Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 14. júlí 2022 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Ísland gæti farið áfram á prúðmennskunni - „Skrítnari hlutir hafa gerst"
Íslenska kvennalandsliðið á fína möguleika á að komast áfram
Íslenska kvennalandsliðið á fína möguleika á að komast áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má sjá Drago-styttuna frægu
Hér má sjá Drago-styttuna frægu
Mynd: KSÍ
Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson og Sæbjörn Steinke fóru yfir möguleika Íslands fyrir lokaumferðina í D-riðli Evrópumótsins en það eru ýmsir möguleikar til að fara áfram í 8-liða úrslit.

Staðan í riðlinum eftir 1-1 jafnteflið í dag er þannig að Ísland er í 2. sæti riðilsins með 2 stig.

Frakkar hafa þegar unnið riðilinn með 6 stig og tefla því væntanlega aðeins slakara liði en í síðustu tveimur leikjum, en Belgía og Ítalía eru í tveimur neðstu sætunum með 1 stig.

Sigur mun fleyta Íslandi áfram en strákarnir spáðu í það ef Ísland gerir jafntefli eða tapar.

Ef Ísland gerir jafntefli þá verða Belgía og Ítalía að deila stigunum í hinum leiknum. Hin liðin mega ekki vinna ef Ísland tapar stigum gegn Frökkum.

Ef Ísland tapar með meira en tveimur mörkum eða meira og hinn leikurinn fer jafntefli þá er Ísland úr leik.

„Sigur færir okkur áfram. Ef við vinnum Frakkland þá förum við áfram."

„Ef við gerum jafntefli þá verður að vera jafntefli í hinum leiknum til að við förum áfram. Ef við töpum þá fer þetta fyrst að verða excel-skjalið. Þá förum við í markatöluvesen ef hinn leikur endar með jafntefli,"
sagði Sæbjörn í EM-innkastinu.

Gæti ráðist á spjöldum

Þá er önnur staða sem gæti komið upp. Ef það færi svo að Ísland myndi tapa 2-1 fyrir Frökkum og leikur Ítalíu og Belgíu myndi enda 1-1 þá myndi það ráðast á refsistigum, það er að segja hvort liðið væri með færri spjöld og þar hefur Ísland betur.

Ísland hefur ekki enn fengð spjald í mótinu. Belgía fékk tvö gul á móti Íslandi og þá tvö gul og rautt á móti Frökkum í kvöld.

„Til að við förum áfram með tvö stig þá má Ísland ekki tapa með nema einu marki og það verður að vera jafntefli í Belgía vs Ítalía, það má ekki vera markajafntefli heldur 1-1. Ef það er 1-1 í Belgía vs Ítalía og Ísland tapar 2-1 fyrir Frakklandi þá erum við að horfa í spjöld liða. Skrítnari hlutir hafa gerst."

„Þar stendur Ísland betur en Belgía. Þær fengu rautt spjald í dag."
sagði Sæbjörn ennfremur.

KSÍ hefur alltaf veitt Drago-styttuna til þeirra félaga sem hafa sýnt mestu prúðmennskuna á hverju ári og því spurning hvort KSÍ myndi ekki láta ferja hana til Englands ef þessi staða kæmi upp.

„Við gætum farið áfram á prúðmennskunni, Drago-styttan. Leiknir fékk Drago-styttuna fyrir mörgum árum síðan og það var ákvörðun félagsins að halda því leyndu, því það sæmir ekki ímynd Leiknis," sagði Elvar Geir í lokin um málið.
EM Innkastið - Færi í súginn og þörf á Krísuvíkurleið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner