Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Besta-deild karla
KR
16:30 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla
FH
LL 2
2
Fram
Besta-deild karla
KA
LL 4
1
Vestri
Besta-deild kvenna
Valur
LL 6
2
Tindastóll
Besta-deild kvenna
FHL
LL 1
5
Breiðablik
KR
0
0
Víkingur R.
14.09.2025  -  16:30
Meistaravellir
Besta-deild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
45. Galdur Guðmundsson
77. Orri Hrafn Kjartansson
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson
10. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Atli Hrafn Andrason
23. Atli Sigurjónsson
27. Róbert Elís Hlynsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Sigurður Breki Kárason
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi: Tvær breytingar hjá KR - Vatnhamar snýr aftur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið utan hóps vegna meiðsla. Ásamt Aroni kemur Ástbjörn Þórðarsson inn í liðið.

Aron Þórður Albertsson og Michael Osei Akoto víkja úr byrjunarliðinu. Akoto og Alexander Rafn fengu báðir heilahristing á æfingu KR nýverið og eru þeir því báðir utan hóps. Eiður Gauti Sæbjörnsson er enn utan hóps KR vegna meiðsla.

Sölvi Geir Ottesen gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í lok ágústmánaðar. Gunnar Vatnhamar snýr aftur í liðið tveggja mánuða fjarveru vegna meiðsla. Sveinn Gísli Þorkelsson tekur sér þá sæti á bekknum.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Síðasta umferð fyrir tvískiptingu Í dag og á morgun er leikin lokaumferð Bestu-deildarinnar fyrir tvískiptingu. Fjórir leikir eru á dagskrá í dag og tveir á morgun, Evrópuleikir Breiðabliks gera það að verkum að tveir leikir eru á morgun.

KR á ekki möguleika á að fara upp í efri tvískiptingu og eru í harðri botnbaráttu. Liðið er einungis þremur stigum frá fallsæti.

Víkingur er í spennandi toppbaráttu og eru nú einu stigi frá toppliði Vals og tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna. Valur og Stjarnan spila innbyrðis í kvöld.

Staðan fyrir leiki dagsins:

Leikir - Sigrar - Jafntefli - Töp - Mörk skoruð/fengin á sig- Markatala - Stig

1. Valur - 21 - 12 - 4 - 5 - 52:33 - +19 - 40

2. Víkingur R. - 21 - 11 - 6 - 4 - 40:27 - +13 - 39

3. Stjarnan - 21 - 11 - 4 - 6 - 41:34 - +7 - 37

4. Breiðablik - 21 - 9 - 6 - 6 - 36:34 - +2 - 33

5. FH - 21 - 8 - 5 - 8 - 39:33 - +6 - 29

6. Fram - 21 - 8 - 4 - 9 - 30:29 - +1 - 28
---------------------------------
7. ÍBV - 21 - 8 - 4 - 9 - 23:27 - -4 - 28

8. Vestri - 21 - 8 - 3 - 10 - 22:24 - -2 - 27

9. KA - 21 - 7 - 5 - 9 - 25:38 - -13 - 26

10. KR - 21 - 6 - 6 - 9 - 42:44 - -2 - 24
---------------------------------
11. Afturelding - 21 - 5 - 6 - 10 - 28:36 - -8 - 21

12. ÍA - 21 - 6 - 1 - 14 - 23:42 - -19 - 19
Fyrir leik
„Kemst ekki hjá því að vera meðvitaður um í hvaða sæti við erum“ Óskar Hrafn segir að KR-liðið þurfi að bæta varnarleikinn í föstum leikatriðum, en aðaláherslan verði engu að síður á að einbeita sér að eigin spilamennsku.

„Það er alveg ljóst að við þurfum að loka fyrir föstu leikatriðin þeirra. Það segir sig sjálft, þeir eru eitt sterkasta liðið í deildinni í föstum leikatriðum og á meðan hafa síðustu fjögur mörk sem við höfum fengið á okkur verið úr föstum leikatriðum. Það er eitthvað sem við þurfum að gefa gaum að, en fyrst og síðast þurfum við að hugsa um okkur sjálfa.“

KR á ekki möguleika á að vera í efri hluta tvískiptingarinnar.

„Ég kemst ekki hjá því að vera meðvitaður um í hvaða sæti við erum og hvaða lið eru fyrir ofan okkur og neðan okkur. Auðvitað er það þannig að stigasöfnun okkar hefur ekki verið nægilega góð, það er alveg ljóst. Tölfræðin segir manni að við ættum að vera með töluvert fleiri stig, spilamennskan hefur oft á tíðum verið góð, en sigrar hafa ekki fylgt mörgum frammistöðum. Það er eitthvað sem við þurfum að laga."



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
„Alltaf snúið að verjast gegn þessu“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var spenntur fyrir leiknum og býst við skemmtilegum leik er hann ræddi við Fótbolta.net í vikunni.

„Leikurinn gegn KR leggst mjög vel í mig, það verður gaman að máta nýja grasið í Frostaskjólinu. Það er alltaf að verða styttra eftir af mótinu og leikirnir mikilvægari ef það má segja það. Við erum spenntir, erum búnir að fá gott frí til þess að hlaða batteríin, þannig við ættum að vera kraftmiklir komandi inn í leikinn.“

„Mér líst mjög vel á það, þetta er búinn að vera skemmtilegur fótbolti fyrir áhorfendur; kaótískt og mikið flæði sem er tískan í dag - að menn séu að rótera um stöður. Það er alltaf snúið að verjast gegn þessu, en að sama skapi er snúið að halda strúktúrnum innan liðsins þegar boltinn tapast. Við höfum séð það á móti KR, þeir eru með yfirburði í því að halda bolta í leikjunum, en fá á sig full auðveld mörk á köflum. “



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Tveir leikmenn KR ekki með vegna heilahristings Tveir leikmenn KR lentu í samstuði á æfingu á þriðjudag og fengu heilahristing. Það voru þeir Michael Osel Akoto og Alexander Rafn Pálmason og verða þeir því fjarri góðu gamni í dag.

„Þeir skullu saman, það verður einhver bið á því að þeir spili, en annars er staðan á hópnum ágæt," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í vikunni.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Twana á flautunni Twana Khalid Ahmed er dómari leiksins. Honum til halds og trausts á sitthvorri hliðarlínunni verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Birkir Sigurðarson.

Fjórði dómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og eftirlitsmaður er Viðar Helgason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur á Meistaravöllum! Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign KR og Víkings í síðustu umferð Bestu-deildarinnar fyrir tvískiptingu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason
15. Róbert Orri Þorkelsson
20. Tarik Ibrahimagic
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson
33. Haraldur Ágúst Brynjarsson
36. Þorri Ingólfsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: