Arnar Gunnlaugsson kom í stutt spjall við fótbolta.net í aðdraganda leiksins gegn ÍBV sem hefst núna kl 17:00 í Víkinni.
Arnar var spenntur fyrir leiknum og fór yfir sviðið.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 - 0 ÍBV
„Þeir eru búnir að vera á fínu skriði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Blikum í síðustu umferð, við vitum hvað þeir standa fyrir, þeir eru mikið svona ''chaos team'' í góðri merkingu, þeir pressa hátt sem gefur okkur viss tækifæri en við þurfum að vera varhuga um hvað þeirra leikmenn geta gert.''
Ætla Vikingar að gera eitthvað til að koma Eyjamönnum á óvart?
„Það vita allir að við förum í okkar 3-2-5 kerfi sem er í tísku í dag, en við gerum það kerfi aðeins öðruvísi en flestir í heiminum því við erum með tvo bakverði, ef ég tek Man City sem dæmi þá eru þeir með þrjá hafsenta í þriggja manna uppspilslínunni sinni en við erum með Oliver Ekroth og tvo bakverði, það gefur okkur auka vopn í sóknarleik og við ætlum að nýta okkur það í dag.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Arnar betur ofan í saumana á viðureigninni, fyrri leik liðanna og stöðuna á Aroni Elís sem er fjarverandi í dag.