Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Víkingur R.
3
1
Fram
Erlingur Agnarsson '21 1-0
Danijel Dejan Djuric '28 2-0
Birnir Snær Ingason '34 3-0
3-1 Fred Saraiva '41 , víti
11.06.2023  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 9 gráður, 6 m/s og skýjað
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Pablo Punyed - Víkingur
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('88)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
18. Birnir Snær Ingason ('71)
19. Danijel Dejan Djuric ('71)
23. Nikolaj Hansen (f) ('71)
24. Davíð Örn Atlason
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('46)
9. Helgi Guðjónsson ('88)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('71)
17. Ari Sigurpálsson ('71)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Nikolaj Hansen ('45)
Matthías Vilhjálmsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur vinnur hér sigur Þetta var í raun aldrei í hættu.
94. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Groddaraleg tækling.
94. mín
Arnór Borg með skot sem er varið.
92. mín
Matti Villa þarf hér aðhlynningu í uppbótartímanum.
90. mín
Þessi seinni hálfleikur skilur ekki mikið eftir sig. Víkingar eru að ná fimm stiga forystu á toppnum fyrir landsleikjahlé.
88. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
88. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Adam Örn Arnarson (Fram)
88. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
84. mín
Aron Jóhannsson í hörkufæri en Gunnar Vatnhamar kastar sér fyrir skotið.
79. mín
Afskaplega lítið að frétta héðan úr Fossvoginum. Framarar virðast hafa gefið upp von um að fá eitthvað úr leiknum og Víkingar ætla bara að sigla þessu.
74. mín
Fred með þrumufleyg af löngu færi, Ingvar nær að verja en á í vandræðum með skotið.
73. mín
Arnór Borg ekki lengi að koma sér í færi, Ólafur Íshólm varði skot hans.
71. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
71. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
71. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
71. mín
Arnar Gunnlaugsson ætlar að toppa þetta og gera þrefalda skiptingu.
70. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
70. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
67. mín
Tvöföld skipting í vændum hjá Fram. Þeir þurfa á marki að halda sem fyrst til að skapa von.
65. mín
DDD vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn.
63. mín
Viktor Örlygur fékk högg en er staðinn á fætur.
60. mín
Fram er 7-1 yfir þegar kemur að hornum, en gestirnir hafa ekki náð að nýta sér það.
59. mín
Hlynur Atli skallar yfir markið en dæmt sóknarbrot.
58. mín
Fram fær hornspyrnu eftir hættulega sendingu Adams inn í teiginn.
57. mín
Birnir Snær fékk högg en ætlar að skokka þetta úr sér. Vel haltrandi sem stendur.
56. mín
Danijel Djuric með tilþrif og Hlynur Atli brýtur svo á honum.
54. mín
Tryggvi Snær með fyrirgjöf en Fred nær ekki að reka höfuð í boltann.
52. mín
Adam reynir fyrirgjöf en boltinn flýgur afturfyrir. Frekar tíðindalítil byrjun á seinni hálfleiknum.
49. mín
Nokkrar myndir í viðbót frá Jónínu


47. mín
Víkingar kalla eftir hendi og víti, ekkert dæmt.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Í fréttamannastúkunni eru menn vel nærðir af Hjaltested hamborgurum, sumir segja bestu vallarborgarar landsins.
46. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
45. mín
Varnarleikur Fram heldur áfram að vera hausverkur

Liðið heldur áfram að fá á sig mörk á færibandi. Fram hefur fengið á sig 26 mörk í sumar, flest mörk allra liða.
45. mín
Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir ljosmyndari er á leiknum

45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur að baki Liðin hafa gripið nánast hvert einasta færi
45. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Skallaeinvígi og Niko va með olnbogann úti. Brynjar Gauti liggur eftir og þarf aðhlynningu.
42. mín
Fred kominn með sex mörk í Bestu deildinni.
41. mín Mark úr víti!
Fred Saraiva (Fram)
Ingvar fór í rangt horn! Fram kemur sér inn í leikinn.
40. mín
FRAM FÆR VÍTI!!! Aron Jóhannsson í hörkufæri en Ingvar ver frá honum. Það er brotið á Aroni þegar hann tekur skotið. Halldór Smári braut af sér. Þetta kom allt saman eftir misheppnaða sendingu Ekroth sem Fred komst inní.

Hárréttur dómur.
Ekki er ég með svör við þessu
37. mín
Sjötta deildarmark Birnis á tímabilinu

Sá hefur verið góður!
34. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
ÞEIR ERU AÐ GANGA FRÁ ÞEIM ALGJÖRLEGA!!! Geggjað vel gert hjá Birni, fer illa með Delphin Tshiembe í teignum og klárar frábærlega í fjærhornið!!!

Víkingar verið skilvirkir og mörkin að koma úr öllum áttum!
33. mín
Fram fengið nokkrar hornspyrnur í röð en ekki náð að nýta þær til góðra verka.
32. mín
Fram hefur ekkert náð að láta reyna almennilega á Ingvar í markinu.
31. mín
Þriðja deildarmark Danijels á tímabilinu staðreynd
28. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
STÓRSLYS HJÁ FRAM!!! Birnir Snær Ingason með fyrirgjöf, Ólafur Íshólm og Brynjar Gauti rekast saman og Ólafur missir boltann frá sér, beint á DDD sem fær mark á silfurfati.

Afskaplega klaufalegt hjá gestunum.
26. mín
Adam braut á Birni Snæ. Var of seinn og heppinn að fá ekki gult spjald.
25. mín
Frægir í stúkunni Leynilegur útsendari okkar í stúkunni er búinn að spotta celebs meðal áhorfenda. Gústi á Bombay, Valtýr Björn, Kristall Máni, Logi Tómasson, Jason Daði og Hörður Björgvin eru meðal þeirra sem mættir eru!
23. mín
Annað mark Erlings í Bestu deildinni þetta tímabilið

Skoraði í 4-1 sigri gegn Keflavík einnig.
21. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
VÍKINGAR BRJÓTA ÍSINN! Fyrsta alvöru færi Víkings verður að marki! Birnir Snær vinnur boltann og Pablo á frábæra stungusendingu á Erling sem sleppur einn gegn Ólafi og klárar smekklega!

Toppliðið er komið yfir.
20. mín
Brynjar Gauti braut af sér og fær tiltal.
19. mín
Tryggvi Snær með hættulega fyrirgjöf en enginn Framari náði að reka tá í knöttinn.
17. mín
Framarar hafa átt ágætis mínútur núna. Lítið um færi hinsvegar á upphafskafla leiksins.
15. mín
Oliver Ekroth með langa sendingu fram á Birni Snæ Ingason. Biddi rétt missti af boltanum. Fín hugmynd.
14. mín
Gummi Magg með skemmtilega heimsókn í fréttamannastúkuna. Náði sér í kaffibolla til að fá smá hlýju í bekkjarsetuna.
8. mín
Pablo með flotta tilraun! Lætur vaða fyrir utan teig og boltinn flýgur framhjá. Þetta var ekki fjarri lagi.
6. mín
Víkingar einoka boltann. Framarar eru með Nikolaj Hansen í strangri gæslu.
3. mín
Fram virðist ætla að mæta Víkingum af krafti. Brotið á Matta Villa á miðjum vallarhelmingi Fram.
2. mín
Már Ægisson með sendingu sem breytir um stefnu af varnarmanni og breytist nánast í skottilraun en auðvelt verk fyrir Ingvar að handsama boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Fram hóf leik Þeir bláu sækja í átt að félagsheimilinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin hafa klárað sínar upphitanir og fólk er að koma sér fyrir í stúkunni. Þegar orðið þéttsetið Víkingsmegin en talsvert meira pláss hjá stuðningsmönnum þeirra bláu.
Fyrir leik
Órjúfanlegt samband

Auðvitað mættu þeir saman út að hita; Tiago og Fred. Afskaplega tengdir og eru að sparka bolta á milli.
Fyrir leik
Gulli Jóns mættur í Fossvoginn

Toppmaðurinn Gunnlaugur Jónsson er mættur í Víkina í viðtöl fyrir Stöð 2 Sport. Það er ólíklegt að það verði sami hasar og þegar hann tók viðtölin í Kópavogi á dögunum. Gulli Jóns spáir 5-2 sigri Víkings í kvöld. Markaflóð framundan?
Fyrir leik
Valur að leika sér að HK Valur er að rúlla yfir HK og koma sér þar með upp í annað sætið, tveimur stigum á eftir Víkingi. Ef Víkingur vinnur í kvöld verður liðið því með fimm stiga forystu. Breiðablik gerði jafntefli við FH í Krikanum í gær eins og lesendur vita eflaust.
Fyrir leik
Fram með óbreytt lið

Jón Sveinsson teflir fram sama byrjunarliði og vann Keflavík 4-1 í síðasta leik.
Fyrir leik
Gunnar Vatnhamar kemur inn

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir eina breytingu á byrjunarliðinu ef við miðum við þennan rosalega 2-2 leik gegn Breiðabliki. Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar hefur jafnað sig af meiðslum og kemur inn í byrjunarliðið í stað Loga.

Þá er U19 landsliðsmaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson mættur aftur eftir meiðsli og er meðal varamanna hjá Víkingi.
Luigi í banni Logi Tómasson fékk rautt spjald eftir leikinn gegn Breiðabliki og tekur út leikbann í kvöld. Logi hefur verið einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar og kemur ekki á óvart að verið sé að orða hann við erlend félagslið.
Fyrir leik
Arnar fékk ekki bann

Síðasti deildarleikur Víkinga var hreint kyngimagnaður. Breiðablik jafnaði með tveimur mörkum í uppbótartíma og 2-2 urðu lokatölur. Eftir leikinn lét Arnar Gunnlaugsson dómarann Ívar Orra Kristjánsson heyra það. Einhverjir kölluðu eftir banni á Arnar eftir viðtalið en hann slapp við bann og verður á hliðarlínunni í kvöld.

Síðasti leikur Víkings var hinsvegar bikarleikur þar sem liðið vann 2-1 útisigur gegn Þór á Akureyri. Ari Sigurpálsson skoraði sigurmarkið í þeim leik. Víkingur mun mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Fyrir leik
Galdrakallinn og töframaðurinn

Leikmaðurinn sem stuðningsmenn Fram binda vonir við að galdri eitthvað fram í kvöld er Brasilíumaðurinn Fred. Hann var valinn leikmaður 10. umferðar en Fram rúllaði þá yfir Keflavík 4-1. Hann og vinur hans Tiago léku listir sínar.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora."

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló í viðtali eftir síðasta leik.
Fyrir leik
Gaupi spáir öruggum sigri Víkings 3-0

Guðjón Guðmundsson:
Þetta er öruggur Víkingssigur. Víkingar hafa verið með besta liðið í sumar og það er hvergi veikan hlekk að finna. Nikolaj Hansen hefur verið sjóðandi heitur og Færeyingurinn, Gunnar Vatnhamar, það vatnar nú ekki mikið undan honum... frábær félagaskipti og bestu kaup sumarsins. Hann hefur verið gríðarlegur styrkur fyrir Víkinga og það er nánast útilokað að það gerist eitthvað annað en að Víkingur vinni þægilegan sigur á heimavelli hamingjunnar. Þeir fara hamingjusamir heim eftir 3-0 sigur.
Fyrir leik
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson

Aðstoðardómarar: Rúna Kristín Stefánsdóttir og Ragnar Þór Bender. Varadómari: Guðmundur Páll Friðbertsson.
Fyrir leik
Hér urðu Framarar Reykjavíkurmeistarar Liðin áttust við hér á þessum velli á undirbúningstímabilinu, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í byrjun febrúar. Þar unnu Framarar endurkomusigur í fimm marka leik.

Víkingur R. 1 - 4 Fram
1-0 Danijel Dejan Djuric ('9 )
1-1 Magnús Þórðarson ('50 )
1-2 Magnús Þórðarson ('56 )
1-3 Tryggvi Snær Geirsson ('90 )
1-4 Aron Snær Ingason ('90 )
Rautt spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingur R. ('74)

Lestu um leikinn

Fyrir leik
Hamingjan, hún er hér!

Velkomin með okkur á heimavöll hamingjunnar í Fossvoginum þar sem topplið Víkings leikur gegn Fram, bláliðar eru rétt fyrir ofan fallsætin. Það er líf og fjör við grillin og ég trúi ekki öðru en að púbbtöskurnar vinsælu verði um alla stúku.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('70)
7. Aron Jóhannsson ('88)
9. Þórir Guðjónsson ('70)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson ('88)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
7. Guðmundur Magnússon ('70)
8. Albert Hafsteinsson ('88)
11. Magnús Þórðarson ('70)
15. Breki Baldursson
22. Óskar Jónsson ('88)
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: