Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Njarðvík
4
1
KFA
Marc Mcausland '60 1-0
Marc Mcausland '67 2-0
2-1 Marteinn Már Sverrisson '86
Oumar Diouck '88 3-1
Luqman Hakim Shamsudin '93 4-1
20.04.2023  -  13:30
Nettóhöllin-gervigras
Mjólkurbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Marc McAusland
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
3. Sigurjón Már Markússon ('76)
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
11. Rafael Victor ('76)
13. Marc Mcausland (f)
14. Oliver Kelaart ('83)
19. Tómas Bjarki Jónsson
22. Magnús Magnússon ('65)
24. Hreggviður Hermannsson ('83)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
2. Alex Bergmann Arnarsson ('76)
6. Gísli Martin Sigurðsson ('83)
9. Oumar Diouck ('65)
10. Bergþór Ingi Smárason
18. Luqman Hakim Shamsudin ('76)
25. Kristófer Snær Jóhannsson
- Meðalaldur 31 ár

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Þorsteinn Örn Bernharðsson
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Robert Blakala ('78)
Gísli Martin Sigurðsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
NJARÐVÍK VERÐUR Í POTTINUM FYRIR 16-LIÐA ÚRSLIT! Frábær sigur Njarðvíkur staðreynd!

viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín MARK!
Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík)
Stoðsending: Oumar Diouck
ÞAÐ ERU VARAMENNIRNIR SEM TRYGGJA NJARÐVÍK Í 16-LIÐA!!

Eru komnir einir í gegn þegar Oumar lyftir boltanum inn á teig þar sem Luqman er aleinn og skallar framhjá Nikola!
91. mín
Heyist þjálfararnir fá merki um +3
88. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
NJARÐVÍK SVARAR! Auðvitað er það Oumar Diouck sem fer langleiðina með að tryggja þetta fyrir Njarðvík!
Missti af aðdragandanum að þessu en skotið var gott og fast frá Oumar!
87. mín Gult spjald: Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
Taktískt. Sparkar boltanum í burtu eftir flaut frá Ella.
86. mín MARK!
Marteinn Már Sverrisson (KFA)
ÞAÐ ER VON! KFA MINNKAR MUNINN!

Það skyldi þó ekki vera að lærisveinar Mikaels snúi þessu! Fá fyrirgjöf sem að mér sýndist Marteinn náði að teygja stóru tánna í að moka í hornið fjær framhjá Blakala!
85. mín Gult spjald: Danilo Milenkovic (KFA)
84. mín
Eftir kröftuga byrjun á seinni hálfleik frá KFA þá hafa Njarðvíkingar tekið öll völd á vellinum.
83. mín
Inn:Patrekur Aron Grétarsson (KFA) Út:Zvonimir Blaic (KFA)
83. mín
Inn:Þorsteinn Örn Bernharðsson (Njarðvík) Út:Hreggviður Hermannsson (Njarðvík)
83. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík) Út:Oliver Kelaart (Njarðvík)
79. mín
Oumar Diouck með tilraun framhjá markinu.
78. mín Gult spjald: Robert Blakala (Njarðvík)
Tafir.
77. mín
KFA í skotfæri en Marteinn Már með skot framhjá.
76. mín
Inn:Imanol Vergara Gonzalez (KFA) Út:William Suárez Marques (KFA)
76. mín
Inn:Ivan Rodrigo Moran Blanco (KFA) Út:Esteban Selpa (KFA)
76. mín
Inn:Luqman Hakim Shamsudin (Njarðvík) Út:Rafael Victor (Njarðvík)
76. mín
Inn:Alex Bergmann Arnarsson (Njarðvík) Út:Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
74. mín
Ekki alveg sami kraftur í KFA núna eftir þessi tvö mörk frá Njarðvíkingum og Mikael er sammála því og er að undirbúa skiptingu.
Njarðvíkingar sömuleiðis vilja breyta.
72. mín
Smá vandræðagangur í öftustu línu hjá Njarðvíkur en Robert Blakala nær að spyrna boltanum i innkast.
67. mín MARK!
Marc Mcausland (Njarðvík)
Stoðsending: Hreggviður Hermannsson
NJARÐVÍK TVÖFALDAR! Nánast sama uppskrift og síðast!
Hornspyrna á færstöngina þar sem Marc McAusland er mættur og stangar í netið!

Njarðvík tvöfaldar og búnir að skora eftir horn bæði frá vinstri og hægri!
65. mín
Inn:Oumar Diouck (Njarðvík) Út:Magnús Magnússon (Njarðvík)
63. mín
Inn:Povilas Krasnovskis (KFA) Út:Heiðar Snær Ragnarsson (KFA)
60. mín MARK!
Marc Mcausland (Njarðvík)
Stoðsending: Tómas Bjarki Jónsson
NJARÐVÍK ER KOMIÐ Í FORYSTU! Njarðvíkingar hafa verið að færa sig ofar á völlinn og taka stjórnina!
Fá hornspyrnu sem fellur niður í teignum þar sem fyrirliðinn er fyrstur á boltann og þrumar honum í markið!

NJARÐVÍK LEIÐIR!
58. mín
KFA að komast í færi strax í næstu sókn en Njarðvíkingar loka vel á það.
57. mín
Njarðvíkingar með frábært upphlaupp þar sem Magnús Magnússon kemst á flugbraut og bíður eftir seinni bylgunni þar sem Rafael Victor mætir og er í frábæru færi en skotið laust og Nikola ver.

Þarna hefðu Njarðvíkingar átt að gera betur.
54. mín
Njarðvíkingar að eiga góðan kafla núna og eru að tengja saman sendingar.
52. mín
Magnús Magnússon er stungið í gegn en Nikola sér við honum í marki KFA! Það er smá lífsmark þarna hjá Njarðvík.
50. mín
KFA mætir út í seinni hálfleikinn af krafti.
48. mín
KFA að komast í gott upphlaup en skallinn frá Marteini Már var laus og Robert Blakala ekki í neinum vandræðum.
46. mín
Njarðvík sparkar okkur í gang aftur Erlendur flautar á seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Bæði lið ganga sennilega heldur svekkt til búningsklefa í hálfleik.

KFA verið að ógna meira og sennilega sárir og svekktir að hafa ekki fengið markið sem þeir töldu sig hafa skorað.
Njarðvíkingar hafa ekki verið góðir í þessum fyrri hálfleik verður bara að segjast og ekki spilað eins og liðið sem ætti að vera sigurstranglegra eftir bókinni góðu.

Tökum stutta pásu og snúum svo aftur í vonandi örlítið betri seinni hálfleik.
45. mín
Það er enginn fjórði dómari til þess að gefa okkur upplýsingar um uppbót. Giska á 1+ max.
41. mín
Njarðvíkingar aðeins að færast ofar á völlinn. KFA náð að ýta þeim heldur neðarlega það sem af er leiks.
40. mín
Arkadiusz Grzelak með skot framhjá markinu.
37. mín
Mikael er ennþá að láta aðstoðardómarann heyra það sem hefur minna en engann húmor fyrir þessu.
34. mín
Smá basl í horninu en Njarðvík sleppur með það, virkaði eins og boltinn væri inni eftir smá klafs en Erlendur gefur það ekki.
Mikael Nikúlásson er brjálaður yfir þessu og öskrar ,,Settu þig í stand línuvörður!"
33. mín
Hvað skildi vera að gerast? Hárrétt gisk.. KFA fær horn.
31. mín
KFA að fá enn eina hornspyrnuna. Hafa enn ekki náð að ógna með þeim.
29. mín
Frábær spil hjá Njarðvíkingum sem spila sig inn í vítateig KFA en eru stöðvaðir á síðustu stundu!
26. mín
Alvöru kúla frá Joao Ananias yfir völlinn en KFA ná að bjarga í horn.
24. mín
Mikael ekki ánægður með ákvörðunartöku sinna mannna. Lætur þá alveg vita af því.
18. mín
Fínasta stöðubarátta fyrstu mínútur. KFA verið líklegri ef líklegri má kalla, bíðum enn eftir fyrsta færinu.
13. mín
KFA vill fá hendi en fá bara horn. Mikael Nikúlásson allt annað en sáttur.
10. mín
Liðin eru að máta hvort annað en hvorugt liðið er að ná stjórn.
6. mín
Smá harka í þessu fyrstu mínúturnar.
2. mín
KFA fær fyrsta horn leiksins.
1. mín
KFA Sparkar okkur af stað! Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Allir á völlinn! Vantar smá upp á mætingu á þennan leik en það eru sennilega allir fastir í umferð á leiðinni hlítur bara að vera.
Fyrir leik
Dómarateymið! Erlendur Eiríksson heldur utan um flautuna hér í dag og honum til aðstoðar verða þeir Daníel Ingi Þórisson og Bjarni Víðir Pálmason.
Eftirlitsmaður hjá okkur í dag er svo Hjalti Þór Halldórsson.


Fyrir leik
Mikael fékk draumadráttinn „Ég var einhvern tímann búinn að segja í þættinum (Þungavigtinni) hjá mér að það væri gaman að fá Njarðvíkingana. Það var engin sérstök tilfinning fyrir dráttinn, þetta eru sextán viðureignir, einhver smá möguleiki að þetta færi svona og það datt. Það verður bara gaman."

„Það voru tíu lið úr fyrstu deildinni í pottinum og af þeim vildi ég helst fá Njarðvík. Af þeim kostum fyrir utan risaliðin og kannski þau sem eru í 4. og 5. deild þá vildi ég helst fá Njarðvík. Ég veit ekki hvort menn í klúbbnum séu alveg jafn sáttir, þeir vildu væntanlega fá heimaleik. Þetta er bara bikar og þú færð bara það sem þú færð."


Mikael fékk draumadráttinn - „Ég er fljótur að fyrirgefa"

Fyrir leik
Leið Njarðvíkur til þessa Njarðvíkingar byrjuðu stax í 1.umferð.

Njarðvíkingar tóku á móti Herði frá Ísafirði í fyrstu umferð bikarsins. Njarðvíkingar fóru þar með þægilegan 4-0 sigur en mörk Njarðvíkur í þeim leik skoruðu Marc McAusland,Kenneth Hogg, Tómas Bjarki Jónsson og Rafael Victor.

Njarðvíkingar heimsóttu Augnablik í 2.umferð bikarsins þar sem þeir lentu undir áður en þeir snéru taflinu við og unnu að lokum 3-2 sigur. Mörk Njarðvíkur í þeim leik skoruðu Rafael Victor x2 og Kenneth Hogg.


Fyrir leik
Leið KFA til þessa KFA komu inn í 2.umferð bikarsins þar sem þeir mættu Spyrnir í Fjarðarbyggðarhöllinni.

KFA lentu ekki í teljandi vandræðum með Spyrnismenn og fóru með þægilegan 7-1 sigur.
Mörk KFA: Heiðar Snær Ragnarsson, Marteinn Már Sverrisson x3, Danilo Milenkovic x2, William Suárez Marques


Fyrir leik
Mikael Nikulásson snýr aftur! Mikael Nikulásson þjálfari KFA snýr aftur á fornar slóðir en hann tók eftirminnilega við liði Njarðvíkur fyrir sumarði 2020 eftir að hafa verið í pásu frá þjálfun og stýrði þeim grænklæddu í 4.sæti 2.deildar en mótinu var hætt í 20.umferð og áttu Njarðvíkingar enn möguleika á að fara upp þegar mótinu var hætt sökum covid.

Eftir tímabilið ákvað Njarðvík svo að láta Mikael fara og ráða í hans stað Bjarna Jó sem stýrði liðinu næstu tvö tímabil og sigruðu Njarðvíkingar 2.deildina sannfærandi síðasta sumar. Samningur Bjarna Jó var þó ekki endurnýjaður og Arnar Hallsson tók við fyrir þetta tímabil og mun stýra Njarðvíkingum í Lengjudeildinni á komandi tímabili.


Fyrir leik
32-liða úrslit Mjólkurbikarsins! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og KFA sem eigast við á gervigrasinu við Nettóhöllina í Njarðvík þegar 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins heldur áfram göngu sinni í dag.

Byrjunarlið:
25. Nikola Stoisavljevic (m)
2. Zvonimir Blaic ('83)
3. Geir Sigurbjörn Ómarsson
5. Esteban Selpa ('76)
7. Arkadiusz Jan Grzelak
10. Marteinn Már Sverrisson
14. William Suárez Marques ('76)
16. Unnar Ari Hansson (f)
19. Vice Kendes
21. Heiðar Snær Ragnarsson ('63)
23. Danilo Milenkovic
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Danny El-Hage (m)
6. Dagur Þór Hjartarson
19. Ivan Rodrigo Moran Blanco ('76)
22. Patrekur Aron Grétarsson ('83)
29. Povilas Krasnovskis ('63)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Mikael Nikulásson (Þ)
Unnar Arnarsson
Jóhann Ragnar Benediktsson
Imanol Vergara Gonzalez

Gul spjöld:
Danilo Milenkovic ('85)

Rauð spjöld: