Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Stjarnan
4
0
Fram
Eggert Aron Guðmundsson '27 1-0
Emil Atlason '64 2-0
Róbert Frosti Þorkelsson '78 3-0
Emil Atlason '82 4-0
26.07.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 826
Maður leiksins: Jóhann Árni Gunnarsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Hilmar Árni Halldórsson
2. Heiðar Ægisson ('75)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('46)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
11. Adolf Daði Birgisson ('62)
17. Andri Adolphsson ('62)
22. Emil Atlason (f)
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
23. Joey Gibbs
30. Kjartan Már Kjartansson ('62)
35. Helgi Fróði Ingason ('62)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('46)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Hilmar Þór Hilmarsson
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öfgar í báðar áttir Stjörnumenn frábærir, margir hjá liðinu með þrusuflotta frammistöðu.

Framarar hinsvegar arfadaprir. Áttu varla breik frá upphafsflauti.

Ég er stokkinn niður í viðtöl og svo kemur skýrsla áður en ég fer á koddann.
91. mín
Uppbótartíminn: 2 mínútur
90. mín
Maður leiksins Stjörnumenn velja Jóhann Árna, umferðarstjórann, sem mann leiksins. Verið frábær í kvöld, og í raun frábær upp á síðkastið eftir frekar erfiða byrjun á mótinu.
86. mín
Róbert Frosti með mark og stoðsendingu
85. mín
Enn ein sýning Stjörnunnar á Samsung! Þeir hafa leikið sér að bráðinni Framarar undir á öllum sviðum leiksins í kvöld. Margir ungir leikmenn að skína skært og allt í lukkunnar velstandi hjá heimamönnum.
82. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
SÁ HEFUR VERIÐ BANEITRAÐUR Í KVÖLD! Róbert Frosti með mark og svo stoðsendingu! Geggjaða stungu á Emil sem kemst einn í gegn, fer framhjá Óla Íshólm og setur boltann í netið. Ógeðslega vel gert!

Þetta er orðið mjög ljótt fyrir gestina.
80. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
80. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
78. mín MARK!
Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Aftur skot sem breytir um stefnu af varnarmanni! Boltinn af Brynjari Gauta og breytir um stefnu eftir skot Róberts Frosta. Hans fyrsta mark í Bestu deildinni!

Þorkell Máni, faðir Róberts, er að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport! Stór stund fyrir fjölskylduna.
77. mín
Afskaplega dapurt hjá Fram Lengjudeildarbragur á þessari frammistöðu í kvöld. Falldraugurinn hefur hreiðrað um sig í Úlfarsárdalnum.
75. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)

73. mín
Emil Atlason verið sannkallaður refur í boxi í kvöld. Skallar hér framhjá.
70. mín
Áhorfendavaktin: 826 Sigrún María hefur talið. 826 á Samsung í kvöld.
69. mín
Fred með skot, beint á Árna sem hefur verið öryggið uppmálað í marki Stjörnunnar í kvöld.
68. mín
Helgi Fróði með alvöru innkomu af bekknum
67. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
64. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
Listilega klárað! Már Ægisson með mistök, gefur boltann frá sér og Helgi Fróði (2005 módel) vinnur boltann, kemur með stungusendingu á Emil sem vippar boltanum yfir Óla Íshólm!

Alvöru innkoma hjá Helga Fróða, á nánast engum tíma búinn að vinna horn og eiga stoðsendingu.
64. mín
Helgi Fróði ekki lengi að láta til sín taka og vinnur hornspyrnu. Sindri Þór skallar yfir eftir hornið.
63. mín
Margir ungir og skemmtilegir leikmenn að fá að spila hér í kvöld. Fagnaðarefni.
62. mín
Inn:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
62. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan) Út:Andri Adolphsson (Stjarnan)
60. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Hlynur Atli Magnússon (Fram)
60. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Breki ungur og verulega spennandi leikmaður.
59. mín
ADOOOOLFFF!!! Er í virkilega góðu færi en skýtur framhjá! Rennur þegar hann tekur skotið.
58. mín
"Inná með Begga" syngur Silfurskeiðin. Sigurbergur Áki Jörundsson er á bekknum, var ekki í hóp um daginn. Talað um að hann verði lánaður núna í glugganum.
57. mín
Fram með marktilraun Þórir Guðjóns með skot sem Árni ver í horn. Held að boltinn hafi hvort sem er verið á leið framhjá en Árni tekur enga áhættu.
56. mín
Stjarnan fékk tvær hornspyrnur í röð. Í þeirri seinni skapaðist hætta í teignum en gestirnir náðu á endanum að bægja hættunni frá. Þó ekki lengi, Stjarnan vinnur þriðju hornspyrnuna á skömmum tíma.
55. mín
Eggert er mættur á bekkinn hjá Stjörnunni. Búinn í sturtu og borgaralega klæddur. Virtist haltra örlítið, eða hvað?
54. mín
"Færið mér bjór, meiri meiri bjór" er sungið í stúkunni. Það er föstudagsstemning á Samsung.
53. mín
Magnús er manna líflegastur hjá Fram. Skýtur framhjá.
50. mín
Már Ægisson reynir flugskalla en nær ekki að hitta á rammann.
47. mín
Seldur í hálfleiknum? Einhverjir að velta því fyrir sér hvort Eggert hafi mögulega verið seldur í hálfleiknum... bíðum og sjáum!
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Hmmm... einhver meiðsli? Eggert tekinn af velli í hálfleik og félagi hans úr U19 liðinu Róbert Frosti mættur.
45. mín
Eggert er maðurinn

Ljósmyndadeild Fótbolta.net er með hópferð á Barbenheimer og því ekki nýjar myndir í kvöld.
45. mín
Hálfleikur
Stjörnumenn verið með öll tök á leiknum En aðeins eitt mark komið, meðan svo er þá getur Fram haldið í vonina. Gestirnir þurfa hinsvegar að gera miklu betur í seinni hálfleik því þetta hefur alls ekki verið gott.
44. mín
Fred á Þóri sem kemst í mjög gott færi en flaggið fór á loft... rangstaða. Jæja smá líf allavega í sóknarleik Fram.
41. mín
Emil með skot framhjá úr erfiðu færi. Mjög áberandi í leiknum og er að koma sér í færi. Kæmi ekki á óvart ef það kemur mark frá honum í kvöld.
40. mín
Þórir Guðjónsson missir boltann útaf. Hefur engan veginn verið að finna sig. Sóknarleikurinn hjá Fram bitlaus með öllu.
36. mín
Magnús Þórðarson fer niður en fær ekki aukaspyrnuna. Jón Sveinsson hristir hausinn á bekknum.
33. mín
Eins og Þór Bæring kollegi minn talar um þá er feikilega gaman að horfa á Eggert Aron spila leikinn fagra. Maður verður bara að njóta meðan hægt er. Hann er næstur út. Hver ætli taki þá við sjöunni?
30. mín
Verðskuldað mark hjá Stjörnunni Einfaldlega verið mun betri. Enn og aftur mistekst Fram að halda marki sínu hreinu.
27. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
EAG7 SKORAR!!!!!! Fyrirgjöf frá Heiðari sem hrekkur af Brynjari Gauta varnarmanni Fram og til Eggerts sem tekur skotið. Boltinn breytir um stefnu af Orra Sigurjónssyni, Óli Íshólm kominn í hitt hornið og boltinn syngur í netinu.

MESSI! MESSI! MESSI! heyrist í Silfurskeiðinni og Eggert tekur einhvern hænudans til að fagna þessu.
26. mín
Skjóttu Hilmar!!! Örvar Logi með frábært hlaup upp vinstra megin, sendir fyrir á Hilmar Árna sem reynir sendingu í stað þess að skjóta bara. "Gamli Hilmar hefði skotið þarna!" heyrist í fréttamannastúkunni.
24. mín
Jóhann Árni með fyrirgjöf eftir horn, Emil þurfti að teygja sig í boltann og skallar framhjá. Stjörnumenn líklegri og eru miklu meira með boltann.
23. mín
Dúllubarinn vinsæll Miðað við ferjunina sem á sér stað í stúkunni virðast ágætis viðskipti á Dúllubarnum í kvöld. Margir í sumarfríi og svona, aðrir tilbúnir að mæta ryðgaðir til starfa á morgun.
20. mín
Emil skýtur yfir! Heiðar Ægisson með fyrirgjöf frá vinstri og Emil á skot yfir. Hilmar Árni svekktur fyrir aftan hann, var tilbúinn að taka skotið en Emil lét boltann ekki fara.
16. mín
Magnús Þórðarson með skot sem fer í varnarmann. Boltinn berst út til hægri á Adam sem á fyrirgjöf. Fallhlífarbolti sem Árni Snær handsamar.
14. mín
Fred með skot úr þröngu færi. Árni Snær lokar vel og ver.
12. mín
DAUÐAFÆRI!!! Emil Atlason setur boltann framhjá úr dauðafæri, þurfti aðeins að teygja sig í boltann. Eggert Aron sem bjó þetta til (engin haka í gólfið). Gunnar Oddur dómari notaði hagnaðarregluna vel í aðdragandanum þar sem brotið var á Adolfi Daða.
10. mín
Langur samleikskafli Stjörnunnar þar sem menn láta boltann ganga vel á milli sín, smá Barca fílingur. Adolf Daði reynir svo fyrirgjöf sem er auðveld fyrir Óla Íshólm.
5. mín
Já hornspyrnan áðan, myndaðist darraðadans í vítateig Stjörnunnar án þess að Fram næði skoti á markið. Stuttu seinna átti Magnús Þórðarson skot af löngu færi en töluvert framhjá.
4. mín
Adolf Daði er líka kominn í nýtt númer, hann er kominn í treyju númer 11. Var númer 29.
3. mín
Magnús Þórðarson með skot sem breytir um stefnu. Fram fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
2. mín
Gummi Kristjáns með bandið Guðmundur Kristjánsson er með fyrirliðabandið í fjarveru Daníels og spilar í hans stöðu að auki, er í miðverðinum við hlið Sindra. Heiðar Ægisson í hægri bakverðinum.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan hóf leik Framarar hvítklæddir í dag, frá toppi til táar, og sækja í átt að Mathúsi Garðabæjar í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Hverjir eru hér? Frægir í stúkunni: Stefán Pálsson sagnfræðingur (auðvitað mættur (með einn kaldan)), Ívar Guðjónsson fyrrum leikmaður Fram, Helga Ívars, Egill Arnar (fyrrum?) dómari, Haukur Þorsteinsson Silfurskeiðarmaður er að sjálfsögðu á sínum stað, tónlistarmaðurinn Thomas Kaaber, Guðmundur Baldvin (í banni), Þór Bæring (í fréttamannastúkunni).
Fyrir leik
Sigrún María á landinu!

Sigrún María Jörundsdóttir vallarþula er mætt til starfa. Hún hefur verið að ferðast um Evrópu, var bæði á EM U19 karla og kvenna. Malta og Belgía voru að leggjast vel í hana.
Fyrir leik
Daníel Laxdal hvíldur Þorsteinn Hjálmsson hjá Vísi fór á stúfana og spjallaði við Jökul Elísabetarson. Hann tjáði honum að Daníel Laxdal væri hvíldur í dag vegna leikjálags. Skynsemismenn hérna í Garðabænum.
Fyrir leik
Halli Björns liðsstjóri

Haraldur Björnsson markvörður hefur ekkert getað spilað í sumar vegna meiðsla en hann er skráður í liðsstjórn Stjörnunnar í kvöld, rétt eins og í leiknum gegn HK. Vonandi sjáum við hann inni á vellinum aftur sem fyrst.
Fyrir leik
Eggert Aron kominn í sjöuna

Eggert Aron Guðmundsson er formlega orðinn skærasta stjarna Stjörnunnar í dag (Staðfest) og hann er kominn í treyju númer 7. Númerið sem Ísak Andri klæddist hjá klúbbnum. Eggert var áður númer 19.
Fyrir leik
Á leið heim?

Albert Hafsteinsson er meðal varamanna Fram í kvöld. Háværar sögusagnir um að Albert sé á leið heim í ÍA í glugganum. Skoðum eftir leik hvort það sé fótur fyrir þeim sögum. Það er víst nóg til á Akranesi núna, af einhverjum ástæðum.
Fyrir leik
Þrjár breytingar hjá Fram - Gummi Magg bekkjaður

Hjá Fram kemur Fred inn í byrjunarliðið eftir leikbann. Hlynur Atli Magnússon og Þórir Guðjónsson koma einnig inn. Tryggvi Snær Geirsson, Albert Hafsteinsson og Guðmundur Magnússon fara á bekkinn
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá Stjörnunni - Daníel Laxdal ekki með

Byrjunarliðin hafa verið afhjúpuð.

Stjarnan: Guðmundur Baldvin í banni. Daníel Laxdal er ekki í hóp. Heiðar Ægisson og Andri Adolphsson koma inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Fimm marka leikur framundan? Við fengum Stjörnumanninn Daníel Frey Kristjánsson, leikmann Midtjylland og U19 landsliðsins, til að spá í spilin.



Stjarnan 4 - 1 Fram
Stjarnan koma mjög sterkir til baka eftir vonbrigða jafntefli við HK. Jölliball fer aftur í gang eins og í öllum leikjum á Samsung og þetta verður sannfærandi. Eggert skorar tvö falleg, Emil eitt og Dolli setur eitt og fagnar með að fara úr treyjunni. Mark Fram verður óheppilegt sjálfsmark frá Róberti Frosta.
Fyrir leik
Fram eina liðið sem aldrei hefur haldið hreinu

Fram er eina liðið í Bestu deildinni sem hefur ekki haldið marki sínu hreinu í einum einasta leik á tímabilinu. Þetta og fleira kom fram í áhugaverðri samantekt Sæbjörns Steinke sem birtist hér á síðunni í dag.
Fyrir leik
Guðmundur Baldvin Nökkvason er í banni

Búinn að safna fjórum gulum spjöldum. Smá vonbrigði að fá ekki að sjá þann skemmtilega unga leikmann leika listir sínar í kvöld, allavega fyrir þá sem eru ekki Framarar.
Fyrir leik
Stjarnan í áttunda sæti
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.

Gengi Stjörnunnar verið nokkuð köflótt á tímabilinu. Þegar þeir eru í stuði þá er svakalega skemmtilegt að horfa á Garðbæinga. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn HK í Kórnum í síðasta leik en þar á undan komu tveir sigurleikir.
Fyrir leik
Stjörnumenn geggjaðir á heimavelli og Framarar ömurlegir á útivöllum

Það er auðvelt fyrir tippara að setja 1 á þennan leik. Stjörnumenn elska að spila á Samsung vellinum. Hér hefur Garðabæjarliðið unnið 2-0 sigur gegn Val, 5-0 gegn FH og 4-0 gegn KA í síðustu þremur heimaleikjum. Á móti hefur Fram tapað sjö af átta útileikjum sínum í deildinni, hinn leikurinn endaði með jafntefli!
Fyrir leik
Fram í fallsæti
Jón Sveinsson, þjálfari Fram

Fram hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum 1-0; gegn Val, Breiðabliki og ÍBV. Eftir að Fylkir vann FH á mánudag fór Fram niður í fallsæti í deildinni.
Fyrir leik
Fram vann þegar liðin áttust við í maí Fram vann í Úlfarsárdal 2-1 í 6. umferð. Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson komu Fram tveimur mörkum yfir en Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn.

Fyrir leik
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason

Ungur dómari með flautuna í kvöld. Gunnar Oddur hefur ekki mikla reynslu úr efstu deild en hefur verið að klifra upp metorðastigann hjá KSÍ. Kristján Már Ólafs og Rúna Kristín Stefánsdóttir eru aðstoðardómarar og lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson er fjórði dómari. Eftirlitsmaður er svo Frosti Viðar Gunnarsson.
Fyrir leik
Heil og sæl! Velkomin á Samsung! Hér ætla ég að fylgjast með viðureign Stjörnunnar og Fram, leik sem tilheyrir 17. umferðinni í deild þeirra Bestu.

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Orri Sigurjónsson
7. Aron Jóhannsson ('80)
9. Þórir Guðjónsson
10. Fred Saraiva ('80)
11. Magnús Þórðarson ('67)
14. Hlynur Atli Magnússon ('60)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('60)
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('80)
7. Guðmundur Magnússon ('67)
8. Albert Hafsteinsson ('60)
15. Breki Baldursson ('60)
22. Óskar Jónsson ('80)
- Meðalaldur 30 ár

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: