
Víkingur R.
6
0
ÍBV

Nikolaj Hansen
'10
1-0
Birnir Snær Ingason
'12
2-0
Pablo Punyed
'27
3-0
Matthías Vilhjálmsson
'72
4-0
Elvis Bwomono
'81

Helgi Guðjónsson
'82
, víti
5-0

Pablo Punyed
'87
6-0
30.07.2023 - 17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Örlítill hliðarvindur inn í stúkuna sem hefur engin áhrif, gosmistur yfir borginni og fínt hitastig. Toppaðstæður.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Örlítill hliðarvindur inn í stúkuna sem hefur engin áhrif, gosmistur yfir borginni og fínt hitastig. Toppaðstæður.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
('67)


4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
('74)

7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed



18. Birnir Snær Ingason


19. Danijel Dejan Djuric
('67)

23. Nikolaj Hansen (f)
('67)



24. Davíð Örn Atlason
('23)

27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason
('67)

9. Helgi Guðjónsson
('67)


11. Gísli Gottskálk Þórðarson
('74)

12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
('67)

22. Karl Friðleifur Gunnarsson
('23)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('30)
Nikolaj Hansen ('38)
Logi Tómasson ('55)
Pablo Punyed ('77)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jóhann Ingi flautar þetta af!
Stórsigur Víking staðreynd.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Stórsigur Víking staðreynd.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Dómararnir bæta einungis einni mínútu við, það á að lina þjáningar Eyjamanna hér.
87. mín
MARK!

Pablo Punyed (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
The show goes on!
Erlingur leikur með boltann upp endalínuna vinstra megin og velur sér svo bara sendinguna sem varð á endanum á Pablo af mörgum mögulegum, Pablo teygir sig aðeins í boltann og smellir honum í stöng og inn fyrir opnu marki.
84. mín
Víkingar hættulegir við vítateig Eyjamanna, Ari reynir að koma sér í skotstöðu en tekst það ekki.
82. mín
Mark úr víti!

Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Smellir boltanum upp í hægra hornið, óverjandi!
Helgi klárar þennan leik endanlega, ég þori að staðfesta það úr þessu.
Helgi klárar þennan leik endanlega, ég þori að staðfesta það úr þessu.
81. mín
Rautt spjald: Elvis Bwomono (ÍBV)

Víkingar fá víti!
Boltinn fer í þvögu inná teignum úr hornspyrnunni sem endar með hælspyrnu frá Helga sem er á leiðinni í netið en Elvis ver boltann á línunni og er réttilega rekinn í bað og Víkingar fá víti.
Mér sýnist Víkingar hreinlega vera að biðja Jóhann Inga um að sleppa þessu spjaldi og dæma bara mark, boltinn var mögulega kominn inn, þetta var mjög tæpt.
Mér sýnist Víkingar hreinlega vera að biðja Jóhann Inga um að sleppa þessu spjaldi og dæma bara mark, boltinn var mögulega kominn inn, þetta var mjög tæpt.
80. mín
Ari með geggjaðan bolta á Birni sem fer 1v1 á Elvis, þarf svo að spila boltanum og Ari kemst í góða stöðu hægra megin í teignum, leggur boltann út á Karl Friðleif sem lætur vaða í varnarmann og í horn.
77. mín
Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)

Brýtur þegar Eyjamenn bruna í skyndisókn eftir hornið.
76. mín
DAUÐAFÆRI!
Hvernig Víkingar skora ekki fimmta markið þarna er ótrúlegt...
Helgi, Erlingur og Ari komast í 3v1 stöðu, Helgi finnur Erling inn á miðjan völlinn sem framlengir svo á Ara í 1v1 á Guy, Ari lætur Guy verja frá sér en leggur boltann svo út á Erling sem er nánast með opið mark en Tómas Bent nær að bjarga á línu og skalla boltann yfir markið.
Tómas skalla hronspyrnuna svo frá líka.
Helgi, Erlingur og Ari komast í 3v1 stöðu, Helgi finnur Erling inn á miðjan völlinn sem framlengir svo á Ara í 1v1 á Guy, Ari lætur Guy verja frá sér en leggur boltann svo út á Erling sem er nánast með opið mark en Tómas Bent nær að bjarga á línu og skalla boltann yfir markið.
Tómas skalla hronspyrnuna svo frá líka.
74. mín

Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Út:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Matti Villa fer niður í hafsentinn í varnarleik en stígur upp á miðjuna í uppspili.
72. mín
MARK!

Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Víkingar refsa!
Jón Ingason vinnur boltann á miðjunni og ætlar að spila í kringum Erling en sendir bara beint á Erling sem brunar í 3v3 stöðu, rúllar boltanum í gegn á Helga sem er í þröngu færi en reynir að slútta sjálfur, Guy ver en Matti Villa mætir á ferðinni og stangar boltann í netið, vel verðskuldað mark!
70. mín
Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (ÍBV)

Þetta var bar tímaspursmál, trylltist afþví Sverrir fékk ekki aukaspyrnu sem var aldrei aukaspyrna...
69. mín
Frábær skyndisókn hjá Víkingum, Ari finnur Erling í hálfsvæðið við teiginn, Erlingur ætlar að leggja boltann út en Helgi var aleinn á fjær, þarna valdi Erlingur vitlaust en Arnar Gunnlaugs gargaði á hann að senda á fjær.
68. mín
Alvöru vesen á Víkingum í uppspili og Eyjamenn nálægt því að vinna boltann inná vítateig Víkinga en Vatnhamr bjargar.
Eyjamenn fá svo horn sem Ingvar grípur.
Eyjamenn fá svo horn sem Ingvar grípur.
67. mín

Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Þreföld hjá Víkingum, fá inn ferskar lappir.
66. mín
Tómas Bent með gullsendingu!
Lyftir boltanum bakvið vörn Víkinga í frábært hlaup hjá Sverri sem tekur boltann frábærlega með sér framhjá Ingvari en aðeins of langt og missir boltann afturfyrir.
Sverrir hefði mátt skora úr þessu, geggjuð stoðsending í vaskinn fyrir Tómas.
Sverrir hefði mátt skora úr þessu, geggjuð stoðsending í vaskinn fyrir Tómas.
65. mín
Víkingar með gott spil og Niko reynir að þræða Djuric og Erling í gegn en sendingin beint á Guy.
63. mín

Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Hemmi að lesa leikinn, Oliver hefði fokið útaf fyrir næsta brot.
62. mín
Erlingur með tvö færi!
Fyrst sendir Pablo frábæra sendingu á Erling sem gerir vel í að koma sér á vinstri fótinn og tekur skotið beint á Guy, örstuttu seinna sendir Niko geggjaða sendingu á Erling í gegn og lætur hann Guy verja frá sér í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
Tvö frábær færi hjá Erlingi með nokkurra sekúndna millibili.
Tvö frábær færi hjá Erlingi með nokkurra sekúndna millibili.
61. mín
Birnir Snær fær boltann upp í vinstra hornið og kemur sér framhjá Sigurði, sendir boltann þvert fyrir teiginn en Guy Smit handsamar boltann, Birnir hefði átt að senda þennan út í teig þar sem Niko og Djuric voru klárir.
59. mín
Oliver Heiðarsson brýtur á Loga við stúkuna sem tekur við sér og heimtar seinna gula, held að Oliver sé kominn á síðasta séns.
57. mín
Aggressív pressa Eyjamanna undir sterkum görgum Hemma Hreiðars skilar því að Karl Friðleifur sendir boltann í hornspyrnu þegar hann ætlaði að senda á Oliver.
Oliver Heiðars tekur spyrnuna sem ekkert verður úr.
Oliver Heiðars tekur spyrnuna sem ekkert verður úr.
52. mín
Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)

Algjört óþarfa brot á Karli við hornfána Víkinga.
50. mín
Oliver Heiðarsson neglir þessum fyrir og Eiður Aron er við að að komast í boltann en Víkingar bjarga í horn hinumegin frá.
Jón Ingason með slaka spyrnu þaðan en Eyjamenn halda í boltann, svo er Birnir við það að komast í 1v1 á Elvis frá miðju en illa útfærð sending frá Niko drepur stöðuna sem Birnir var með.
Alvöru pingpong í þessu.
Jón Ingason með slaka spyrnu þaðan en Eyjamenn halda í boltann, svo er Birnir við það að komast í 1v1 á Elvis frá miðju en illa útfærð sending frá Niko drepur stöðuna sem Birnir var með.
Alvöru pingpong í þessu.
49. mín
Karl Friðleifur brýtur á Halldóri úti vinstra megin og Jón Ingason mætir til að taka spyrnuna.
Hann sendir upp að endalínu á Felix sem tekur fyrirgjöf en Víkingar bjarga í horn.
Hann sendir upp að endalínu á Felix sem tekur fyrirgjöf en Víkingar bjarga í horn.
48. mín
Eyjamenn spila sig á bakvið vörn Víkinga en Ingvar kemur til bjargar á síðustu stundu, Arnar Breki var að elta þennan bolta.
47. mín
Djuric nær í aukaspyrnu á ágætis stað svona 30 metra frá markinu.
Reynir skotið sjálfur og tekur fast skot sem fer yfir markið.
Reynir skotið sjálfur og tekur fast skot sem fer yfir markið.
46. mín
Pablo setur seinni hálfleikinn í gang!
Víkingar setja seinni hálfleikinn af stað.
Pablo sendir boltann á Oliver.
Hemmi og Cardaklija mæta út með kaffibolla.
Pablo sendir boltann á Oliver.
Hemmi og Cardaklija mæta út með kaffibolla.
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi er búinn að flauta til hálfleiks, Hemmi Hreiðars fer væntanlega vandlega yfir málin með sínum mönnum meðan Arnar getur verið ögn rólegri yfir gangi mála.
Áfram eftir korter.
Áfram eftir korter.
45. mín
Víkingar hóta því fjórða!
+3
Gott spil hjá Víkingum kemur Birni í góða stöðu úti vinstra megin og hann reynir lúmskt utanfótarskot sem Smit grípur en fer útaf með boltann og í horn.
Birnir sendir fyrir og Niko nær skallanum úr góðu færi en rétt yfir!
Gott spil hjá Víkingum kemur Birni í góða stöðu úti vinstra megin og hann reynir lúmskt utanfótarskot sem Smit grípur en fer útaf með boltann og í horn.
Birnir sendir fyrir og Niko nær skallanum úr góðu færi en rétt yfir!
45. mín
Djuric tapar boltanum á hættulegum stað og Jón Inga brunar inn á teiginn en Oliver bjargar fyrir horn og setur boltann í innkast.
43. mín
Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)

Oliver Heiðars fer hér í bókina eftir að hafa tekið Loga niður sem var kominn framhjá sér, Jóhann Ingi lengi að ná í spjaldið sem kostaði pirring frá bekk Víkinga, þeir kölluðu grimmt eftir spjaldi á þetta sem var hárrétt.
41. mín
Smá vatnspása, Halldór Jón lá eftir inní vítateig Víkinga og leikmenn beggja liða koma á endalínuna til að vökva sig.
38. mín
Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)

Fer í tæklingu á miðjum vellinum en á eigin vallarhelmingi, hárréttur dómur.
Jón Inga sendir inn á teig og Oliver skallar frá.
Víkingar bruna í skyndisókn og senda fyrir en Jón Inga bjargar á síðustu stundu, Birnir var að mæta á sendinguna frá Erlingi og Gunnar Vatnhamar sömuleiðis í seinni bylgjunni.
Jón Inga sendir inn á teig og Oliver skallar frá.
Víkingar bruna í skyndisókn og senda fyrir en Jón Inga bjargar á síðustu stundu, Birnir var að mæta á sendinguna frá Erlingi og Gunnar Vatnhamar sömuleiðis í seinni bylgjunni.
35. mín
Eyjamenn vilja víti og Hemmi froðufellir yfir Aðalbjörn Heiðar!
Oliver Heiðars keyrir inn á teiginn og fer framhjá Loga sem setur fótinn aðeins út og Oliver fellur, það er lykt af þessu en Eyjamenn fá bara horn, Hemmi búinn að vera frekar óhress með dómgæsluna hingað til og tekur alvöru kast núna.
Víkingar fá aukaspyrnu inná eigin teig uppúr hornspyrnu Eyjamanna.
Víkingar fá aukaspyrnu inná eigin teig uppúr hornspyrnu Eyjamanna.
33. mín
Battle of the Olivers!
Oliver Heiðars brunar upp hægra megin á Oliver Ekroth sem bakkar, Oliver Heiðars sendir fyrir og Pablo bjargar í horn.
Jón Inga reynir útfærslu af æfingasvæðinu þar sem hann lyftir boltanum á D-bogann, Felix mætir og skýtur í fyrsta en framhjá.
Jón Inga reynir útfærslu af æfingasvæðinu þar sem hann lyftir boltanum á D-bogann, Felix mætir og skýtur í fyrsta en framhjá.
31. mín
Skalli í slá!
Jón Ingason neglir boltanum inn á teiginn úr hornspyrnunni og hittir beint á ennið á Tómasi Bent sem stangar boltann í slánna og yfir, sláin hristist enn þetta var svo fastur skalli.
Víkingar bruna svo upp og komast í góða stöðu þar sem Karl Friðleifur rennir boltanum í gegnum teiginn en enginn Víkingur kemur sér á boltann.
Víkingar bruna svo upp og komast í góða stöðu þar sem Karl Friðleifur rennir boltanum í gegnum teiginn en enginn Víkingur kemur sér á boltann.
30. mín
Gult spjald: Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)

Fær gult fyrir brot úti á kanti á Sigurði Arnari við litla hrifningu Arnars Gunnlaugssonar.
Eyjamenn fá svo horn uppúr þessu.
Eyjamenn fá svo horn uppúr þessu.
27. mín
MARK!

Pablo Punyed (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Víkingar eru að ganga frá Eyjamönnum hérna!
Logi neglir langar upp á Birni sem kemst í 1v1 stöðu á Eið Aron, Eiður gerir stórkostlega í að stöðva Birni en á svo tæpa sendingu inn á miðjuna á Tómas Bent sem tapar baráttunni gegn Pablo, Pablo leggur boltann til hægri á Djuric sem fer framhjá Jóni Inga og reynir skot í fjær sem stefnir framhjá en þar mætir Pablo eins og gammur og stýrir boltanum í netið.
Þetta er sýning hjá Víkingum.
Þetta er sýning hjá Víkingum.
25. mín
Halldór Jón í dauðafæri!
Fær boltann í gegnum vörn Víkinga og er einn gegn Ingvari en lætur Ingvar verja frá sér.
Svo flaggar Jóhann Gunnar svo þetta hefði ekki talið.
Svo flaggar Jóhann Gunnar svo þetta hefði ekki talið.
23. mín

Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Jújú Davíð er búinn í dag, þarf að skoða endursýningu af þessari tæklingu í hálfleik.
21. mín
Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)

Jón Ingason fer í að er virðist ljóta tæklingu á Davíð Örn sem liggur eftir og þarf aðhlynningu, Jóhann Ingi lyftir gula spjaldinu og stúkan púar, þetta gerist alveg hinumegin á vellinum svo ég sé þetta ekki vel en Jón nær boltanum og fer svo í Davíð, Þórður Arnar aðstoðardómari flaggar af ákafa.
Davíð virðist vera að ljúka leik hér miðað við hvernig hann labbar.
Davíð virðist vera að ljúka leik hér miðað við hvernig hann labbar.
20. mín
Víkingar spila sig skemmtilega upp völlinn og færa boltann vel á milli kanta, endar með því að Davíð Örn fær boltann við teiginn, fer á vinstri og lætur vaða en hitti næstum því bílinn minn.
16. mín
DAUÐAFÆRI!
Erlingur fær frábæra sendingu upp línuna hægra megin og er með Birni aleinan inná teignum í yfirburðastöðu, Erlingur reynir að senda þvert í gegnum teiginn á Birni en sendingin laus og léleg svo varnarmenn Eyjamanna komast á milli en boltinn dettur fyrir Matta sem leggur boltann fyrir sig og ætlar að smella honum í fjær en setur boltann rétt framhjá!
Erlingur átti að gera betur í sinni sendingu og svo átti Matti að klára sitt færi.
Erlingur átti að gera betur í sinni sendingu og svo átti Matti að klára sitt færi.
14. mín
Víkingar hóta því þriðja!
Alvöru mínútur hérna hjá heimamönnum, Niko fær boltann inn á teignum og er nálægt því að koma sér í gott færi en Eiður bjargar á síðustu stundu.
12. mín
MARK!

Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Víkingar í gír!
Davíð Örn með frábæra fyrirgjöf frá hægri á fjær þar sem Matti Villa gerir stórkostlega i að skalla boltann út í teiginn á Birni sem kemur á ferðinni og hamrar boltann í netið úr algjöru dauðafæri sem Matti bjó til með sinni yfirsýn.
Geggjað mark!
Geggjað mark!
10. mín
MARK!

Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
Nikolaj!
Frábær sókn hjá Víkingum, Pablo sendir gullsendingu út til hægri á Erling sem sendir boltann fyrir, Matthías er í baráttunni inná teiginum og við það fer boltinn upp í loftið við markteiginn og þar er Niko fyrstur að átta sig og stangar boltann í netið, frábærlega gert hjá fyrlrliðanum.
9. mín
Eyjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað!
Alex Freyr og Jón Inga standa yfir boltanum.
Alex Freyr tekur skotið og Ingvar alveg með þetta, lætur boltann fara og hann fer framhjá markinu, markspyrna.
Alex Freyr tekur skotið og Ingvar alveg með þetta, lætur boltann fara og hann fer framhjá markinu, markspyrna.
8. mín
Lið Eyjamanna:
5-4-1
Smit
Elvis, Sigurður, Eiður, Jón, Felix
Oliver, Tómas, Alex, Halldór
Arnar
Smit
Elvis, Sigurður, Eiður, Jón, Felix
Oliver, Tómas, Alex, Halldór
Arnar
8. mín
Lið Víkinga:
4-4-2
Ingvar
Davíð, Oliver, Gunnar, Logi
Erlingur, Pablo, Matthías, Birnir
Daníel, Nikolaj
Ingvar
Davíð, Oliver, Gunnar, Logi
Erlingur, Pablo, Matthías, Birnir
Daníel, Nikolaj
7. mín
Elvis með fyrirgjöf frá hægri, Oliver skallar boltann beint upp og Halldór Jón tekur þaðan næsta skalla en hátt yfir markið.
5. mín
Víkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins eftir flotta fyrirgjöf Loga sem rataði næstum til Djuric en Jón Inga kom boltanum frá.
Spyrnan fín á nær, boltinn í Tómas Bent og Víkingar heimta hendi, boltinn útfyrir teig og Pablo tekur skotið í fyrsta en framhjá markinu.
Spyrnan fín á nær, boltinn í Tómas Bent og Víkingar heimta hendi, boltinn útfyrir teig og Pablo tekur skotið í fyrsta en framhjá markinu.
3. mín
Hemmi Hreiðars gargar sína menn áfram í pressu og endar svo með broti frá Oliver á Loga, það á að byrja þetta með látum!
1. mín
Halldór Jón brýtur á Birni strax í upphafi sem liggur eftir og heldur um hnéð, en stendur svo upp og heldur leik áfram.
Leikurinn byrjaði í alvöru barning.
Leikurinn byrjaði í alvöru barning.
1. mín
Leikur hafinn
Alex Freyr setur leikinn af stað!
Sverrir Geirdal, vallarþulur Víkinga taldi niður frá 10, skemmtilegt.
Fyrir leik

Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Hermann byrjar ekki leikinn eins og upprunaleg skýrsla gaf til kynna.
Arnar Breki er í byrjunarliðinu í stað Hermanns.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til leiks!
Jóhann Ingi og hans menn leiða liðin út á völl, leikurinn er að bresta á gott fólk.
Niko Hansen og Alex Freyr taka hlutkestið sem fyrirliðar og vinnur Alex hlutkestið og velur greinilega að byrja með boltann því Niko velur svo að skipta um vallarhelming.
Niko Hansen og Alex Freyr taka hlutkestið sem fyrirliðar og vinnur Alex hlutkestið og velur greinilega að byrja með boltann því Niko velur svo að skipta um vallarhelming.
Fyrir leik
Viðtal við Hemma Hreiðars fyrir leik.
Hemmi fór yfir sviðið með fréttamanni .net og ræddi leikinn sem og siðustu viðureignir þessara liða.
Þetta eru alltaf hörku leikir - Smelltu hér til að opna viðtalið.
Þetta eru alltaf hörku leikir - Smelltu hér til að opna viðtalið.

Fyrir leik
Viðtal við Arnar Gunnlaugs fyrir leik.
Arnar fór yfir sviðið fyrir leik með fréttamanni .net og sagði margt áhugavert.
ÍBV er mikið ''chaos team'' - Smella hér til að opna viðtalið.
ÍBV er mikið ''chaos team'' - Smella hér til að opna viðtalið.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Arnar Gunnlaugsson gerir 5 breytingar á sínu liði, Aron Elís er ekki með vegna meiðsla og þeir Viktor Örlygur, Helgi Guðjóns, Arnór Borg og Karl Friðleifur fara einnig út úr liðinu, Viktor, Helgi og Karl setjast á bekkinn en Arnór Borg er að ganga til liðs við FH á láni.
Inn koma Pablo, Nikolaj, Matthías, Davíð Örn og Daníel Dejan í byrjunarliðið.
Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Blikum, Sigurður Arnar Magnússon og Jón Ingason koma inn í liðið fyrir þá Arnar Breka og Guðjón Erni sem tylla sér á tréverkið í dag.
Inn koma Pablo, Nikolaj, Matthías, Davíð Örn og Daníel Dejan í byrjunarliðið.
Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Blikum, Sigurður Arnar Magnússon og Jón Ingason koma inn í liðið fyrir þá Arnar Breka og Guðjón Erni sem tylla sér á tréverkið í dag.

Fyrir leik
Hverju spáir Sam Hewson?
Víkingur R. 4 - 0 ÍBV (17:00 í dag)
Leikmenn ÍBV fá ferðaveiki og þeir geta því ekki teflt fram sínu besta liði í leiknum.
Leikmenn ÍBV fá ferðaveiki og þeir geta því ekki teflt fram sínu besta liði í leiknum.

Stórar fréttir úr Víkinni!
HÓPURINN
— Víkingur (@vikingurfc) July 30, 2023
???? @IBVsport
???? Aron Elís að glíma við smávæginleg meiðsli og því ekki í hóp.
?? Pablo & Ari eru mættir aftur í hópinn frá seinasta leik gegn KR, Pablo tók þá út leikbann og Ari glímdi við meiðsli. pic.twitter.com/NDzqBeosXX
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins.
Jóhann Ingi fær það verkefni að flauta þennan leik.
Jóhann Gunnar og Þórður Ingi verða honum til halds og trausts með flöggin i hönd.
Aðalbjörn Heiðar tekur hitann frá Arnari Gunnlaugs og Hemma Hreiðars og sér um skiltið.
Frosti Viðar verður svo með stílabókina í stúkunni að punkta niður atriði og gefa þessum fjórum mönnum einkunn eftir leik.
Hér er Siggi Lár að tuða í Jóhanni Inga, enda tuðari mikill.
Jóhann Gunnar og Þórður Ingi verða honum til halds og trausts með flöggin i hönd.
Aðalbjörn Heiðar tekur hitann frá Arnari Gunnlaugs og Hemma Hreiðars og sér um skiltið.
Frosti Viðar verður svo með stílabókina í stúkunni að punkta niður atriði og gefa þessum fjórum mönnum einkunn eftir leik.

Hér er Siggi Lár að tuða í Jóhanni Inga, enda tuðari mikill.
Fyrir leik
ÍBV.
Gestirnir eru þetta gamla góða jójó, vinna sína sterku sigra á móti því að tapa. Eyjabragurinn er svo sannarlega til staðar á liðinu og handbragð Hemma Hreiðars gríðarlega sterkt. Eyjamenn eru gríðarlega líkamlega sterkir, mikill kraftur og hraði frammávið, dugnaður og vinnsla er eitthvað sem Hemmi fer fram á, annars fá menn ekki að fara inná völlinn.
Með sigri í dag geta Eyjamenn horft í þrennt; slitið sig aðeins frá fallsætunum, farið að hóta efri hlutanum og einnig galopnað toppbaráttuna og sett þannig enn meiri spennu í mótið.
Með sigri í dag geta Eyjamenn horft í þrennt; slitið sig aðeins frá fallsætunum, farið að hóta efri hlutanum og einnig galopnað toppbaráttuna og sett þannig enn meiri spennu í mótið.

Fyrir leik
Víkingur.
Heimamenn eru á rosalega góðum stað, hafa einungis tapað tveimur leikjum í allt sumar, gegn Val og gegn Riga. Þeir eru efstir í deildinni og halda áfram að sækja sigra, hvort sem það er sannfærandi, verðskuldað, tæpt eða jafnvel ljótt og óverðskuldað, sumir kalla það meistaraheppni.
Aron Elís kom inn í liðið gegn KR í síðasta leik og skoraði sigurmarkið í endurkomunni, mér finnst margt við leik Víkinga lykta af handriti eins og þegar þeir urðu meistarar 2021 á síðasta tímabili Kára og Sölva.
Aron Elís kom inn í liðið gegn KR í síðasta leik og skoraði sigurmarkið í endurkomunni, mér finnst margt við leik Víkinga lykta af handriti eins og þegar þeir urðu meistarar 2021 á síðasta tímabili Kára og Sölva.

Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna.
Í maí síðastliðnum fóru Víkingar í heimsókn til Eyja og skoruðu dramatískt sigurmark á 95. mínútu leiksins, Niko Hansen tryggði þar þrjú stig með góðu marki.
Ná Eyjamenn að hefna fyrir þann rýting eða munu Víkingar halda áfram sínu góða róli og frábæra takti?

Ná Eyjamenn að hefna fyrir þann rýting eða munu Víkingar halda áfram sínu góða róli og frábæra takti?
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
3. Felix Örn Friðriksson

5. Jón Ingason
('63)


16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
('63)


23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
('74)

24. Hermann Þór Ragnarsson
('0)

25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
('90)

42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
('90)

7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
('63)

10. Sverrir Páll Hjaltested
('63)

13. Dwayne Atkinson
('90)

18. Bjarki Björn Gunnarsson
19. Breki Ómarsson
('74)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)

Elías J Friðriksson
Arnar Breki Gunnarsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov
Gul spjöld:
Jón Ingason ('21)
Oliver Heiðarsson ('43)
Felix Örn Friðriksson ('52)
Hermann Hreiðarsson ('70)
Rauð spjöld:
Elvis Bwomono ('81)