Laugardalsvöllur
Landslið karla - Þjóðadeildin
Aðstæður: Blástur úr suðri en hangir þurr, hiti um 12 gráður og völlurinn fjarskafagur, stúkan helst til tómleg
Dómari: Duje Strukan (Króatía)
Umfjöllun kemur á Fótbolta.net fram eftir kvöldi.
Takk fyrir mig í kvöld.
Börur kallaðar til leiks
Það vantar að vera þessu eina skrefi á undan.
AÞV ætlar að nota alla nema Albert.
— Björgvin Stefán (@bjorgvinpeturs) June 13, 2022
Virkilega gaman að sjá hvað Þórir Jóhann er orðinn mikilvægur à þessu landsliði 🇮🇸 Verður þarna à mörg ár til viðbótar!
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) June 13, 2022
Hann var bara að leika sér á Ãsvöllum á þessum tÃma fyrir fimm árum #fotboltinet pic.twitter.com/XnymR7Ii7S
Hvernig er hægt að dæma þetta sem mark þegar það er engin fokking myndavél á endalÃnunni?????
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) June 13, 2022
Stúkan ekki sátt og ég eiginlega skil hana.
Dasa með sendingu frá Hægri sem Peretz skallar að marki af mjög stuttu færi í Rúnar en boltinn er metinn hafa farið yfir marklínuna af VAR sem er líklega réttur dómur.
Höldum þessari pressu!
Stoðsending: Arnór Sigurðsson
Geggjaður bolti yfir varnarlínu gestaliðsins á Arnór sem tekur sinn mann á af harðfylgi, setur boltann fast fyrir markið sem Ofir slær út í teiginn fyrir fætur Þóris sem verða á engin
mistök og setur boltann í netið!
Kannski gjafmildur að gefa Arnóri stoösendinguna en þetta var bara svo fáránlega vel gert hjá honum sem og Herði.
Að sjálfsögðu ekki.
Kominn à 20+ landsleiki. Góður à 90% af þeim. ðŸ™
— Freyr Alexandersson (@freyrale) June 13, 2022
Tilboð mitt rennur út eftir 12klst. Þurfið að fara ákveða ykkur 🥱
Sú tilraun frá Herði sem smellur í slánni og yfir markið. Hefði verið svo sætt að sjá þennan liggja.
Styttist í hálfleik en uppbótartími er að minnsta kosti tvær mínútur
Kantari sem er lÃka góður skallamaður segiði?
— Siggi O (@SiggiOrr) June 13, 2022
Erum við Ãslendingar að eignast okkar eigin Antonio Nuñez? #fotboltinet pic.twitter.com/Xbe2pb2SfT
Taka sig saman í andlitinu og áfram með þetta!
Bolti frá Dasa inn á teiginn frá hægri fer af Ramzi Safuri og er á leiðinni framhjá þegar Daníel rekur fót í boltann og sendir hann í eigið net.
Vont er það.
Skyndisókn Íslands og gestirnir fáliðaðir til baka, Hákon finnur Arnór í hlaupinu sem þarf aðeins að elta boltann sem þrengir skotið en Ofir gerir virkilega vel og mætir út og ver.
Staðan ætti klárlega að vera 2-0
Fín byrjun!
Þetta var alvöru djöfulsins skalli maður lifandi
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 13, 2022
Arnór gerir vel úti til hægri, keyrir inn á teiginn og leggur boltann í svæðið milli varnar og markmanns en Andri sekúndubroti of seinn í boltann.
Stoðsending: Daníel Leó Grétarsson
Hörður kastar boltanum inn að vítapunkti þar sem Daníel Leó flikkar honum lengra yfir á fjærstöng þar sem Jón Dagur mætir og skallar boltann í fallegum boga í fjærhornið yfir varnarlausan markvörð Ísraela sem leit reyndar ekkert sérlega vel út þarna.
Birkir Bjarna liggur eftir eitthvað klafs en stendur fljótt á fætur.
ÁFRAM ÍSLAND!
Þjóðadeildarfánanum veifað, liðin ganga til vallar og aðeins þjóðsöngvar og formlegheit standa í vegi fyrir því að þessi leikur hefjist.
Við líkt og aðrir rísum úr sætum fyrir þjóðsöngvum.
Þetta kalla ég alvöru varamann. 75 mÃnútum fyrir leik sestur og tilbúinn! pic.twitter.com/PdYLKSXmKy
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) June 13, 2022
Drummer og félagar: Við erum bara vanir gæðum https://t.co/kYv94A96UU
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 13, 2022
Var búinn að gleyma að Arnar hefði bara afþakkað aðstoð Lalla. Hvað veit þessi Lalli svo sem.
— Henry Birgir (@henrybirgir) June 13, 2022
Aðstæður eru svo sem ágætar, það blæs aðeins en þurtt að kalla og hitin um 12 gráður. Völlurinn lítur vel út og ætti ekki að aftra mönnum í kvöld.
Leikmenn Íslands eru búnir að taka sinn hefðbundna göngutúr um völlinn við komuna. Þess má geta að Mikael Anderson er utan hóps vegna meiðsla. Aron Þrándarson er hinsvegar á bekknum en hann var tæpur fyrir leikinn.
Ísrael er á toppi riðilsins með 4 stig. Ísland er í öðru sæti með 2 stig og á tvo leiki eftir, leikinn í kvöldog útileik gegn Albaníu í september.
Ef Ísland tapar í kvöld er möguleiki strákanna okkar á því að enda í efsta sæti riðilsins, og komast þar með upp í A-deild, horfinn.
Aðeins þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rússlandi var meinuð þátttaka vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rússar falla sjálfkrafa niður í C-deild og hin liðin því örugg.
Um 55% lesenda Fótbolta.net spá því að Ísland tapi í kvöld og missi þar með af möguleika á efsta sætinu.
Duje Strukan, 38 ára Króati, verður með flautuna. Strukan er ekki mjög hátt skrifaður á dómaralista FIFA og dæmdi í Sambandsdeildinni og Evrópukeppni unglingaliða á liðnu tímabili. Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn koma einnig frá Króatíu en Serbar sjá um vaktina í VAR-dómgæslunni. Aðal VAR dómari er Novak Simovic.
Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í gær
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2, spurði þar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara út í þá gagnrýni sem hann og liðið hefur verið að fá. Ekki stóð á svörum frá Arnari sem svaraði fullum hálsi
,,Sko, eins og ég sagði við kollega þinn fyrir viku síðan, ef gagnrýnin er einher ákveðin gagnrýni, og við erum þá að tala um leikskipulag, skiptingar í leik eða game management þá er bara ekkert mál að ræða það. Það er fótboltaleg gagnrýni. Þú ert í raun með sömu spurningu og Gaupi kom með í síðustu viku en orðar hana öðruvísi. Það sem ég er að meina er að ég get ekki rætt allt sem talað er um í þjóðfélaginu."
,,Við erum á ákveðinni vegferð og allir sem vilja sjá það þeir sjá að það er góð þróun í liðinu og leikmönnunum. Ef þú myndir koma inn í hópinn myndir þú sjá að það er jákvæð orka í gangi. Eins og ég hef sagt oft, þetta tekur sinn tíma. Það er mikilvægt fyrir unga leikmenn að fá vinnufrið, ef við orðum það þannig. Ég sem þjálfari í þessari stöðu veit að það kemur gagnrýni. Sumir eru gagnrýnir en sumir sjá að það er margt jákvætt. Maður þarf bara að vinna í því, það er hluti af mínu starfi. Það eru forréttindi að vera í leiðtogahlutverki, annars væri ég ekki í þessu starfi.´´
Þar ræddi Birkir Bjarnason jafnframt stuttlega um pistil sem Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ birti á dögunum um áhrif neikvæðrar gagnrýni á leikmenn.
,,Ég er ekki alveg sammála því. Þetta hefur ekki verið rætt mikið innan hópsins. Eins og Arnar var að segja þá mega allir hafa sínar skoðanir. Við sem hópur vitum fyrir hvað við stöndum og hvað við erum að gera á æfingum."
Hér má sjá byrjunarliðið sem Fótbolti.net spáir að Ísland tefli fram í kvöld.
Við spáum því að Arnar Þór Viðarsson muni aðeins gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn Albaníu; að Hákon Arnar Haraldsson muni koma inn á miðsvæðið fyrir Þóri Jóhann Helgason. Hákon lék afskaplega vel í útileiknum gegn Ísrael og er líklegur til að byrja á morgun.
Ef þetta líklega byrjunarlið verður að veruleika, þá eru bestu vinirnir af Skaganum - Hákon Arnar og Ísak Bergmann - að byrja saman í A-landsleik í fyrsta sinn.
🇮🇸 Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 13, 2022
âš½ Ãsland mætir Ãsrael à Þjóðadeild UEFA à dag.
📺 Leikurinn hefst kl. 18:45 og fer hann fram á Laugardalsvelli. Hann er à beinni útsendingu, à opinni dagskrá, á Viaplay.
👇 Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x.
🎟 https://t.co/jy18foeAxf#fyririsland pic.twitter.com/S6g4PjyRIp
Ísland er að mæta Ísrael í annað skiptið í þessum landsleikjaglugga. Liðin mættust í Haifa í Ísrael fyrir 11 dögum þar sem niðurstaðan varð 2-2 jafntefli þar sem Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson gerðu mörk Íslands.
Margt jákvætt var að sjá í leik Íslands bróðurpartinn af þeim leik og er það heit ósk þjóðar að menn láti kné fylgja kviði í kvöld og sæki sinn fyrsta sigur í Þjóðardeildinni.
Liðið hefur þó leikið tvo leiki í millitíðinni, jafnteflisleik gegn Albaníu á Laugardalsvelli og 1-0 útisigur á liði San Marino í leikjum sem voru lítið fyrir augað.