan Gema Simon á bekknum.
Valur tekur á móti Þrótti á Origo Vellinum pic.twitter.com/wD6YYBdx5a
— Besta deildin (@bestadeildin) April 26, 2022
Fyrir leik
Liðin mættust tvívegis á undirbúningstímabilinu.
Þróttarar höfðu betur í furðulegum leik á Reykjavíkurmótinu. Leik sem hófst á Origo-vellinum en var flautaður af í hálfleik vegna veðuraðstæðna. Þá leiddu Þróttarar með tveimur mörkum. Síðari hálfleikurinn var svo spilaður í Egilshöll kvöldinu á eftir. Þar voru engin mörk skoruð og Þróttarar höfðu því betur. Sigurinn fór langt með að tryggja Þrótti sinn fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil frá upphafi.
Stuttu síðar mættust liðin svo aftur í Lengjubikarnum og þá hefndu Valskonur fyrir tapið. Fóru illa með Þróttara og skelltu þeim 6-0.
Hvað gerist hér á eftir verður spennandi að sjá! Eflaust fiðringur í heilum helling af mallakútum og mikil eftirvænting fyrir því að hefja leik á Íslandsmótinu.
Þróttarar höfðu betur í furðulegum leik á Reykjavíkurmótinu. Leik sem hófst á Origo-vellinum en var flautaður af í hálfleik vegna veðuraðstæðna. Þá leiddu Þróttarar með tveimur mörkum. Síðari hálfleikurinn var svo spilaður í Egilshöll kvöldinu á eftir. Þar voru engin mörk skoruð og Þróttarar höfðu því betur. Sigurinn fór langt með að tryggja Þrótti sinn fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil frá upphafi.
Stuttu síðar mættust liðin svo aftur í Lengjubikarnum og þá hefndu Valskonur fyrir tapið. Fóru illa með Þróttara og skelltu þeim 6-0.
Hvað gerist hér á eftir verður spennandi að sjá! Eflaust fiðringur í heilum helling af mallakútum og mikil eftirvænting fyrir því að hefja leik á Íslandsmótinu.
Fyrir leik
Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópum beggja liða frá síðasta tímabili.
Hjá Val lítur þetta svona út:
Komnar:
Arna Sif Ásgrímsdóttir frá Þór/KA
Bryndís Arna Níelsdóttir frá Fylki
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Fylki
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Kýpur
Aldís Guðlaugsdóttir frá KH (var á láni)
Auður S. Scheving frá ÍBV (var á láni)
Eva Stefánsdóttir frá KH (var á láni)
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir frá KH (var á láni)
Farnar:
Bergdís Fanney Einarsdóttir í KR
Clarissa Larisey til Skotlands
Cyera Hintzen til Ástralíu
Dóra María Lárusdóttir hætt
Fanney Inga Birkisdóttir í FH á láni
Katla Tryggvadóttir í Þrótt R.
Mary Alice Vignola til Bandaríkjanna
Hjá Þrótti svona:
Komnar:
Danielle Marcano frá HK
Freyja Karín Þorvaldsdóttir frá F/H/L
Gema Simon frá Ástralíu
Katla Tryggvadóttir frá Val
María Eva Eyjólfsdóttir frá Fylki
Sæunn Björnsdóttir frá Haukum (á láni)
Murphy Agnew
Farnar:
Dani Rhodes
Hildur Egilsdóttir
Katie Cousins til Bandaríkjanna
Lorena Yvonne Baumann til Sviss
Shaelan Grace Murison Brown
Shea Moyer
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Hjá Val lítur þetta svona út:
Komnar:
Arna Sif Ásgrímsdóttir frá Þór/KA
Bryndís Arna Níelsdóttir frá Fylki
Þórdís Elva Ágústsdóttir frá Fylki
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frá Kýpur
Aldís Guðlaugsdóttir frá KH (var á láni)
Auður S. Scheving frá ÍBV (var á láni)
Eva Stefánsdóttir frá KH (var á láni)
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir frá KH (var á láni)
Farnar:
Bergdís Fanney Einarsdóttir í KR
Clarissa Larisey til Skotlands
Cyera Hintzen til Ástralíu
Dóra María Lárusdóttir hætt
Fanney Inga Birkisdóttir í FH á láni
Katla Tryggvadóttir í Þrótt R.
Mary Alice Vignola til Bandaríkjanna
Hjá Þrótti svona:
Komnar:
Danielle Marcano frá HK
Freyja Karín Þorvaldsdóttir frá F/H/L
Gema Simon frá Ástralíu
Katla Tryggvadóttir frá Val
María Eva Eyjólfsdóttir frá Fylki
Sæunn Björnsdóttir frá Haukum (á láni)
Murphy Agnew
Farnar:
Dani Rhodes
Hildur Egilsdóttir
Katie Cousins til Bandaríkjanna
Lorena Yvonne Baumann til Sviss
Shaelan Grace Murison Brown
Shea Moyer
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Fyrir leik
Bæði lið gerðu gríðarlega vel á síðasta tímabili. Valskonur unnu Íslandsmótið sannfærandi og Þróttarar náðu sínum besta árangri þegar þær lönduðu þriðja sæti deildarinnar.
Þau ætla sér að gera jafn vel, ef ekki betur í ár og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.
Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var heimaleikur Þróttar og endaði hann 0-0. Sá síðari var spilaður á Origo vellinum og fór 6-1 fyrir Val.
Þau ætla sér að gera jafn vel, ef ekki betur í ár og verður spennandi að sjá hvernig til tekst.
Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var heimaleikur Þróttar og endaði hann 0-0. Sá síðari var spilaður á Origo vellinum og fór 6-1 fyrir Val.
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Danielle Julia Marcano
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
('64)
23. Sæunn Björnsdóttir
('75)
Varamenn:
3. Mist Funadóttir
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
('75)
20. Friðrika Arnardóttir
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
77. Gema Ann Joyce Simon
('64)
Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Ásdís Atladóttir
Angelos Barmpas
Gul spjöld:
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('44)
Rauð spjöld: