Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
1
0
Víkingur R.
Ísak Snær Þorvaldsson '39 1-0
Viktor Örn Margeirsson '74
Óskar Hrafn Þorvaldsson '74
29.10.2022  -  13:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Ingvar Jónsson - Víkingur
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m) ('72)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic ('54)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('72)
11. Gísli Eyjólfsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('92)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m) ('72)
2. Mikkel Qvist ('54)
10. Kristinn Steindórsson ('92)
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('72)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
67. Omar Sowe

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('22)
Ísak Snær Þorvaldsson ('45)
Viktor Örn Margeirsson ('57)
Oliver Sigurjónsson ('68)
Andri Rafn Yeoman ('78)

Rauð spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('74)
Óskar Hrafn Þorvaldsson ('74)
Leik lokið!
ERLENDUR FLAUTAR AF, INNILEGA TIL HAMINGJU BLIKAR!
95. mín
Dagur Dan sendir Jason Daða einn í gegn frá miðju með Ingvar svona 30 metra frá marki, Jason reynir skotið en það framhjá, svo úr markspyrnunni vinnur Jason boltann aftur og markið opið en setur boltann í hliðarnetið. Ótrúlegar senur.
94. mín
Dagur Dan nælir í aukaspyrnu úti vinstra megin, Blikar eru að sigla þessu!
92. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
91. mín
Fimm mínútum bætt við hér.
90. mín
Víkingar dæla boltum inn á teig Blika og nú skallar Jason í horn.

Birnir Snær með spyrnuna og Brynjar Atli grípur.
89. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Víkingur R.) Út:Logi Tómasson (Víkingur R.)
Víkingar blása til sóknar í lokin.
88. mín
Logi kemst nú í fína stöðu vinstra megin og lætur vaða á nær en Brynjar ver í horn.

Blikar skalla frá en Logi fær boltann og sendir aftur fyrir þart sem Mikkel skallar í horn hinumegin frá.

Brynjar kýlir það frá.
87. mín
Birnir Snær fær boltann frá Djuric, leikur inn á teiginn og leitar af skotfærinu sem hann tekur svo en í varnarmann.
84. mín
INGVAR JÓNSSON MEÐ STURLAÐA MARKVÖRSLU!

Ísak Snær og Jason Daði spila sig upp hægra megin og Ísak með styrk sínum og krafti prjónar sig í gegn og kemst einn gegn Ingvari, leggur boltann í vinstra hornið en Ingvar með geggjaða vörslu, sá er búinn að halda Víkingum inní þessum leik og sjá til þess að Ísak komist ekki í tæri við Gumma Magg og Nökkva Þey um gullskóinn.

Þetta var ekki illa klárað hjá Ísaki, þetta var bara stórkostlega varið hjá Ingvari.
80. mín
DJURIC HVERNIG SKORARU EKKI ÞARNA?

Logi með skot af 30 metrunum sem Brynjar Atli ætlar að grípa en ver boltann út í teiginn þar sem Djuric kemur á ferðinni og er á undan í boltann, setur hann yfir markið og hendir sér svo niður og vill víti á Brynjar Atla, sem var ekkert spes leikþáttur af hálfu Djuric, markspyrna.
79. mín Gult spjald: Markús Árni Vernharðsson (Víkingur R.)
Nú fær Markús, leikgreinandi Víkinga og A-landsliðsins í næsta verkefni, gult spjald á bekkinn fyrir kjaft.

Þessi leikur er ótrúlegur!
78. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Nú fær Andri Rafn spjaldið fyrir að sparka Djuric niður.
74. mín Rautt spjald: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Ósáttur með þetta rauða spjald á Viktor greinilega, virtist samt ekkert æstur í látbragði, hefur sagt eitthvað ósæmilegt.
74. mín Rautt spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Viktor Örn fer hátt upp í pressuna á Djuric, fellir hann við og svo virðist Viktor fara með löppina í andlitið á Djuric.

Fær samt seinna gula en ekki beint rautt, mér fannst Djuric gera í því að mjólka þetta, það hefur verið mikill hiti hérna allan leikinn og Djuric fengið það óþvegið frá Blikastúkunni.
72. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
72. mín
Inn:Brynjar Atli Bragason (Breiðablik) Út:Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Brynjar Atli fær að klára þennan leik á milli stanganna, Anton Ari fær mikið lófaklapp.
72. mín
Davíð Ingvars nælir í aukaspyrnu úti vinstra megin.
70. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Niko getur ekki haldið leik áfram, ökklinn illa farinn eftir þessa tæklingu.
68. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Tæklar Niko á miðjum vellinum.
65. mín
Erlingur nær í aukaspyrnu af svona 30 metra færi, Djuric og Logi standa yfir boltanum.

Logi hleypur út til hægri og Djuric lætur vaða en skotið langt yfir.
61. mín
Halldór Smári og Ísak Snær lenda saman hér og liggja báðir eftir, bæði lið vilja brot en Erlendur dæmir ekkert og Ingvar á boltann.
60. mín
Blikar með gott spil, færa boltann frá hægri til vinstri og þar kemur Dagur Dan sér í skotið en það framhjá.
57. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Taktísk breyting hjá Arnari, komnir í fjögurra manna línu.
57. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
57. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Viktor Örn í pressu upp á vítateig Víkinga og tæklar Niko og fær gult spjald.
55. mín
ÍSAK SNÆR VERÐUR AÐ SKORA ÞARNA!

Logi Tómasson í allskonar vandræðum í vörninni, Andri Yeoman potar boltanum af honum í gegn á Ísak sem er einn gegn Ingvari en setur boltann í utanverða stöngina, Logi tryllist og veður í Erlend, vildi fá aukaspyrnu en ég held að þetta hafi bara verið klaufalegt hjá Loga.
54. mín
Inn:Mikkel Qvist (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir kennir sér mein og lýkur hér leik.

Vonandi ekkert alvarlegt, Damir er í landsliðshópnum.
52. mín
STÓRKOSTLEG SKYNDISÓKN BLIKA!

Viktor Karl fær boltann út til hægri, kemur boltanum inn á miðjuna á Ísak Snæ sem keyrir á Víkingsvörnina með nóg af mönnum með sér sem opnar svæðið fyrir framan hann og lætur Ísak vaða með vinstri og Ingvar með sturlaða markvörslu í horn, boltinn á leiðinni upp í samskeytin.

Höskuldur setur spyrnuna afturfyrir í markspyrnu.
51. mín
FRÁBÆR SÓKN HJÁ VÍKINGUM!

Niko hælar boltann stórkostlega út á Birni Snæ sem tekur við boltanum og kemur sér í skotfæri en skotið í Viktor Örn og í horn.

Blikar flikka spyrnuna frá Loga í annað horn og seinni tilrauninni svo bara komið frá.
50. mín
INGVAR JÓNSSON!

Höskuldur prjónar sig í gegnum vörn Víkinga og kemst einn gegn Ingvar sem ver stórkostlega og boltinn í horn.

Enn ein útfærslan hjá Blikum sem verður að engu.
47. mín
DAUÐAFÆRI!

Ísak Snær vinnur baráttuna við Kyle og kemst einn gegn Ingvar sem ver frábærlega, Ísak hefði líklega átt að fara framhjá honum bara.
46. mín
Djuric setur seinni hálfleikinn af stað!
46. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Hálfleiksbreyting hjá Víkingum.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleik hér og fólk stendur upp og klappar fyrir sínum mönnum, svakaleg stemning hérna!
45. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Fer í Viktor Örlyg sem er að skýla boltanum til Ingvars og fær gult að launum.
44. mín
Hornspyrna Blika frá Höskuldi fer beint á ennið á Viktor Erni sem skallar beint á Ingvar.

Skyndisókn í kjölfarið frá Víkingum þar sem Ari Sigurpáls sleppur í gegn og er einn gegn Antoni í erfiðri stöðu og setur boltann yfir.
43. mín
DAUÐAFÆRI OG BLIKAR KALLA EFTIR VÍTI!

Ísak Snær gerir stórkostlega í að flikka Höskuld í gegn sem lendir í klafsi en bolrinn fellur fyrir Ísak Snæ sem er í dauðafæri en lætur Ingvar verja boltann niður í grasið, upp í þverslánna og svo grípur Ingvar boltann, Erlendur tekur þá svaninn fræga til merkið um ekkert brot þar sem Blikar vildu þá víti fyrir brot á Höskuldi.
41. mín
Víkingar bruna beint upp í góða stöðu, Ari Sigurpáls með slaka sendingu þegar hann ætlaði að leggja boltann á Djuric en Júlli vinnur hann aftur og kemur Helga í 1v1 stöðu á Davíð Ingvars sem Helgi fer illa með og hittir ekki boltann þegar hann reynir skotið á hægri.
39. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!

Höskuldur með boltann úti hægra megin, lyftir boltanum inn á teiginn og Ísak Snær einn og óvaldaður inn í markteig stangar boltann í hornið.

Íslandsmeistararnir leiða!
39. mín
Uppúr aukaspyrnunni lyftir Oliver boltanum bakvið vörn Víkinga sem virtist galopin og Höskuldur kemst í góða stöðu en Kyle með frábæran varnarleik!
37. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)
Helgi Guðjóns með átakanlega slaka sendingu inn á miðjuna beint á Viktor Karl, Kyle rýkur upp til að reyna að bjarga málunum en endar á að strauja Viktor og uppsker réttilega gult spjald.
34. mín
Dagur Dan fer framhjá Helga og neglir fyrir en Kyle kemur boltanum í horn.

Höskuldur tekur spyrnuna, betri stutt úrfærsla en síðast og Höskuldur kemur með fyrirgjöf en Kyle skallar frá.
33. mín
Birnir Snær fær boltann úti vinstra megin og gerir vel í að leika á Oliver Sigurjóns og Andra Yeoman, kemur sér í skotfæri en skotið beint á Anton Ara.
28. mín
Djuric brýtur á Gísla Eyjólfs á miðjunni og Blikar kalla eftir seinna gula en Elli tekur bara gamla góða spjallið við litla hrifningu stúkunnar.
27. mín
Þá kemur einhver alveg ömurleg stutt útfærsla og í markspyrnu.
26. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins kemur hér, Blikar eiga hana og Höskuldur tekur.

Sending á nær sem verður að Víkings flikki á fjær og Birnir setur hann í horn hinumegin frá.
23. mín
Ísak Snær sækir aukaspyrnu úti hægra megin.

Oliver Sigurjóns sendir boltann fyrir og Viktor Örn hendir sér á boltann á fjærsvæðinu en boltinn afturfyrir.
22. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Það er aldeilis hiti í þessu, fljúgandi tæklingar og harka og núna keyrir Damir inn í Djuric sem er að snúa með boltann á eigin vallarhelmingi.
19. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Langur bolti upp frá Víkingum sem Viktor Örn er að fara að skalla en Djuric tekur hið margþekkta Harry Kane trix og keyrir undir hann, stórhættulegt athæfi og að mínu mati vel skiljanlegt spjald.

Myndast hiti í kjölfarið og orðaskipti milli varamannabekkjanna.
16. mín
Djuric nælir í aukaspyrnu úti vinstra megin og Víkingar spila stutt, endar með að Ari kemst í skotfæri en Damir með sturlaðan varnarleik og kemur í veg fyrir tækifærið.

Boltinn svo upp þar sem Ísak Snær vinnur enn eina baráttuna og reynir sendingu í gegn sem fer alla leið á Ingvar.
14. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Ísak Snær drepur boltann glæsilega með kassanum á miðjunni og keyrir í gegnum þrjá Víkinga sem endar á því að Logi stöðvar hann með peysutogi og uppsker eðlilega gult spjald.
12. mín
Dagur Dan er tekinn niður á leiðinni inn á teiginn, Erlendur tekur sér tíma í að flauta og dæmir svo aukaspyrnu, við litla hrifningu Blika í stúkunni sem vildu vítaspyrnu.

Dagur Dan tekur spyrnuna sjálfur en hún fer í Birni Snæ og út á Davíð Ingvars sem lætur vaða í fyrsta en yfir markið.
10. mín
Fyrsta færið!

Nú lyfti Anton Ari boltanum yfir pressu Víkinga og út til vinstri á Dag Dan sem gat keyrt óáreittur að teignum, lagði boltann út á Gísla sem tók móttöku og skot sem fór í Kyle.
8. mín
Hinu megin komst Dagur Dan í fyrirgjafastöðu og hamraði fyrir en boltinn aðeins of hár fyrir Ísak Snæ.
8. mín
Einn langur í gegn frá Loga á Djuric sem kemst í gegn en er flaggaður rangur og Anton Ari varði hvortsemer, en þetta er ein leiðin til þess að skapa færi og var mjög góð tilraun, Djuric þurfti bara að halda línunni aðeins betur.
5. mín
Leikurinn byrjar af miklum krafti, Víkingar pressa Blikana mjög hátt og mjög stíft, maður á mann út um allan völl en engin færi að skapast.
3. mín
Uppstilling Víkinga 3-4-3:

Ingvar Jóns
Viktor, Kyle, Logi
Helgi, Júlli, Pablo, Birnir
Erlingur, Djuric, Ari
2. mín
Uppstilling Blika 4-3-3:

Anton
Andri, Damir, Viktor Ö, Davíð
Höggi, Oliver, Gísli
Viktor K, Ísak, Dagur
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Ísak Snær setur leikinn í gang.
Fyrir leik
Víkingar stilla sér upp í heiðursvörð og það koma svona 300 Blikakrakkar inn á völlinn líka og stilla sér upp í línu fyrir aftan Bestu deildar skiltið á vellinum.

Blikar labba inn.

Víkingar klappa, stúkan stendur upp og klappar og Kópacabana sprengir confetti bombu, það er augljóst að hér verður partý í kvöld!
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka við upphitun, stúkan er að þéttfyllast og það eru tíu mínútur í upphafsflaut síðasta leiksins áður en skjöldurinn fer á loft!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Oliver Sigurjóns kemur inn í liðið eftir leikbann og hendir Jasoni Daða á bekkinn.

Víkingar tefla fram öflugu liði en þó aðeins með Kyle sem náttúrulegan hafsent, Halldór Smára á bekknum og Oliver Ekroth fjarverandi vegna meiðsla.
Fyrir leik


Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 Breiðablik-Víkingur
13:00 KA-Valur
13:00 KR-Stjarnan
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum. Breiðablik á fimm leikmenn í liði ársins 2022 en það var opinberað fyrir viku síðan. Víkingur er með tvo fulltrúa í liðinu.





Leikmaður ársins: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Fótbolti.net velur Ísak Snæ Þorvaldsson besta leikmann Bestu deildarinnar 2022. Hann var hreinlega óstöðvandi langt fram eftir móti. Þjálfarar Breiðabliks náðu því besta út úr Ísaki sem var settur framar á völlinn en hann er vanur. 18 mörk og tíu stoðsendingar í öllum keppnum í sumar og er búinn að semja við Rosenborg í Noregi.



Þjálfari ársins: Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik)
Eftir vonbrigðin á lokaspretti síðasta tímabils var Breiðablik í verkefni sem heppnaðist algjörlega eftir uppskrift á þessu tímabili. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari ársins 2022 en Blikar voru bestir og efstir frá upphafi Bestu deildarinnar og verðskuldaðir Íslandsmeistarar.



Efnilegastur: Kristall Máni Ingason (Víkingur)
Uppgangur Kristals Mána Ingasonar hefur verið frábær og þessi tvítugi leikmaður skemmti áhorfendum Bestu deildarinnar með fótboltahæfileikum sínum áður en hann var seldur út til norska félagsins Rosenborg.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lokaumferð Bestu deildar karla er framundan og Íslandsmeistarar Breiðabliks fá sjálfan Íslandsmeistaraskjöldinn að leik loknum í Kópavoginum. Það er að sjálfsögðu hátíðardagskrá!

11:30: Fjölskylduhátíð í Fífunni
- Hoppukastalar frá Skátalandi
- Dominos Pizza og Svali í boði
- Andlitsmálun
- Soccer genius knattþrautir

13:00: Leikur hefst á Kópavogsvelli

15:00: Íslandsmeistaratitillinn fer á loft og öllum iðkendum boðið inn á völlinn til að fagna meisturunum.

19:30: Kópavogspartý og fögnuður í Smáranum. 18 ára aldurstakmark.

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('89)
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('46)
10. Pablo Punyed ('57)
17. Ari Sigurpálsson ('57)
18. Birnir Snær Ingason
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)

Varamenn:
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('70)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('57)
14. Sigurður Steinar Björnsson ('89)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('57)
23. Nikolaj Hansen ('46) ('70)
30. Tómas Þórisson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Logi Tómasson ('14)
Danijel Dejan Djuric ('19)
Kyle McLagan ('37)
Markús Árni Vernharðsson ('79)

Rauð spjöld: