Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 26. júlí 2023 12:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábært gengi Stjörnunnar heima - Fram hætt að skora og heldur ekki hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ekkert gengið að halda hreinu.
Ekkert gengið að halda hreinu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í kvöld fer fram leikur Stjörnunnar og Fram í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19:15.

Fram er í 11. sæti deildarinnar með fjórtán stig og fjórum stigum ofar er Stjarnan í 8. sæti. Fram er með markatöluna 25:35 eftir sextán leiki og Stjarnan er með markatöluna 27:21 eftir fimmtán leiki.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 Fram

Stjarnan er með sextán stig úr átta heimaleikjum í sumar og markatöluna 22:10. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli síðan gegn Breiðabliki í upphafi maí. Frá þeim leik er markatala Stjörnunnar 21:2 á heimavelli og hafa mörkin á móti liðinu bæði verið skoruð af Fylki. Í fjórum af síðustu fimm heimaleikjum Stjörnunnar hefur liðið haldið hreinu.

Fram hefur fengið eitt stig úr átta útileikjum á tímabilinu, sem er það versta í deildinni (stigi minna en Stjarnan), og er liðið með markatöluna 9:22 í þeim leikjum. Í síðustu þremur leikjum í deildinni hefur liðið tapað 1:0 (gegn ÍBV, Breiðabliki og Val). Á undan þessari þriggja leikja taphrinu vann liðið 3:2 heimasigur gegn HK.

Fram að þessari þriggja leikja taphrinu hafði liðið skorað í öllum leikjum sínum í deildinni.

Fram er eina liðið í deildinni sem hefur ekki haldið hreinu í deildinni.

Hversu oft liðin hafa haldið hreinu:
8 - Víkingur
7- Breiðablik
6 - Valur
5 - KR
4 - HK, Stjarnan
3 - ÍBV, Keflavík, FH
2 - KA
1 - Fylkir
0 - Fram

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner