Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Ísland
1
1
Frakkland
0-1 Melvine Malard '1
Dagný Brynjarsdóttir '102 , víti 1-1
18.07.2022  -  19:00
New York Stadium
Landslið kvenna - Evrópumótið
Aðstæður: Steikjandi hiti, um 35 gráðu hiti þegar leikur hófst.
Dómari: Jana Adámková (Tékkland)
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('60)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir ('60)
17. Agla María Albertsdóttir ('81)
20. Guðný Árnadóttir ('87)
23. Sveindís Jane Jónsdóttir ('60)

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
13. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('60)
3. Elísa Viðarsdóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
16. Elín Metta Jensen ('87)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('60)
22. Amanda Jacobsen Andradóttir ('81)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Ásta Árnadóttir
Dúna

Gul spjöld:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn flautaður af strax í kjölfarið!!

Ísland er úr leik. Afskaplega svekkjandi!

Hetjuleg frammistaða í dag skilaði jafntefli en Belgía lagði Ítalíu í hinum leiknum og fer áfram.
102. mín Mark úr víti!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
DAGNÝ SKORAR!!

Virkilega gott víti!
101. mín
Víti dæmt!!!
100. mín
Virðist vera Torrent sem ýtir í bakið á Gunnhildi í hornspyrnunni áðan.
99. mín
VAR-skoðun í gangi!

Virðist hafa verið brotið á Gunnhildi inn á vítateignum.
98. mín
Boltinn hrekkur fyrir Karólínu sem á þrumuskot en það fer hátt yfir.

Þetta var síðasta sénsinn.
97. mín
Við fáum horn!
95. mín
Glódís kemst í boltann eftir hornspyrnuna frá Karólínu. Boltinn fer af höfði Glódísar og yfir mark Frakka.
93. mín
Dagný svo nálægt því að komast í boltann!

Hún nær því ekki og liggur eftir. Ísland á horn!

Markvörður Frakka fær aðhlynningu.
92. mín Gult spjald: Sakina Karchaoui (Frakkland)
Við fáum aukaspyrnu úti á hægri kantinum.
91. mín
Amanda með flotta takta á vinstri vængnum, reynir fyrirgjöf en hún fer í hendurnar á franska markverðinum.

Sex mínútum bætt við!
88. mín
AFTUR EKKI MARK!
Mateo með fyrirgjöf sem fer af Söndru og til Geyoro inná markteignum og hún kemur boltanum í netið.

Geyoro fær dæmda á sig hendi og markið telur ekki!

Í kjölfarið er svo Davíð Snorri Jónasson spjaldaður á íslenska bekknum.
87. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Guðný Árnadóttir (Ísland)
Mjög sóknarsinnað!
86. mín
Berglind og Tounkara í baráttunni sem endar þannig að Tounkara lendir út fyrir hliðarlínunni og meiðir sig.
86. mín
Ekki gott útspark frá Söndru en það sleppur allt saman.
84. mín
Við þurfum mark, sama hvað gerist í hinum leiknum! Við þurfum tvö mörk ef ekkert breytist í hinum leiknum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
83. mín
Darraðadans í kjölfar hornspyrnunnar, Sandra nær ekki að handsama boltann og boltinn skýst á milli leikmanna áður en Karólína nær að hreinsa.
82. mín
Sarr reynir skot sem Ingibjörg kemst fyrir. Svo kemst Gunnhildur fyrir næsta skot, frá Torrent, og Frakkar fá horn.
81. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Yngsti leikmaður EM er komin inná í sínum fyrsta leik á stórmóti!
81. mín
Cascarino með skot hægra megin úr teignum em Sandra ver til hliðar. Sóknin hjá Frökkum rennur svo út í sandinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín
Svava gerir vel að komast í góða fyrirgjafarstöðu eftir frábæra sendingu frá Karólínu. Því miður ná Frakkarnir að hreinsa fyrirgjöfina í burtu.
79. mín
Inn:Ouleymata Sarr (Frakkland) Út:Melvine Malard (Frakkland)
77. mín
Berglind!

Berglind gerir vel við franska vítateiginn, býr sér til pláss eftir sendingu frá Dagnýju, lætur vaða með vinstri en skotið fer rétt framhjá!
76. mín
Mateo með skot úr teignum en Dagný kemst fyrir það.
73. mín
Fínasta fyrirgjöf frá Karólínu en franski markvörðurinn er aðeins á undan íslensku árásinni á boltann og Frakkar komast í skyndisókn.
72. mín
Karólína vinnur aukaspyrnu úti á vinstri kantinum. Fín fyrirgjafarstaða.
71. mín
Leikurinn fer aftur af stað á 70:30 uþb.
71. mín
Í vatnspásunni fáum við mini myndaveislu frá Hafliða.





Elvar Geir Magnússon
70. mín
Vatnspása!
68. mín
EKKI MARK!
Malard kom boltanum í netið en rangstaða dæmd eftir skoðun í VAR!

Karchaoui átti sendinguna á Malard, sá ekki hvor var rangstæð. Það skiptir ekki máli en líklega var það samt Malard.
66. mín
Stöngin!
Geyoro með skot úr teignum, boltinn fer af Glódísi og í stöngina!
66. mín
Sandra grípur fyrirgjöfina úr hornspyrnunni.
63. mín
Inn:Grace Geyoro (Frakkland) Út:Sandie Toletti (Frakkland)
63. mín
Inn:Sakina Karchaoui (Frakkland) Út:Selma Bacha (Frakkland)
62. mín
Aftur er fyrirgjöf frá okkur úr aukaspyrnu alltof innarlega. Núna var það Karólína.

Frakkarnir keyra upp og Ingibjörg gerir mjög vel að koma boltanum aftur fyrir. Frakkar eiga horn.
61. mín
Agla María með flotta byrjun á þessum seinni hálfleik.

Vinnur núna aukaspyrnu.
60. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
60. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
60. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Sara átt virkilega góðan leik inná miðjunni, hennar besti leikur í mótinu!
59. mín
Hallbera með hornspyrnuna inná markteiginn. Þar er Sara Björk sem á skalla en hann fer rétt framhjá!
59. mín
Sveindís reynir fyrirgjöf og vinnur hornspyrnu.
57. mín
Þreföld skipting í vændum hjá Íslandi. Svava, Gunnhildur og Áslaug Munda eru að koma inn.
56. mín
Agla María!

Það langbesta frá Öglu Maríu í þessum leik!

Fær boltann úti á vinstri kantinum, sker inn á völlinn og lætur vaða við vítateiginn. Franski markvörðurinn því miður með virkilega flotta vörslu.
55. mín
Heppni!
Malard með tilraun sem virðist fara af Glódísi og í þverslána!

Frakkar komust í boltann eftir slæma sendingu frá Ingibjörgu á Glódísi.
53. mín
Sveindís er komin aftur inn á.
52. mín
Renard fellur við og dæmt brot á Berglindi. Sara og Karólína allt annað en ánægðar með dóminn og Sara lætur Renard heyra það.
52. mín
Sveindís stendur upp en þarf frekari aðhlynningu utanvallar.
51. mín
Sveindís situr á grasinu og þarf aðhlynningu.

Svava fer að hita.
50. mín
Slæm tíðindi frá Manchester. Belgía leiðir gegn Ítalíu, 1-0.
49. mín
Náum að létta pressuna og Sveindís vinnur innkast hátt uppi á vellinum.

Sveindís tekur innkastið að sjálfsögðu sjálf, boltinn fer yfir Dagnýju á nærstönginni og í hendurnar á markverði Frakka.
48. mín
Frakkarnir byrja á því að sækja. Sveindís með fínasta varnarleik þegar hún hleypur uppi vinstri bakvörð franska liðsins og svo kemur fyrirgjöf sem fer beint afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Frakkar skipta um hægri kantmann og einn miðjumann.

Gunnhildur Yrsa og Áslaug Munda eru að hita aukalega upp hjá Íslandi og eru líklegar til að koma inná fljótlega.
46. mín
Inn: Delphine Cascarino (Frakkland) Út:Charlotte Bilbault (Frakkland)
46. mín
Inn:Ella Palis (Frakkland) Út:Kadidiatou Diani (Frakkland)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Staðan er enn markalaus í hinum leiknum. Því er Ísland á leið áfram eins og staðan er núna.


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Frakkland leiðir með einu marki í hálfleik!

Í hinum leiknum, leik Ítalíu og Belgíu, er markalaust og Ísland er því á leiðinni í 8-liða úrslit eins og staðan er núna.
45. mín
45+3

Fínustu taktar frá Karólínu eftir sendingu frá Guðnýju upp hægri kantinn. Karólína reynir að finna samherja inn á teignum en tekst það ekki. Tounkara skallar boltann og Peyraud-Magnin handsamar hann svo.
45. mín
45+1

Þremur mínútum bætt við. Tveimur út af vatnspásunni.

Sandra var rétt í þessu að handsama fyrirgjöf af hægri kantinum. Sandra verið örugg til þessa í markinu!
44. mín
Peyraud-Magnin kýlir í burtu og Frakkar hreinsa.
43. mín
Karólína sendir fasta sendingu upp í hornið þar sem Sveindís er í hlaupinu. Sveindís reynir fyrirgjöf og vinnur hornspyrnu.

KOMA SVO!
42. mín
Diani brýtur á Sveindísi við miðlínu. Ísland á aukaspyrnu.
41. mín
Hætta!
Franski markvörðurinn misreiknar fyrirgjöfina frá Karólínu, boltinn fer af fingurgómum hennar og í Berglindi sem bjóst ekki við að fá boltann. Boltinn fer af Berglindi og afturfyrir.
40. mín
Sveindís vinnur hornspyrnu, reyndi fyrirgjöf eftir sendingu frá Berglindi. Boltinn af leikmanni Frakka og afturfyrir.
38. mín Gult spjald: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Brýtur á Bilbaut.

Fyrsta gula spjaldið okkar á mótinu.
33. mín
Hallbera með fyrirgjöfina inn á teiginn en hún er alltof innarlega og beint í hendur franska markvarðarins.
32. mín
Karólína vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi Frakka. Bilbault brotleg.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
30. mín
Sara rennur á hættulegum stað með boltann, blessunarlega er Glódís vel á verði og leysir úr þessu áður en mikil hætta myndast.
29. mín
Löng frönsk sókn endar með því að Frakkar vinna hornspyrnu.

Glódís skalalr hana í burtu og svo á Mateo sendingu inn á teiginn sem endar í höndunum á Söndru í markinu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
27. mín
Vatnspásan var um tvær mínútur. Ísland byrjar með boltann aftast á vellinum.
25. mín
Vatnspása!
24. mín
Toletti með góða sendingu sem kemst afturfyrir Glódísi. Þar er Malard og hún á skot en það fer framhjá.

Það er oft að myndast pláss á milli Guðnýjar og Glódísar hægra megin í vörninni.
21. mín
Agla María með fyrirgjöf sem hreinsuð er í burtu.
20. mín
Malard með fyrirgjöf af hægri kantinum sem finnur Baltimore inn á teignum. Baltimore er í hörkufæri en Guðný gerir vel að trufla hana og svo hreinsar Glódís í burtu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
18. mín
Ingibjörg fær tiltal fyrir brot á Malard á miðjum vellinum.
17. mín


Karólína Lea eftir að hún skaut framhjá áðan.
Elvar Geir Magnússon
15. mín
Frakkar fengu horn, Renard vinnur skallaeinvígi en skallar boltann framhjá.
14. mín
Baltimore í hörkufæri!

Franska liðið í virkilega góðu færi inn á teignum en Glódís gerir vel og hendir sér fyrir skotið frá Baltimore.
12. mín
Malard í hörkufæri en Ingibjörg hendir sér fyrir skottilraunina og kemur í veg fyrir að þessi bolti fari á markið. Virkilega góð tækling!
12. mín



Tvær myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók rétt fyrir leik.
Elvar Geir Magnússon
11. mín
Sláin!

Góð hornspyrna frá Hallberu á fjærstöngina. Sveindís er þar og hún á skalla sem fer í ofanverða þverslána og þaðan afturfyrir!
10. mín
Sara fellur við inná vítateig Frakka og vill fá víti. EKkert dæmt en við fáum horn. Hallbera tekur hornið.
9. mín
Baltimore reynir skot við íslenska vítateiginn, úti vinstra megin en það fer framhjá.
8. mín
Smá samskiptaörðugleikar milli Hallberu og Ingibjörgu sem hefðu getað kostað en við sleppum með þetta!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
6. mín
Ágætlega gert!

Bilbaut tapar boltanum fyrir framan vítateig Frakka, Agla María kemst í boltann og sendir á Karólínu sem kemur sér í skotfæri og lætur vaða. Skotið hins vegar fer ekki á markið og Peyraud-Magnin er örugg með þetta allan tímann.
3. mín
Sveindís með tvö löng innköst inn á teiginn. Það síðara fer afturfyrir endamörk og Frakkar eiga markspyrnu.
1. mín MARK!
Melvine Malard (Frakkland)
Stoðsending: Clara Mateo
NEINEINEINEI!

Ingibjörg með langa sendingu út á vinstri kantinn sem Torrent skallar fram völlinn. Boltinn frá Torrent finnur Mateo sem á laglegt samspil við Malard. Malard fær boltann frá Mateo fyrir utan og hún á svo skot með vinstri fæti sem fer á milli fóta Glódísar og í hægra markhornið.

Ekki byrjunin sem við vildum!
1. mín
Malard með skot á íslenska markið strax á fyrstu mínútu. Skotið auðvelt fyrir Söndru.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann! Berglind með upphafssparkið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Íslenska liðið er í fyrsta sinn í bláa EM búningnum í dag. Blái búningurinn er heimavallarbúningur Íslands og íslenska liðið er heimaliðið í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lukkukoss?



Þorsteinn Halldórsson smellti kossi við komuna á New York völlinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Áhugaverðar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Frakklandi! Guðmundur Aðalsteinn, fréttamaður Fótbolti.net fer yfir helstu tíðindin í uppstillingu Þorsteins Halldórssonar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sex breytingar á franska liðinu!
Sex breytingar eru á byrjunarliðinu frá því gegn Belgíu í leik tvö í riðlinum. Þrjár breytingar eru á varnarlínunni, ein á miðjunni og tvær í sóknarlínunni.

Sakina Karchaoui, Grace Geyoro, Griedge M'Bock Bathy, Delphine Cascarino og Eve Perisset taka sér sæti á bekknum og þá er Marie-Antoinette Katoto frá vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrri hálfleik gegn Belgíu.

Inn í liðið koma þær Marion Torrent (Montpellier), Aissatou Tounkara (Atletico Madrid), Sandie Toletti (Levante), Melvine Malard (Lyon), Selma Bacha (Lyon) og Sandy Baltimore (PSG).

Leikkerfið 4-3-3
P-Magnin
Torrent-Tounkara-Renard-Bacha
Toletti-Bilbault-Mateo
Diani-Malard-Baltimore

Sandy Baltimore gegn Breiðabliki árið 2019
Fyrir leik
Þrjár breytingar á íslenska liðinu!
Hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands. Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir koma inn. Guðrún Arnardóttir, Elísa Viðarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir taka sér sæti á bekknum.

Guðný verður því þriðji byrjunarliðs hægri bakvörðurinn á mótinu, Ingibjörg í miðverðinum í stað Guðrúnar og Agla María kemur inn á kantinn svo Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fer inn á miðsvæðið.

Fyrir leik
Virðist klárt að Melvine Malard byrjar frammi hjá Frökkum í kvöld. Malard er 22 ára og er framherji Lyon. Hún kemur inn fyrir Marie-Antoinette Katoto sem meiddist gegn Belgíu í síðasta leik.

Alls má búast við þremur breytingum á franska liðinu. Sandy Baltimore kemur væntanlega inn á vinstri kantinn og Marion Torrent í hægri bakvörðinn. Þetta skýrist allt saman innan skamms.

Fyrir leik
Ísland einu sinni komist í 8-liða úrslit - Þá skoraði Dagný
Þetta er í fjórða sinn sem Ísland spilar í lokakeppni EM. Tvívegis hefur liðið tapað öllum sínum leikjum en árið 2013 fór liðið áfram í 8-liða úrslit.

Þá lék liðið úrslitaleik við Holland um hvort liðið færi áfram úr riðlinum og var það Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins. Markið kom eftir undirbúning Hallberu Gísladóttur. Þær hafa báðar, Dagný og Hallbera, byrjað báða leikina til þessa á EM.
Fyrir leik
Svaraði spurningu um íslenska liðið og Söru Björk
,,Í íslenska liðinu eru miklar íþróttakonur og þetta verður erfitt verkefni fyrir okkur líkamlega. Þær eru með leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við verðum að vera klárar í baráttu," sagði fyrirliði franska liðsins Wendie Renard.

,,Ísland mun spila upp á sína styrkleika, þær munu senda langa bolta og við verðum að reyna að vinna fyrsta og annan boltann."

,,Sara var liðsfélagi minn en núna er hún búin að breyta til,"
sagði miðvörðurinn Wendie sem spilar með Lyon.

,,Hún hefur mikil áhrif á sitt lið og er einstakur leikmaður. Hún berst mikið og gerir mikið fyrir sitt lið. Það eru líka aðrir leikmenn í íslenska liðinu sem eru mjög hættulegir. Þær spila upp á sína styrkleika."
Fyrir leik
Sagan gegn Frökkum
Við höfum í heildina mætt Frakklandi sjö sinnum og í sex tilfellum hafa Frakkar farið með sigur af hólmi. Einu sinni tókst Íslandi að vinna en það var í undankeppni EM 2009, þegar Ísland fór í fyrsta sinn á stórmót.

Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði sigurmarkið í þeim leik á 81. mínútu.

Sif Atladóttir, sem er í hópnum núna, byrjaði þann leik og Ásta Árnadóttir, sem er núna sjúkraþjálfari liðsins, var í bakverði.
Ásta var með í reit á æfingu í gær

Margrét Lára skorar!
Fyrir leik
Hvað sögðu Glódís og Steini á fundinum?

,,Ég trúi á að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega. Við áttum mjög góðan fund í gær þar sem við sýndum fram á hluti í leik Frakka sem að geta hjálpað okkur og möguleika í því að vinna þær. Fórum yfir sóknarleikinn hjá þeim og hvernig þær verjast í varnarleiknum."

,,Við þurfum að nýta færin sem við fáum í þessum leik og ég bjartsýnn á að við munum gera það. Ég held að við höfum fundið leiðir til að búa til færi og skora mörk á móti Frökkum,"
sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Glódís, þú spilaðir á móti þeim á síðasta móti. Hvernig metur þú möguleikana á móti þeim? Og tapið á móti þeim, situr það eitthvað í ykkur?

,,Nei, það situr ekkert í okkur en var auðvitað gríðarlega svekkjandi seinast að fá þetta víti á okkur í lokin af því við spiluðum ótrúlega flottan varnarleik og áttum skilið fannst mér að fá stig. Við erum með mikið breytt lið frá þeim leik, erum að spila annað kerfi, með aðrar áherslur þannig þetta verður allt öðruvísi leikur en þá held ég."

,,Að sama skapi eru þær ennþá með alveg gríðarlega sterkt lið þannig við þurfum að eiga toppleik til að ná í þennan stig. En við höfum fulla trú á að við getum það,"
sagði Glódís.
Fyrir leik
Allt um franska liðið
Guðmundur Aðalsteinn, kollegi minn hér á Fótbolti.net, hefur að undanförnu kynnt sér franska liðið.

,,Það er alltaf möguleiki í fótbolta en Frakkar eru mun sigurstranglegri. Það þarf ekkert að fara í felur með það. Þær eru í þriðja sæti á heimslistanum og eru með ótrúlega sterkt lið," skrifaði Guðmundur í grein sem nálgast má hér.

Guðmundur ræddi svo í gær við franskan blaðamann í gær.

,,Að mínu mati er Ísland erfiðasti andstæðingur Frakklands í riðlinum. Ísland er besta liðið fyrir utan Frakkland. Ísland er með frábært lið og frábærar íþróttakonur. Ég man eftir leiknum 2017. Það var mjög erfiður leikur," segir Syanie Dalmat sem starfar fyrir hið risastóra L'Équipe íþróttablað.

Sjá einnig:
Fréttakona L'Équipe við Fótbolta.net: Ísland erfiðasti andstæðingurinn
Fyrir leik
Reyndur dómari og Kavanagh í VAR-herberginu
Hin 44 ára gamla Jana Adámková frá Tékklandi dæmir leikinn. Hún hefur mikla reynslu, dæmt á stórmótum og í Meistaradeild kvenna. Hún dæmdi m.a. úrslitaleik Meistaradeildar kvenna árið 2018 þegar Wolfsburg mætti Lyon.

Aðstoðardómararnir koma frá Tékklandi og Slóvakíu og fjórði dómari kemur frá Skotlandi.

Chris Kavanagh, dómari í ensku úrvalsdeildinni, verður í VAR rýminu.
Fyrir leik
Hvað þarf að gerast svo Ísland fari áfram?
Staðan fyrir lokaumferðina í riðlinum er sú að Frakkland hefur þegar tryggt sér toppsæti riðilsins og sæti í 8-liða úrslitum. Frakkland er með sex stig.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með tvö stig og markatöluna 2:2.

Belgía er í 3. sæti riðilsins með eitt stig og markatöluna 2:3.

Ítalía er í 4. sæti riðilsins með eitt stig og markatöluna 2:6.

Ef Ísland vinnur í kvöld fer liðið áfram í 8-liða úrslit og mætir þar Svíþjóð.

Ef Ísland gerir jafntefli þá þarf viðureign Belgíu og Ítalíu, sem fram fer á sama tíma, að enda með jafntefli svo Ísland fari áfram.

Ef Ísland tapar gegn Frakklandi þarf leikur Belgíu og Ítalíu að enda með jafntefli svo Ísland eigi möguleika á því að fara áfram. Ef Ísland tapar með meira en einu marki þá á liðið ekki möguleika á því að fara áfram.

Ef leikur Ítalíu og Belgíu endar með markalausu jafntefli (0-0) þá fer Ísland áfram, sama hvernig fer gegn Frakklandi. Ísland hefur skorað gegn bæði Belgíu og Ítalíu og væri öruggt áfram á innbyrðismörkum skoruðum gegn Ítalíu og Belgíu (tvö mörk skoruð, leikirnir enduðu 1-1 og 1-1). Þá væru Belgía og Ítalía einungis með eitt mark skorað í innbyrðisviðureignum.

Nánar um möguleika Íslands ef leikurinn gegn Frakklandi tapast

Landslið kvenna - Evrópumótið
19:00 Ítalía-Belgía (Manchester City Academy Stadium)
19:00 Ísland-Frakkland (New York Stadium)

Sjá einnig:
Leikmenn verða ekki stanslaust látnir vita - ,,Ekkert sem skiptir okkur máli fyrr en í lok leiks"
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá lokaleik Íslands í riðlakeppni EM2022. Ísland mætir Frakklandi á New York Stadium í Rotherham klukkan 19:00 að íslenskum tíma í kvöld.
Byrjunarlið:
21. Pauline Peyraud-Magnin (m)
3. Wendie Renard
4. Marion Torrent
5. Aissatou Tounkara
6. Sandie Toletti ('63)
10. Clara Mateo
11. Kadidiatou Diani ('46)
12. Melvine Malard ('79)
13. Selma Bacha ('63)
14. Charlotte Bilbault ('46)
17. Sandy Baltimore

Varamenn:
1. Mylène Chavas (m)
16. Justine Lerond (m)
2. Ella Palis ('46)
7. Sakina Karchaoui ('63)
8. Grace Geyoro ('63)
15. Kenza Dali
18. Ouleymata Sarr ('79)
19. Griedge M'Bock Bathy
20. Delphine Cascarino ('46)
22. Eve Perisset
23. Hawa Cissoko

Liðsstjórn:
Corinne Diacre (Þ)

Gul spjöld:
Sakina Karchaoui ('92)

Rauð spjöld: