Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Valur
2
5
Breiðablik
0-1 Dagur Dan Þórhallsson '24
Patrick Pedersen '30 1-1
1-2 Höskuldur Gunnlaugsson '45 , víti
Sigurður Egill Lárusson '45 2-2
2-3 Dagur Dan Þórhallsson '55
Sebastian Hedlund '62
2-4 Dagur Dan Þórhallsson '86
2-5 Viktor Karl Einarsson '88
22.10.2022  -  20:00
Origo völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Dagur Dan Þórhallsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson (f)
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen ('41)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('77)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('77)
18. Lasse Petry ('41)
23. Arnór Ingi Kristinsson
26. Ólafur Flóki Stephensen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('35)
Aron Jóhannsson ('56)
Haukur Páll Sigurðsson ('85)
Sigurður Egill Lárusson ('90)

Rauð spjöld:
Sebastian Hedlund ('62)
Leik lokið!
Breiðablik sigrar sannfærandi í kvöld.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
91. mín
Við fáum svo +3
91. mín
Inn:Omar Sowe (Breiðablik) Út:Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
Dagur Dan fær heiðursskiptingu.
91. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Fyrstu mínúturnar hans Péturs.
91. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
90. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
88. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Þetta var gjöf!

Aron Jóhannsson sendir boltann bara á Viktor Karl Einarsson sem er með opið mark fyrir framan sig og getur ekki annað en skorað.
86. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
ÞRENNA!!

Aukaspyrna af svipuðu færi og áðan og alveg eins mark nánast!
85. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brot á svipuðum stað og Dagur Dan skoraði áðan.
84. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
83. mín
Viktor Karl með fast skot framhjá markinu.
80. mín
Dagur Dan í leit af þrennunni en skotið af varnarmanni.
79. mín
Ísak Snær og Haukur Páll í baráttunni í vítateig Vals sem endar með að Ísak Snær fellur niður en Egill Arnar gefur honum merki á að standa bara upp.
77. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
73. mín
Valsmenn að komast í flotta stöðu en Blikar ná að bjarga.
69. mín
Birkir Heimisson með sendingu inn á Patrick Pedersen sem er ekki langt frá því að ná að leggja hann fyrir sig einn á Anton Ara en Anton Ari er fljótur að átta sig og kemur út og lokar.
67. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason Daði kenndi sér meins og er tekinn af velli.
62. mín Rautt spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
BEINT RAUTT!

Ísak Snær stingur sér framfyrir hann og er að komast einn í gegn en Sebastian Hedlund brýtur á honum svo hann missir jafnvægið og fellur.
58. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
56. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Átti eitthvað ósagt látið við dómara leiksins sem spjaldar hann.
55. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
DAGUR DAN!

Höskuldur og Dagur Dan standa yfir boltanum og flestir gera ráð fyrir að Höskuldur sé að fara taka þetta en Dagur Dan á svo frábæra spyrnu sem hann lyfti yfir veginn og í netið.
54. mín
Gísli Eyjólfs er komin á ferðina og er keyrðu niður rétt fyrir utan teig af Lasse Petry sýndist mér sem sleppur við spjald.
51. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Klippir Guðmund Andra niður og fær gult.
50. mín
Guðmundur Andri í færi en nær ekki að setja neinn kraft í skotið og hann endar auðveldlega hjá Anton Ara.
46. mín
Ísak Snær sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
+3

Hálfleikur! Eftir dauðar fyrstu 20 mín lifnaði aðeins yfir þessu og við fengum fjögur mörk.

Tökum okkur smá pásu og snúum svo aftur eftir tæpt korter.
45. mín
Fjóðri dómari lyfti upp skiltinu með +3 um það leiti sem Valsmenn jöfnuðu leikinn.
45. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
+1
VALSMENN SVARA STRAX!

Sigurður Egill svarar strax með góðu skoti eftir að Guðmundur Andri flikkaði til hans boltanum strax í fyrstu sókn eftir mark Blika!
45. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Öruggur á punktinum!

Sendi Frederik Schram í rangt horn og Blikar taka forystu aftur fyrir hlé.
43. mín
Viktor Karl var klipptur niður og vítaspyrna dæmt.
43. mín
VÍTI!!

Breiðablik fær vítaspyrnu!
41. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
Rasmus hefur eitthvað meiðst.
38. mín
Davíð Ingvars keyrir upp vænginn og á sendingu fyrir sem er hreinsuð út á Gísla Eyjólfs sem virkaði hræddur þegar Haukur Páll kom á fullri ferð á móti honum og færið rann út í sandinn.
35. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Braut á Isak Snær í aðdraganda af færinu.
35. mín
Viktor Karl Einarsson í DAUÐAFÆRI!!

Fékk sendingu í gegn og gerði allt svo vel fram að skotinu sem var afleitt og framhjá.
30. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
VALSMENN JAFNA!

Birkir Heimisson þræðir Patrick Pedersen snyrtilega í gegn sem gerir svo það sem framherjar gera hvað best og leggur hann í fjærhornið framhjá Anton Ara.
29. mín
Birkir Heimis með skot sem dettur ofan á þaknetið hjá Blikum.
24. mín MARK!
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
BLIKAR KOMAST YFIR!

Virkilega góð pressa hjá Blikum. Jason Daði var mættur á ferðina með botlann í átt að markinu en Rasmus tæklaði boltann beint fyrir fæturnar á Degi Dan sem kemst í gott skotfæri og á gott skot sem sigrar Fredrick Schram.
21. mín
Guðmundur Andri keyrir niður Damir og er dæmdur brotlegur, var komin annars einn í gegn.
20. mín
Þessar fyrstu 20 mín verða seint sakaðar um skemmtanargildi.
18. mín
Valsmenn í færi en skotið yfir markið.
13. mín
Patrick Pedersen reynir að stinga Guðmund Andra í gegn en Blikar verjast því vel og keyra upp þar sem Ísak Snær reynir svo að finna Jason Daða á fjærstöng en Valsmenn renna sér fyrir það.
11. mín
Ísak Snær fær ágætis byltu en ekkert dæmt.
8. mín
Valsmenn fá aukaspyrnu og Gísli Eyjólfs og Aron Jó eru í einhverjum smávægilegum kíting.
4. mín
Gísli Eyjólfs er haltrandi um völlinn og Kiddi Steindórs farinn að hita. Vonandi nær Gísli að harka þetta af sér.
2. mín
Gísli Eyjólfs liggur eftir samstuð og þarfnast aðhlyningar.
1. mín
Það eru Valsmenn sem sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Valsmenn gera tvær breytingar á sínu liði frá því í síðasta leik en inn koma Rasmus Christiansen og Guðmundur Andri Tryggvason fyrir Jesper Juelsgard og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Íslandsmeistarar Breiðabliks gera eina breytingu á liði sínu en inn kemur Davíð Ingvarsson fyrir Kristinn Steindórsson.
Fyrir leik
Fótbolti.net hefur valið Ísak Snæ Þorvaldsson sem leikmann ársins 2022 í Bestu deild karla.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lið ársins í Bestu deild karla að mati Fótbolt.net var opinberað í dag og þar eiga Íslandsmeistarar Breiðabliks fimm leikmenn. Auk þess var Óskar Hrafn Þorvaldsson valinn þjálfari ársins.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarateymið

Egill Arnar Sigurþórsson verður á flautunni og honum til aðstoðar verða þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari og þá er Jón Sigurjónsson eftirlitsdómari.


Fyrir leik
Leikir liðana í sumar

Valsmenn voru fyrsta liðið til þess að sigra Blika í sumar þegar þessi lið mættust á þessum velli 16.júní.
Valsmenn komust yfir með mörkum frá Aron Jóhannssyni og Orra Hrafn Kjartanssyni áður en Dagur Dan Þórhallsson kom Blikum á blað og Anton Logi Lúðvíksson jafnaði en þá var það Patrick Pedersen sem tryggði sigur Valsmanna í uppbótartíma og 3-2 voru lokatölur.



Á Kópavogsvelli fyrir rúmum mánuði eða 5.september var svo síðari leikur liðana í deild en þar höfðu Blikar betur með einu marki gegn engu og var það Ísak Snær Þorvaldsson sem tryggði þann sigur.


Fyrir leik
Leikurinn er í 4.umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar og jafnframt næst síðasta umferð keppninnar.
Þegar er orðið ljóst að Breiðablik eru orðnir Íslandsmeistarar og heimamenn í Val geta ekki endað ofar en 4.sæti sem því miður gefur liðinu afskaplega lítið.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks í næst síðustu umferð úrslitakeppni Bestu deildar karla.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson ('91)
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
16. Dagur Dan Þórhallsson ('91)
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('91)
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman ('58)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist ('91)
10. Kristinn Steindórsson ('58)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('67)
17. Pétur Theódór Árnason ('91)
27. Viktor Elmar Gautason
67. Omar Sowe ('91)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('51)
Gísli Eyjólfsson ('84)

Rauð spjöld: