Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
FH
1
1
Breiðablik
Vigdís Edda Friðriksdóttir '6 1-0
1-1 Birta Georgsdóttir '44
29.07.2023  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Upp á 10,5
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Aldís Guðlaugsdóttir (FH)
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
Shaina Faiena Ashouri
5. Arna Eiríksdóttir (f)
7. Berglind Þrastardóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('71)
14. Mackenzie Marie George
20. Heidi Samaja Giles
24. Alma Mathiesen ('60)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
33. Colleen Kennedy
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('78)

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('60)
11. Rannveig Bjarnadóttir ('78)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
18. Sara Montoro
19. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('71)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian

Gul spjöld:
Alma Mathiesen ('47)
Shaina Faiena Ashouri ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan í Kaplakrika. Svekkjandi úrslit fyrir bæði lið í raun og veru, en Breiðablik má líklega svekkja sig meira í ljósi allra færanna sem liðið klúðraði í fyrri hálfleik.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við Lítið um stopp.
89. mín
Arna skallar boltann í burtu.
89. mín
Misskilningur á milli Heidi og Aldísar. Heidi skallar aftur fyrir endamörk þegar Aldís var að fara að grípa boltann. Blikar fá horn.
86. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Fer af of miklum krafti í einvígi.
85. mín Gult spjald: Shaina Faiena Ashouri (FH)
Fyrir brot við miðjan völlinn.
85. mín
Váááá Taylor með skot að marki eftir hornspyrnu og Clara rétt missir af boltanum, sem fer rétt fram hjá markinu. Clara er svo dæmd rangstæð.

Skotið hjá Taylor leit mjög vel út.
83. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Linli Tu (Breiðablik)
83. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
83. mín
Inn:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
82. mín
Stórhættulegt! FH í hættulegri sókn! Hildgunnur í stórhættulegri stöðu en sendingin hjá henni ekki nægilega góð. Svo er Mackenzie komin í mjög gott færi en mér sýnist það vera Toni sem kemst fyrir skotið.
82. mín
Fáum við sigurmark í þennan leik?
80. mín
Telma grípur fyrirgjöf en missir boltann svo frá sér. Colleen var næstum því búin að komast í boltann áður en Telma náði að taka hann upp.
78. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)
Jæja, það eru fleiri leikmenn til taks hjá FH.
77. mín
ÚFFFF Andrea Marý með langan bolta upp og það er einhver smá misskilningur á milli Elínu og Telmu. Það virtist í smástund sem Elín væri að skalla boltann í eigið net en Telma nær að bjarga því að boltinn fari ekki alla leið þangað.

75. mín
Hafrún tapar boltanum en verst svo vel þegar Mackenzie er með botlann inn á teignum.
74. mín
Taylor með geggjaðan bolta út til vinstri á Öglu Maríu en hún er svo dæmd rangstæð. Veit ekki alveg hvort þetta hafi verið rétt.
73. mín
Aftur Aldís! Vel útfærð hornspyrna hjá Blikum og Agla María nær skoti en aftur nær Aldís að verja vel.

72. mín
Hættulegt! Hafrún Rakel með góða skottilraun en Aldís er snögg niður og nær að verja. Líklega besta færi seinni hálfleiksins.
72. mín
FH virðist ekki vera með marga möguleika á bekknum í dag. Í hálfleik voru bara Andrea og Erla að hita upp, aðrar voru í strigaskóm.
71. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
70. mín
Shaina með hættulega aukaspyrnu inn á teiginn en Telma grípur boltann. Það er svo flautuð rangstaða.
68. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Katrín og Linli virðast vera saman frammi núna.
67. mín
Shaina tekur hornspyrnuna og Telma missir hann yfir sig en skalli Valgerðar er fram hjá. Þarna var Telma heppin.
66. mín
Mackenzie tekur skæri og reynir skot að marki en það fer í varnarmann. Hún vinnur hornspyrnu.
61. mín
Búið að vera frekar dauft yfir þessu í byrjun seinni hálfleiks.
60. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Alma Mathiesen (FH)
Fyrsta skipting leiksins.
57. mín
Ég hélt að þessi væri inni! Hafrún Rakel með fína skottilraun í teignum og það virtist sem boltinn væri á leiðinni inn en Aldís mætir í hornið og nær að handsama boltann.
55. mín
FH í mjög góðri sókn en Alma er alltof lengi að koma boltanum frá sér. Þetta var afar góð staða sem ekkert verður úr.
52. mín
Hiti! Mikill hiti út við hliðarlínu á milli Colleen og Hafrúnar. Colleen vildi fá innkastið og Hafrún ýtir svo við henni. Leikurinn heldur í kjölfarið áfram.
48. mín
Dómaraskipting Það var reyndar ein breyting í hálfleik, dómarabreyting. Soffía er farin út af - líklega meidd - og Hallgrímur Viðar Arnarson, varadómari, er tekinn við.

Soffía er núna tekin við sem fjórði dómari.
47. mín Gult spjald: Alma Mathiesen (FH)
Klippir Taylor niður og fær verðskuldað gult spjald.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn Engar breytingar, áfram gakk.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Kaplakrikavelli og staðan er jöfn. Þetta hefur verið hörkuleikur en Blikar ættu að vera búnar að skora meira en eitt mark. Verður fróðlegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn spilast. Komum aftur eftir korter!
45. mín
Bergþóra með hornspyrnuna en hún er alltof löng.
45. mín
Breiðablik fær hornspyrnu. Líklega það síðasta sem gerist í þessum fyrri hálfleik.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
44. mín
Birta Georgsdóttir skoraði mark Blika
44. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
BLIKAR JAFNAR!!! Og það á besta tíma!!!

Þær eru búnar að fá færi eftir færi til að jafna í þessum fyrri hálfleik og loksins tekst það.

Hafrún stelur boltanum og kemur honum fyrir markið þar sem Birta skorar úr þægilegu færi. Þetta er sanngjarnt miðað við það hverrnig leikurinn hefur spilast.
43. mín
Fín sókn hjá FH sem endar með því að Valgerður á skot af 20 metrunum. Ekki langt fram hjá, fín tilraun.
40. mín
FH verið sterkari aðilinn síðustu mínútur.
39. mín
Hildigunnur Ýr með góða snertingu og hún er komin inn í teiginn en hún missir svo boltann aðeins of langt frá sér. Breiðablik fær markspyrnu.
34. mín
Shaina!!! Valgerður - sýndist mér - með sendingu fyrir markið og þar nær Shaina skalla en boltinn fer rétt fram hjá markinu. Besta tilraun FH í langan tíma.

31. mín
Hvernig ná þær ekki að skora??? Hafrún Rakel með geggjaðan bolta upp á bak við vörnina á Andreu. Hún á geggjaða sendingu fyrir markið þar sem Agla María kemur, tekur á móti honum og kemst fram hjá Aldísi en hún dettur svo áður en hún setur boltann í markið.

Ég held að það hafi ekki verið neitt brot þarna, Agla María var allavega ekki mikið að kvarta.

Það er í raun með ólíkindum hvernig Blikar hafa ekki náð að jafna þennan leik.

28. mín
Blikar búnir að færa til í uppstillingu sinni. Birta komin út hægra megin og Agla María vinstra megin, Andra meira miðsvæðis og Linli Tu er núna fremst.
26. mín
Blikar hafa svo sannarlega fengið tækifæri til að jafna þennan leik.
25. mín
Aftur DAUÐAFÆRI!!! Shaina tapar boltanum á miðjum vellinum með slakri sendingu. Breiðablik færir boltann fljótt yfir til vinstri þar sem Andrea Rut er komin ein gegn markverði. Hún tekur skotið en þá er Colleen búinn að hlaupa niður af miklum krafti. Hún truflar Andreu í skotinu sem Aldís ver.


Andrea Rut í mjög góðu færi.
23. mín
Hinum megin á vellinum er Agla María næstum því þrædd í gegn en aftur er Aldís vel á verði. FH er að spila með háa línu og Breiðablik er næstum því búið að nýta sér það tvisvar sinnum.
22. mín
Hættulegt! Mackenzie með fyrirgjöf og Hildigunnur er næstum því búin að ná skoti að marki en hún hittir ekki boltann almennilega. Þetta var keimlík staða og markið kom úr áðan.
21. mín
Taylor með fast skot að marki en Aldís er á hárréttum stað, ver boltann og heldur honum.
19. mín
Linli Tu með hættulega fyrirgjöf en Aldís kemur út og grípur boltann vel. Blikarnir eru að færa sig ofar á völlinn og eru líklegar til að jafna metin þessa stundina.
18. mín
Það er búið að bætast vel í áhorfendahópinn frá því sem var rétt fyrir leik.
16. mín
DAUÐAFÆRI!!! FH tapar boltanum klaufalega á hættulegum stað. Birta er allt í einu komin ein á móti markverði en Aldís gerir frábærlega í að loka á hana! Hún bjargar þarna marki.

Aldís er búin að vera einn besti markvörður deildarinnar í sumar, ef ekki bara sá besti.

15. mín
Bergþóra með flottan bolta á bak við vörnina. Andrea hleypur á eftir honum en Aldís er vel á verði og kemur út á móti; hún er rétt á undan Andreu og setur boltann í innkast. Vel gert hjá markverðinum öfluga.
12. mín
Vigdís Edda skoraði mark FH En hún spilaði með Breiðabliki sumrin 2020 og 2021. Hún er uppalin í Tindastóli en fór í FH í fyrra. Þetta er fyrsta mark Vigdísar fyrir FH í Bestu deildinni.

12. mín
Shaina með ágætis hornspyrnu sem Telma handsamar í annarri tilraun.
11. mín
Alma með skot að marki en það fer af varnarmanni og fram hjá. FH að fylgja vel eftir markinu, þær eru að leita að marki númer tvö.
8. mín
Svona er Breiðablik að stilla upp
7. mín
Alma með skot að marki, reynir að táa boltann, en hann fer töluvert fram hjá.
6. mín MARK!
Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)
Stoðsending: Shaina Faiena Ashouri
MARK!!!! Frábært mark hjá FH-ingum sem taka hér forystuna í Kaplakrika.

Shaina fær boltann í teignum og gerir virkilega vel. Hún nær að snúa og leggur boltann út í teiginn þar sem Vigdís Edda er vel staðsett. Hún nær ekki miklum krafti í skotið en boltinn endar í markinu.
2. mín
FH er að stilla einhvern veginn svona upp
1. mín
Leikur hafinn
Og við förum af stað!
Fyrir leik
Erum að fara að byrja Liðin mætt út á völl og þessi leikur fer senn að byrja.
Fyrir leik
Birna Kristín spilar ekki í dag Hún leikur ekki með FH í dag þar sem hún er í láni frá Breiðabliki.

Fyrir leik
Rakel Hönnudóttir á bekknum hjá Blikum Fyrrum landsliðskonan er á meðal varamanna Blika. Hún er skráður sem varamarkvörður en það er ekki staða sem hún hefur leyst mjög oft á sínum ferli. Það virðist þó vera ný staða hjá henni þar sem hún hefur oft verið skráður sem varamarkvörður Breiðabliks að undanförnu.

Fyrir leik
Soffía dæmir leikinn Soffía Ummarin Kristinsdóttir er aðaldómari hér í dag. Henni til aðstoðar eru Guðmundur Valgeirsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir. Varadómari er Hallgrímur Viðar Arnarson.

Fyrir leik
Sól og 14 gráður Það eru frábærar aðstæður í Kaplakrika í dag, sólin er á lofti og það eru um 15 gráður. Glæsilegt, en áhorfendafjöldinn er ekki í samræmi við aðstæðurnar - því miður.
Fyrir leik
Hættulegur leikur FH er ekki með varamarkvörð í dag. Aldís Guðlaugsdóttir, aðalmarkvörður liðsins, er þá tæp eftir að hafa fengið höfuðhögg. Þetta er hættulegur leikur fyrir Fimleikafélagið.

Fyrir leik
FH frumsýnir líka nýjan leikmann Alma Mathiesen kemur inn í byrjunarlið FH og spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag. Hún kom frá Stjörnunni í glugganum.

Fyrir leik
Linli Tu beint í byrjunarliðið Linli Tu, nýr leikmaður Breiðabliks, kemur beint í byrjunarliðið hér í Kaplakrika í dag. Katrín Ásbjörnsdóttir byrjar á bekknum.

Það var búist við því að Karitas Tómasdóttir yrði frá út tímabilið eftir að hún sleit hásin en hún hefur náð undraverðum bata og er á meðal varamanna í dag.

Fyrir leik
Svona er staðan í deildinni fyrir leiki dagsins
Fyrir leik
Heil umferð í dag laugardagur 29. júlí
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
15:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
16:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
16:00 Þór/KA-Þróttur R. (VÍS völlurinn)
17:00 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var mikil skemmtun Leikur liðanna á Kópavogsvelli var stórskemmtilegur. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði þar sigurmark Breiðabliks í uppbótartíma, í 3-2 sigri. Mackenzie George skoraði tvisvar fyrir FH í leiknum en það dugði ekki til.

Fyrir leik
Sögur um að Blikar bæti við sig fleiri leikmönnum
Fyrir leik
Grein um FH sem ég skrifaði fyrir stuttu
Fyrir leik
Mun Linli Tu spila? Breiðablik bætti nýverið við sig leikmanni, kínverska sóknarmanninum Linli Tu. Kópavogsfélagið nýtti sér klásúlu í samningi hennar hjá Keflavík og keypti hana yfir. Linli Tu er öflugur sóknarmaður sem mun klárlega hjálpa Breiðabliki í baráttunni sem framundan er.

Fyrir leik
Diljá spáir útisigri Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers spáir í leiki dagsins. Hún skipti yfir til Leuven í Belgíu frá Norrköping í síðasta mánuði og lék einnig sinn fjórða og fimmta landsleik.



FH 1 - 2 Breiðablik (14:00)
Hörkuleikur í Kaplakrika. Held að Breiðablik muni stjórna leiknum svolítið en FH eru sterkar í skyndisóknum og klókar. Breiðablik tekur þetta 2-1 með marki og stoðsendingu frá Hafrúnu Rakel.
Fyrir leik
Breiðablik á toppnum Fyrir þennan leik í dag er Breiðblik á toppi Bestu deildarinnar ásamt Valskonum. Bæði lið eru með 26 stig.



Breiðablik hefur verið á flottu skriði upp á síðkastið og hefur liðið ekki tapað fótboltaleik síðan 15. maí. Blikar eru einnig komnir í bikarúrslit.
Fyrir leik
FH komið mikið á óvart FH er það lið sem hefur komið hvað mest á óvart í sumar, liðið er í fjórða sæti, sex stigum frá toppnum, þegar tólf umferðir eru búnar.



Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með FH í sumar en þær hafa spilað mikinn pressubolta og það hefur virkað ótrúlega vel fyrir þær. Liðið getur blandað sér aftur í baráttuna um efstu tvö sætin með góðum úrslitum hér í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn! Það má svo sannarlega tala um stórleik hér í Kaplakrika í dag þegar FH tekur á móti Breiðabliki í Bestu deild kvenna. Endilega fylgist í þessari beinu textalýsingu frá leiknum!

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('83)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('83)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Linli Tu ('83)
28. Birta Georgsdóttir ('68)

Varamenn:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
10. Clara Sigurðardóttir ('83)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('68)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('83)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('83)
17. Karitas Tómasdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ágústa Sigurjónsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('86)

Rauð spjöld: