Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 05. júní 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 10. umferð - Toppframmistaða hjá einstökum leikmanni
Fred Saraiva (Fram)
Fred er magnaður leikmaður.
Fred er magnaður leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fred var alveg frábær í þessum leik. Duglegur að finna boltann og teikna hann á samherja sína. Skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Toppframmistaða hjá þessum einstaka leikmanni," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu um leik Fram og Keflavíkur sem heimamenn unnu 4-1.

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Þú þarft ekkert að segja mikið við þessa leikmenn, þeir elska að spila fótbolta við þessar aðstæður, stúkan í stuði og þá er bara gaman inni á vellinum. Þeir kveikja í leikjum, bæði frábærir í fótbolta og eru að hlaupa og berjast. Fred átti stórkostlegan leik og Tiago sömuleiðis," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram.

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred sjálfur við Fótbolta.net eftir leik.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn, Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar."

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora."

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Sterkustu leikmenn:
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
Athugasemdir
banner