
Fram
1
3
ÍBV

0-1
Sigurður Arnar Magnússon
'2
0-1
Eiður Aron Sigurbjörnsson
'24
, misnotað víti

0-2
Sigurður Arnar Magnússon
'31
0-3
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
'34
Þórir Guðjónsson
'67
1-3
16.10.2022 - 17:00
Framvöllur - Úlfarsárdal
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Kalt og kvöldsól á lofti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 349
Maður leiksins: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Framvöllur - Úlfarsárdal
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Kalt og kvöldsól á lofti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 349
Maður leiksins: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Þórir Guðjónsson

10. Fred Saraiva

11. Almarr Ormarsson
('70)

13. Jesus Yendis
('70)

23. Már Ægisson
('82)

26. Jannik Pohl
28. Tiago Fernandes
Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
10. Orri Gunnarsson
('82)

11. Magnús Þórðarson
('70)

14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
22. Óskar Jónsson
('70)

27. Sigfús Árni Guðmundsson
Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson
Gul spjöld:
Fred Saraiva ('59)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÍBV áfram í Bestu deildinni (Staðfest)
Eyjamenn fara upp með Fram fyrir þessum sigri og núna er það ljóst að þeir verða áfram í deild þeirra bestu á næsta ári.
Takk fyrir samfylgdina. Viðtöl og skýrsla koma inn á næsta klukkutímanum eða svo.
Eyjamenn fara upp með Fram fyrir þessum sigri og núna er það ljóst að þeir verða áfram í deild þeirra bestu á næsta ári.
Takk fyrir samfylgdina. Viðtöl og skýrsla koma inn á næsta klukkutímanum eða svo.

90. mín
Fram skorar en RANGSTAÐA dæmd! Jannik var dæmdur rangstæður og ég held að það hafi verið rétt.
The miracle man! pic.twitter.com/VfM6wHJJdS
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 16, 2022
89. mín
Tiago með boltann fyrir en Eiður Aron skallar frá. Eiður Aron er búinn að vera geggjaður í þessum leik!
89. mín
Fram fær hornspyrnu. Þurfa að fara að skora ef þeir ætla að fá eitthvað úr þessum leik.
84. mín
Eyjamenn hafa náð að hægja verulega á leiknum síðustu mínútur og virðast vera að landa þessu. En það er enn nóg eftir!
83. mín
Eyjamenn geysast upp í skyndisókn og Guðjón Ernir á svo skot sem fer rétt fram hjá. Þröngur vinkill á þessu skoti og erfitt að ná því á markið.
79. mín
Andri Rúnar keyrir á vörnina og fer niður. Mér fannst þetta nú alltaf aukaspyrna en ekkert dæmt. Hefði verið aukaspyrna á hættulegum stað.
75. mín
Núna fellur Andri Rúnar í teignum og er alveg brjálaður. Þetta var nú ekki mikið frá mínu sjónarhori.
74. mín
Framarar eru heldur betur að hóta marki og Eyjamenn bjarga á línu!!
Svo fer Jannik niður í teignum en of auðveldlega að mati Helga Mikaels. Smá lykt af þessu en ekkert rosalega sterk.
Svo fer Jannik niður í teignum en of auðveldlega að mati Helga Mikaels. Smá lykt af þessu en ekkert rosalega sterk.
72. mín

Inn:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Bræðurnir voru ekki lengi saman inn á.
71. mín
VÍTI?
Telmo fer niður í teignum og klárlega spurning með vítaspyrnu. Þórir fer hátt með fótinn og klárlega hægt að færa rök fyrir því að þarna hafi verið um vítaspyrnu að ræða.
Telmo fer niður í teignum og klárlega spurning með vítaspyrnu. Þórir fer hátt með fótinn og klárlega hægt að færa rök fyrir því að þarna hafi verið um vítaspyrnu að ræða.
70. mín
Núna eru bræður inn á í sitthvoru liði; Magnús Þórðarson með Fram og Halldór Jón Sigurður með ÍBV.
67. mín
MARK!

Þórir Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Stoðsending: Fred Saraiva
MARK!!!
Framarar eru búnir að minnka muninn!!
Fred með hornspyrnu og Þórir mætir á ferðinni og skallar þetta í netið. Þórir er vanur því að skora mörk en hann leikur í miðverði hér í dag. Flott mark hjá honum!
Framarar eru búnir að minnka muninn!!
Fred með hornspyrnu og Þórir mætir á ferðinni og skallar þetta í netið. Þórir er vanur því að skora mörk en hann leikur í miðverði hér í dag. Flott mark hjá honum!
64. mín
Gummi Magg í fínu færi inn á teignum en setur boltann fram hjá markinu. Tók hann í fyrsta.
61. mín
Hættulegur bolti fyrir en Eiður Aron skallar hann aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Eyjamenn koma frá en Framarar koma svo beint aftur.
58. mín
Það er að sjóða upp úr eftir að brotið er á Gumma Magg á miðjum vellinum. Fred tekur í hnakkadrambið á Halldóri og er greinilega ósáttur við stöðuna.
Helgi Mikael róar málin og gefur þeim báðum gult spjald.
Helgi Mikael róar málin og gefur þeim báðum gult spjald.
56. mín
Framarar mega telja sig óheppna að hafa ekki skorað í seinni hálfleiknum.
Nóg eftir!
Nóg eftir!
55. mín
Þetta var furðulegt!
Gummi Magg með skalla og Jón Kristinn misreiknar boltann allverulega. Hann fer í stöngina en svo nær Eiður Aron að bjarga vel.
Þetta hefði verið mjög kómískt mark!
Gummi Magg með skalla og Jón Kristinn misreiknar boltann allverulega. Hann fer í stöngina en svo nær Eiður Aron að bjarga vel.
Þetta hefði verið mjög kómískt mark!
54. mín
Framar standa vel við bakið á sínum mönnum þó staðan sé 0-3 fyrir ÍBV. Sungið í stúkunni.
51. mín
Framarar eru að ýta rosalega hátt upp völlinn núna. Þeir ætla sér að ná inn marki sem fyrst og hafa gert sig líklega hér í byrjun seinni hálfleiks.
49. mín
Almarr með hörkuskot en Jón Kristinn ver gríðarlega vel, í slána og yfir. Frábær markvarsla!
48. mín
Framarar eru aðeins búnir að breyta sínum áherslum til að koma meira til móts við ÍBV. Tiago er meira miðsvæðis núna.
47. mín
Þvílíkur darraðadans
Jón Kristinn missir boltann klaufalega og Fred á skot sem bjargað er á línu. Svo gera Eyjamenn heiðarlega tilraun til að skora sjálfsmark en ná að bjarga sér fyrir horn. Þvílíkur darraðadans þarna.
Jón Kristinn missir boltann klaufalega og Fred á skot sem bjargað er á línu. Svo gera Eyjamenn heiðarlega tilraun til að skora sjálfsmark en ná að bjarga sér fyrir horn. Þvílíkur darraðadans þarna.
Ef ég væri Gummi Magg myndi ég hoppa upp à rassgatið á mér https://t.co/w4FfYRRjqN
— Baldur Haraldsson (@Baldvelin) October 16, 2022
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. Mjög skemmtilegur hálfleikur að baki en Eyjamenn verið miklu betri og eiga þetta skilið. Gríðarlegur kraftur í gestunum og þeir verðskulda sína forystu.

44. mín
Þetta var færi!
Fram heldur boltanum lengi. Að lokum á svo Már sendingu í svæðið fyrir Jannik sem er kominn í mjög fínt færi. Hnan á svo skot að marki sem Jón Kristinn ver með fótunum.
Vel varið!
Fram heldur boltanum lengi. Að lokum á svo Már sendingu í svæðið fyrir Jannik sem er kominn í mjög fínt færi. Hnan á svo skot að marki sem Jón Kristinn ver með fótunum.
Vel varið!
43. mín
"Vert þú ekki að rífa kjaft Hermann," heyrist úr stúkunni. Hemmi vildi fá brot en fær bara innkast.
40. mín
Jæja, vel spilað hjá heimamönnum! Már með flottan bolta fyrir þar sem hann finnur Gumma í teignum, en skalli hans fer fram hjá markinu.
36. mín
Guðjón Ernir næstum því með fjórða markið!
Það er svo einfalt fyrir ÍBV að búa sér til færi. Guðjón Ernir í mjög fínu færi en setur boltann fram hjá.
Það er svo einfalt fyrir ÍBV að búa sér til færi. Guðjón Ernir í mjög fínu færi en setur boltann fram hjá.
34. mín
MARK!

Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
GAME OVER?!
Eyjamenn eru í góðum gír!
Felix með góða sendingu upp völlinn og Halldór Jón sleppur í gegn. Varnarmenn Fram eru út á þekju og Halldór klárar færið vel, sláin inn.
Þetta var afskaplega einfalt mark fyrir gestina sem eru góðri leið með að tryggja sæti sitt í deildinni.
Eyjamenn eru í góðum gír!
Felix með góða sendingu upp völlinn og Halldór Jón sleppur í gegn. Varnarmenn Fram eru út á þekju og Halldór klárar færið vel, sláin inn.
Þetta var afskaplega einfalt mark fyrir gestina sem eru góðri leið með að tryggja sæti sitt í deildinni.
33. mín
Sigurður Arnar er búinn að gera fjögur mörk í Bestu deildinni á tímabilinu. Það er metið hans í efstu deild.
31. mín
MARK!

Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
AFTUR SKORAR SIGURÐUR ARNAR!!!
Eyjamenn eru komnir í 2-0!
Almarr á slaka sendingu á miðjunni sem Eyjamenn komast inn í. Arnar Breki er kominn í gegn en er í þröngri stöðu. Ólafur ver skotið í stöngina en svo mætir Sigurður eins og gammur og skilar boltanum í netið.
Þvílíkt og annað eins!
Eyjamenn eru komnir í 2-0!
Almarr á slaka sendingu á miðjunni sem Eyjamenn komast inn í. Arnar Breki er kominn í gegn en er í þröngri stöðu. Ólafur ver skotið í stöngina en svo mætir Sigurður eins og gammur og skilar boltanum í netið.
Þvílíkt og annað eins!
28. mín
Framarar eru vel heitir í stúkunni og láta vel í sér heyra. Helgi Mikael, dómari, fær manna mest að heyra það. Einn aðili í stúkunni sem heyrist gríðarlega vel í.
"Hvar er spjaldið, Helgi?" öskrar sá aðili rétt í þessu.
"Hvar er spjaldið, Helgi?" öskrar sá aðili rétt í þessu.
24. mín
Misnotað víti!

Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Þetta var mjög lélegt víti!
Slök vítaspyrna og Ólafur Íshólm étur þetta. Vel varið en spyrnan var afskaplega slök hjá fyrirliða Eyjamanna.
Slök vítaspyrna og Ólafur Íshólm étur þetta. Vel varið en spyrnan var afskaplega slök hjá fyrirliða Eyjamanna.
22. mín
Felix Örn með geggjaðan bolta út til vinstri þar sem Guðjón Ernir er. Þegar boltinn er á leiðinni þá kemur Jesus á ferðinni og keyrir niður Guðjón. Helgi Mikael bendir á punktinn.
Framarar eru ekki sáttir en ég held að þetta sé rétt.
Framarar eru ekki sáttir en ég held að þetta sé rétt.
18. mín
Sigurður Arnar með skot fyrir utan teig. Fer fram hjá markinu. Fínasta tilraun!
Það hefði nú verið eitthvað ef Sigurður hefði skorað sitt annað mark þarna!
Það hefði nú verið eitthvað ef Sigurður hefði skorað sitt annað mark þarna!
18. mín
Tiago keyrir á vörnina og var kominn í hættulega stöðu en Eyjamenn verjast vel og koma boltanum svo frá.
15. mín
Alex Freyr í hættulegu skotfæri en ég held að boltinn hafi farið í hans eigin liðsfélaga. Þessi var alveg líklegur til þess að enda í netinu.
14. mín
Fred reynir skot fyrir utan teig en Eiður Aron nær að koma sér fyrir það. Fred verið manna líflegastur hjá Fram hingað til í þessum leik.
Fred Saraiva.

Fred Saraiva.
11. mín
Fred með sendingu fyrir og boltinn skoppar skringilega inn á teignum hjá ÍBV en Jón Kristinn grípur hann að lokum.
10. mín
Svona er Fram að stilla upp:
Ólafur Íshólm
Már - Delphin - Þórir - Jesus
Tiago - Almarr - Tryggvi Snær - Fred
Jannik - Gummi Magg
Ólafur Íshólm
Már - Delphin - Þórir - Jesus
Tiago - Almarr - Tryggvi Snær - Fred
Jannik - Gummi Magg
9. mín
Sigurður Arnar er upprunalega miðvörður en hann er að spila á miðjunni með Telmo í dag.
Svona er ÍBV að stilla upp. Þeir eru í fimm manna vörn myndi ég segja.
Jón Kristinn
Guðjón Ernir - Elvis - Eiður Aron - Jón - Felix
Telmo - Sigurður Arnar
Alex Freyr
Arnar Breki - Halldór Jón
Svona er ÍBV að stilla upp. Þeir eru í fimm manna vörn myndi ég segja.
Jón Kristinn
Guðjón Ernir - Elvis - Eiður Aron - Jón - Felix
Telmo - Sigurður Arnar
Alex Freyr
Arnar Breki - Halldór Jón
8. mín
Vel spilað hjá Fram og Fred reynir svo að senda hann fyrir en Jón Kristinn grípur inn í.
7. mín
Maður sér voðalega lítið þegar Fram er í sókn út af sólinni. Heimamenn voru að fá horn og svo átti Fred skot sem fór beint í varnarmann.
2. mín
MARK!

Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
MARK!!!!
Eyjamenn eru komnir yfir. Einhvern veginn er Sigurður Arnar mættur fremstur og hann neglir boltanum í netið.
Vinnur boltann mjög ofarlega og neglir þessu í markið. Mjög vel gert hjá miðverðinum.
Eyjamenn eru komnir yfir. Einhvern veginn er Sigurður Arnar mættur fremstur og hann neglir boltanum í netið.
Vinnur boltann mjög ofarlega og neglir þessu í markið. Mjög vel gert hjá miðverðinum.
1. mín
ÍBV byrjar leikinn á að taka langt innkast. Það er Felix sem kastar inn á teiginn. Leikmaður Fram skallar í burtu og gestirnir eiga svo skottilraun sem endar í innkasti.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Það var Telmo sem átti fyrsta sparkið í leiknum.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og það styttist í leik. Það er ágætlega mætt í stúkuna sýnist mér. Framarar láta vel í sér heyra.
Fyrir leik
Það er alveg ljóst að veturinn er að koma hér á Íslandi. Hann er í raun bara kominn. Það er skítkalt úti og kvöldsólin er á lofti.
Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig Jón Kristinn mun standa sig í marki ÍBV. Jón Kristinn, sem er uppalinn Eyjamaður, skipti úr KFS yfir í ÍBV í sumarglugganum.
Þetta er ungur markvörður sem hefur verið að fá sín fyrstu tækifæri með ÍBV. "Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir síðasta leik gegn Keflvík.
Jón Kristinn kom þá inn eftir að Guðjón Orri Sigurjónsson meiddist í upphitun. Guðjón Orri er á bekknum í dag.
Þetta er ungur markvörður sem hefur verið að fá sín fyrstu tækifæri með ÍBV. "Jón Kristinn var frábær, gjörsamlega stórkostlegur. Það er erfitt að koma inn í leik einhverjar tuttugu og fimm mínútur fyrir leik, erfitt að gíra sig upp fyrir það. Hann sýndi toppklassa frammistöðu og var geggjaður fyrir okkur," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir síðasta leik gegn Keflvík.
Jón Kristinn kom þá inn eftir að Guðjón Orri Sigurjónsson meiddist í upphitun. Guðjón Orri er á bekknum í dag.

Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN
Fram gerir þrjár breytingar á liði sínu. Jesus Yendis, Tryggvi Snær Geirsson og Jannik Pohl koma inn í liðið fyrir Albert Hafsteinsson, Orra Gunnarsson og Indriða Áka Þorláksson. Albert og Indriði eru ekki með í dag.
Hjá ÍBV heldur markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson sæti sínu eftir sterka innkomu gegn Keflavík í síðasta leik. Þá kemur Felix Örn Friðriksson aftur inn í byrjunarliðið fyrir Atla Hrafn Andrason. Andri Rúnar Bjarnason byrjar á bekknum.
Albert Hafsteinsson.
Fram gerir þrjár breytingar á liði sínu. Jesus Yendis, Tryggvi Snær Geirsson og Jannik Pohl koma inn í liðið fyrir Albert Hafsteinsson, Orra Gunnarsson og Indriða Áka Þorláksson. Albert og Indriði eru ekki með í dag.
Hjá ÍBV heldur markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson sæti sínu eftir sterka innkomu gegn Keflavík í síðasta leik. Þá kemur Felix Örn Friðriksson aftur inn í byrjunarliðið fyrir Atla Hrafn Andrason. Andri Rúnar Bjarnason byrjar á bekknum.

Albert Hafsteinsson.
Fyrir leik
Það er annar leikur síðar í kvöld, en sá leikur er í efri hlutanum.
sunnudagur 16. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
17:00 Fram-ÍBV (Framvöllur - Úlfarsárdal)
sunnudagur 16. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
17:00 Fram-ÍBV (Framvöllur - Úlfarsárdal)
Fyrir leik
Markakóngurinn?
Nafni minn Guðmundur Magnússon er búinn að skora 16 mörk í Bestu deildinni í sumar og er hann einu marki frá því að ná Nökkva Þey Þórissyni í baráttunni um markakóngstitilinn.
Mun Gummi Magg enda sem markakóngur?
Nafni minn Guðmundur Magnússon er búinn að skora 16 mörk í Bestu deildinni í sumar og er hann einu marki frá því að ná Nökkva Þey Þórissyni í baráttunni um markakóngstitilinn.
Mun Gummi Magg enda sem markakóngur?

Fyrir leik
Var magnaður nýliðaslagur
Þessi lið komu bæði upp í Bestu deildina fyrir þessa leiktíð og það er útlit fyrir það að þau haldi sér bæði uppi.
Þegar þau mættust hérna 20. júní síðastliðinn þá var um að ræða magnaðan nýliðaslag.
Það komu tvö mörk strax á fyrstu þremur mínútunum. Andri Rúnar Bjarnason kom ÍBV yfir eftir tvær mínútur með marki úr vítaspyrnu en Guðmundur Magnússon, sem hefur verið sjóðandi heitur í sumar, jafnaði metin um leið.
Hægt er að skoða textalýsingu frá þeim leik hérna.
Þegar liðin mættust svo í Vestmannaeyjum var niðurstaðan 2-2 jafntefli þar sem Guðmundur Magnússon gerði tvö mörk fyrir Fram.
Ég býst við skemmtilegum leik hérna í dag!
Þessi lið komu bæði upp í Bestu deildina fyrir þessa leiktíð og það er útlit fyrir það að þau haldi sér bæði uppi.
Þegar þau mættust hérna 20. júní síðastliðinn þá var um að ræða magnaðan nýliðaslag.
Það komu tvö mörk strax á fyrstu þremur mínútunum. Andri Rúnar Bjarnason kom ÍBV yfir eftir tvær mínútur með marki úr vítaspyrnu en Guðmundur Magnússon, sem hefur verið sjóðandi heitur í sumar, jafnaði metin um leið.
Hægt er að skoða textalýsingu frá þeim leik hérna.
Þegar liðin mættust svo í Vestmannaeyjum var niðurstaðan 2-2 jafntefli þar sem Guðmundur Magnússon gerði tvö mörk fyrir Fram.
Ég býst við skemmtilegum leik hérna í dag!

Fyrir leik
Helgi Mikael með flautuna
Helgi Mikael Jónasson er dómari hér í dag. Honum til aðstoðar eru Andri Vigfússon og Guðmundur Ingi Bjarnason. Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Helgi var einnig á flautunni fyrr í sumar þegar þessi lið mættust á þessum velli. Í þeim leik var niðurstaðan 3-3 jafntefli.
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson er dómari hér í dag. Honum til aðstoðar eru Andri Vigfússon og Guðmundur Ingi Bjarnason. Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.
Helgi var einnig á flautunni fyrr í sumar þegar þessi lið mættust á þessum velli. Í þeim leik var niðurstaðan 3-3 jafntefli.

Helgi Mikael Jónasson.
Fyrir leik
ÍBV getur fylgt í fótspor Fram
Ég myndi nú segja að bæði þessi lið séu í nokkuð þægilegum málum í fallbaráttunni. Fram er með 28 stig og er búið að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. ÍBV getur tryggt sæti sitt með sigri hér í dag en þeir eru fimm stigum frá fallsvæðinu.
ÍBV getur tryggt sæti sitt í deildinni með sigri í dag.
Ég myndi nú segja að bæði þessi lið séu í nokkuð þægilegum málum í fallbaráttunni. Fram er með 28 stig og er búið að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. ÍBV getur tryggt sæti sitt með sigri hér í dag en þeir eru fimm stigum frá fallsvæðinu.

ÍBV getur tryggt sæti sitt í deildinni með sigri í dag.
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
Arnar Breki Gunnarsson

Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('72)



2. Sigurður Arnar Magnússon (f)


3. Felix Örn Friðriksson
('78)

5. Jón Ingason
('52)

7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
42. Elvis Bwomono
Varamenn:
9. Sito
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson
22. Atli Hrafn Andrason
('52)

24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
('78)

27. Óskar Dagur Jónasson
Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Kristján Yngvi Karlsson
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('59)
Arnar Breki Gunnarsson ('90)
Rauð spjöld: